Vísir - 10.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 10.06.1975, Blaðsíða 1
VUKOMINN KARL GUSTAVi — Heimsókn hins unga Svíakonungs hófst um hádegisbilið — Sólbrúnn og hraustlegur mœtti Karl íslenzku svalviðri Forsetahjónin, ásamt Karli konungi, hlýOa á þjóOsöngva landanna leikna viO komu konungs rétt fyrir hádegi (Ljósmynd: Bragi GuOmundsson). Óhætt er að segja, að allra augu hafi beinzt að einum hlut á flugvellin- um i morgun og það var flugvél Karls Gústafs XVI Sviakonungs, sem var að lenda. Allt var til- búið til að taka á móti honum og nú steig hans hátign út, hraustlegur og brúnn, I bláteinóttum jakkafötum. Hann heils- aði forseta íslands dr. Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru Eldjárn. Litil stúlka i þjóðbúningi rétti Karli konungi fallegan blómvönd. Þjóðsöngvar Sviþjóðar og ís- lands voru spilaðir og siðan gekk forsetinn og frú og konungur og fylgdarlið hans eftir rauða dregl- inum og heilsaði hans hátign ráð- herrum okkar og öðrum háttsett- um embættismönnum. Ekki beint konunglegt veður Veðrið var kannski ekki eins og bezt varð á kosið, þvi að kári blés mikinn og sólin reyndi, hvað hún gat að gægjast á milli skýja, en tókst ekki. Einhver Svii þarna viðstaddur hafði á orði, að þetta væri hressilegt fyrir konung, þvi að nánast hefði gengið hitabylgja i Sviþjóð undanfarna daga. Við enda rauða dregilsins stóðu virðulegir svartir bilar og biðu þess, að konungur og fyrirmenn létu svo litið að setjast upp I þá. Fjórir lögregluþjónar á mótor- hjólum voru tilbúnir að ræsa i gang og fara fyrir fylkingunni. Og nú settist hans hátign ásamt forseta íslands upp i fyrsta bilinn og hersingin fór af stað. Konungur Sviþjóðar er kominn i heimsókn. Margir vildu fó konung augum litið A akstursleið konungsins frá flugvelli að ráðherrabústaðnum i Tjarnargötu mátti hvarvetna sjá fólk, sem beið eftir að fá litið kon- ung augum. Einkum voru þetta fulltrúar yngstu kynslóðarinnar, skólabörn og börn af leikskólum og dagheimilum borgarinnar. Veifuðu þau sænskum og islenzk- um fánum. Er konungur kom að ráðherra- bústaðnum, sté hann út úr hinum nýja bil forseta Islands, Mer- cedes-Benz, veifaði mannfjöldan- um haldandi á gulum blómvendi i annarri hendi, dálitið ferðlúinn hvað fatnaði viðvék, en hress og kátur að sjá. Viö ráðherrabústaðinn hafði safnazt saman margt manna, og i hópnum mátti oft heyra sænsku talaða. Lögreglumenn voru þarna á vakt, ekki hvað sízt var það kvenlögreglan, sem virtist hafa fengið þarna varðstöðu við bústað konungs. Þrautskipulögð dagskró ' Konungskoman finnst vist mörg- um ánægjuleg afþreying frá vax- andiáhyggjum manna af afkomu þjóðarskútunnar. Lokahönd hefur nú verið lögð á allan undirbúning. Tæknilegu atriðin hafa vcrið margyfirfarin og þar sem kon- unginum verða haldnar veizlur er sem óðast veriö að ljúka við það, sem hægt er að gera. Karli XVI Gustav verða haldin mörg vegleg matarboð. Nú i há- deginu snæðir hann að Bessastöð- um ásamt föruneyti. Ráðskonan þar kvað allan undirbúning hafa gengið snurðulaust. Enda er ein- valaliðið, sem þar starfar, orðið þrautþjálfaði að taka á móti tign- um gestum. Forsetasetrið er vel búið til slikra veislna og stellið, sem Sveinn Björnsson fékk i rikisstjóratið sinni, stendur enn fyrir sinu. Ætlunin er að sýna konungi nokkuð af landinu og á miðviku- dagsmorgun flýgur hann til Vest- mannaeyja. Þaðan verður farið til Hafnar I Hornafirði. Þar mun verða snæddur hádegisverður áð- ur en haldið verður að Skaftafelli. „Við höfum ekki áður fengið svo tigna heimsókn”. sagði hótel- stjórinn á Höfn. Við búum okkur undir að taka á móti 70-80 manns. En það er ekki nóg með að hótelið þurfi að undirbúa eina máltið, heldur annast hótelið á Höfn einn- ig veizluna i Skaftafelli. Bif- reiðar munu flytja kræsingar i þjóðgarðinn. Reyndar er aðstað- an að Skaftafelli til veizluhalda ekki sem glæsilegust, þar sem húsakynni eru heldur léleg. Gest- ir að Skaftafelli verða sennilega heldur fleiri en á Höfn. —EVI/BA SAMNINGAMENN SPÁ VERKFALLI „Ætli það verði ekki verkfall/' sagði ólafur H. Jónsson fram- kvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins, þegar Vísismenn litu inaá samningafund upp úr klukkan 10 í morgun. Fundur var þá að byrja að nýju, og samninga- menn aðtínastinn,nokkuð syfjaðir. Líklega sváfu þeir í um f jórar stundir í nótt flestir hverjir. Menn bjuggu sig undir „maraþonfund”, fyrir utan hlé, ef svo mætti kalla, þegar bak- nefnd Alþýðusambandsins sezt á rökstóla klukkan sex i dag. „Ætli fundurinn standi ekki fram að miðnætti að minnsta kosti,” sögðu menn. „Þetta litur ekki vel út,” sagði Armann Egill Magnússon, fulltrúi Iðnnemasambandsins, og undir það álit tóku allir aðrir, sem Visismenn hittu fyrir. Torfi Hjaltarson rikissátta- semjari og Guðlaugur Þor- valdsson háskólarektor og sáttasemjari i þessari deilu voru þó hressir og sögðu brandara. Torfi hefur vist séð hann svartari á langri starfs- ævi. Sáttatillaga kom fram i nótt, en undirtektir dræmar. Um það segir nánar á bls. 16. Ekki veitir af hressingu. Guðmundur J. Guömundsson, Daesbrún býður Torfa i nefið. — Ljósm. Bj.Bj. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.