Vísir - 10.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 10.06.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Þriðjudagur 10. júni 1975 7 KVIKMYNDIR Umsjón: Jón Björgvinsson Kvikmyndahúsin í dag: -K-K-K-K Laugarásbió: American Graffiti •K-K-it-K Háskólabió: Moröið I Austurlandahraölestinni K-K-K-K Nýja bió: Keisari fiakkaranna ■K-K-K Stjörnubíó: Bankaránið -k Hafnarbió: Tataraiestin ■K Tónabló: Geföu duglega á ’ann Ef dregur fyrir — og þú hefur goman af fiugvélum TÓNABÍÓ * „Gefðu dugíega á ’ann” (AU The Way Boys) Leikendur: Bud Spencer, Ter- ence Hill og Cyril Cusack Leikstjóri: Guiseppe Colizzi Piltarnir Plata og Salud eru á flugi i Douglas- ræksni yfir Amazonsvæöi Brasilíu. Þótt eldtungur standi aftur úr flugvél- inni kæra þeir sig kollótta. Salud (Bud Spencer) er niðursokkinn i Skippa skræk. Plata (Terence Hill) er dott- andi, en opnar annað aug- að öðru hverju til að spyrja: „Erum við enn í Ijcsum logum?". Þetta á vist að heita par árs- ins. Aöur hafa kvikmyndirnar átt pör eins og Abbot og Costello eða Jerry Lewis og Dean Martin, svo tvö af þeim kunn- ustu séu nefnd. I það minnsta Abott og Costello hafa staðið sæmilega af sér timans tönn. Það er hins vegar mjög til efs að sama verði hægt að segja um þá félaga Bud Spencer og Terence Hill. Þó eiga þeir það Costello félögunum sameiginl., að þeir eru ekki bundnir neinum tima eða umhverfi. Þegar þeir hafa fengið nóg af að vera kúrekar i sólu Suðurrikjunum á siðustu öld eru þeir orðnir flugmenn i Brasiliu á sjöunda áratugnum. Svipað og i Castello myndun- um og öðrum ódýrum myndum byggjast Trinitybræðra-mynd- irnar reyndar lika upp á ein- stökum atriðum frekar en heil- um efnisþræði. Útkoman er þvi ætið mjög óheilsteypt. En engu að siður hafa margir lúmskt gaman af þeim félögum og freistast til að setjast inn i bió til að horfa á þá þegar dregur fyrir sólu utandyra. Það er þó einatt kostur við þessar Trinity- myndir að við vitum hvar við höfum þær. Þær reynast hvorki betri né verri en við var að bú- ast. Og þessi. ja, allavega ekki verri en hinar og margir hafa lika gaman af flugvélum. Plata og Salud (Terence Hill og Bud Spencer) hálft Þýzkaland STJÖRNUBÍÓ -K-K-K „Bankaránið” (The Heist) Aðalleikendur: Warren Beatty og Goldie Hawn Leikstjóri: Richard Brooks. Oft fara bankaráns- myndir hægt og rólega af stað, en verða hlaðn- ar þeim mun meiri spennu undir lokin. Svo er einnig um myndina „Bankaránið”, (The Heist) sem Stjörnubió sýnir þessa dagana. Eftir að við höfum orðið að sýna nokkra þolinmæði fyrsta hálftlmann, tekur spennan við I æsandi bankaráni og flóttanum með peningana, sem berst um isilögð vötn I Þýzkalandi, skemmtihverfi Hamborgar og undirgöng undir Elbu. Og allt er tekið I sinu rétta umhverfi. Það er virðingarvert, þegar banda- riskar myndir eiga hlut að máli, að þær séu látnar gerast i öðru umhverfi en þvi hefð- bundna, og einnig kvikmyndað- ar, þar sem þær eiga að gerast, að ekki sé talaö um að þýzku- mælandi Þjóðverjar skuli vera leiknir af þýzkumælandi Þjóð- verjum. Þaö er bandariskur banka- öryggisfræðingur Joe Collins (Warren Beatty) sem lætur læsa sig inni i bankahólfahvelf- ingu i Hamborg, af öryggis- ástæðum. En á meðan sjónvarpsauga sem tengt er við öryggiskerfi bankans beinist frá honum læðist hann 1 feitustu bankahólfin og flytur peningana úr þeim i hólf vinkonu sinnar. Þeir, sem stolið er frá, eiga það sameiginlegt að hafa ekki unnið fyrir peningum sinum með merkjasölu á sunnudögum, heldur eru eigendurnir mellu- dólgar, eitursalar og svartamarkaðsbraskarar. Þeir geta þvi ekki snúið sér til lögreglunnar þegar þeir upp- götva stuldinn, heldur verða þeir að halda i humátt á eftir þeim fingralanga sjálfir I einum bezta eltingaleik ársins. Eltingaleikurinn byggist ekki upp á hinum vælandi am- erisku köggum, heldur fyrst og fremst fótunum. Með koffort- ið undir hendinni verður aumingja Warren Beatty að hlaupa yfir hálft Þýzkaland með skúrkana rétt á hælunum. Og inn i allt sjónarspilið er svo auðvitaö blandað léttri kimni eins og til dæmis augnablikinu, þegar I ljós kemur hvað taskan hans Warren Beatty hefur virki- lega inni að halda. Tónlistin við myndina er sam- in af Quincy Jones, sem yfirl. þýðir eitthvað gott og lika I þessu tilviki. Titillagið er þekkt lag. Leikarinn Warren Beatty (nýjasta mynd Parralax View) ersvo sem enginn Laurence Oli- vier, en hann er sætur strákur- inn og tekur sig ágætlega út I hasarsenunum. Goldie Hawn (sem leikur gleðikonuna Dawn Divine) tekst aldrei illa upp, en Hlaup Joe Collins (Warren Beatty) um hálft Þýzkaland enda úti á hálum is. það var þó ekki fyrir þessa mynd heldur „Sugarland Express” sem hún hlaut mesta viðurkenningu. Viö sáum Goldie siöast I myndinni „Butterflies Are Free”. Allaveganna hefur leik- stjóranum Richard Brooks tek- izt með „Bankaráninu” að setja saman kvikmynd, sem við ættum öll að geta fengið dágóða skemmtun út úr. HAFNARBÍÓ * „Tataralestin” (Caravan To Vaccares) Aðalleikendur: David Birney, Charlotte Rampling og Michael Lonsdale. Leikstjóri: Geoffrey Reeve. Handrit byggt á sögu Alistair MacLean Það verða sennilega vonbrigði frekar en nokk- uð annað, sem ,,Tatara- lestin" skilur eftir hjá á- horfendum sinum. í stað æsispennandi ævintýra- mynda eins og „Byssurn- ar í Navarone" og „Arn- arhreiðrið" er þessi nýj- asta Alistair MacLean mynd skyldust þeim glæpaþáttum, sem sjón- varpsstöðvar sýna gjarn- an á föstudagskvöldum. er hjá Alistair MacLean, heldur útþynnt efni sem ótal sinnum hefur sést i klukkutima sjón- varpsþáttum. Ungur maður blandast á ótrú- legan hátt inn i mannránstil- raunir, ung falleg stúlka lika, án þess þó að hafa nokkuð hlutverk i myndinni annað en að láta taka sig sem gisl og binda sig i bakherbergi skúrkanna. Þarna kemur einnig fram visindamaö- ur sem veit nokkuð sem enginn annar veit og glæpamenn sem annars vegar drepa án minnstu ástæðu og láta ginna sig i barna- legar gildrur hins vegar. Svo lendir hetjan okkar vitanlega i nautahring með mannýgu nauti i lokin en er bjargað er hjálpar- kokkurinn hleypir af riffilskoti einmitt á rétta augnablikinu. Jafnvel leyndardómurinn • mikli um það hver sé höfuð- paurinn er öllum hugsandi mönnum kunnur löngu áður en það er opinberlega afhjúpað i lokin. Vitanlega hefði þetta getað orðiö hinn prýðilegasti efniviður Chariotte Rampling leikur ljósmyndarann Lilu. i klukkutima sjónvarpsþátt, en til að árangurinn yrði góð kvik- mynd hefði þurft að leggja meira i sölurnar. Charlotte Rampling hefur hlotið mesta frægð fyrir leik sinn i myndinni „The Nigth Porter”, sem væntanleg er i Hafnarbió bráðlega. Hér leikur hún Lilu, sem hefur litið annað erindi i myndinni en að vera „kvenpersónan”. Hún er jafn steinrunnin i leik sinum og Charles Bronson. Svipað má segja um „karlpersónuna” i myndinni David Birney, sem leikur Neil Bowman. Marianne Eggerick, sem leikur Cecile slær þau þó bæði út i hörmuleg- um leik. Ég hef sjaldan séð ann- að eins. Sem betur fer er hún drepin snemma i myndinni. Michel Lonsdale nær beztum árangri sem Duc De Croytor. Nú ef þið viljið fá að vita um fleiri leikara þá má geta þess i lokin að kappaksturshetjan Graham Hill birtist þarna smá- stund i hlutverki þyrluflug- mannsins. Skýringin er sögð sú að hann hafi átt þyrluna og neitað að leigja hana án þess að fljúga henni sjálfur. David Birney er hinn ævintýra- þyrsti Amerikumaður Neil Bowman. Söguþráðurinn og þróun hans er ekki jafn úthugsaður og vant cyWenningarmál A hlaupum yfír VELDUR VONBRIGÐUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.