Vísir - 28.05.1975, Blaðsíða 16
visir
Miðvikudagur 28. mai 1975
Sendi út
hjálparbeiðni
vegna vélar-
bilunar
Slysavarnafélaginu barst
hjáiparbeiðni frá Óla RE-37
klukkan hálfeitt f gærkvöldi. Þá
hafði sveifarás brotnað f þessum
ellefu tonna báti, þar sem hann
var staddur þrjár milur vestur af
Þormóðsskeri, sem er úti af Mýr-
unum.
Félagar úr björgunarsveit
Ingölfs héldu á björgunarbátnum
Glsia Jönssyni til móts við vélar-
lausan bátinn og drógu hann sfð-
an til hafnar i Reykjavik. Ferðin
gekk að óskum og komu bátarnir
til hafnar kiukkan hálfátta I
morgun. — JB
Vaxandi áhyggjur af auknum viðskiptahömlum í samkeppnislöndunum
„Reynum að fá þau til
að breyta stefnu sinni1
— segir forsœtisráðherra — hugsanleg úrsögn úr EFTA og EBE?
„Við erum fyrst og
'fremst að vinna að því að
fá fram stefnubreytingu
hjá öðrum þjóðum,"
sagði Geir Hallgrímsson
f orsætisráðherra í
morgun. „För viðskipta-
ráðherra er gerð í þeim
tilgangi." Fréttastofan
Associated Press hefur
eftir Ólafi Jóhannessyni
á ráðherráf undi EFTA í
Genf, að ekki sé við að
búast, að Islendingar geti
haldið áfram að lækka
verndartolla sína, eins og
gera skal samkvæmt
samningúnum við Efna-
hagsbandalagið og EFTA
og íslendingar kunni að
segja upp samningunum
við bandalögin.
Forsætisráðherra sagði i
morgun, að rikisstjórnin hefði
vaxandi áhyggjur af auknum
viðskiptahömlum, sem við-
skiptalönd okkar létu auk
löndunarbannsins i V-Þýzka-
landi ganga i gildi. Þetta gerðist
meðal annars um þessar mund-
ir i Noregi, Vestur-Þýzkalandi,
Frakklandi, Bretlandi, Spáni,
Kanada og Danmörku. Styrkir
til fiskveiða og fiskvinnslu væru
auknir. „Slikar ráðstafanir
hljóta,” sagði forsætisráðherra,
,,að veikja samkeppnisaðstöðu
okkar. Samkeppnislöndin gætu
selt fisk á lægra verði en við
með þessum hætti. Þar væru
aðrar atvinnugreinar, sem unnt
væri að skattleggja til að standa
undir styrkjunum. Þvi sé ekki
um að ræða frjálsa verzlun við
slikar aðstæður, en hún væri
grundvöllur viðskiptasamvinnu
milli þjóða. Aðrir reyndu um
krókaleiðir að komast undan
eðlilegri verkaskiptingu. Eðli-
legasta svar okkar væri að færa
út fiskveiðimörkin og vinna að
stefnubreytingu hjá þessum
rikjum, eftir þvi sem við ættum
kost. — HH
„OFSA FINT
AÐ VERA
HÉRNA"
— skútustelpur í útilegu ofan við Geithúls
„Það er alveg ofsalega fint að
vera hérna. Við komum hingað
bara til þess að slappa af eftir
prófin, komum i gærkvöldi og
ætlum að fara aftur i kvöid. Við
ákváðum þetta oghöfðum okkur
til á hálftima og svo var rokið af
stað.”
Þetta sögðu tvær 15 ára
stelpur, sem við hittum i tjaldi
rétt ofan við Geitháls i gær, þær
Soffia Gústafsdóttir og Hanna
Bima Jóhannesdóttir. Þær voru
þar i útilegu, enda kvaðst Sofffa
ekki alls óvön þvi að tjalda
þama. „Við vorum hérna fjórar
stelpur i fyrra og lásum fyrir
tvö próf. Það var stórfint.”
„Það er ægilega gaman að
vera hérna. Margt að sjá og
finna. Við fundum t.d. hreiður
hér i dag.”
„Við borðum bara jógúrt og
pulsur og svoleiðis á meðan við
erumhérna.” Það hafði þó ekki
gengið neitt sérlega vel með
pulsurnar. Þær höfðu komið sér
upp hlóðum, en vindurinn hafði
ekki beint verið hliðhollur á
meðan á eldamennskunni stóð.
Það er ekki annað að heyra en
þær stöllur dýrki útilifið. Þær
eru einu stúlkurnar sem eru
meölimir i siglingaklúbbnum i
Nauthólsvik. Byrjuðu í fyrra og
ætla að halda áfram. Það liður
að þvi að þær fái að þreyta próf i
klúbbnum, og ekki sögðust þær
neitt skilja i' þvi hvers vegna
ekki væru fleiri stelpur.
„Við hefðum átt að taka með
okkur sundföt,” sögðu þær, þar
sem þær höfðu komið sér
makindalega fyrir i sólinni. „En
okkur datt ekki i hug að veðrið
yrði svona gott.” Þær kusu lika
heldur að hafa með sér stig-
vél....
-EA.
„Við hefðum átt að hafa með okkur sundföt. Okkur datt bara ekki I
hug að veðrið yrði svona gott”, sögðu þær Soffia og Hanna Birna og
sóluðu sig eftir beztu getu. Ljósm.: Bragi
ALIMINKUR SLEPPUR FRÁ MINKABÚI
Hann var það spakur að hann kom alveg að
fótum mér, segir Tryggvi í Miðdal
„Þaö er enginn vafi á þvi, að
þessi minkur var aiiminkur. Ég
tel mig hafa kynnzt minkum
það vel I gegnum árin, aö ég geti
greint muninn”, sagði Tryggvi
Einarsson i Miðdal, minkaskytta
og bóndi, er Visir ræddi viö hann i
gær.
„Minkur þessi, er ég skaut i
fjárhúsinu i Varmadal i Mosfells-
sveit á sunnudag.var spakari en
nokkur villiminkur getur orðið.
Ég lét hann finna lyktina af
silungi og þá kom hann alveg að
fótum mér. Svo nærri fer enginn
villiminkur,” sagði Tryggvi i
Miðdal.
„Þetta var læða og hún var al-
veg hjá mér, er ég skaut hana. Ég
hafði orðið var við sporin hennar
áöur, en þau voru eftir mun ófull-
komnari fætur en önnur minka-
spor,” sagði Tryggvi.
Að sögn Tryggva er þetta i
fyrsta sinn, sem aliminkur hefur
sannanlega náðst utan bús, eftir
að minkaeldi var aftur leyft hér á
landi.
„1 Mosfellssveitinni eru nú þrjú
minkabú og má öruggt telja, aö
minkurinn hafi sloppið úr ein-
hverju þeirra.
„Ég hef komið á þessi bú og
fundizt frágangur allur þar til
fyrirmyndar. Ég fæ ekki séð, að
minkur geti sloppið þaðan út
nema fyrir einhverja vangá. Ég
veit ekki til, að neitt búið sakni
minks, enda er ekki svo auðvelt
að fylgjast með hverjum mink,
þar sem fjöldinn er þúsund eða
meira,” sagði Tryggvi.
Asamt minkalæðunni náði
Tryggvi yrðlingum, sem hann gaf
einu minkabúanna. Að sögn
Tryggva var greinilegt, að faðir
yrðlinganna hefði verið villimink-
ur en ekki aliminkur eins og
móðirin.
„Þessi aligrey fara ekki langt
og eru mun auðveldari viðfangs,
ef þau sleppa út, en villiminkarn-
ir. Þessi læða, sem ég skaut á
sunnudaginn, haföi til dæmis ekki
treyst sér til að yfirgefa mennina
og þvi búið um sig i fjárhúsinu i
Varmadal”, sagði Tryggvi að
lokum.
Tryggvi I Miödal meö minka-
skottin. SkottiO lengst til hægri er
af aliminknum
(Ljósmynd Visis BG)
Björn Jónsson um þrjú prósentin
„Komi með ððr-
um hœkkunum"
— hefðu ótt að koma 1.
gömlu samningunum
„Okkar afstaöa er, aö þau eigi
aö koma ásamt meö öörum
hækkunum á næstunni,” sagöi
Björn Jónsson forseti ASÍ I
morgun um þrjú prósentin, sem
hefðu átt aöbætast viö laun, heföu
gömlu samningarnir veriö I gildi.
„Við teljum okkur að sjálfsögðu
geta gert kröfu til að fá þessi pró-
sent, ” sagði Björn. Vinnuveit-
endur segja, að ASl eigi enga
kröfu til þessarar hækkunar, þar
sem samningar séu ekki i gildi.
Björn taldi eðlilegast, að þessi
hækkun kæmi inn i launahækkun,
sem um semst i viðræðunum, er
nú standa yfir. ASÍ ætlaði ekki að
gripa til neinna sérstakra að-
gerða vegna þessara prósenta, en
júní skv. \
sem kunnugt er, stefnir i verkíöll
h]á ASI-félögunum 11. júni. „Vist
þætti okkur betra að fá þrjú
prósentin sjálfkrafa 1. júni,”
sagði Björn, en vinnuveitendur
eru ekki sammála þvi.
„Viöbrögð vinnuveitenda á sið-
asta samningafundi, á mánudag,
voru neikvæð,” sagði Björn Jóns-
sön. „Þeir sögðu, að kaup-
hækkanir kæmu ekki til greina.”
Vonir höfðu staðið til, að ein-
hver hreyfing yrði á mánudags-
fundinum og orðrómur var um,
að vinnuveitendur mundu koma
með „útspil”. Af þvi mun ekki
hafa orðið.
Samningafundur er i dag
klukkan tvö.
— HH