Vísir - 20.06.1975, Page 16

Vísir - 20.06.1975, Page 16
vísm Föstudagur 20.júni 1975. Bridgemótið í Noregi: Gengur á ýmsu hjá íslandi Niunda umferftin ú NM I bridge I gærkvöldi var slæm fyrir Iskensku sveitirnar. Tap gegn Dönum i báöum flokk- um. islenzku piltarnir þurftu að vinna Dani til að hafa möguleika á efsta sætinu, en eftir tapiö er það úr sögunni. Vonin var þó góð I hálfleik, þvi piltarnir höfðu fjögur stig yfir (43—39). i slöari hálfleiknum gekk hias vegar ekkert, en Danir skoruðu án afláts. Crslit urðu 19—1 fyrir Danmörku. í opna flokknum sigruðu Danir með 20—0. Staöan er spennandi i opna flokknur#. Norðmenn unnu Finna mqð 14—4 og eru efstir, en þeir sitja yfir i lokaumferð- inni I dag. Island á að spila við Finna i dag. Staðan i opna flokknum eftir 9. umferð er þá þessi: Noregur 112 Finnland 108 Danmörk 104 Sviþjóð 83 Island 58 1 unglingaflokknum unnu Norðmenn Svia með 16—4 og eru efstir, einu stigi á undan Dönum. Staðan fyrir siðustu umferð er þessi: Noregur 126 Danmörk 125 Island 92 Sviþjóð 90 Finnland 28 1 kvennaflokki vann Sviþjóð Noreg 18—2, og Finnland vann Danmörku 18—2. Staðan er þessi: Sviþjóð 78 Noregur 60 Finnland 30 Danmörk 21 A þingi Norðurlandasam- bandanna i bridge i gær var á- kveðið, að Norðurlandamótið 1977 verði haldið á Islandi. Þórður H. Jónsson var kjörinn forseti Bridgesambnds Norð- urlanda til næstu tveggja ára og Lars Salsby var kjörinn rit- ari. - hsim - Ellefu flugmenn af hundrað í hœsta flokki Starfsœvin virðist ekki svo stutt: — auk góðra launa fá flugmenn góða dagpeninga Um 100 flugmenn vinna hjá Flugleiðum. 11 þeirra eru komnir á 25. aldursárið eða meira og falla þvi undir hæstu launaflokka, þ.e.a.s. 7 af þessum eru Loftleiða menn og fljúga DC 8 og hafa i laun um 420 þús. krón- ur, en 4 eru Flugfélags- menn og fljúga B 727 með 378 þús. kr. i laun. Þetta eru þær upplýsingar, sem við fengum hjá Jóni Július- syni hjá Flugleiðum, en torsótt hefur reynzt að fá upplýsingar. Aðrir flugmenn hjá Flugleið- um hafa kaup á bilinu 348 þús. kr. niður 1159 þús. kr.fþ.e. flug- maður á F 27, fastráðinn eftir ákveöinn reynslutima). Engar aukagreiöslur koma til flugmanna, þótt þeir fljúgi eitt- hvað smávegis yfir hámarks- flugtima, sem er 60 timar á mánuði. Flugfreyjur, sem eru á þriðja hundraö hjá félaginu fá auka- greiðslu fyrir flugtima yfir 60 tima á mánuði. Kaup þeirra miðað við samn- inga frá 10. mai i ár. er frá rúm- um 66 þús. kr. upp 195 þús. kr. 1 þessum tölum er innifalin upp- hæðin 4718 kr., sem er bilastyrk- ur. Samkvæmt upplýsingum frá Erlu Hatlermark, formanni flugfreyjufélagsins, á eftir aö taka tillit til ASl samninganna og hækka þá þessar upphæðir nokkuð. Flugfreyjur eru i ASÍ. Allir flugliðar hafa $26.50 (um 4 þús kr.) fyrir hver •>. 24 tima stopp utanlands plús fritt hótel. Flugstjórar hafa 25% viðbót við þessa upphæð. Hlaömenn hjá Flugleiðum i Keflavik eru, þegar flest er á sumrin, milli 40-50. Kaup þeirra er 74-85 þús. krónur á mánuði. Vinnuvika þeirra er 42 klst, á viku og er innifalið I kaupinu vaktaálag. Starf flugliða fer oft fram að nóttu til. —EVI— John Hawk heitir brezki flug- maður hinnar gömlu Gloster Meteorþotu. Hann svitnaði, er hann sá skemmdirnar, sem orðið höfðu á vængnum, efri myndin. Til allrar hamingju voru þær þó ekki alvarlegri en svo, aö hann gat haldiö áfram, eftir að flugvirkjar á Reykja- vikurflugvelli höfðu rétt úr stærstu dældunum. Ljósm. Skúii. SRD í óvenjulegu móli: Herþota og olíubíll í órekstri Brezk herþota ók á oliubil á Reykjavikurflugvelli I gærmorg- un. Siysarannsóknadeild iögregl- unnar var kvödd til, — en sem betur fór þurftum við ekki að semja skýrslu eða teikna upp- drátt, sögðu lögreglumennirnir. — Það hefði verið þokkalegt að þurfa að fara að teikna heila þotu. Brezka þotan millilenti á Reykjavikurflugvelli i ferjuflugi til Bandarikjanna. Milljónamær- ingur i Kaliforniu hafði fest kaup á þotunni i safn sitt. Þotan er úr hópi fyrstu þotanna, er Bretar smiðuðu en þeir hófu þotusmiði um 1943, I lok siöari heimsstyrj- aldarinnar. Skemmdirnar voru ekki alvar- legri en það, að flugvirkjum á flugvellinum tókst að gera við þær nægilega vel til að þotan yröi ferðafær. Hélt hún þvi i loftið i gærdag eftir minni töf en útlit var fyrir að yrði i fyrstu. —JB 90 þúsundum stolið úr íbúð Niutiu þúsund kr. var stol- ið úr mannlausri ibúð á Melun- um i gærdag. Þjófarnir komust inn með þvi að spenna upp hurð. Peningar þessir tilheyröu ungum manni, sem þarna bjó og hafði nýverið tckið á móti námsláninu sinu. Þegar fbúarn- ir komu heim siðari hluta dags- ins í gær voru peningarnir horfnir. Rannsóknarlögreglan rannsakar nú stuldinn. Innbrot i mannlausar Ibúðir virðast nú orðin nokkuð tið.Fyrir fáum dögum komust þjófar yfir um 60 þúsund, er þeir brutust inn i mannlausa ibúð i Smáíbúð- arhverfinu. Rétt er þvi að vara fólk við að geyma mikið lausafé heima hjá sér. —JB H0RFÐI Á ÞJÓFNAÐINN GEGNUM KÍKI Maður nokkur, er býr i nám- unda við Laugardalsvöllinn, fylgdist i gærkvöldi með leik Vals og Vestmannaeyinga i gegnum kiki úr stofuglugganum hjá sér. En hann sá fleira en leikinn. Hann sá einnig tvo 12-13 ára stráka, sem voru að sniglast i kringum bílana, sem stóðu mannlausir við völlinn. Hann hringdi á lögregluna og er hún kom á vettvang hafði piltunum tekizt að brjótast inn i einn bilanna i það minnsta og komast yfir veski og ávisana- hefti. Rannsóknartögreglan tók mál piltanna að sér. —JB Tveim dýrum armböndum stolið Tveim armböndum, sem met- in eru á samtals 150 þúsund krónur, var stolið úr sýningar- glugga skartgripa verzlunar i miðborginni i nótt. Sýningargluggi verzlunarinn- ar hafði verið brotinn og tveim gullarmböndum stolið úr hon- um. Fleiri skartgripir voru i glugganum, en við þeim var ckki hróflað. Brutust inn í 5 — í Eyjum ó einni nóttu Fimm fyrirtæki i Eyjum urðu fyrir barðinu á innbrotsþjófum aðfaranótt miðvikudagsins. Nú sitja tveir ungiingar i gæzlu vegna þessa máls. Máliö er i rannsókn hjá lög- reglunni I Eyjum. Allmikil spjöll voru unnin á innbrotsstöðunum og þó nokkru stolið. Mesta peninga fundu þjófarnir i Netagerðinni Ingólfi Lögreglan átti leið fram hjá skartgripaverzluninni klukkan fjögur, en þá var allt meö felldu, að þvi er séð varð. En er lög- reglan fór þarna fram hjá aftur hálf tima siðar, hafði skartgrip- unum verið stolið. Þjófnaðurinn hefur þvi átt sér stað á timabii- inu milli klukkan fjögur og háif fimm um nóttina. Málið er i rannsókn. —jb fyrirtœki — eða 20 þúsund krónur. Þeim hafði verið eytt, er unglingarnir voru handteknir. Ekki er full- kannað enn, hversu verðmikið annað þýfi er. Fyrirtækin, seic brotizt var inn i, voru Netagerðin Ingólfur, Vörubilastöð Vestmannaeyja, Vélsmiðjan Þór, skrifstofa B.P. og sprautunarverkstæöi þar skammt frá. Fyrirtækin eru öli á sama stað i bænum. —JB Ríkið er mesti alkinn: VERÐ EINNAR FLÖSKU FER AÐ MESTU í RÍKISSJÓÐ Það hefur aldrei verið ódýrt að drekka vín á ís- landi og er það heldur ekki í dag. Samkvæmt upplýsing- um frá ÁTVR hækkaði áfengi um 30% þann 18. júní. En síðastliðið hálft ár hefur áfengi hækkað um 100%. Er Vísir hafði samband við nokkrar áfengisverzl- anir í morgun, sögðu þær, að lítið bæri á því, að áfengissalan hefði minnkað, þrátt fyrir þessar hækkanir. En síðasta hækkun á áfengi er sögð hafa verið gerð til að afla ríkissjóði f jármagnstil að vega upp á móti auknum útgjöldum ríkissjóðs vegna síðustu launahækkana! Á myndinni sésf hvernig ágóðinn af viskí- flösku skiptist milli þeirra þriggja aðila, sem um flöskuna fjalla, þ.e. f ram leiðandans, um- boðsmanns og ÁTVR. —HK—

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.