Vísir - 04.06.1975, Page 2

Vísir - 04.06.1975, Page 2
2 Visir. Miðvikudagur 4. júni 1975 vísnt sm-- Hvað myndir þú gera, ef þú ættir eitt ár eftir dlifað? Sigurgeir V. Sigurgeirsson leigu- bilstjdri: „Snúa mér að þvi, sem er mér kærast, þ.e. fjölskyldu minni og vinum.” Ingibjiirg Eggertsddttir hús- mdðir: ,,Guð minn góður, það veit ég ekki. Ég mundi bara ganga á milli og kveðja.” Bjarni Bjarnason starfsmaður Múlalundi: „Halda áfram eðli- legu lifi.” Jdna Benediktsdóttir nemi: „Ég mundi fara til Isafjarðar og vera þar i hálft ár. Siðan mundi ég leika mér hérna i bænum.” Rdsa Svavarsddttir nemi: Djamma ofsalega. Jökuli Jörgensen nemi: Ég mundi hætta i skólanum. Siðan mundi ég flýta mér að ljúka öllu sem ég hef ætlað mér. Rolf œtlar að draga bindindismenn að landi — þúsund krónur fyrir hugsjónina þótti mörgum of mikið „Okkur fannst undir- tektir geysilega já- kvæðar. Hins vegar runnu á menn tvær grimur, þegar borga átti 1000 kr. fyrir hug- sjónina.” Þetta sagði Ragnar Tómas- son, einn af forgöngumönnum söfnunarinnar fyrir Frjáls- Iþróttasamband Islands, sem fór af stað i vetur. Eins og menn muna, ætlaði FRÍ að safna tóm- um Winston sígarettupökkum og umboðsmaður þeirra ætlaði að borga 3 kr. fyrir hvern pakka, sem safnaðist. Þetta mæltist mjög illa fyrir og fóru þá nokkrir velunnarar iþrótta- hreyfingarinnar af stað með söfnun, ef hætt væri við auglýs- ingu á Winston. Ragnar sagði, að viða hefði verið talað við stofnanir og fyrirtæki og hefði mönnum fund izt það þjóðþrifamál að stoppa fyrrnefnda pakkasöfnun, en hverju sem um væri að kenna, slæmu efnahagsástandi eða öðru, hefðu aðeins safnazt tæpar 400 þús. krónur i Reykjavík og nágrenni. „Ég býst ekki við, að söfnunin utan af landi nái 500 þús. kr,” sagði Ragnar. Hann bætti við, að FRÍ hefði samt engu tapað, svo mislukkuð var ákvörðunin um söfnun siga- rettupakkanna, en búizt var við Iupphafi,að sú söfnun hefði gef- ið af sér 1.5 milljónir króna. „Mér er mikil ánægja að þvi að bæta við söfnunina því sem á vantar upp i þá upphæð, sem upphaflega var áætlað að kæmi fyrir sigarettupakkana,” sagði umboðsmaður Winston siga- rettanna, Rolf Johansen, i viðtali við Visi og hann bjóst við að afhenda peningana með við- eigandi viðhöfn. —EVI— f/ LESENDUR HAFA ORÐIÐ LELCGT SJONVARP BETRI BIOM YNDIR II na Bfdkall skrifar: „Það er nú orðið þannig, að ódýrasta og eina skemmtunin, sem maður getur veitt sér (utan það að horfa á sjónvarp, sem er hæpin skemmtun), er það að fara I bió. Miðaverðið hefur að visu hækkað talsvert eins og annað, en ég sé ekki eftir þeim 50 krónum, sem ég borga auka- lega fyrir nýjar og góðar mynd- ir. Bióin hafa náð sér algjörlega á strik eftir að hafa misst niður aðsókn vegna samkeppninnar við sjónvarp. Nú er það frekar orðið þannig, að menn flýja i bió frá leiðinlegri sjónvarpsdag- skrá. Aukin aðsókn hefur leitt til þess, að bióin hafa treyst sér til að fá hingað glænýjar myndir til sýninga. Myndir, sem eru á toppi vinsældalistanna erlendis og kosta meira i innkaupi en kannski eldri myndir. Af þessu hefur leitt mjög æskilega samkeppni á milli bió- anna og það er farið að heyra til undantekninga, að boðið sé upp á gamlar lummur. Ég vil fagna þessari þróun og vona að aðrir þeir, sem eru „matvandir” á biómyndir, láti sig ekki vanta þegar bióin leggja i mikinn kostnað og erfiði við að fá hingað til sýninga nýj- ar og góðar myndir. Eitt er það — auk lélegrar sjónvarpsdagskrár — sem stuðlað hefur að þeim bata, sem bióin hafa fengið. Það eru kvik- myndagagnrýnendur dagblað- anna. Þið á Visi hafið gert kvik- myndunum góð skil i stuttum og skilmerkilegum umsögnum, sem almenningur á gott með að skilja. Mogginn hefur lika vand- ab vel til kvikmyndagagnrýni, en verið oft á tiðum fullhátiðleg- ur og farið meira út i tæknileg atriði kvikmyndagerðarinnar en hinn almenni biógestur getur melt. Strákarnir á Mogganum eiga þó þakkir skildar fyrir við- leitni sina. Afram með gagnrýnina og góðu myndirnar.” Tvöföld laun G.E. hringdi: „Er það réttlátt, að kennarar, sem eru á launum allan ársins hring, fái vinnu hjá borginni i sumarleyfum sinum? Á meðan eru bæði nemendur þeirra og fjölmargir aðrir á atvinnuleys- isskrá. Maður getur nú ekki fengið sig til að gráta með kennurun- um yfir launum þeirra á meðan þeirhafa tækifæri til að næla sér i tvöföld laun hjá sama vinnu- veitandanum.” SPARIÐ SPORIN! Lesandi hringdi: „Ég var að sjá í fjölmiðlum, að forstjóri Grænmetisverzlun- ar landbúnaðarins hygðist taka sér ferð á hendur til ítaliu þeirra erinda að kaupa handa okkur kartöflur. Má ég benda honum á það, að aðrir heildsalar, sem flytja inn viðkvæma vöru, nota telex. Skyldi þeim hjá Grænmetis- verzluninni ekki vera kunnugt um þá tækninýjung? Hún spar- ar bæði tima og fé. Allténd mætti nota skeyti. Og fyrst ég er á annað borð að vekja máls á verzlun með græn- meti vildi ég fá að varpa fram einni hugmynd: Er ekki ástæða til þess að Inn- kaupastofnun rikisins bjóði út innflutning á kartöflum eins og svo mörgum öðrum vörum?”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.