Vísir - 04.06.1975, Side 3

Vísir - 04.06.1975, Side 3
Vlsir. Miðvikudagur 4. júni 1975 3 Griótveggur alls staðar fyrir... — ef koma ó öldruðum fyrir ó spítala ,,Það er orðið alveg útilokað að koma fleira fólki inn, þótt heimilin séu búin að vera”, sagði Rannveig Þórólfsdóttir, yfir- hjúkrunarkona yfir heimahjúkrun, er við ræddum við hana um aldraða sjúklinga. Hún sagði, að stund- um bjargaðist málið að einhverju leyti, ef ann- að hjónanna væri við betri heilsu en hitt, en svo væru allt i einu komnir tveir sjúklingar i staðinn fyrir einn. Spitalarnir taka helzt ekki við þessu fólki, vegna þess að þeir geta þá ekki losnað við þaö aftur. Ef þeir gera það, er sjúkl- ingunum þrýst aftur heim við fyrsta tækifæri. Engan veginn er nóg, þótt sent sé frá heima- hjúkrun til að huga að gamla fólkinu einu sinni til tvisvar á dag. „Einn aðstandandi hefur komizt i sumarfri tvisvar i 9 ár. í eitt skipti i viku, i' annað skipti 12 vikur. Fólkið er neglt niður”, sagði Rannveig. Hún sagði lika, að væri einhver stofnun til, sem gæti hvilt aðstandendur aldr- aðra, væri það leið til úrbóta, en eins og er, þá er alltaf rekizt á grjótvegg. —EVI- VORU HÆTT KOMNIR í UMFERÐINNI Hún Svana, sem er sjö ára, fékk að fara færandi hendi með móður sinni i Sædýrasafnið á sunnudag. Svana er dóttir Sæmundar Lárussonar lögregluþjóns í Ar- bænum. Hann var á vakt á föstudaginn, þegar tilkynnt var, að ekið hefði verið yfir andahóp á Iteykjanesbrautinni, sem liggur upp i Breiðholt. Andamamma var þar á vappi með unga sina, er blll kom aö- vifandi og ók yfir móðurina og einn ungann. Sjónarvottum varð ekki um sel, er ökumaður stakk af frá slysinu og kvöddu til lögreglu. Lögreglan kom á staöinn og tók þá unga, er eftir voru, I fóst- ur þar til á sunnudag, að Svana hélt með þá i Sædýrasafnið i Hafnarfirði. —JB Ljósm. Bragi NORÐURLANDA" — Forseti þess hingað kominn og stuðningur á nœsta leiti — nœr öll ASÍ-félög hafa boðað verkfall frá miðnœtti aðfaranótt 11. júní Þéir segjast blöa eftir, að vinnuveitendur komi meö „útspii” — samningamenn ASÍ krunka saman. — Ljósm. BG. Vísismenn líta á samningafund UNDIR VERNDARVÆNG „ ALÞÝÐUS AM B AN DS Framkvæmdastjóri Alþýöu- sambands Norðurlandanna, sem svo mætti kalla, Norðmað- urinn Trælnes er hingað kominn til að athuga stöðuna i samn- ingamálum og hvað verkalýðs- félög á öðrum Norðuriöndum geta gert til stuðnings verka- lýðsfélögum hér. Björn Jónsson, forseti ASt, skýrði Visismönn- um frá þessu rétt áöur en samn- ingafundur hófst klukkan fimm i gær. „Það er öruggt, að stuðn- ingur kemur,” sagði Björn. „Vinnuveitendur hafa ekki talið kaupbreytingar koma til greina. Þeir vilja ræða um visi- tölubindingu i breyttu formi. Við viljum ræða samtimis um kaupkröfuna og visitölumálið. Þeir segjast ekki samþykkja nema mjög skerta visitölu.” „Við höfum nú ekki gert nein- ar kröfur til rikisvaldsins,” sagði Björn um ASI-samning- ana. „Það væri frekar, að vinnuveitendur gerðu kröfur til þess,” áleit hann, ,,ef til vill um rýmkun i banka- og lánamál- um.” „Umræðugrundvöllurinn hlýtur að vera okkar kröfur,” sagði Björn Jónsson, en af um- mælum hans mátti ráða, að erf- itt væri fyrir deiluaðila að koma sér saman um, hvaða þætti skyldi taka fyrir. Sáttanefndarmenn, nýskipað- ir, voru mættir til fundarins og rétt að byrja að kynna sér mál- in. Fyrstan sáum við Jón Þor- steinsson, fyrrum alþingis- mann. Sáttanefndarmenn kváð- ust ekkert hafa um stöðuna aö segja á þessu stigi. Fimm menn eru i sáttanefndinni, og Jón.Sig- urðsson, forstööumaður þjóð- hagsstofnunar, verður nefnd- inni til ráðuneytis. 90% félaga i ASI í verkfall eftir viku Um 90% af hundraði verka- lýðsfélaga innan ASÍ munu hafa tilkynnt verkfall frá miðnætti aðfaranótt hins 11. júni, eftir viku. Frestur til að boða verk- fall frá þeim tima rann út á mið- nætti i nótt. Meðal félaga, sem boða verkfallið, eru Iðja, Fram- sókn, Dagsbrún, Hlif, Tré- smiðafélag Reykjavikur, Verzlunarmannafélag Reykja- vlkur, Eining og Framtiðin, og er þá fæst talið. Vel að merkja er prentarafélagið ekki i þess- um hópi. Verzlunarmannafélag Reykjavikur mun taka upp beinar samningaviðræður, róa eitt á báti, og slita sig úr ASI- viðræðunum. —HH A alvörutfmum veitir ekki af einhverju, sem léttir lund. Þeir skelltu upp úr, Kristján Ragnarsson og Jón H. Bergs, þegar ljósmyndari VIsis gleymdi sér I hita starfsins, féll i stiga fyrir fætur þessara toppmanna atvinnurekenda Ilkt og Bandarlkjaforseti á dögunum — og náði ágætri mynd. — Ljósm. BG.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.