Vísir - 21.06.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 21.06.1975, Blaðsíða 10
10 Visir. Laugardagur 21. júni 1975. FYRIRGEFNING Umsjón: Gísli Brynjólfsson Mattheus 18. 21-35 Þessi alkunna sa^p, dæmisaga Jesú um skulduga þjóninn fjallar eins og kunnugt er um fyrirgefninguna, fyrir- gefningu okkar á yfirsjónum annarra — fyrirgefningu Guðs á okkar syndum. Þetta tvennt er samtvinnað — verður ekki skilið að og þetta er ekki aðeins forn kenning kirkjunnar, eins og okkur finnst nú um sumt af boðskap hennar — heldur er þetta brennandi spursmáj-'enn i dag — þetta — að hve miklu leyti og á hvern hátt mannkyn ið — bæði þjóðir og einstakl- ingar — geti tileinkað sér þessa kenningu og kröfu kristindómsins um fvrir- gefninguna og hagað lifi sinu i samræmi við hana. Kenning Jesú um þetta meginatriði er sett fram i dæmisögu hans um skulduga þjóninn, manninn sem fékk hjá húsbónda sínum uppgefna langtum hærri skuld enhann hafði nokkra möguleika tilað geta borgað, en krafði hins vegar inn með harðneskju smá- vægilega upphæð hjá náunga sinum. Ástæðan til þess að Jesú sagði þessa sögu var spurning Péturs: Herra? Hversu oft á ég að fyrirgefa bróður minum? Og hann svarar sér sjálfur: Allt að sjö sinnum. Það álitur hann næsta nóg, þvi i lögmáli Gyðinga stóðu þessi orð: t fyrsta sinn skalt þú fyrirgefa óvini þinum, og i annað og þriðja sinn skalt þú fyrirgefa honum. En brjóti hann af sér gegn þér i fjórða sinn skalt þú ekki fyrirgefa honum. Pétri finnst hann þvi gera drjúgum meira en honum er skylt með þvi að fyrirgefa sjö sinnum. Þannig vill hann koma til móts við herra sinn og drottin, sýna honum hve langt hann er kominn áleiðis i þvi að tileinka sér það kærleiksrika hugarfar, sem Jesús sagði vera einkenni hins kristilega lifs. En þessi af- staða Péturs er á misskilningi byggð. Hér dugar engin upptalning á einstökum tilfell- um, hér kemst ekki að neitt mat á ákveðnum tölum yfirsjóna, sem fyrirgefa skal og þar með fullnægja öllu réttlæti. Fyrir- gefningin er mikiu fremur fólgin i ákveðinni hugarstefnu, — i hjartagróinni góðvild mannsins, i þvi hjartalagi sem litur með augum kærleikans á alla breytni og framkomu náungans, opnar huga sinn fyrir áhrifum hins guðlega kærleika og gerist farvegur hans frá einni sál til annarrar, svo að sam- félag mannanna verði bræðra- lag og samvinna en ekki úlfúö, keppni, tortryggni og metingur. Þannig er hin kristilega fyrir- gefning ekki, það að gefa eftir ákveðna tölu afbrota og yfir- sjóna heldur hitt að þroskast svo til samfélags við meðbræður sina að geta litið á allan ófullkomleika þeirra i ljósi þeirrar elsku, sem Jesús sýndi oss syndugum mönnum, þjálfað sig til svo fórnfúsrar þjónustu við mennina að vonzka þeirra og vanþroski verði að lokum sigraður af þeirri ifómarþjón ustu. Þvi öll fyrir- gefning er fólgin I þvi fyrst og fremst að reyna aö sigra hið ilia i öðrum mönnum með þvi góða i sjálfum sér. En þetta er nú hægara sagt en gert. ósköp tekstnú mönnunum þetta erfiðlega. Mikið sækist mannkyninu seint þessi braut fómar og fyrirgefningar. öll vitum við, að torfærurnar á þessari leið eru mannanna mesta mein og heill mannkyns- ins 1 framtiðinni virðist nú meira undir þvi komin en nokkm öðru, hvort mönnunum tekst að yfirstiga þessar hindr-, anir ósáttfýsinnar á leið sinni. En hver er hvöt mannanna til að láta fyrirgefninguna ráða i samskiptum sinum innbyrðis i staðinn fyrir hatrið og hefndar- hugann? Er það bara almenn tilfinning fyrir þvi, að fólkinu vegni betur I samstarfi heldur en sundrungu? Er það bara ein- hver óljós hugmynd um það, að manneskjan hafi það betra ef góðvild rikir kringum hana, heldur en ef hún er hatrinu háð? Er það aðeins dauf vitneskja um, að kærleikssambúð sé réttara ástand i mannheimi heldur en strið og deilur? Nei, ekkert af þessu, engar slikar tilfiningar eða hugsmiðar virðast vera nógu sterkar til þess að milda hjörtu mannanna og hrifa þá út úr myrkri hatursins og hefndarhugans. Það er aðeins eitt, sem megnar að gera það: Kærleikur Krists knýr osssegir i heil. ritningu (2. Kor. 5.14) — það er kærleikur Guös, sem opinberaðist i lifi Jesú og dauða, sem sýnir oss að innsti kjarni — hið sanna eðli lifsins höfundar er hin fórnandi máttur hans — hin liðandi elska hinn fyrirgefandi kærleikur, sem i stað þess að láta endur- gjaldslögmálið rikja þá sigri hann illt með góðu. Að þetta sé svo, að hinn liðandi kærleikur Guðs, eins og hann birtist hjá Jesú Kristi sé hinn sanni aflvaki kærleiksins i brjóstum mann- anna, sé hin heilaga hvöt til fyr- irgefningarinnar i samskiptum fólksins á jörðunni, það er vel orðað hjá Páli (Efesusbr. 4.31): Verið góðviljaðir hver við ann- an, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum eins og lika Guð hefur i Kristi fyrirgefið yður. ------oOo------ Og getur nokkuð annað dugað til að koma samskiptum mannanna á kærleiksgrundvöll annað en þetta, að þeir öðlist óbrigðula vissu um það, að hinn hæsti höfuðsmiður gengur aldrei i sinn réttlætisdóm við okkurá öðrum grundvelli. Hann hefur skapað þessa veröld og gefið okkur hana af sinni náð og hann hefur sent okkur son sinn, kærleiksrikan konung, svo að hann verði öllu mannkyni hinn óræki vottur.hinn ótvfræði boð- beri um elsku Guðs, sem á að verða rlkjandi lögmál i sam- skiptum mannanna. Það sannar okkur að kærleikurinn er ekki nein mannleg uppfinning heldur veruleiki Guðs. Jafnvel þótt vér vitum aö velferð þjóðfélagsins sé i veði stoðar það ekki, þótt heilbrigð skynsemi segi mönn- unum að hagsæld mannkynsins sé undir þessu komin, að fórnin og fyrirgefningin megi sin meira en hatrið og hefndin, kemur þetta allt fyrir ekki. Hér duga með öðrum orðum engin rhannleg ráð. Hér verður það að gerast að viðurkenna það, að við erum þessa ekki umkomin án himneskrar hjálpar, án guð- legrar leiðsagnar, að beina lifi okkar inn á hamingjunnar öruggu leiðir. Prestastefna í Skálholti t næstu viku, nánar tiltekið á þriðjudaginn — á Jónsmessu verður Prestastefna Islands sett i Skálholtskirkju kl. 2 e.h. Hún hefst með guðþjónustu kl. 10.30 og mun standa i 3 daga. ,,Ég vona,” segir biskup i bréfi ti'. prestanna, ,,að það mælist vel fyrir að kveðja prestastefnuna saman i Skálholti. Með þvi rætist gamall draumur. Aðstaða hefur fram að þessu hamlað þvi, að unnt væri að stefna prestum saman þar til þriggja daga dvalar. Ennþá skortir húsrými á staðnum til þess að gistiað- staða sé sem skyldi. Nýta verður, auk skólans, sem að- eins hefur gistirými fyrir 20 manns, svefnskála sumar- búðanna. Vona ég, að menn taki þvi vel, þótt ekki verði upp á betra boðið. Á móti ætti það að koma, sem staðurinn hefur að öðru leyti að bjóða, og ánægjan yfir þvi að geta verið saman þessa daga á þeim helga stað.” Prestastefna i Skálholti er timamótaviðburður i sögu is- lenzkrar kirkju. Megi anði kær- leiks og fórnarþjónustu hvila yfir henni og helga öll hennar störf. Eins og saklaust barn Sumariö 1860 ferðaðist Sveinn Skúlason ritstjóri Norðra um Austurland. Komu sinni að Vallarnesi lýsir hann á þessa leið: Þegar ég kom seinast að Vallarnesi 1956, sá ég hinn merka og elskulega öldung, Guttorm prófast Pálsson, og átti við hann langt tal og skemmti- legt. Ég stóð þá við um kvöldið eftir að hann var genginn til sængur, og þegar ég ætlaði að kveðja hann, svaf hann svo vært á kodda sinum eins og saklaust barn. Hin heilaga sæla góðs manns skein á andliti honum, og enginn óþægur draumur truflaði værð hans. Nú hitti ég þennan elskulega vin sofandi I kistu sinni svefni dauðans.og beið ég tvo daga til þess að geta fylgt honum til grafar. Þar var saman kontið flest stórmenni austanlands, sýslumenn báðir og læknirinn, prófasturinn i Suður-Múlasýslu og átta prest- ar. Það brennur oft við i likræðum presta, einkum þegar þær eru margar — og hér voru þær átta — að mönnum virðist margt ofhermt hinum látna til virðingar. En i þessum ræðum virtist mér engu lofsyrði of- aukið. Það voru ekki stórmenni ein, er fylgdu prófastinum sáluga til grafar, heldur allur þorri af sóknarbörnum hans, og fjöldi merkra bænda i næstu sveitum, Samkoman var hin friðasta fólkið, einkum kvenfólkið, klætt vel og með smekk. öll útförin fór vel og snillilega fram og veitingar á eftir eins og lands- siður er. FRÆKORN Reykjavíkur breiður bær. Eyjólfur Magnússon barna- kennari (1841-1911) var auk- nefndur ljóstollur vegna þess, að hann hafði um tima þann starfa að innheimta ljóstolla o.fl. gjöld i Reykjavikurbæ. Eyjólfur var hágmæltur. Á efri árum fór harin viðá um, einkum á Suðurlandi. Eitt sinn er hann hafði dvalið nokkurn tima i Reykjavik og hélt aftur austur leit hann yfir bæinn ofan af Skólavörðuholtinu og kvað þessa visu: Reykjavikur-breiður-bær, beztu kostum hlaðinn, — heilags anda bliður blær breiðist yfir staðinn. Gestgjafarnir, Nor- egur, unnu tvöfaldan sigur á Norðurlanda- mótinu i bridge, sem lauki gær. Sigruðu þeir bæði i opna flokknum og unglingaflokki en i kvennaflokki unnu Svi- ar naumlega og komu þannig i veg fyrir þre- faldan sigur Norð- manna. í siðustu umferðinni sigraði Danmörk Sviþjóð með 19-1, en þótt undarlegt megi virðast, þá var mikið fylgzt með hinum leiknum, sem var Finnland — ísland. Norðmenn sátu yfir i siðustu umferðinni og voru þar með komnir með 124 stig, en Finnar urðu að vinna ísland með 17-3 til þess að komast i 125 stig. Leiknum lauk með sigri Finna, 14-6 og þar með var Noregur orðirin Norðurlanda- meistari i opna flokknum. Röð og stig landanna var þessi: 1. Noregur 2. Danmörk 3. Finnland 4. Svíþjóð 5. ísland 124 stig 123 stig 122 stig 84 stig 64 stig 1 unglingaflokki var islenzka sveitin með möguleika á verð- launasæti, þar til einn og hálfur leikur var eftir, en ekki er ólík- legt að taugarnar hafi farið að segja til sin, þvi allt fór i vask- inn i hálfleiknum sem gilti. 1 siðustu umferðinni spiluðu þeir við Norðmenn og töpuðu og höfnuðu þar með i fjórða sæti. Hinn leikurinn stóð milli Sviþjóðar og Finnlands og sigr- uðu þeir fyrrnefndu með yfir- burðum, eða 20 gegn -t- 3. Lokastaðan i unglingaflokki var þannig: 1. Noregur 144stig 2. Danmörk 137 stig 3. Svfþjóð 110 stig 4. ísland 94stig 5. Finnland 25stig í kvennaflokki urðu úrslit þessi: l.Svíþjóð 84 stig 2. Noregur 80 stig 3. Finnland 44stig 4. Danmörk 19 stig Frammistaða islenzku sveitarinnar I opna flokknum er hörmuleg, hverju sem um er að kenna. Enda þótt Norðurlanda- Er maðurinn það sem hann er, það sem honum finnst hann vera, það sem aðrir halda að hann sé eða það sem hann þykist vera? Ekki kann ég neitt svar við þessum spurningum. Hitt veit ég að það fer eftir ýmsu, hvað mér finnst menn vera, og hvernig mér finnst þeir vera. Það er svo annað mál, hvort ég hef rétt fyrir mér eða ekki. Ég er góöi maðurinn. Ég fæ mér fiskvinnu. Ég afla gjaldeyris. Ég kaupi ameriskan bil. Ég drep mann I viet nam. Ég kaupi rússneskt bensin. Ég sendi rithöfund á geðveikrahæli. Ég er góði maðurinn. Ég held, eins og raunar fleiri hér á lándi, að allar listir eigi rétt á sér. En mér finnst, gagnstætt mörgum öðrum, að (Óðinn)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.