Vísir - 21.06.1975, Síða 11

Vísir - 21.06.1975, Síða 11
Vlsir. Laugardagur 21. júni 1975. 11 NORDMENN UNNU TVÖFALDAN SIGUR Á NORDUR- LANDAMÓTINU — Svíþjóð hlaut kvennatitilinn þjóöirnar hafi getið sér góðan oröstir á undanförnum Evrópu- mótum, þá ætti bilið ekki að vera jafnbreitt og stigatölurnar gefa til kynna. Aðeins 25 prösent vinninga er grátleg frammi- staða, en nóg um það. Eflaust mun stjórn Bridge- sambands íslands leita skýringa á þessari löku frammistöðu og raunar þarf hiin þess, þvi fyrir dyrum er ennþá meiri eldraun, sem er Evrópumótið í Brighton i júli. Persónulega held ég að við verðum að fara varlegar en gert hefur verið sl. tvö ár, að ryðja nýliðum fram á vigvöllinn. Hvorki þeim né bridgesam- tökunum er greiði gerður með þvi. Það er gott og blessað að yngja upp landsliðin, en betra að hafa það i hófi. Unglingaliðið átti góða kafla og þótt það hafnaði i fjórða sæti, þá fengu strákarnir rúmlega 43 prósent vinninga, sem er ekki svo slæmt. Landsliðin sem kepptu á Norðuriandamótinu: Standandi: Hallur Simonarson, Páll Bergsson, fyrirliði beggja iiðanna. Jakob R. Möller og Jón Baldursson. Sitjandi: Guðmundur Arnarson, Helgi Jónsson, Einar Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. A myndina vant- ar Þóri Sigurðsson. Spiluðu við Dani á þjóðhátíðardaginn: ENDUÐU BÁÐIR LEIKIRNIR MEÐ JAFNTEFLI Á þjóðhátiðardaginn spilaði island við Dani i báðum flokk- um á Norðurlandamótinu i bridge, sem haldið er I Sole, smábæ nálægt Osló I Noregi. Báðir leikirnir enduðu með jafntefli, þótt stundum væru miklar sviptingar. Hér eru tvö spil frá opna flokknum. Staðan var n-s á hættu og suður gaf. 4 8-7-6 ¥ D-G-5-4 ♦ K-G-10-7-5 4 8 ^3 4 A-K-9-5-4-2 ¥ 10-8-2 ¥ 9 ♦ A-8-3-2 ♦ D-4 4 A-K-D-7-5 4 G-10-6-3 4 D-G-10 ¥ A-K-7-6-3 ♦ 9-6 4 9-4-2 í opna salnum gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur Hulg. Þórir Hulg. Hallur P I ♦ P 1 4 P 2 4 P 44 P 4 ♦ D 4 G P 64 P P P Þetta er geysihörð slemma, aðeins 23 punktar á báðum höndum, en enginn þeirra fór til spillis. Sömuspil eru spiluð i öll- um flokkum og náði ekkert annað par slemmunni, enda varla von. Margir áttu einnig i erfiðleikum að komast i game ogílokaða salnum gengu sagnir þannig hjá Dönunum: Suður Vestur Norður Austur Jón Dahl Jakob Kristens. P 1 4 P l 4 P 2 4 P 4 4 P P P 1 opna salnum fekk Þórir út hjarta, sem var drepið á ás og slðan kom tigull til baka. Þórir drap á ásinn og siðan var spilið einfalt til vinnings. Hitt spilið var þannig. Allir á hættu, vestur gefur. 4 G-5-4-2 ♦ K-G-9-5 ♦ G-9-8-3 4 K 4 K-9-8 4 D-7 ♦ A-D-8 ¥ 4-3 ♦ enginn ♦ A-D-10-7-2 4 A-D-G-9-7-5-4 4 10-8-6-3 4 A-10-6-3 ♦ 10-7-6-2 ♦ K-6-5-4 4 2 Aftur voru Hallur og Þórir á rétturóli, þvi að nú gengu sagn- ir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður Þórir Hulg. Hallur Hulg. 1 4 P 1 V P 2 4 P 2 ♦ P 3 4 P 44 P 5 4 P P P 1 lokaða salnum voru Danirn- ir aftur á móti bjartsýnni: Vestur Norður Austur Suður Dahl Jakob Kristens. Jón 1 4 3 4 4 V 4g 6 4 P P P P P P P 4‘4* 4 4 P5* p p p p p D Það má segja, að Jón hafi ekki valið heppilegt augnablik til þess að útspilsdobla, þvi að eftir tigulútspil Jakobs gat ekk- ert banað slemmunni. Sagnhafi lét tiuna, kóngur og trompað. Trompspilun (iferðin) var einnig augljós eftir doblið, þvi að varla heföi suður doblað með kónginn annan i trompi. Spaði eða trompkóngur hnekkir slemmunni, en tregur held ég, að Jakob hafi verið til þess að spila honum út. Hann er i vandræðum með að spila út og hefur sjálfsagt fagnað leið- beiningu makkers, þar til sann- leikurinn kom i ljós. KÓNGURINN MÁTAR El PEÐIÐ listamenn eigi lika tilverurétt. Ég er meira að segja hræddur um að ef hér væru engir listamenn, væri hér engin list. Um þetta virðast ýmsir ekkert hafa hugs- að, eða þeir Imynda sér að hægt sé fyrir islensku þjóðina að lifa endalaust á Is- lendingasögunum. Mér finnst að allir listamenn ættu að geta lifað af listsköpun sinni. A ég i þvi sambandi ekki við það, að islenskir listamenn geti etiö listaverk sln eins og höfundar handritanna gátu, ef lystin var fyrir hendi. Þegar frelsi andans er I veði fer ég úr jakkanum, bretti upp skyrtuermarnar og er tilbúinn að berjast. Þegar frelsi holdsins er i veði fer ég I jakkann, bretti niður skyrtuermarnar og neita að verjast. Nýlega lauk hér heimsókn svlakonungs eins og alþjóð veit. Blöðin fylgdust að sjálfsögðu með hverju fótmáli hans, svo að lesendur þeirra vita nú nákvæmlega hvað konungurinn boröaði i morgunverð, hádegisverð og kvöldverð, hvað hann drakk með hverjum rétti fyrir sig og hvers konar borðbúnaður var notaður i hverri veislu. Einnig fengu blaðalesendur að vita á hvaða jökla konungur gekk og svo það, sem mér að minnsta kosti hefði þótt verra að hafa ekki fengið að vita, að konungurinn fór i sundlaugarnar. Kóngurinn er kjarkmikill og alþýðlegur er hann. Það sérstaklega sést á þvi, I sundlaugarnar fer hann. Áhugavert þar ýmislegt að sjálfsögðu sér hann. Það er ekki á hverjum degi sem kóngur sér hann Bessa beran. Sá vökvi sem Islendingar munu hafa drukkið i hvað rlkustum mæli rétt áður en verkfallið átti að skella á, var bensin. Sá vökvi, sem isl. drekka hvað mest nú, eftir að verkföllum hefur veriö aflýst, er mjólk. Það kom sem sagt greinilega I ljós, hvað við erum orðin háð þessu tvennu. Mér finnst að sá ákafi sem reykvikingar sýndu við að afla sér bæði bensins og mjólkur, sé sjúklegur, og er ég ekki frá þvi að stefna beri að þvi að byggja hæli fyrir þetta fólk. Hér er visa sem ort var I siðasta verkfalli, en getur átt við hvaða verkfall sem er. Ekkert bensin bilar fá, býsna hýr er þankinn, ef hægt er að setja sopa á sálarbensintankinn. Þótt mér finnist kvennavikur ársins vera 52 er ekki þar með sagt að kvenfólk- inu finnist það. Mér virðist það þvi bera vott um litillæti kvenfólksins að það skuli aöeins helga sér eina viku af árinu, en eftirláta okkur allar hinar. i dansinum kringum kálfinn úr gulli kann ég að fagna þvi, að nú er tekin sú staðfasta stefna, að stöðugt sé dömufri. Dömurnar bjóða sem sagt upp i næsta dans og verða þá aö sjálfsögðu að stjórna. Þær eiga leik eins og sagt er I skákinni. Mér finnst ekkert undarlegt þótt þær sjái sig knúnar tilað reyna aö skáka okkur, en til að vinna skák þarf annað hvort að máta eða hóta máti það rækilega aö and- stæðingurinn sjái sig knúinn til að gefa skákina. Er I valdatafl Ilfsins við leggjum af stað, löngum er allt sett að veði. Þá sama er ef teflt er á tæpasta vað, hvort tapað er kóngi eða peði. Að fullyrða slikt skal þó fara að með gát, sú fullyrðing getur þvi beðiö. Eitt peð getur kónginum komið I mát, en kóngurinn mátar ei peðið. Vegna þess hve rikið skammtar mér léleg laun, get ég ekki styrkt isl. landbún- að eins og mér þætti hæfa. Það er, ég get ekki leyft mér að fara á bændahótelið og borðað Islenskt lambakjöt með islensk- um kartöflum nema annað hvert ár i hæsta lagi. Þessi lélegu laun gera þó það að verkum, að þegai ég fer á bændahótel- ið verð ég að styrkja Islenskan iðnað og kaupa eingöngu hérlent brennivin, þótt mér finnist það, það versta sem ég fæ, fyrir utan islenska kindakjötið og kartöfl- urnar. Eitt má þó rikið eiga, að þaö borgar mér orlof einu sinni á ári, fyrir hvað veit ég ekki, og finnst mér að þessi greiðsla ætti ekki að heita orlof heldur oflof. En hvaö um þaö, fyrir þessa peninga fer ég venjulega á veitingastað ásamt konu minni og kaupi mér nautakjöt, þvi að það er það besta sem konan min fær. Þegar ég kaupi nautakjöt óska ég þess alltaf að ég væri staddur i Hollandi. Ef ég borða kálfakjöt og kjamsa á þvi i ró og spekt, kann ég oftast illa við ef það reynist kindarlegt. Ég kann ei viö að kvarta neitt er komið er með reikninginn, ef af þessu ágæti er ærlega sett á diskinn minn. Þegar kálfakjötið tekur upp á þeim fjanda að hneggja og konan min stangar skeifu úr tönnunum finnst mér þetta allt saman vera orðið ærlega kind- arlegt. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.