Vísir


Vísir - 11.06.1975, Qupperneq 5

Vísir - 11.06.1975, Qupperneq 5
Vísir. Miðvikudagur 11. júni 1975 5 QUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Oli Tynes 15 GÍSLAR LEYSTIR [ , r atlogu með UR HALDI I KANADA ,t’srum 09 Lögreglan í New West- minster í Kanada stormaði i gær inn í fangelsi, þan sem þrír lífstíðarfangari höfðu haidið fimmtáni manns í gíslingu síðan á mánudag. Vegfarendur heyrðu mikla skothríð og fundu lykt af táragasi ogi svo var öllu lokið. Lögreglan hefur ekki viljað gefa neinar upplýsingar um mál- ið ennþá, nema hvað hún viður- kennir að a.m.k. fjörir hefðu slas- azt. Fréttamenn komust að þvi, að tveir alvarlega særðir menn voru fluttir á sjúkrahús i grennd- inni og var annar þeirra einn af föngunum þremur. Fangarnir þrir kröfðust þess að vera fluttir út á flugvöll og þaðan til einhvers annars lands. Það var meðan þeir héldu, að þeir væru á lokastigi samninga við yfirvöld, sem lögreglan réðst skyndilega tií atlögu. Wilson notar sér styrkari stöðu síno eftir CBE stórsigurinn Flest stórfyrirtæki í Bretlandi hafa fagnað því, að Anthony Wedgwood Benn hefur verið fluttur úr embætti iðnaðarráðherra yfir í orkumálaráðuneytið. Vinstri sinnaðir stuðnings- menn Benns eru ekki eins ánægðir, en þar sem Benn fær annað mikilvægt ráðu- neyti, er búizt við, að þeir sætti sig við það án alltof mikilla mótmæla. Sigurinn i kosningunum um aðild að EBE hefur töluvert styrkt Harold Wilson i sessi og gerði honum m.a. kleift að gera þessar breytingar á ráðuneyti sinu. Benn hefur verið mjög um- deildur iðnaðarráðherra og hafa stjórnendur iðnfyrirtækja al- mennt verið mjög óánægðir með hann. Hinn nýi iðnaðarráðherra, Eric Varley, var eins og Benn á móti áframhaldandi aðild að EBE, þannig að stuðningsmenn þess fyrrnefnda geta ekki haldið þvi fram, að Wilson sé að reyna að reka þá út i kuldann. Varley var hins vegar miklu hæglátari en Benn i baráttu sinni gegn EBE. Wilson ætlaði einnig að flytja til frú Judith Hart, sem hefur verið yfir ýmsum þróunarmálum er- lendis, en hún neitaði að taka við öðru embætti og sagði af sér. Reg Prentice tók við af henni en var áður menntamálaráðherra. Prentice er hægri sinnaður. Þetta er stöðulækkun fyrir hann, en vinstri menn vildu refsa honum vegna skoðana um æskileika samsteypustjórnar. Vorið hefur verið fremur kalt I Bretlandi en f júnfbyrjun breyttist veðrið mjög til hins betra. Regn- hiifarnar hafa ný breytt um hlutverk og Lundúnabúar nota þær til að skýla sér gegn sólinni. N-KÓRCANSKAR FIUGVÉLAR HÉLDU UNDAN S-KÓREÖNSKUM Tvær noröur-kóreanskar flugvélar hringsóluöu í gær yf ir eynni Paeng Nyong-do sem er í höndum Suður- Kóreu. Þær flýðu, þegar suður-kóreanskar orustu- þotur komu á vettvang. Suður-Kórea hefur harð- lega mótmælt þessu broti á vopnahléssamkomulaginu. I orðsendingu stjórnarinnar segir, að slikir atburðir hafi gerzt oft að undanförnu. Hingað til hafi ekki verið tekið hart á þvi, en það verði gert hér eftir og beri Norð- ur-Kórea þá ábyrgð á þvi, hvernig fer. Mikill striðsótti rikir i Suður- Kóreu eftir að kommúnistar unnu sigur sinn i Vietnam og Kambódiu. Park Chung Hee, for- seti, hefur notað sér það til aö herða enn ógnarstjórn sina. Það er orðið ekki miklu meira um mannréttindi i Suður-Kóreu en hjá bræðrum þeirra, kommúnist- unum i Norður-Kóreu. Hvíti svanurinn ## „Skibladnir", hinn „hvfti svanur” vatnsins Mjösa i Noregi hóf siöastliðinn sunnudag hundruðustu og nltjándu sumarferðaáætlun sina. Hann er þar með elzti hjólabátur.sem er i daglegri notkun i heiminum i dag. Skibladnir fer eina ferð á dag: Eidsvoll-Minne- sund-Hamar-Gjövik-Lillehammer og til baka til Eidsvoll. Hópur táninga í steininn á Spáni fyrir að halda fund Spænska lögreglan hand- tók í gær 39 táninga, sem sakaðir voru um að hafa haldið ólöglegan fund í skóla sínum í Madrid. Kennari var einnig hand- tekinn og skólanum lokað. Lögreglan segir, að táningarnir séu Trotsky- istar. Flestum þeirra var fljótlega sleppt úr haldi. Nokkrum var þó haldið eftir og telur lögreglan þá líklega leiðtogana. A Spáni er bannað að halda fundi fleiri en nitján manna, nema með sérstöku leyfi. Yfir- völd á Spáni virðast ætla að bæla niður strax i upphafi og með hörki’ hvers konar tilraunir til að auka enn ólguna i Baskahéruðum landsins. Fjölmargir prestar hafa veriö handteknir fyrir að fordæma að- gerðir stjórnarinnar úr predikunarstólum. Kalt er þvi með kirkju og stjórnvöldum þessa dagana, en kirkjan hefur sem kunnugt er geysileg áhrif á Spáni. Ferðamenn verða litiö varir við þessi átök. Þeir sóla sig áhyggjulausir á ströndunum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.