Vísir - 31.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 31.05.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Laugardagur 31. mal 1975 „Engin at- hugasemd fyrr en eftir harða gagnrýni" Ævar R. Kvaran svarar ásökunum um Lénharð 1 mjög stóroröu bréfi til listadeildar sjónvarpsins sem dreift'var afritum af til allra fjölmiðla höfuðstaðarins og undirritað er af Siguröi Arn- alds og Böðvari Kvaran er hneykslazt glfurlega á þeim breytingum, sem geröar hafa verið á atburðarás leikritsins Lénharði fógeta við gerð sam- nefndrar kvikmyndar, sem á leikritinu er byggð. Þetta er upphaf svarbréfs Ævars R. Kvarans við gagn- rýni erfingja Einars H. Kvarans á myndinni um Lén- harð fógeta. Þá segir m.a. enn fremur i bréfinu. Að þessi gagnrýni skuliekkivera fyrrfram kom- in er næsta furðulegt. Handrit- iðað kvikmyndinni hefur stað- ið þessum mönnum opið til at- hugunar frá þvi á siöastliðnu ári. Böðvar Kvaran fékk það til yfirlesturs og undirskrifaði fullt og ótakmarkaö umboð til Ævars til hvers konar breytinga á atburðarás leik- ritsins. Engin athugasemd kom frá þessum mönnum eftir þá sér- stöku sýningu, sem höfð var á kvikmyndinni i Laugarásbiói. Það skyldi þó ætlað aö þeir hefðu viljað forða þvi að myndin yrði sýnd 1 sjónvarp- inu óbreytt. Nei, það var ekki fyrr en þeir hafa lesið hina höröu gagnrýni, sem myndin fékk i dagblöðunum, að þeir uppgötva, að ekki megi breyta atburðarás leikritsins. t þessu undarlega bréfi til sjónvarpsins er krafizt endur- skoðunar á þrem veigamikl- um atriðum: þætti Freysteins bónda á Kotströnd, lokaþætti kvikmyndarinnar og vigi Ey- steins úr Mörk, sem kallað er fölsun á leikritinu. Kvikmyndin er byggð á leik- ritinu. I kvikmynd er ekki nóg að menn komi fram og segi mikilvæg atriöi, það verður að sýna þau. Og Ævar segir i svarbréf- inu: Til hvers halda þessir menn að ég hafi fengið umboð þeirra til að breyta atburða- rásinni i leikritinu? Leikritið er rómantiskt verk samið fyrir hálfri öld. Mein- ingin var ekki að semja rómantiska kvikmynd heldur verk sem væri i samræmi við nútimann. t samræmi við þaö var hinum þrem veigamiklu atriðum, sem fyrr greinir, breytt. — EVT — 5-6 METRA TRÉ HAFA BROTNAÐ EINS OG ELDSPÝTUR UNDAN SNJÓÞUNGA VETRARINS „Hér i skóginum hefur einnig dálitiö af smærri trjám brotnað undan þunganum. En þetta er að visu ekki nema á smáblett- um. Aftur á móti eru tré I görð- um hér á Austurlandi mjög illa farin. A Egilsstööum til dæmis fór trjágróður afskaplega illa vegna þess hversu geysilega mikill snjór lagöist þar yfir,” sagði Sigurður. „Af stórum birkitrjám hafa greinarnar sópazt I miðjunni og önnur hafa hreinlega brotnað undan þunganum.” Sigurður sagði í viðtalinu við blaðið að enn væri snjóbletti að finna i skóginum á Hallorms- stað. I byrjun mai var ennþá fjögurra metra snjóskafl i skóg- inum og væri hann ekki horfinn ennþá. „Það eru blettir hér I skógin- um, þar sem tré hafa brotnað taisvert,” sagði Sigurður Blön- dal á Hallormsstað er Visir hafði samband við hann I gær- dag. „Við teljum aö snjórinn I vet- ur sé sá mesti siðan 1910 og einkum I jöðrum opinna svæða hlóðust upp miklir skaflar, allt að 5—6 metra djúpir. Þar hafa stór birkitré brotnað i mask og á einum staö, þar sem 5—6 metra há lerkitré voru, brotnuðu þau niður eins og eldspýtur undan snjóþunganum,” sagði Sig- uröur. Trjágróður á Egilsstöðum hefur stórlega iátið á sjá vegna snjóþungans I vetur. Stólpatré eru annað- hvort brotin eða ráin greinum að mikiu eða öllu leyti. Ljósm. Bjarni Arthúrsson. Siðasta vikan vár mjög góð fyrir trén, sólskin og bliða, og var skógurinn á Hallormsstað orðinn mikið laufgaður siðasta miðvikudag. —JB „SIGLUM AÐ MINNSTA KOSTI FJÓRUM SINNUM í VIKU" — segir ungt skútufólk sem fer ó siglingamót í Japan „Jú, það er vist óhætt að segja að við erum alltaf að sigla. Við förum á sjóinn að minnsta kosti fjóra daga i viku,” sögðu þau Kjartan Biöndal Magnússon og Erla Þorsteinsdóttir, 16 og 17 ára krakkar, þegar við hittum þau úti i Nauthólsvik I gær. Þau tvö hafa verið valin til þess að taka þátt I alþjóðlegu siglinga- móti i Japan i júllmánuði. Boðið barst til tþróttasam- bands Islands, og er þetta i fyrsta skipti sem farið er til Japan á vegum siglingaklúbbs- ins Sigluness hér. Mótiö verður haldið i Okinawa, að öllum likindum dagana 19. júli til 4. ágúst. Þetta er þvi nokkuð löng ferð sem þau tvö eiga fyrir höndum. Kjartan kvaðst áður hafa farið til Skotlands, en Erla sagðist aldrei hafa farið út fyrir land- steinana áður. „Ég er ekki farin að hlakka til ennþá,” sagði hún. „Ætli það hafi ekki bara verið tilviljun sem réði þvi að við vor- um valin,” sögðu þau. Liklega hefur þó eitthvað annað haft áhrif lika. Kjartan er til dæmis orðinn þaulvanur, hefur verið i klúbbnum I 7 ár og vinnur þar orðið við gæzlustörf. Erla kvaðst nú vera á 4. ári i klúbbn- um. „Ég held það hafi 2 aðrar stelpur komið til greina,” sagði hún og vildi ekkert gera úr þvi að dugnaður kæmi þarna ef til vill við sögu. „Það má segja að viö séum hér aö sigla hvenær sem við get- um, alveg til 11 á kvöldin,” sögðu þau. — Ætlið þið kannski að verða sjómenn? „Nei, ekki erum við nú að hugsa um það.” — EA m......................... - > Þau Erla og Kjartan reyna að nota sem mestan tlma til þess að sigia. „Þaö þurfa að vera svona 5 vindstig til þess að við getum ekki siglt,” sagði Kjartan. „Þó fer það talsvert eftir áttinni.” Ljósm.Bragi. ÚTLÁNASTÖÐVUN ÁFRAM en meiri sveigjanleiki „Sláttur” i bönkum veröur áfram álika erfiöur og verið hefur. Næstu þrjá mánuði verð- ur haldið þeirri stefnu, i aðal- atriðum, að lána ekki út meira en kemur inn I afborgunum og sliku. Bankarnir telja þessa stefnu hafa gefið góða raun siðustu mánuðiog framlengja hana þvi. Nokkru mciri sveigjanleiki á þó aö verða I útlánastefnunni, en eins og veriö hefur hafa forgang endurseljanlegir afuröavixiar aöalatvinnuveganna. Þá skal nokkru meira iátið renna tii að styrkja rekstur fyrirtækja en verið hefur að undanförnu. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.