Vísir - 28.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 28.05.1975, Blaðsíða 5
Visir. Miðvikudagur 28. mai 1975 5 TLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND U msjón Guðmundur Pétursson Komst á forsíðu Pravda Margrét Dana- drottning er þessa dagana stödd i Moskvu i opinberri heimsókn. Hún er fyrsti konunglegi þjóðhöfðinginn, sem þangað kemur, siðan bolsévikkar komust til valda. Hún er um leið fyrsta konungborna persónan, sem kemst á forsiðu aðalmál- gangs kommúnista- flokksins, dagblaðsins Pravda, sem margir hafa heyrt vitnaö i, en kannski færri séð. Seztir við fund- arborð stjórnar- innar í Portúgal Sósíalistaflokkur Portú- gala er setztur aftur við fundarborð ríkisstjórnar- innar, en forráðamenn hans hafa óskað eftir við- ræðum við ráðamenn hers- ins, til að ákveöa, hvort flokkurinn verði áfram í samsteypustjórn landsins. Þeir Mario Soares, leiðtogi sósi- alista, og Francisco Salgado Zenha, dómsmálaráðherra, ætla að sitja rikisstjórnarfund i dag, þar sem fjallað verður um erfið- leika i Angola. Báðir sögðu þó, að þessi fundur yrði undantekning, og á fundi með stjórnmálahreyfingu hersins yrði tekið af skarið um, hvort sósialistar stæðu að rikisstjórn- inni hér eftir. Litið er á fundarsetu þeirra félaga sem tilraun til sátta og málamiðlunar, en þeir höfðu áður krafizt þess, að kommúnistar skiluðu sósialistum aftur dag- blaðinu „Republica” — aðalmál- gagni jafnaðarmanna — sem kommúnistar tóku með valdi. Fyrr ætluðu þeir ekki að sitja fundi stjórnarinnar. Stjórnmálahreyfing hersins hefur gagnrýnt sósialista . fyrir þessa afstöðu. — Þaðan hefur hins vegar aldrei heyrzt eitt áfeliisorð i garð kommúnista. fyrír Vínhneykslið áfrýiunarrétt Vínhneykslið i Bordeaux, sem í var dæmt í desember í fyrra, er nú komið fyrir áfrýjunarrétt, en saksókn- ari krefst að dómar undir- réttar verði staðfestir. Undirréttur sakfelldi átta af átján sakborningum og dæmdi þá fyrir að hafa blandað og fals- merkt nær þrjár milljónir litra af vini. — En eins og menn muna hrikti i viniðnaði Frakka, eftir að upp komst, að ýmis gæðavin höfðu verið blönduð með lakari og ódýrari vinum og falsstimpluð sem fyrsta flokks vara. Saksóknari gerði grein fyrir kröfum sinum i áfrýjunarréttin- um i gær, en hann krefst staðfestu á fyrri dómum og ennfremur, að Louis Ballot D’Estivaux, vinsér- fræðingur, verði fundinn sekur — hann var sýknaður i vetur — án refsingar. Sagði saksóknarinn, að tveir aðalsökunautarnir, frændurnir, Lionel og Yvan Cruse, blómstr- uðu i viðskiptalifinu þessa dag- ana, en hræsnin, sem þeir sýndu við rannsókn málsins, bæri vitni um sök þeirra. Frændurnir voru dæmdir i eins árs fangelsi, skilorðsbundið, og nær sex milljón franka sekt. Ekkert lát á skotbar- dögunum Suleiman Franjieh, forseti Libanon, mun i dag eiga viðræður við Rashid Karami, sem menn binda nú mestar vonir við i stjórnar- kreppunni i Libanon þessar vikurnar. Karami er talinn liklegastur til bess að geta myndað nýja rikis- stjórn, en sú siðasta féll eftir ó- eirðir falangista og skæruliða Palestinuaraba, sem reyndar hafa blossað upp aftur. Bardagar hafa nú staðið i rúma viku og sjötiu manns fallið. Ekk- ert lát virðist ætla að verða á skotbardögunum. Husak verður nœsti forseti Löggjafarþing Tékkóslóvakiu kemur saman til fundar i dag til að fjalla um breytingar á stjórn- arskrá landsins — til þess gerðar að ryðja götu Gustavs Ilusaks, leiðtoga kommúnistaflokksins, I forsetastólinn. Flokkurinn tilnefndi Husak sem frambjóðanda til forsetaembætt- isins, en Svoboda forseti, sem er orðinn áttræður, hefur heilsu sinnar vegna ekki getað sinnt embættisstörfum i heilt ár. Slfk sjón er ekki óalgeng á götum Beirut þessa dagana f átökum Falan- gista og skæruliöa Palestfnuaraba. Takið eftir þvf, að mennirnir eru með grfmur fyrir andlitinu. Rœningjarnir láta ekkert frá sér heyra Skyldmenni stúdent- anna, sem eru á valdi skæruliða i Tanzaníu, eru að vonum kvíðafull um af- drif þeirra. Menn töldu, að fyrir þeirra atbeina hefði Bandaríkjastjórn lagt að Nyerere forseta Tanzaníu að slaka á afstöðu sinni og semja við ræningjana. Sendiherra Bandarikjanna i Tanzaniu ber þó af stjórn sinni, að hún hafi gert nokkuð til að nauðga yfirvöldum Tanzaniu til að láta undan kröfum skæruliðanna. „Við höfum einungis farið fram á það við stjórnvöld Tanzaniu, að þau leituðust við að tryggja, að stúdentunum yrði sleppt heilum á húfi,” sagði sendiherrann. Ræningjarnir hafa stúdentana i afskekktu skógarþorpi innst i frumskógi belgisku Kongó (sem var). Þeir hafa krafizt þess, að tveir leiðtogar þeirra verði látnir lausir úr fangelsi. 200.000 sterlingspunda lausnargjald greitt, og þeim afhentar nokkur hundruð byssur, og skotfæri. — Stjórnin i Dar Es Salaam ljær ekki máls á þessu. Enda er sá galli á tilboði ræningjanna um skipti á föngun- um, að þeir hafa ekkert lagt til um, hvernig tryggt verði, að þeir skili stúdentunum, þegar þeir eru búnir að fá sitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.