Vísir - 31.05.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 31.05.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 31. mai 1975 vísir tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Þá skortir víðsýni Sennilega eru alþýðusamtökin öflugasti þrýsti- hópur landsins. Enda geta þau haldið þvi fram, að þau hafi umboð almennings til að knýja fram bætt lifskjör i landinu. Og flestir geta verið sam- mála um, að markmiðið með hagvexti sé að bæta lifskjörin. Til skamms tima hefur ekki verið unnt að kvarta um skemmdarstarfsemi af hálfu alþýðu- samtakanna. Við höfum ekki búið við brezkt ástand i þeim efnum. Kröfugerð alþýðusamtak- anna tekur yfirleitt mið af efnahagsástandinu hverju sinni. Hún er meiri, þegar vel árar, og minni, þegar illa árar eins og að undanförnu. Hins vegar hefur barátta alþýðusamtakanna stundum neikvæð áhrif á lifskjörin. Verkfalla- gleði er of mikil hér á landi. Með verkföllum er minnkuð sú kaka, sem er til skiptanna. Við getum margt lært af Svium og Svisslend- ingum, sem eru að fara fram úr Bandarikja- mönnum á stjörnuhimni efnahagsmálanna. í báðum þessum löndum eru verkföll svo að segja óþekkt fyrirbæri. Annað atriði, sem dregur úr árangrinum af starfi alþýðusamtakanna, er of takmarkaður skilningur ráðamanna þeirra á efnahagsþáttun- um, sem ráða lifskjörunum, og of takmarkaður skilningur á þeim atriðum, sem sameina laun- þega og atvinnurekendur. Helzt eru það verzlunarmenn, sem átta sig á samræminu milli velgengni verzlunarinnar i landinu og lifskjara verzlunarmanna. Þeir hafa til dæmis stutt kröfur kaupmanna um verðlags- eftirlit i stað núgildandi verðlagshafta. Aðrir átta sig miður á sliku samhengi. Dæmi- gerðir eru ráðamenn sjómanna, sem bita sig fasta i vonlaust rifrildi um hlutaskiptin og horfa siðan upp á alls kyns millifærslur fram hjá hluta- skiptum. Ef forustumenn sjómanna væru viðsýnni, sæju þeir, að of léleg kjör sjómanna stafa af of lágu fiskverði, sem stafar af of háu gengi krónunnar. Ef þeir skildu þetta, mundu þeir hjálpa útgerðar- mönnum við að fá leiðrétt þetta meginböl is- lenzks efnahagslifs. Athyglisvert er, hve takmörkuðum árangri for- ustumenn sjómanna hafa náð i kjaramálum, þótt samningsharka þeirra sé meiri en flestra ann- arra. En samningsharka er einmitt tvieggjuð, þegar skilning skortir á þeim efnahagsþáttum, sem lifskjörin byggjast á. Hvers vegna eru laun of lág á íslandi? Ekki er það vegna þrjózku atvinnurekenda, sem margir hverjir standa nú andspænis gjaldþroti. Og þess ber einnig að geta, að laun eru meiri hluti þjóðar- framleiðslunnar hér á landi en i nágrannalöndun- um, eins og fram kemur i nýjustu skýrslu Efna- hagsþróunarstofnunarinnar. Laun eru of lág á íslandi, af þvi að við búum við rotinn rikisrekstur á efnahagskerfinu, sem leiðir til þess, að milljarðar króna fara i súginn á ári hverju. Rikið tekur of mikið fé i samneyzlu á kostnað einkaneyzlu. Það frystir of mikið af fjármagni þjóðarinnar til að leggja i sjálfvirkt sjóðakerfi, sem gefur fjármagn i arðlitlar forréttindagrein- ar, eins og margoft hefur verið bent á hér i Visi að undanförnu. Alþýðusamtökin mundu til langs tima ná betri kjörum, ef þau legðu sitt þunga lóð á þá vogar- skál, að fjármagnsstraumar yrðu frjálsari og eflt jafnrétti atvinnuvega. Þá mundi stækka kakan, sem er til skiptanna. —JK Afturhaldið í verkalýðshreyf- ingunni „Stéttarfélögin eru að drepa sósialismann i Bretlandi og timi til kominn fyrir sósialista að gera eitthvað við þvi.” Með þeim orðum skar Paul Johnson, dálkahöfundur og eitt sinn ritstjóri hins vinstrisinna vikurits, NEW STATESMAN, upp herör gegn óbilgjarnri forystu verkalýðsfélaganna i Bretlandi. „Verkalýðssamtökin,” skrifar Johnson, „hafa farið út fyrir takmörk sins sögulega hlutverks, tekið höndum saman um að skapa neyðarástand og kallað skort yfir milljónir bjargarlausra Breta.” Grein Johnsons hefur vakið mikla athygli. Bæði fer saman, að þar skrifar vinstrimaður harða ádeiiu á verkalýðsöfl vinstri manna, og eins þykir hún hitta i mark og lýsa skorinort ástandinu i Bretlandi. Hafa ýmis stórblöð, eins og fréttaritið TIME, birt heila kafla úr henni. — Hér fara á eftir nokkr- ar glefsur. Risavaxin samtök, sem hvert um sig keppir aö launahækkun- um, hvaösem þær kosta, hafa náö góðum árangri viö aö brjóta niöur aöra þætti og einingar þjóöfélags- ins, rikisstjórnir, stjórnmála- flokka, einkaframtak, iönaöinn og nefndir og ráö. Nú eru þau stödd innan um rústirnar á yfir- gefnum orustuvellinum, óvé- fengjanlegir sigurvegarar. Þau höföu ekki gert ráö fyrir sigri. Þau vita ekkert, hvaö þau eiga aö gera viö hann, þegar þau núna hafa öölazt hann. Utangátta og ringluö llöur þeim likt og smábændum miðalda, sem eru búnir aö brenna kastala léns- herrans. Hvaö tekur nú viö? — Um þaö hafa þau enga hugmynd, þvi aö þau hugsuöu ekki svona langt. Raunar eru ^tarfshættir þeirra, hugsun og reynsla, alls ekki miöuö viö uppbyggilegt skapandi starf. Menn hafa kennt lélegri stjórn- un um dræman hagvöxt Bret- lands, of litilli fjárfestingu og mistökum I fjármálastjórn I efna- hagslifinu. Og auðvitað átti þetta þrennt slna sök á þvl. En aö baki þeim öllum þrem lá ein orsök enn, verkalýöshrey fingin. Jafnvel bezta framkvæmda- stjórn I heimi stenzt ekki til lengdar látlaust strlö viö verka- lýðsöflin. Góöir framkvæmda- stjórar hafa enga löngun til þess að verja ævi sinni I þref og stagl viö trúnaðarmenn verkalýösfél- aga og samningsfulltrúa um ómerkilegustu atriöi. Eöa helga vinnutlma slnn aö mestu viögerö- um á spjöllum, sem hlutust af slö- asta verkfalli. Eftir strlö hafa hæfileikamenn I framkvæmdastjórn leitaö æ meira inn á kaupsýslusviöiö, þar sem þeir eiga ekki á hættu aö rekast á iönaöarmannafélög og þar sem þeir geta variö tlma sln- um I tilgangsmeiri og árangurs- rlkari vinnu. Af þvl stafar þaö, aö fésýslufyrirtæki Breta standa núna tiltölulega styrkum fótum. En I iðnaðinum, þar sem stéttar- félögin eru mörg og athafnasöm, er framkvæmdastjórnin léleg. Ef I einhverri framleiöslugrein finnst góö framkvæmdastjórn — sem er aö veröa æ sjaldgæfara — hittist oftast svo á, aö þar er stétt- arfélagiö eða félögin aögeröalltil, annaöhvort af dugleysi eöa af skynsamari pólitlk. Þetta stjórnunarvandamál stendur I beinum tengslum viö fjárfestingarþáttinn. Hæfir menn fást ekki til fyrirtækja, þar sem fjárfestingin er litil og framtlöin þvl ekkert sérlega lokkandi. Og fjárfesting I brezkum iðnaöi er mjög lltil, nær algerlega vegna þess aö verkalýösfélögin eru henni beinllnis andvlg, eöa gera hana þá óarðbæra. Hugmyndin um samsæri vinstrimanna til að beita fyrir sig verkalýðsfélögunum I niöurrifs- starfi er hugarfóstur hægri- manna. Brezka verkalýðshreyf- ingin hyggur ekki á illt. Gallinn er sá, aö hún hyggur yfirleitt ekki á nokkurn skapaöan hlut. Flestir leiðtogar hennar viljá vel. Sumir þeirra eru bráðgreindir menn. En sem heild er henni stjórnað á öll- um stigum af sjálfsánægöum, Ihaldssömum, hugmyndasnauö- um, letilega þenkjandi mönnum. Mönnum mettuöum af gömlum fordómum og gömlum hugsunar-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.