Vísir


Vísir - 21.06.1975, Qupperneq 12

Vísir - 21.06.1975, Qupperneq 12
12 Visir. Laugardagur 21. júni 1975. ÞRJÚ SÆTI LAUS í LANDS- LIÐINU Á MÓTI FÆREYJUM Þrir menn hafa enn möguleika á aö komast inn i landsliöshópinn I knattspyrnu á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum á mánu- dagskvöldiö. Landsliösnefnd KSI tilkynnti i gær 13 manna hóp, sem valinn hefur veriö fyrir leikinn, en 16 menn verða valdir. Þessir þrir sem eftir eru, verða valdir eftir leikina i dag, en með þeim ætlar landsliðsnefndin að fylgjast. Af þessum 13 sem þegar hafa verið valdir, er einn sem ekki var með i hópnum á móti Austur- Þjóðverjum, Það er Vestmanna- eyingurinn örn Óskarsson. Aftur á móti hafa þeir Grétar Magnússon IBK og Björn Lárus- son 1A ekki verið valdir — en þeir koma þó til greina i þessi þrjú sæti, sem eftir eru. Þá er vafa- samt hvort Hörður Hilmarsson Val, sem var valinn, getur leikið vegna meiðsla. Annars er 13 manna hópurinn þannig skipaður: Árni Sefánsson Fram Sigurður Dagsson Val Gisli Torfason IBK Marteinn Geirsson Fram Jón Gunnlaugsson IA Jón Pétursson Fram Guðgeir Leifsson Viking Hörður Hilmarsson Val Karl Hermannsson IBK Ólafur Júliusson IBK Teitur Þórðarson IA Matthias Hallgrimsson IA örn Óskarsson IBV. ÍÞRÓTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR: SUNNUDAGUR: Landsliðsnefndin talaði við þá Karl Þórðarson IA og Jón Al- freðsson IA um að koma inn i hóp- inn i þessum leik — Jón afþakkaði boðið, en Karl gat ekki verið með vegna meiðsla. Missti hann þar liklega af sinum fyrsta landsleik. Þeir Asgeir Sigurvinsson, Jó- hannes Eðvaldsson og Elmar Geirsson, sem allir voru með á móti DDR, geta ekki verið með i þessum leik, og er þvi útséð með að þeir 3 sem bætast við verða varnar- eða miðvallarleikmenn. Þetta verður fjórði a-landsleik- ur íslands og Færeyja, og hafa Is- lendingar unnið alla leikina til þessa — siðast i Færeyjum i fyrra 3:2. Dómaratrióið i leiknum verður islenzkt: Guðjón Finnbogason dómari og linuverðirnir Hinrik Lárusson og Eysteinn Guð- mundsson. — klp— B ■ irftá ■f * «V^ ?M-\l É* »v.«% -t| *■'* v. *>•*•• með flautuna! Knattspyrna: Akranesvöllur kl. 15,30: 1. deild Akranes—Fram. (Akraborgin fer frá Reykjavik kl. 14,15). Keflavikurvöllur kl. 14.00: 1. deild. Keflavik—FH. Selfossvöllur kl. 14.00: 2. deild. Selfoss—Haukar. Kópavogsvöllur kl. 14.00: Breiðablik—Reynir Á. Ólafsvikurvöllur kl. 16.00: Vik- ingur 0—Völsungur. Auk þess eru 15 leikir i 3. deild viðsvegar um landið. Borðtennis: Iþróttahús Kennaraskólans kl. 20.00: Evrópukeppnin i borðtenn- is. Lið frá Ungverjalandi, Sviþjóð og Tékkóslóvakiu. ÚRSLIT. Frjálsar iþróttir: Laugardalsvöllur kl. 14.00: Meistaramót tslands i tugþraut. Fyrri hluti. Auk þess 4x800 metra boöhlaup og 400 metra hlaup kvenna. Golf: Flestir golfvellir á landinu. Jónsmessumót klúbbanna. Knattspyrna: Armannsvöllur kl. 20,00: 2. deild. Armann—Þróttur. Auk þess leikir i kvennaflokki og yngri flokkunum um allt land. Frjálsar iþróttir: Laugardalsvöllur kl. 14.00: Meistaramót Islands i tugþraut. Siðari hluti. Auk þess 10 km hlaup karla og fimmtarþraut kvenna. Glima: Laugar S.Þing. kl. 14.00: Sveitaglima Islands. KR—-HSÞ. ÚRSLIT. Ellefu nýir Síðan sú regla gekk i gildi, aö félögin sjálf væru ábyrg fyrir dómurum yngri flokkanna i knattspyrnu, liafa félögin reynt aö gefa þeim málum ineiri gaum, enda getur þaö verið dýrt spaug, ef leikir falla niður vegna dóni- ara leysis. Dómaranámskeið hafa þvi ver- ið tiðari en áður og er einu nám- skeiði nýlokið á Suðurnesjum. Þátttakendur voru 11, frá öllurn knattspyrnufélögum á svæðinu, að einu undaskildu. Leiðbeinandi var Ragnar Magnússon, en próf- dómari var Jörundur Þorsteins- son. Myndin er af þátttakendum. Talið frá vinstri. Fremri röð: Hafliði Þórðarson, Helgi Krist- jánsson, Magnús Jónsson, Guðjón Rafnsson og Vilhjálmur Þor- geirsson. Aftari röð: Marel Sigurðsson, Jón Eyjólfsson, Guð- mundur Sigurðsson, Eyjólfur Guðmundsson, Hafsteinn Ingvarsson, Oddgeir Arnar Jóns- son, Jörundur Þorsteinsson próf- dómari og Ársæll Jónsson, form. knattspyrnudómarafélags Suður- nesja. TEITUR TÖFRAMAÐUR Þú sagðir að þú ættir ekkert til að vera í. Humm. Þetta verður kannske of mikið. Ég tók með mér fáein gömul föt. King Features Syndicate, lnt 1974. World ÍghU reservcd.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.