Vísir - 27.05.1975, Síða 16

Vísir - 27.05.1975, Síða 16
VÍSI Þriðjudagur 27. mai 1975 Gróður ó Akureyri verður eldinum oð bróð Akureyringar urðu einnig illa fyrir barðinu á sinueldum og skógarbrunum um helgina. Á sunnudaginn kom upp eldur I skógarreit bæjarbúa við Botn i Eyjafirði, sem liggur rétt framan við Akureyrarbæ. Miklar skemmdir urðu á gróðri i brunanum, en um klukkustund tók að hefta útbreiðslu hans. Skógarreitur þessi er útivistar- svæði bæjarbúa og höfðu menn sézt þar á ferli skömmu áður en cldurinn kom upp. — JB Áframhaldandi samningafundir Sáttafundur með deiluaðil- um vegna verkfallsins i rlkisverksmiðjunum stóð til kl. 8 I morgun. Ekki vildu menn tjá sig um árangur af fundinum, en annar hefur verið boðaður kl. 16 I dag. Það eru 16 verkalýðsfélög sem eiga I þessari deilu við rikisverksmiðjurnar. Samningafundi með sjó- mönnum lauk nokkru fyrr, ki. 3.30 siðastliðna nótt. Litið eða ekkert miðaði I sam- komulagsátt með undir- mönnum og útgerðarmönn- um og hefur annar fundur verið boðaður kl. 10 i fyrra- málið. í gær virtist hins veg- ar eitthvaö vera að birta til I samningum við vélstjóra. Ekki tókst að ná sambandi við Ingólf Ingólfsson, formann vélstjórafélagsins i morgun. —ÓT Spó skýjuðu í dog — en hífastígið í hœi ra lagi Samkvæmt veðurspánni fær sólin ekki að skina óhindruð á mannfólkið i dag. I morgun var spáð sunnan golu eða kalda I dag, skýjuðu og dálitilli þokumóðu. Þeir sem höfðu hugsað sér að nota daginn til sólbaðs verða ef- laust að láta það biöa betri tima. Suðvestan gola rikti á landinu i morgun. Austan til var léttskýjað. Hitastigið ætti aö verða nokkuð hátt i dag.Strax i morgun var kominn 9 stiga hiti i Reykja- vík. - —EA Bœndur áhyggjufullir „Mœtti einhvers staðar ■ ■■ | 9X M §— segir Sigurbjörg Óskarsdóttir, lœkka kauDio, $em ^ ^7 & í atvinnuleysisbœtur ,,Ég er búin að fá atvinnuleys- isbætur siðan viku eftir togara- verkfallið. Ég vann I fiski hjá Bæjarútgerðinni og þótt ég hefði viljað fá eitthvað annað, er ekk- ert að fá,” sagði Sigurbjörg óskarsdóttir, ein af mörgum, sem var að stimpla sig inn I ráðningarstofunni I Hafnarbúð- um, þegar við litum þar inn i gær. Sigurbjörg segir okkur að maðurinn sinn, sem er sjúkling- ur og má helzt ekki vinna nema 40 stunda vinnuviku, hafi enn atvinnu i Bæjarútgerðinni. Hann hefur um 11 þús. kr. á viku. Engan veginn er hægt að lifa á þvi kaupi. Hefur Sigur- borg haft 200 kr. minna á viku en maður hennar fyrir dag- vinnu, en hefur tekið þá eftir- og næturvinnu sem boðizt hefur. „Ætli kaupið hafi ekki verið að jafnaði um 13 þús. á viku”, segir Sigurbjörg. Hún segir okkur að heimilið sé ekki stórt nú orðið. Þau hjónin eiga dóttur 6 ára og svo fjögur önnur börn, sem eru orðin upp- komin. Þau hafa búið meira og minna heima á meðan að þau festu kaup á ibúð. Ein dóttirin er einmitt að flytja I sina eigin núna. Sigurbjörg fær i atvinnuleys- isbætur tæpar 7 þúsund krónur á viku. Hún segist ekki geta skilið af hverju ekki sé gert bet- ur við verkamennina en raun ber vitni. „Þetta er ójafnræði t.d. miðað við þingmenn. Ein- hvers staðar mætti lækka kaup- ið”, segir hún. Hjónin hafa aldrei farið i siglingu saman, en frúin vann einu sinni hjá Flugfélaginu og fór þá til Kulusuk á Grænlandi. Þau eiga góðan bil, sem þau fengu út á örorkustyrk vegna veikinda húsbóndans. Slegið er lán fyrir mjólkurpotti og strætó. „Húsbóndinn reynir alls stað- ar fyrir sér með vinnu. Hann var að útskrifast sem stúdent. Maður slær lán hingað og þang- að til að eiga fyrir mjólkurpotti og strætó,” segir ein af þeim sem sækir atvinnuleysisbæturn- ar. „Við erum með 2 börn og leigjum fyrir 19 þús. á mánuði. Jú, það er til bill á heimilinu en ekki til peningur fyrir trygging- unum. Hún segist oftast vinna hálfan daginn, en þó stundum allan, eftir þvi hvernig standi á með pössun á börnunun. Aðallega hleypur amma hennar undir bagga i þeim efnum. öll fjöl- skyldan hjálpar raunar til þess að ungi maðurinn geti menntað sig, „en það fer eitthvað eftir efnum og ástæðum i framtið- inni, hvort lagt verður út i langt nám eða stutt.” Ég klýf þetta nú enn. „Ég klýf þetta nú enn”, sagði Steinunn Karlsd.. „Ég er svo heppin að eiga ibúð við Gnoðar- vog og hér eru ekki miklar af- borganir. Ég er búin að eiga ibúðina i 6 ár. Bróðir minn hefur hjálpað mér og oft höfum við lika borðað hjá pabba og mömmu.” Steinunn er með tvö börn á slnu framfæri. „Nei, guð hjálpi þér. Ég á ekki bil. Það kostar nú sitt. Ég nota strætisvagnana. Það er oft löng biðin sérstaklega á vetrum, þegar ég hef verið að fara með strákinn minn á bamaheimilið.” Lízt ekkert á að fara í verkfall „Mér lizt ekkert á það að ætla sér i verkfall þann 11. júni. Pá verða ekki einu sinni atvinnu- leysisbætur”, segir einn, sem hefur verið atvinnulaus siðan i febrúai,,Ég á von á vinnu núna, svo að þetta fer að lagast hjá mér”, segir hann. Hann á konu og 3 ung börn, þau leigja uppi i Breiðholti á rúmar 8 þúsund krónur á mánuði. Frúin vinnur við skúringar, svo að það bjarg- ar málunum. „Við vorum svo bjartsýn að festa kaup á ibúð á árunum ’70- ’71, en hún fór undir hamarinn. Nei við töpuðum svo sem engum peningum.” Hverjar eru svo atvinnu- leysisbæturnar. Jórunn Isleifs- dóttir hjá Ráðningarstofu Reykjavikurborgar I Hafnar búðum upplýsti okkur um þær. Sigurbjörg óskarsdóttir ásamt tveimur af börnum sinum. Þær eru 80% af lægsta taxta Dagsbrúnar. Einhleypur fær 1396 kr. á dag. Fyrirvinna fær 1596 kr. og 130 kr. fyrir hvert barn. Ekki er þó greitt fyrir fleiri en þrjú börn. Greitt er fyr- ir 5 daga vikunnar. Sýna þarf fram á að unnið hafi verið 1032 klst á s.l. 12 mánuð- um. Helminginn af þeim tima ef um 1/2 dags vinnu er að ræða. Eiginmaður eða eiginkona má ekki hafa haft ýfir 890 þús. i tekjur s.l. 12 mánuði. A hverjum degi verður að koma og stimpla sig til þess að geta fengið greiddar bæturnar. — EVI — Eyðilagði tvo bíla, skemmdi garð og braut niður steinvegg Ungur og ölvaður maður I Vest- mannaeyjum eyðilagði á sunnu- dagsmorguninn tvo bila, rótaði upp garðinum hjá eiganda annars þeirra og braut auk þess niður steinvegg á sama stað. Piltur þessi hafði verið að skemmta sér um nóttina og þá meðal annars ekið um I bil með þrem kunningjum sinum. Klukk- an 10 á sunnudagsmorguninn, þótti honum, sem hann væri sjálf- ur orðinn ökufær. Hann tók þvi bilinn, sem var i eigu kunningja hans, traustataki og ók af stað. Eftir stutt hringsól um götur bæjarins ók hann harkalega utan i bil, er stóð við Heiðarveg en lét sér það ekki nægja heldur hélt sem leið lá inn i garð eiganda þess bils og spændi þar allt upp á bil sinum. ökuferðinni iauk maður- inn svo með þvi að aka niður steinvegg á lóðamörkunum og gafst þá farartæki hans upp. Maðurinn hljóp á brott frá skemmdunum, en eftir nokkra leit tókst lögreglunni að hafa uppi á honum og kom þá i ljós að hann var töluvert slasaður. Garðurinn mun mikið skemmd- ur og annar ef ekki báðir bilarnir gjörónýtir eftir ævintýrið. — JB Ég meiddi mig ekkert! Það er mikill skelfingarsvip- ur, sem lýsir af andliti þessa krakka, sem komst i hann held- ur of krappan I gær. Hann lenti á hjólinu sinu fyrir bil I Foss- voginum ,um klukkan sjö i gær- kvöldi, en þóttist engan skaða hafa beðið af. Sjúkrabfll og lögreglubfll með blikkandi ljós allt var þetta svo skelfandi, að barnið missti kjarkinn og vildi losna frá öllum málum sem fyrst. Lögreglunni tókst þó að sannfæra það um að réttara væri að fara I bfltúr i hjartabilnum svona til að heilsa upp á læknana og láta þá ganga úr skugga um að allt væri I lagi. — JB. Ljósm. Bragi. Getum þurft að fella fé vegna áburðarskortsins Bændur á Suðurlandi hafa nú þungar áhyggjur af áburðar- skorti og óttast að þurfa að fella búfénað, ef verkfallið leysist ekki bráðlega og þeir fá áburð. Einn bóndi, sem Vlsir hafði samband við, hafði jafnvcl orð á þvi að bregða búi, ef svo færi, að hann fengi ekki áburð fyrr en um seinan. Hjá Búnaðarfélagi Islands fengum við þær upplýsingar að áður en verkfallið hófst hafi verið búið að senda töluvert af áburði á hafnir úti á landi. Þeir bændur, sem fái áburð sinn I gegnum kaupfélögin, séu þvi ekki svo illa staddir, en hinum sem hafa sjálfir séð um innkaup og þá einkum á Suðurlandi, sé nú mikill vandi á höndum. Margir þeirra hafa alls engan áburð fengið. Þeir sem tókst að ná sér I eitthvað fyrir verkfall, eru þegar byrjaðir að bera á, en hinir veröa bara aö biða. Vlsir hafði i' gær samband við nokkra bændur i Arnessýslu. Einn þeirra var Auðunn Gests- son á Kálfhóli: — Ég hef ekki fengið einn einsta poka af áburði ennþá og útlitið er ekki glæsilegt. Þetta hefur ekki gert svo mikið til að undanförnu, þvi tiðarfariðhefur verið þannig, en nú hefur orðið breyting á og brýn nauðsyn að byrja sem fyrst. — Þeir sem voru svo heppnir að ná I áburð eru þegar byrjaðir að bera á túnin fyrir beitina. Ég segi ekki, að þetta sé neyðar- ástand ennþá, en ef það dregst eitthvað fram i júnl að áburður fáist, þá er útlitið svart. Ef það fer svo, að ég verði að fella gripi vegna fóðurskorts, þá held ég að ég bara hætti þessu. Ég veit um marga, sem eru eins staddir og ég, hafa engan áburö fengiö. Við getum ekkert annað en beöið og vonað. Magnús Guðmundsson á Blesastöðum var búinn að fá um helminginn af þeim áburði, sem hann þarf fyrir sumarið: — Ég er þegar byrjaður að bera á fyrir fénaðinn og er ekkert sér- lega illa staddur miðað við suma aðra. Ég veit að margir héma I kringum mig eru búnir. aö fá eitthvað smávegis en aðrir hafa ekkert fengið. Nú fer að liggja á með þetta þvi það þarf helzt að bera búið að bera á um miðjan júnimánuð. Við verðum bara að vona að þetta leysist fyrir þann tima, annars eru þeir illa staddir bændurnir, sem eng- an áburð hafa fengið. — ÓT

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.