Vísir


Vísir - 21.06.1975, Qupperneq 2

Vísir - 21.06.1975, Qupperneq 2
2 Vlsir. Laugardagur 21. júni 1975. visBsm-- Takið þér sumarfrí? örn Jóhannesson, rafvirki: Já, ég er búinn með helminginn af þvl. Ég notaði þann tima til að ferðast hér innanlands. Hvað ég geri við hinn helminginn er ég ekki búinn aö ákveða. Jóna ólafsdóttir, nemi: Já, ég reyni yfirleitt að fá fri i nokkra daga á þeim stað sem ég vinn. t þetta sinn ætla ég að nota það til að fara til London. GIsli Marinósson, sölumaður: Já, ég geri ráð fyrir þvi. Sennilega fer ég austur á firði, þá losnar maöur aðeins við skarkalann hér I borginni. Gunnar Þ. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri: Það er nU varla hægt að tala um fri hjá mér. Ég reyni að hverfa Ur bænum nokkra daga á hverju sumri. Hins vegar erekkium neinn samfelldan tima að ræða. Svona gerum við þegar við neglum járn á þök... — Síðbúið svar frá Júlíusi Sólnes prófessor Sæunn Sveinsdóttir, útivinnandi húsmóðir: Já, ef hægt er að kalla þaö fri. Ég nota það nefnilega til að koma lagi á heimilið. Ef ein- hver timi verður eftir ætla ég að fara noröur i land. JúIIus Sólnes prófessor skrifar: í dagblaðinu Visi þann 26. marz sl. beinir Kristján Hákonarson þeirri fyrirspurn til min, hvernig eigi að negla bárujárn á þök svo tryggt sé I okkar stormasama veðurfari. Mérer ljúft að reyna að svara spurningum Kristjáns, þar sem hér er um mikið alvörumál að ræða. Það verður árlega verulegt tjón af völdum mikilla vinda hér á landi. Einkum er hvimleitt fok á þakplötum, þar sem festingar virðast ekki vera nægilega traustar og neglingar oft illa frágengnar og af skornum skammti. Með nýjum islenzkum álagsstaðli, sem segir fyrir um vindálag á byggingarmannvirki, ÍST 12.3. er loksins komið lagi og reglu á hönnunarforsendur hvað varðar festingar og álag á þök hUsa. Skv. staðlinum má finna álag á þak (t.d. söðulþak) hUss, sem er staösett i minna en 10 km f jarl. frá strönd. Ef hæð hUssins er ca. lOmetrar myndast þannig sogkraftar, sem leitast við að soga þakplötur af hUsinu, og er stærð þeirra um 245 kg/ferm við þakbrUnir.en 165kg/ferm. inni á þakinu. Skiptin verða u.þ.b. við 1/10 hluta þakbreiddar frá brún. Samkvæmt tilraunum, sem voru gerðar hjá Rannsóknastofn- un byggingaiðnaðarins haustið 1973 reyndist naglhald i venjuleg- um köntuðum þaksaum vera 10 kg., en i snUnum köntuðum saum vera 23 kg. Er hér miöaö viö að saumurinn sé ekki hnykktur. Tilraunir með saum, sem var rekinn 1 blautt timbur, hnykktur og siðan dreginn Ut eftir að timbriö hafði verið þurrkað gáfu eftirfarandi niðurstöður. Naglhald I venjulegum köntuðum saum reyndist 26 kg, en naglhald i snUnum þaksaum reyndist vera 55 kg. Samkvæmt þessu ætti þvi negling á þakplötum að vera sem hér segir: 1. óhnykktur saumur a) kantaður,sléttur. ViðþakbrUn 25naglar á ferm. Inniá þaki 17 naglar á ferm. Það er ekki sama hver naglinn er. b) kantaður, snUinn. Við þakbrUn 11 naglar á ferm. Inni á þaki 8 naglar á ferm. Svo virðist sem hnykking nagla auki styrk festinga um það bil 2 l/2sinnum. Þess skal þó getið, aðt.d norskir staðlar leyfa ekki að reikna aukinn styrk á hnykkta nagla, þar sem þeir telja að áhrif hnykkingarinnar losni upp meðtimanum. A sömu forsend- um leyfa danskir staðlar ekki að reikna með auknum styrk snUinna nagla, svo tölurnar aö ofan, sem gilda fyrir sléttan, óhnykktan saum, ættu þvi að vera hinar sömu. Hvað varðar þá spurningu hvort það sé örugg festing að nota sléttan, óhnykktan þaksaum, og eins hvort hann losni ekki upp með timanum, er þvi til að svara, að ef naglarnir eru nógu marg- ir, sbr. aðofan, ætti þaöaö vera i lagi. Ég vil þó taka fram, að ég myndi vilja láta hnykkja saum á minu eigin hUsi. Að lokum vil ég benda á, að sléttur kantaður þaksaumur er varla það heppilegasta, sem völ er á til festingar á þakplötum. Til er svokallaður kambsaumur, sem hefur mun betra og ör- uggara naglhald. Þannig leyfa t.d. danskir staðlar að reikna festingarstyrk, 3,7 mm kambsaums 25 kg, og gæti negling þvi verið skv. lið 1 b að ofan. Ég bið velvirðingar á þeim drætti, sem hefur orðið á að svara fyrirspurn Kristjáns. Ég hef aðeins fátæklegar afsakanir svo sem fjarvistir erlendis og miklar prófannir.” Auðun Benediktsson, Kópa- skeri, skrifar: „Svo er nU komið, að ekki er lengur hægt að þegja yfir þeirri ósvifni og óvild, sem fram- kvæmdaaðilar hjá Rikisskip sýna og hafa sýnt Kópaskeri og nágrenni á undanförnum árum með þvi' að koma þar við með vörur. Það mætti halda, að þeir hefðu fengið i hendur sjókort sem Kópasker væri alls ekki merkt inn á. Fyrir nokkrum árum skeði það með stuttu millibili, að tveimur skipum, sem voru i þjónustu félagsins, hlekktist á við innsiglinguna til Kópaskers. 1 hvorugt skiptið var lóðs um borö, enda ekki um hann beðið, þótt full ástæða sé til þar sem menn eru ókunnugir aðstæðum. (Það skal þó tekið fram, að inn- siglingamerki til Kópaskers eru vel merkt inn á sjókort og mjög greinileg þeim sjófarendum, sem eftir þeim horfa.) Um dýpið og bryggjupláss Strandferfiaskip Skipaútgerðar rikisins, Esja og Hekla. Ljósm. Július Björnsson. þarf ekki að fjölyrða, enda koma þarna mun stærri skip en Hekla og Esja nokkrum sinnum á ári, t.d. með sement, timbur og áburð. Og jafnframt til að sækja kjöt. Það hafa komið þar inn skip, sem eru nær 2000 tonn, en strandferðaskipin eru innan við 1000 tonn. í slðustu ferð Heklu austur um land voru um 100 tonn af áburði, sem fara átti i land á Kópaskeri og ráögert var að flytja frá Heklu inn í höfninameð66 tonna bát, sem þar er til. En margt fer öðruvlsi en ætlað er, þvi eftir aö búið var að biða komu Heklu frá sunnudagskvöldi fram á mánu- dagskvöld, fréttist að búið væri að setja áburðinn á land á Húsa- vik, sem er I 100 km fjarlægð. Og hafði ekki einu sinni verið gert svo lítið sem að tilkynna mönnum á Kópaskeri um breytinguna. Eftir þvi, sem bezt er vitað, voru þessi skip smiðuð með það fyrir augum að þjóna sjávar- plássunum allt i kringum landið þar sem hafnaraðstaða væri fyrir hendi. Og heldur er ólik- legt að Kópasker hafi þar verið undanskilið. Það væri óneitanlega gaman að fá skýringu forsvarsmanna Skipaútgerðar rikisins á þvi, i hverju óvild þeirra til staðarins liggur. Er það af þvi að þeir treysta ekki hæfni skipstjórnar- manna sinna? Eða eru þarna að baki gamlar persónulegar væringar milli fyrrverandi for- svarsmanna á staðnum og út- gerðarinnar?” Eirikur Heigason, iögregiuþjónn: Nei. Ég var við nám siðastliðinn vetur og ætla ekki að taka mér fri þetta sumar. RÍKISSKIP: ERKÓPASKER EKKI Á SJÓKORTI YKKAR? LESENDUR HAFA ORÐIÐ AUÐVITAÐ Á HÚN AÐ KOMAST Á „BARINN" Árellus Nielsson skrifar: „Hérna um daginn kvað við ramakvein frá æskulýðssam- tökum og þó einkum ungri stúlku, sem var reyndar orðin „frú”, og það þótti nú einu sinni fint, yfir þvi að fá ekki að sitja að sumbli með „manninum sin- um” á „barnum” eða i danssal I einhverju öldurhúsi borgarinn- ar. Vesalingurinn litli varð hreinlega að fara heim til hvit- voðungsins, sem hún hafði ætlað að hvila sig frá eitt gleðikvöld. Það er að sjálfsögðu ekkert spaug, að stofnað skuli til slikra hjónaskilnaða og það af jafnó- merkilegum pappirum og lög- um samfélagsins. Þessu verður að sjálfsögöu að breyta. Helzt að fá bráðabirgða- lög gefin út „I hvelli”, sem heimila ungum hjónum og þá ekki siður kærustupörum að drekka saman, helzt af stút — nei, auðvitað úr finum glitrandi kristalsglösum, þvi þau geta aö sjálfsögðu drukkið af stút I bíln- um sinum. Eruð þið ekki. eins og ég, að vorkenna stúlku — frú — á þessu þroskastigi, sem kröfur æsk- unnar sanna og sýna að fá ekki að njóta veiganna með mannin- um sinum og taka svo öllu, sem á eftir kemur, þegar þau — eða sérstaklega hún leitar til prests- ins um skilnað — það er að segja, algjört frelsi einstæðrar konu eftir nokkra daga? Gæti verið, að hún ætti eftir að loka eiginmanninn úti við læstar dyr sameiginlegs heimilis þeirra, af þvi að hún fékk und- anþágu og opnaðar dyr inn á „barinn” I gærkvöldi? Vonandi fá æskulýðssamtökin inntöku- bannið afnumið inn á „barinn”. En hvað verður um heimilis- dyrnar?”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.