Vísir - 31.05.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 31.05.1975, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 31. mai 1975 SBBmHKH Láttu ganga Ijódaskrá ALKÓHÓL ER Æ TIL TJÓNS Þáð hljóta allir sinn dóm i lifinu. Fer eftirýmsu, hvernig sá dómur hljóðar. Ein er sú stétt manna sem hlýtur hvað flesta dóma og er það stétt rikisstarfsmanna. Rennur okkur það oft til rifja, þegar Kjaradómur er að kveða upp úrskurð yfir þessum aumingjum, sem fara ekkifram á annað en það lftilræði að fá að lifa. Kjara- dómur er nefnilega vondur dómur, sem gerir ekki annað en að níðast á smælingj- unum, forstjórum, skrifstofustjórum, sendisveinum og Bandalagi háskóla- manna, svo eitthvað sé nefnt. Embættismenn með æstum róm, ólmir á hækkun klifa. Nú komið er fyrir Kjaradóm hvort þeir fá að lifa. Ég er einn af þeim mönnum, sem var svo heppinn að sjá ekki íslensku kvik- myndina Lénharður fógeti. Gæti ég þvt hæglega sagt margt bæði gott og slæmt um hana. Þar sem ég hef lesið um það I blöðum að í myndinni hafi verið mikið um manndráp get ég t.d. lýst þvl yfir, að sem Islenskum manni þætti mér verra að sjá Gunnar Eyjólfsson drepinn einu sinni heldur en Ríkharð Burton þrisvar. Mér er hlýtt til leikaranna okkar og get þar með ekki hugsað mér neitt næst verst en það að sjá okkar ágætu leikkonum nauðgað. Ég verð þó að viðurkenna það, að úr þvl börn og gamalmenni hafa séð þetta hvort tveggja framkvæmt I sjónvarpi upp á amerlska, danska og rússneska vlsu, er ekki nema sanngjarnt að sjá þetta gert llka á islensku, svona til samanburðar. Sæmir mér ekki sjónvarpsgláp. Sfðan þeir lokuðu á Heiðinni, duga oss naumast nokkur dráp þótt nauðgun fylgi i ieiðinni. Sem lokaorð um sjónvarp get ég sagt það, að mér finnst það mikið hafa batnað slöan ég hætti að horfa á það. En það er fleira að gerast I menning- unni en þetta eitt. Nú er búið að reka Pét- ur úr Pelican. Þetta kemur manni jafn- mikið á óvart og sú frétt, ef búið væri að reka Pétur úr Hirrinaríki. Ég hefði aldrei getað trúað þessu, ef ég hefði ekki lesið það I blaði nokkru, sem er þekkt að flestu öðru en ósannindum. 1 poppi er ekkert fát né fum, flest vfst skeð þar getur. Pelican veifar vængjunum, en vængbrotinn er Pétur. Enn eitt dæmi um menningu okkar er það að Ingólfi I Útsýn tókst að blása spán- verjum það I brjóst aö rétt væri að opna hótel úti þar fyrir Islendingum. Þaö hefur auövitaö verið hinn hreini tónn Ingólfs sem úrslitum réði f þessu efni. Sunnu hér um háloft blá helst til fáir meta. Úrvalsferð hjá Útsýn fá allir sem það geta. Ég verð að segja þaö fyrir mitt leyti að ekki get ég leyft mér að fara til Spánar, þótt það sé ódýrt. Ég get I hæsta lagi leyft mér þann munað að ganga niður Lauga- veginn og myndi gera það, ef ég væri viss um að þurfa ekki að borga I stöðumæli, ef ég stansaði einhvers staðar á leiðinni. Ýmist er löggan leið eða góð, á Laugavegi skilur I sundur. Ef eftir þar ég skil minn skrjóð skrifar hún meira en rithöfundur. Ég vil þó taka það fram að hún skrifar ekki betur en rithöfundur. Aftur á móti eru hennar skrif talsvert ódýrari en rit- höfundanna. Um gæöi ritverkanna má svo að sjálfsögðu endalaust deila. Af þessum vegi liggur ieið löngum niður i bæinn. Þar tygg ég af vana tertusneiö talsvert allan daginn. Annað er mál meö endurnar, ætið hafa þær þann sið. Litilþægar og þakklátar að þiggja af okkur franskbrauðið. Þar með erum við komin niður að Tjöm, bæjarprýðinni sem hér um bil var búið að setja gosbrunn I að spýta drull- unni hátt I loft upp, þvi að auðvitað er bæj- arprýöin ekkert annað en drullupollur, þótt styttan af Þorfinni karlsefni og ein- hverjum öörum höfðingja standi við hana. Það dugöi ekki einu sinni aö setja I tjörn- ina hafmey til að gera hana að því sem hún ætti að vera, því að hafmærin var sprengd í loft upp á gamlárskvöld sællar minningar. Þá var ort og tek ég fram, að ég gerði það ekki. Ómynd býður eyðing heim, Auöi brást með vörnina. Enginn hefur uppi á þeim sem afmeyjaði Tjörnina. Frá Tjörninni liggur leið min niður að höfn. Það er fátt skemmtilegra en að sjá verkamenn vinna, nema ef vera skyldi þaö að vera verkamaður sjálfur og gera eitthvað. Verkamenn lifa i allsnægtum eins og fyrr. Þeir ætla samt í verkfölí, að hérlendum siö. Að sjálfsögöu fá þeir allt sem þeir biðjaum, en útgerðarmennirnir fara á höfuðið. Ef útgerðin sér fram á óhemjumikið efalaust verður það þjóðinni mikil tap, En mér finnst augljóst að allt myndi bjargast hér, ef útgerðarmennirnir fengju verkamannslaun. Þá er farið aö liöa að lokum þessa þátt- ar. Ég verð að viðurkenna að það er mér jafnmikill léttir og þér. En þegar svona langt er liðiö á þáttinn getur hvorugur okkar verið þekktur fyrir að klára hann ekki alveg. Sérstaklega er ég undir þessa spk seldur. Vln hefur alltaf veriö óvinur mannkyns- ins, en er okkur ekki kennt að elska óvini okkar. Alkóhól er æ til tjóns, þess ýmsir feta hálan stig. Víniö þessi fjandi Fróns fari bölvað ofan I mig. Ben.Ax. íslandsmót í tvímenningi hefst í dag í Domus Medica í dag hefst úrslita- keppni um íslands- meistaratitil i tvi- menningi og er spilað i Domus Medica. Fjöru- tiu og tvö pör viðs veg- ar að af landinu spila barómeterkeppni um titilinn, en meðal kepp- enda eru núverandi ís- landsmeistarar, Ás- mundur Pálsson og Hjalti Eliasson frá Bridgefélagi Reykja- vikur. Hinir nýbökuðu Islandsmeist- arar i sveitakeppni, sveit Jóns Hjaltasonar frá Bridgefélagi Reykjavíkur, unnu alla slna leiki I mótinu nema einn, sem þeir töpuðu með minnsta mun. Stærsti sigur þeirra var gegn sveit Braga Jónssonar frá Tafl- ogbrigdeklúbbnum en þannleik unnu þeir 20 gegn -5. Eitt af siðustu spilunum I leiknum var eins á báðum borð- um, 3 grönd slétt unnin. Venju- lega mætti álykta að slíkt spil gæfi ekki tilefni til tilþrifa, en það var slður en svo I þessu. Staðan var n-s á hættu og suð- ur gaf. A D-7 V D-10-8-5 ♦ 7-5-2 * A-8-6-4 ♦ K-9-6-5-4-2 VK-G-7 ♦ D-10 ♦ 10-3 tslandsmeistarar I sveitakeppni 1975: Taiið frá vinstri: Jón Ás- björnsson, Guðmundur Pétursson, Sigtryggur Sigurðsson, Karl Sigurhjartarson. Sitjandi er fyrirliðinn Jón Hjaltason. ♦ A-G-10-8-3 VA-9-6 ♦ A-9-4 *K-D Þegar spilið kom á sýningar- töfluna, fylgdi árangur lokaða salarins, þ.e. suður hafði spilað þrjú grönd og unnið þau slétt eftir að vestur hafði spilað út tiguldrottningu. Sagnhafi gaf tlgulinn tvisvar og þá skipti austur I lauf. Niu slagir voru upplagðir, þrir á spaða, þrfr á lauf, tveir á hjarta og einn á tígul. A sýningartöflunni gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur Jón Á. Bragi Jón Hj. Dagbj. 1* 1* 2* P 2 G P 3 * P 3 G P p Vesturspilaði út spaða og allt virtist stefna í heldur tilþrifalit- ið spil. Spaðasjöið átti slaginn og sagnhafi hafði fengið óvænta innkomu I fyrsta slag. Hann spilaði þvi eðlilega hjarta og svínaði níunni. Vestur drap á ♦ enginn ♦ 7-4-2 ♦ K-G-8-6-3 ♦ G-9-7-5-2 gosann og skyndilega var spilið orðið spennandi. Ef vestur spilaði tígli, þá var spilið komið I hættu. Og viti menn, vestur spilaði út tíguldrottningu og þegar hún var gefin, þá kom tigultlan I kjölfarið. Jón þoldi ekki að gefa tvisvar og drap þvi á ásinn. Hann spilaði síðan spaða á drottninguna, en vestur drap á kónginn. Hann spilaði nú laufatíu og sviðið var sett fyrir óvenjulega kastþröng á austur. Hinn kunni bridgemeistari og rithöfundur, Terence Reese, kallar þessa kastþröng ,,the stepping stone” hugtak, sem erfitt er að þýða. Hins vegar er auðvelt að þekkja þessa kast- þröng þegarhún kemur upp, þvi hún lýsir sér þannig, að sagn- hafi á nóga toppslagi til þess að vinna sina sögn, en kemst ekki milli handa til þess að taka þá. En vikjum aftur að spilinu. Þegar Jón hefur tekið sína spaðaslagi, er staðan þessi: ♦ enginn ♦ D-10 ♦ enginn *A-8 *9 VK-7 ♦ enginn *3 ♦ enginn Vekkert ♦ K-G *G-9 tenginn A-6 ♦ 9 *K Þegar hjartaásinn er tekinn, er austur I miklum vandræðum. Ef hann kastar tigli, þá tekur Jón laufakóng og spilar tigli, en ef'hann kastar laufi, fær hann tvo slagi á lauf. Það var gaman að sjá svo vel spilað spil, enda klöppuðu áhorfendur að spiíinu loknu. í siðasta þætti urðu mér á leið mistök, þar eð sagnir I spilinu komust ekki rétt til skila. Báðir vamarspilararnir í suður, Orn Arnþórsson og Jón Ásbjörnsson, dobluðu slemmu til útspils,sem slðan var redobluð og unnin. Dobl Arnar var afsakanlegt en Jóns virtistóafsakanlegt, þar eð sagnhafi hafði lýst sig með eyðu I litnum. Þetta var ekki rétt. Sagnserlan var þannig: V N A S 1 * P 2 V P 3 ♦ P 4G P 5 V P 6* D RD P P P Fimm hjörtu hjá vestri voru svar við ásaspurningu austurs og þar með kemur vissulega til greina að dobla á spil Jóns, sem voru þannig: tG-9-3 A-D-8 ♦ G-5 * K-9-8-5-2 Hvað fjögurra granda sögn austurs viðvikur, þá ætla ég að voga mér að efast um réttmæti hennar, þvi vestur gæti átt tvö smáhjörtu, þótt það sé ef til vill óllklegt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.