Vísir - 28.05.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 28.05.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Miövikudagur 28. mai 1975 —117.tbl. Stór orð í Genf: Ólafur hótar slitum á samstarfi við EFTA og EBE — Baksíða ALIMINKUR SLAPP FRÁ MINKABÚI — Baksíða • Við erum aflaklœr,— og eyðsluklœr — bls. 3 SIGLINGAKEPPNI MILLI ENGLANDS OG ÍSLANDSI — bls. 3 • 32 fórust í rútuslysi í Englandi — bls. 5 Laugardalurinn riðlar í 1. deildinni — Iþróttir í opnu Kennið börnin við mœðurnar! sjó lesendabréf bls. 2 Megrunarfœði — sem megrar ekki — sjá Inn-síðu bls. 7 Meðan flotinn liggur bundinn: BEZTU TÍMAR í TOGARA- ÚTGERÐ UM LANGT SKEIÐ Það er ekki beinlinis hægt að segja, að út- gerðarmenn græði á verkfallinu, sem heldur stóru togurunum bundn- um i höfn, að tapið er mun minna og rekstur- inn auðveldari en þegar þeir eru á veiðum. Visir hafði i morgun samband við Þórhall Helgason, hjá ísfelli h.f. — Þaö er enginn vafi á, aö tap- iö er mun minna. Þaö er sár- grætilegt aö þurfa aö segja þaö, en hvaö afkomuna snertir eru þetta beztu timar I togaraútgerö um langtskeiö. Viö erum t.d. ekki meö nema tvo menn á kaupi viö skipin. Viöskiptamenn okkar, þeir sem hafa haldiö okkur gang- andi, og þar á ég ekki.viö banka- stofnanir heldur verkstæöi og aöra aöila, sem þarf til aö halda togurunum úti, verða kannski verst úti. — Aö visu hafa aldrei legið á lausu peningar til aÖ greiöa þeim, en þaö hefur þó verið einhver hreyfing á fjármagni og hægt að gera eitthvaö ööru hvoru. En fyrir okkur er þetta léttasta út- gerö i langan tima. — Væri þá ekki hægt aö álykta aö útgeröarmenn heföu hreinlega engan áhuga á aö semja? — Þaö væri ailavega röng ályktun. Þaö er veriö aö reyna aö semja i fullri alvöru. Viö gerum okkur alveg grein fyrir þvi, aö mennirnir á stóru togurunum eru verr launaöir en á þeim litlu og viljum gera þaö sem hægt er til aö brúa þaö bil. — Gallinn er sá, aö viö sjáum okkur ekki fært aö minnka þaö bil nema meö þvi aö fækka mann- skap. Launamunurinn liggur fyrst og fremst i mannfjölda. Aflinn á litlu og stóru togurunum er svipaöur, en f annan stað skipt- ist hluturinn, i 14 staði en i hinn i 24-25 og jafnvel fleiri. — Margir sjómenn telja aö þar meö væru vökulögin borin fyrir borð. — Já, ég veit, aö þeir óttast þaö sumir og ég dreg ekki i efa, aö þeir sem eftir væru, yröu aö leggja meira á sig. En ég held ekki, aö þaö þýöi endilega aö vöku lögin veröi þá úr gildi. Viö höfum engan áhuga á aö hafa svo fáa menn, aö skipin nýtist ekki. — Þaö er bara að þetta er eina leiöin sem viö sjáum til aö bæta kjör þeirra. Þaö segir sina sögu um hag útgeröarinnar, aö viö skulum tapa minna á þvi aö hafa skipin bundin. — öt. Kalla það „skrifstofufórviðri" Þaö eru aldeilis viöbrigöi hjá þeim á Egiisstööum. Fyrir hálf- um mánuöi mátti enn finna snjó, þar sem hann haföi veriö mestur f sköflum. Nú skin sól upp á hvern einasta dag, og þaö hefur hýrnaö yfir fólkinu svo um munar. Nema skrifstofufólkinu. Þaö kallar bliðuna „skrifstofu- fárviöri”. Gróöri hefur fleygt fram á Egilsstöðum. Hitinn hefur mest fariö þar upp I 25 stig nú á sunnudaginn. 1 dag er þar lika glampandi sólskin, og fóstrurnar og börnin á dagheimilinu kunna vel að meta þaö. Viö fáum Ifklega aö sjá sólina hér I Reykjavik i dag. Að minnsta kosti var búizt viö þvi i morgun aö þaö létti til upp úr hádeginu. —EA/ljósm:BA Deila í ríkis- fyrirtœkjunum Maraþon- fundir Samningafundir gerast nú langir og strangir i vinnudeilun- um i rikisverksmiöjunum. Klukk- an átta i morgun lauk samninga- fundi, sem hófst klukkan fjögur i gærdag. Næsti fundur á undan var svipaöur. Hefur þetta lagazt eitt- hvað? spuröum viö Loga Einars- son hæstaréttardómara, sem er sáttasemjari i þessari kjara- deilu. „Nei,” sagöi Logi. Hann sagði, aö umræður væru miklar á fundunum. — HH Hvað varð um Rauða Danna? — Sjó Að utan bls. 6 MISSTI MÓTORINN í Flugóhugamaður á Akureyri hœtt kominn Hurö skall nærri hælum viö flugvöllinn á Akureyri á sunnu- daginn. Húnn Snædal flugum- ferðarstjóri og mikill fiug- áhugamaöur var þar aö fljúga á girókoptanum sinum, sem er litil eins manns þyrla, er skyndilegt óhapp varö. Húnn var á koptanum i um tvö þúsund feta hæð, er mótorinn hreinlega datt af og féll i sjóinn fyrir neðan. Þeir er urðu vitni HAFIÐ að þessum ósköpum kölluðu þegará lögreglu og sjúkralið, er þeir sáu koptann falla i átt til jarðar. Húnn náöi þó öruggum tökum á koptanum, þrátt fyrir vélar- leysið og tókst honum að lenda klakklaust á flugvellinum. Mótorinn var veiddur upd úr sjónum skömmu síöar. — JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.