Vísir - 21.06.1975, Side 3

Vísir - 21.06.1975, Side 3
Vísir. Laugardagur 21. júni 1975. 3 Hvernig vœri að kynnast þekktum „sjónvorps- leikurum"? Nú gefst niönnuin kostur á að sjá með eigin auguni hina þekktu hesta er léku I Lénharði fógeta, að hinum hvita gæðingi Lénharðs þó undanskildum. Hestaleiga er starfrækt að Hvoli i ölfusi hjá Birni bónda Sigurðssyni. Þar er hægt að fá hesta þessa leigða i lengri eða skemmri tima og kostar fyrsti klukkutiminri 500 kr. enþeir næstu 400 kr. Leiðsögumaður er með i ferðum. Þessi þjónusta byrjaði i fyrra- sumar og notfærðu margar fjöl- skyldur sér þetta, tjölduðu jafn- vel yfir nótt, skoðuðu sig um i sveitinni og brugðu sér á hestbak á milli. Hreinlætisaðstaða er fyrir gesti á bænum. Frá Umferðarmiðstöðinni eru farnar ferðir að Hvoli alla daga nema mánudaga. Þær kosta 3600 krónurog er þá innifalið fargjald, reiðtúr i tvo tima með fylgdar- manni, matarpakki og kaffi. __________________— EVI — Fá þau leyfi? Ekki hefur enn borizt af- dráttarlaust svar frá Ford verksmiðjunum vestan hafs um það, hvort Sveinn Egilsson h.f. og Kr. Kristjánsson megi ganga i eina sæng. ,,Við höf- um þvi ekki getað gengið frá samningum okkar i milli,” sagði Þórir Jónsson fram- kvæmdastjóri hjá Sveini Egilssyni h.f. Báðir aðilar munu telja sér þetta til hagsbóta og semja um þetta sem tveir jafnrétt- háir aðilar. En Þórir var innt- ur eftir þvi, hvort einhverjar greiðslur kæmu til af hálfu annars hvors aðilans kvað hann umboðin ekki taka ákvarðanir um það. Höfuð- stöðvar Fords hefðu úrslita- vald um allar slíkar meiri háttar ákvarðanir. Ef af þessum samruna verð- ur er þó enn eftir Fordumb. á Akureyri. Öliklegt er að það verði útibú frá Reykjavikur- umboöunum þar sem sú stefna hefur rikt hjá Fordverksmiðj- unum að veita ekki einkaum- boð. — BA FLUGMENN: Hómarks- tíminn ekki 60 tímar ó mónuði t frétt i Visi i gær um flugmenn hjá Fluglciðum, þar sem sagt var að flugmenn fengju engar auka- greiðslur þótt þeir flygju smáveg- is yfir hármarksflugtima, sem væru 60 timar á mánuði, skal það tekið fram aö flugmenn fá engar aukagreiöslur auk hins fasta mánaðarkaups. Takmarkast hámarksvinnu- timi og greiðsla ekki við 60 tima, heldur eins og vinnutimarcglur ákvarða. Vinnutimi flugmanna getur oft farið fram úr 60 fiugtimum, eink- um að sumarlagi. — EVl — Eftir hinn blóðuga vetur: ÞRÍR SITJA í SÍÐUMÚLA VEGNA MORÐMÁLA Þrjú manndráp voru framin með stuttu millibili seint á sið- asta ári, auk þess sem menn létu lifið eftir átök f Vestmanna- eyjum, við Þórscafé i Reykjavík og á Akranesi. Þá var piltur stunginn i hjartastað á Akranesi og skemmst er að minnast morðsins i Ölafsvik. Aðeins einu morðmálanna er nú endanlega lokið. Það er mál Kristjáns Kristjánssonar, sem myrti mann og gerði tilraun til að myrða annan i húsi við Þver- holt 8. desember í vetur. Kristján, sem er bæði mállaus og heyrnarlaus, var talinn ósak- hæfur en hann ætti hins vegar aö sæta eryggisgæzlu á viðeigandi stofnun. Slfk stofnun finnst ekki hér á landi og situr nú Kristján inni i fangageymslunni við Síðu- múlann. Guðmundur Sigur jónsson, maður, er myrti móður sina á heimilihennar við Rauðarárstig 27. desember 1973, var á sinum tima einnig dæmdur I öryggis- gæzlu og situr hann nú á sér- stakri stofnun I Noregi. Fyrir skömmu birti saksókn- ari ákæru á hendur Mundu Pálinu Enoksdóttur, sem að- faranótt 25. október i vetur stakk ungan mann til bana á heimili sinu við Suðurlands- braut. Mál Mundu Pállnu liggur nú hjá læknaráði og er beðið eftir áliti þess á geðheilsu hennar. Siðan veröur það dómstólanna að skera úr um hvort hin ákærða telst sakhæf. Munda Pálina Enoksdóttir situr nú I gæzluvaröhaldi I Siðu- múlanum. Tvitugur piltur, Benedikt Jónsson, lézt fyrir utan Þórs- café aðfaranótt 9. nóvember eft- ir að hafa lent þar I slagsmál- um. Strax eftir lát Benedikts voru þrir piltar handteknir, en þeim var fljótlega sleppt út að undan- teknum einum, er úrskurðaður var i gæzluvaröhald. Niðurstöður krufningar leiddu hins vegar I ljós, að Benedikt hafði kafnað I spýju. Ekki þótti ástæða til að höfða mál og var piltinum, sem sat inni, sleppt úr gæzluvarðhaldi. 1 Vestmannaeyjum lézt einnig maður eftir átök I sama mánuði, eöa nánar tiltekið aöfaranótt 24. nóvember. Maöurinn er lézt hét Þorleifur Guðjónsson. Krufning leiddi I ljós, að dánar- orsök var höfuðáverki. Einn maður var um tlma úrskurðað- ur I varðhald vegna málsins en honum slðan sleppt. Rannsókn málsins er nú lokið hjá bæjarfógetanum I Vest- mannaeyjum og verður þaö bráðlega sent saksóknara til umfjöllunar. Mun hann þá væntanlega skera úr um hvort einhver verður ákærður vegna dauðsfallsins. Málflutningur hefst á Akra- nesi i næstu viku I máli Kristjáns Kristjánssonar, sem játaði að hafa aðfaranótt 2. nóvember stungið 15 ára pilt, Sigurð Guðjónsson, i hjartastað fyrir utan Hótel Akranes. Sigurður var I llfshættu um tlma og lá siðan lengi á sjúkra- húsi, þar eð hnifurinn snart hjartað. Hann er nú kominn af sjúkrahúsinu en má Htiðreyna á sig enn. Kristján sat i gæzluvaröhaldi en stundar nú vinnu á Akranesi þar til niðurstaða dómsins ligg- ur fyrir. A Akranesi gerðist það skömmu siðar, aö drukkinn pilt- ur lét lifið I átökum við afa sinn á heimili hans. Mál gamla mannsins var fyrir stuttu sent saksóknara og hefur ekki enn verið ákveðið hjá honum hvað frekar verður aðhafzt I málinu. Ósennilegt er aftur á móti annað en um náðun verði aö ræða, þar eð vitað er að umóviljaverk var að ræða. Atján ára piltur, Sigurgeir Einar Karlsson, situr nú i gæzluvarðhaldi I Slðumúlanum vegna dauða Rafns Svavarsson- ar, sem hann hefur viðurkennt að hafa valdið. Sigurgeir Einar stakk Rafn til bana I verbúð I Ólafsvlk aðfara- nótt 14. maí. Málið er ekki full- rannsakað enn. Við krufningu á Hkinu kom I ljós, að dánarorsakir voru hnlf- stungur. Rafn og Sigurgeir Einar sátu að spilum nóttina er verknaðurinn var framinn og snerust deilurnar um bankabók I eigu Sigurgeirs Einars, að hans sögn. Ekki hafa öll vitni enn verið yfirheyrö. Sigurgeir Einar var eftir verknaðinn I Ólafsvik fluttur þungt haldinn á sjúkrahús i Reykjavlk vegna sprungins milta. Ekki var vitað, hvort þaö stafaði af átökunum um kvöldið eða falli af hestbaki, en eftir at- burðina I verbúöinni reyndi Sigurgeir Einar að komast und- an á hesti og féll af baki. Hann er nú kominn af sjúkra- húsi og situr i 60 daga gæzlu- varðhaldi I Siðumúlanuin. Er rannsókn málsins verður lokið fer það til saksóknara, sem væntanlega birtir ákæru i mál- inu. — JB Stofna sparisjóðirnir sameiginlegan banka? Sú hugmynd hefur komið fram-í fréttabréfi frá Sambandi fram að stofna sameiginiegan Islenzkra sparisjóða. banka allra sparisjóðanna þeim Blaðamaður Visis hafði sam- til styrktar. band við Tómas og spurði hann Kjörin var þriggja manna ihvað þessu máli liði. Sagði nefnd til að athuga hagkvæmni hann, ,,að nefndin hefði verið slikrar stofnunar t.d. i formi skipuð til þess að afla upplýs- sameiginlegs banka, sem kæmi inga um starfsemi slikra banka fram semein heild gagnvart I nágrannalöndum okkar. öðrum þáttum bankakerfisins. Nefndin hefur ekki komið saman siðan hún var stofnuð 6. Formaður nefndarinnar, er júnl og því er ekkert hægt að Tómas Tómasson sparisjóðs- segja frekar um þetta mál”, stjóri i Keflavik. sagði Tómas að lokum. Þessar upplýsingar komu jjE. GíSTKVÆMT HJÁ SÁTTASCMJARA „VIÐ BJODUM BETUR EN ÞETTA" — segja keppinautarnir Ingólfur og Guðni Það var gestkvæmt hjá sáttasemjara i gær. Þar komu kjötiðnaðarmenn, bókagerðarmenn og siðast en ekki sizt togaramenn, sem þar hafa veriö tiðir gest- ir aö undanförnu. Þeir, hinir siðastnefndu, urðu lika þaul- sætnastir, — voru ekki farnir þaðan I nótt þegar Visir fór i prentun. Bó ka gerða rm en n stöldruðu aðeins stutt við. Var ákveðið, að þeir héldu áfram samningaviðræðum á þriðjudag, en starfað yröi i undirnefndum fram að þeim tima. Kjötiðnaðarmenn koma hins vegar ekki til með að heimsækja sáttasemjara aftur á næstunni. Þeir sömdu og aflýstu þá um leið verk- falli, sem átti að hefjast á miönætti aðra nótt. —ÞJM Fréttamaður VIsis kannaði á dögunum dálitið fargjaldafrum- skóginn, er við höfum kallað svo. Hringt var á ferðaskrifstofurnar eins og almennt gerist og upp- lýsingar fengnar án þess aö við- komandi vissi að blaðamaður væri þar á ferð. Þær upplýsingar, sem fengust, eru ferðaskrifstof- urnar ekki alveg fyllilega ánægð- ar með, telja sig geta boðið betur, a.m.k. tvær þeirra. „Verðið á Kaupmannahafnar- ferðum okkar er 27.415 krónur, og er ekki bundið þátttöku i neinum félögum, eins og tíðkazt hefur,” sagði Guðni Þórðarson, forstjóri feröaskrifstofunnar Sunnu i gær. Hann vildi leiðrétta Visi i fyrra- dag, en innifalið I þessu verði er gisting I viku á einkaheimilum, en ekki bara þrjá daga, eins og stóð I fréttinni, en að auki fylgir hálft fæði. Þessar ferðir er aðeins hægt að kaupa I „pakka” að sögn Guðna, þ.e. sem fjölferðir (IT-ferðir). Ferðir þessar er hægt að fá með hóteli, en þá hækkar verðið sam- svarandi. Guðni kvað ferðir þess- ar verða fáein leiguflug, flogin samkvæmt islenzkum og dönsk- um reglum um þessar ferðir, sem flugmálayfirvöld þjóðanna hafa sett. Utsýn getur boðið upp á miklu hagstæðari Mallorkaferðir en Vísir greinir frá, segir Hlin Bald- vinsdóttir hjá Útsýn okkur. 1 fyrradag er sagt að slik ferð kosti 49.000 krónur frá Kaupmanna- höfn. Hlin kveður útsýn geta boð- iö upp á slika ferð frá allt að 26.400 krónum og upp i 72 þúsund krónur á dýrasta timabili, allt eftir þvi hvað mikið viðskiptavin- urinn vill fara fram á af munaði. Hins vegar hefur Útsýn mun meira haslað sér völl á Costa del Sol, og þangað er flogið beint frá Keílavik. Ferðir þangað kosta nú frá 32.500 krónum. — JBP — KR vann Víking KR hifði sig upp af botni 1. deildar i gærkvöldi með þvi að sigra V'iking 2:0 á Laugardalsvelli. Atli Þór Héðinsson skoraði bæði mörkin, hið fyrra á 10. minútu, það siðara á siðustu minútum leiksius úr vita- spyrnu. —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.