Vísir - 10.06.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 10.06.1975, Blaðsíða 8
Vísir. Þriöjudagur 10. júní 1975 Visir. Þriðjudagur 10. júni 1975 9 UMBOÐÁ A URJÓNSSÓ Sparta kemur til Evrópu. Hand- leggur Polla er góður en ekki höf- uðið... ______jgsa Þaö verður gaman aö sjá lið þitt leika hr. Rikki Og strákarnir ákafir að leika ' _hr. Muller, Fáum við að skoða rf ''borgina^'' Skoöið ekkert. Beint á æfingu. Mikið slór —, á skipinu. íilUlB lUNAB Syndicale. Inc.. 197 3. W’oild righti — Ég varð hissa, þegar spjótið flaug yfir sjötiu metrana I fyrstu tilraun, þvi ég hef ekkert æft spjótkastið i vor — aðstaða hefur ekki verið til þess, en það iagaðist fyrir tveimur dögum. t annarri tilrauninni gaf ég vel i — og árangurinn var nýtt tslandsmet 75.80 metra, sagði spjótkastarinn glæsilegi i iR, Óskar Jakobsson, eftir að hann setti tsiandsmet á Laugardalsvelli I gærkvöldi. Hann bætti eigið met, sem hann setti i Lulea i Svíþjóö i fyrra- sumar, um rúma tvo metra — og þetta er jafnframt unglingamet, þvi Óskar er aðeins tvitugur að atdri. Með þessum árangri hefur Ósk- ar bætt Islandsmet Jóels Sigurðs- sonar, 1R, sem stóð i 25 ár, um næstum niu metra. Met Jóels sló hann fyrst i fyrrasumar á Laugardalsvellinum — siðan kom metiö góða i Lulea, sem ekki varð þó langlift. t fyrstu tilraun i gær kastaði Óskar 70.36 metra á móti, sem FRt gekkst fyrir. I annarri til- raun flaug spjótið vel — stefndi langt i 80 metra, en förlaðist að- eins flugið i lokin. Kastið mældist 75.80 metrar — en eldra met Ósk- ars var 73.72 metrar. Þriðja til- raunin var ógild — siðan 68.70 m og tvær siðustu ógildar. Þetta er fyrsta keppni Óskars i sumar i spjótkasti, svo greinilegt er, að það má búast við stór- árangri hjá honum siðar. Á innanfélagsmóti hjá KR sl. Enn vinnur Fylkir Tveir ieikir voru háðir i Aust- fjarðarriðlum 3. deiidar um helg- ina. t Neskaupstað sigraði Þrótt- ur Hugin með 3-0 I miklum baráttuleik, þar sem heimamenn höfðu yfirburði. Björgúlfur Halldórsson, skoraði tvö mörk Þróttar, en Sigurður Friðjónsson eitt. Þessi ieikur var i F-riðli. i G-riðli sigraði Austri Val með 3-2. Fyrir Austra skoruðu Bjarni Kristjánsson, Atli Aðaisteinsson og Anton Pétursson, en fyrir Val Sigmar Ingason og Reynir Sigur- jónsson, Hjörvar. t Njarðvikum léku heimamenn við Fylki, Reykjavik, og sigraði Fylkir 2-1. Ólafur Brynjólfsson og Grettir Gislason, skoruðu fyrir Fylki, en Stefán Jónsson fyrir Njarðvikinga. föstudag setti Erna Guðmunds- dóttir, KR, nýtt íslandsmet i 60 m hlaupi — bætti 26 ára gamalt met Hafdisar Ragnarsdóttur, KR, um sekúndubrot. Erna, sem likleg er til mikilla afreka i sumar, hljóp á 7.9 sek. — en met Hafdisar var 8.0 sek. önnur i hlaupinu varð Asa Halldórsdóttir, Á, á 8.1 sek. tslenzka landsliðið i frjálsum iþróttum heldur til Portúgal i fyrramálið til keppni i Evrópu- bikarkeppni i Lissabon 14.-15. júni nk. Keppnisþjóðir i Lissabon eru Island, Irland, Portúgal, Holland, Belgia, Spánn og Sviss og þrjár beztu þjóðirnar komast i undan- úrslit. Islenzka landsliðið verður þannig skipað: Sigurður Sigurðsson, Á 100 m og boðhlaup. Bjarni Stefánsson, KR, 200 m og boðhlaup. Vilmundur Vilhjálmsson, KR 400 m og boðhlaup. Jón Diðriksson, USB, 800 m hlaup. Ágúst Ásgeirsson, 1R 1500 m og 3000 m hindrun. Sigfús Jónsson, 1R, 10000 m hlaup. Stefán Hallgrimsson, KR 110 og 400 m grindahlaup og boðhlaup. Elias Sveinsson, 1R, hástökk og stangarstökk. Erlendur Valdimarsson, 1R, kringlukast og sleggjukast. Hreinn Halldórsson, USS, kúlu- varp. Óskar Jakobsson, 1R, spjótkast. Sigurður Sigmundsson, FH, 5000 m hlaup. Fararstjóri verður Einar Fri- mannsson og þjálfari Guðmundur Þórarinsson. — hsim. Kenna þjálfaranum um tapið á íslandi Austur-Þjóðverjar eru allt ann- að en hressir eftir tapið fyrir ís- landi I Evrópukeppninni I knatt- spyrnu i fyrri viku — og er það kannski vel skiljaniegt hjá þess- ari miklu Iþróttaþjóð. Austur-þýzku blöðin, sem ekki eru vön að vera með skammar- greinar, hafa nú breytt um „taktik” og skamma þjálfarann, George Buschner, eins og hund. t vestur-þýzku blaði sem við höfum fengið I hendurnar, er tek- inn útdráttur úr greinum austur- þýzku biaðanna og þar er þess krafizt, að Buschner verði settur af sem landsliðsþjálfari. Tapið sé honum að kenna — þvi þótt islenzka iiðið hafi ieikið ágætlega, hafi Austur-Þýzkaland aldrei átt að þurfa að tapa fvrir litla tsiandi. — klp — Þrjú heimsmet hjá þeim austur-þýzku! — Kornelía Ender enn á ferðinni og náði frábœrum árangri Þrjú heimsmet voru sett á sundmóti, sem staðið hefur i Piesterizt i Austur-Þýzkalandi að undanförnu. Að venju voru það austur-þýzku stúlkurnar, sem unnu mikii afrek og settu heims- met i 100 m. flugsundi, 200 m. baksundi, og 400 m fjórsundi. Telpnamet í flugsundinu Sonja Hreiöarsdóttir, Njarðvik- im, setti nýtt telpnamet I 100 m lugsundi á Sundmóti Ármanns i .augardalslaug i gærkvöldi, synti 1:22.4 min. og bætti met sitt um ellefu sekúndubrot. Geysihörð keppni var i 400 m fjórsundi. Áxel Alfreðsson, Ægi, sigraöi á 5:14.7 min., en Arni Eyþórsson, A, varð annar á 5:15.1 min. — þeirra bezta tíma. Ágætur árang- ur náðist á mótinu og sjaldan hef- ur sundfólkið byrjað eins vel á fyrsta sundmótinu í útilaug. Nán- ar á morgun. — hsim. Sunddrottningin Kornelia End- er, sem aðeins er 16 ára, setti enn eitt heimsmet, þegar hún synti 100 m flugsund á 1:01.33 min. og bætti met, sem Rosemarie Koth- er, einnig Austur-Þýzkalandi, setti í Concord, Kaliforniu, i september I fyrra um 0.55 sek. Kother varö önnur i sundinu i gær — sex hundruðustu úr sekúndu innan við gamla heimsmets- timanum — en stúlkuna frá Halle réö hún ekki viö. Kornella Ender, sem nýlega hefur náö sér eftir meiösli á hand- legg, náði frábærum árangri á mótinu, sem er æfingamót aust- ur-þýzkra fyrir heimsmeistara- keppnina í Kolombiu i næsta mánuði. A föstudag synti hún 100 m skriðsund á 56.55 sek. og 200 m á 2:02.36min. á laugardag — 0.27 og 0.09 sek. frá heimsmetum sinum á vegalengdinni. Slæmur snúningur á styttri vegalengdinni kom i veg fyrir heimsmet. 1200 m baksundi setti hin 15 ára Birgit Treiber heimsmet — synti á 2:16.10 og bætti heimsmet Nancy Garapick um 0.23 sek., en þaö var sett i aprfl. Þá synti Ulrika Tauber 400 m fjórsund á 4:52.20 min. og bætti sitt eigið heimsmet um 0.22 sekúndur. — hsini. 50 CC. MOTORHJOL Eigum nú fyrirliggjandi hin þekktúijiVAMAHA 50 cc. mótorhjól. YAMAHA 50 cc. eru stílnrein í útfiti, með tvígengisvél, og þarafleiðandi enga ventla, 4 'iþtra kas$a og eru fáanleg í 3 fa/legum litum, blá, rauð eða orantef. Gott verð og greiðsluskilmálar. YAMAHA mótorhjól eru sér/ega sterkbyggð og hafa jafnan verið í > fararbroddi í mótorhjólake/apnum er/endis. WNDIu :. iFÆRUHJÓL SGÖTU. Borgartúni 29 sími22680 Norðmenn áttu enga mörguleika í Slava! Júgóslavar náðu forustu i þriðja riðli Evrópukeppni lands- Grótta halar inn stigin Grótta sigraði ÍR i 3. deildinni i gærkvöldi með tveim mörkum gegn engu. Áður hafði Grótta gert jafntcfli við Afturcldingu 3:3, og má þvi segja að byrjunin hjá þcim á Nesinu hafi verið góð. Um helgina léku Reynir og Þór Þorlákshöfn og sigruðu Sand- gerðingarnir i leiknum 3:0. Þá sigraði Viðir úr Garði USVS, sem er úr Vestur-Skaftafellssýslu 7:0. Skaftfellsku piltarnir hafa litið sem ekkert getað æft saman — eru flestir i búskapnum og þurfa að sækja langt á æfingar. — klp — liða, þegar þeir unnu Norðmenn örugglega í Osló i gærkvöldi. Þeir byrjuðu með miklum látum i leiknum og á fyrstu 25 mínútum skoruðu Slavarnir þrjú mörk — en létu þar við standa og lokatölur urðu 3-1. Miklu meiri hraði júgóslavn- esku leikmannanna kom norsku vöminni úr jafnvægi. Á 11. min. lék bakvörðurinn Buljan i gegn á frábæran hátt og skoraði fyrsta mark leiksins — og jafnframt það fallegasta i leiknum. Aðeins tveimur minútum siðar brotnaði norska vörnin aftur eftir þunga sókn Júgóslava. Bogicevic fékk auðvelt tækifæri, sem hann lét sér ekki ganga úr greipum. Og á 25. min. var staðan 3-0 — norsk- um varnarmanni urðu á mistök og sendi knöttinn i eigið mark. Eftir þessa góðu byrjun drógu Júgóslavar hraðann niður — léku fallega sin á milli, en geröu ekki alvarlegar tilraunir til að auka við markaskorunina. Norðmenn fóru aðeins að sýna tennurnar og á 70. min. tókst Thunberg að skora eftir góða sendingu Birke- lund. Eftir leikinn er staðan þannig i 3ja riðli. Júgóslavfa 4 3 0 1 8-4 6 N-lrland 3 2 0 1 4-2 4 Noregur 3 1 0 2 4-7 2 Svfþjóð 2 0 0 2 1-4 0 Landsliðin í Osló voru þannig skipuð: Noregur. Johannessen, Meirik, Pedersen, Birkelund, Gröndalen, Johansen, Kvia. Hestad, Thunberg, Lund og Höj- land.Júgóslavia. Petrovic, Buljan Hadziabdic, Munzinic, Kata- linski, Bogicevic, Popivoda, Oblak, Surjak, Vladic og Ivezic. —hsim. Bœttí íslandsmet sitt um 2 metra YAMAHA „Þetta er betri útkoma en ég þoröi að vona, þegar ég var að raða liðinu saman fyrir leikinn,” sagði Sanders þjálfari Vikings, er við spjölluðum við hann eftir l:0tapið fyrir Val á Laugar- dalsveilinum i gærkvöldi. „Það eru fjórir af fastamönnum liðsins frá i vor meiddir, og vafasamt að tveir þeirra leiki nokkuð meira I sumar. Til að ná saman i lið varö ég að kalla á tvo menn, sem ekkert hafa æft, og ætluðu ekki að vera með i sumar — þeir Páll Björgvinsson og Hafliði Pétursson — og þeir stóðu vel fyrir sinu. Það er alltaf sárt að tapa leik, en ég er samt ekkert óánægður með þetta tap, eftir þá blóðtöku, sem liðið hefur oröið fyrir siðustu daga.” Leikurinn i gærkvöldi var heldur tilþrifalitill hjá báðum, og ekkert til að hrópa húrra fyrir. 1 honum gerðist fátt markvert, og er gott dæmi um, að ljós- myndarar blaðanna, sem stóðu up við mörkin, þurftu varla að lyfta upp myndavélum sinum nema einstaka sinnum i leiknum — og jafnvel þá gerðist fátt markvert. Leikurinn var eins konar blanda af „maöur á mann” i handbolta og tennis af stærri gerðinni. Það var sparkað á milli á miðjunni, og hrein hending ef knötturinn skoppaði til samherja. Valsmenn voru betri aðilinn og áttu skilið að fara út af með bæði stigin og aö skora eina mark leiksins, sem jafn- framt var þeirra fyrsta mark i 1. deildinni i ár. Það kom á 15. minútu siðari nálf- leiks og var mjög vel gert af Atla Eðvaldssyni. Hann hafði það hlutverk I leiknum aö gæta landsliðsmannsins Guðgeirs Leifssonar og gerði það svo auðveldlega, að Guðgeir sást varla i leiknum. Guðgeir átti lika sinn þátt i þvi að Atli skoraði — skallaði knöttinn fyrir fætur hans eftir fyrirgjöf frá Vals- manninum Albert Guðmundssyni. Var Atli þá á auðum sjó og hafði nægan tima til að senda knöttinn i netið með þrumuskoti. Eftir markið var Guðgeir tekinn út af, og lifnaði þá aðeins yfir Vikingun- um, en samt náðu þeir aldrei að komast i veruleg tækifæri — hvað þá heldur að skora mark. Valsmenn voru nær þvi að skora fleiri mörk,en Diðrik ólafsson i marki Vfkings varði oft meistaralega vel. Einnig varði Sigurður Dagsson I Vals- markinu a.m.k. tvivegis mjög vel. En annars var markvarðarstaðan hálfr gerð eftirlaunavinna i þessum leik. Menn gættu hver annars svo vel i leiknum, aðfáir fengu að „blómstra” að ráði. Það voru helzt þeir Dýri Guömundsson — bezti maðurinn á vellinum — og Atli Eðvaldsson, sem eitthvað skáru sig úr hjá Val, en einnig komu smá sprettir inn á milli hjá Her- manni Gunnarssyni og Herði Hilmars- syni. Hjá Viking bar einna mest á þeim Róbert Agnarssyni og Ragnari Gísla- syni, en aðrir léku langt frá sinu bezta. Dómari var Hinrik Lárusson og dæmdi hann leikinn vel. Sömuleiðis voru linu- verðirnirágætlega meðánótunum. klp- Hermann Gunnarsson, reynir „hjólhestaspyrnu” I ieiknum við Viking I gærkvöldi. Honum gekk ekki eins vel með sina og Jóhannesi Eðvaldssyni i lands- leiknum á dögunum — en þó var hann ekki langt frá markinu. Ljósmynd Bj. Bj. — Óskar Jakobsson kastaði spjóti 75.80 metra á Laugardalsvelli í gœrkvöldi — Erna Guðmundsdóttir setti íslandsmet í 60 metra hlaupi Knötturinn i netinu og Valsmenn hafa skorað sitt fyrsta mark I 1. deildinni i ár. Atli Eövaldsson — á bak við varnarmenn Vikings — hefur sent knöttinn I netiö eftir að Vikingurinn Guðgeir Leifsson — fjærst á myndinni—hafði skallaö knött inn fyrir fætur hans. Ljósmynd Bj. Bj Valsmönnum nœgði eitt mark á móti Víkingum — og nú er KR eina liðið í 1. deild, sem ekki hefur skorað mark eftir þrjár umferðir Júgóslavar náðu forustu í þriðja riðli Evrópukeppni landsliða, þegar þeir sigruðu Norðmenn í Osló í gœrkvöldi 3:1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.