Vísir - 21.06.1975, Síða 15

Vísir - 21.06.1975, Síða 15
Visir. Laugardagur 21. júnl 1975. 15 VINSÆLDALISTAR England: „GERA ÞAÐ SEM w 1. ( 1) Whispering grass. Windsor davies/Don Estella. 2. ( 2) Three steps to heaven. Showaddywaddy. 3. ( 5) I’m not in love. 10. c.c. 4. ( 4) The proud one. Osmonds. 5. ( 6) Sing baby sing. Stylistics. 6. (10) Listen to what the man said. Wings. 7. (17) The Hustle. Van McCoy. 8. ( 8) The way we where. Gladys Knight & The Pips. 9. ( 7) Send in the clowns. Judy Collins. 10. ( 3) Stand by your man. Tammy Wynette. Enski listinn er litiö merkilegur núna, nema þá aö athyglisvert er, hversu vel lO.c.c. gengur meö lagiö sitt (tekiö af nýja albúm- inu „The Orginal Sountrack”), þvi aö þetta lag er fjarri þvi aö vera danslag og alls ekki sykursætt eins og svo mörg lög á þeim enska. Country-lög viröast vera aö slá 1 gegn hjá Bretanum núna eins og sjá má á laginu hennar Tammy. Varla liöa meira en tvær vikur áöur en Wings ná fyrsta sæti meö sitt lag, tekiöaf nýja albúminu „Venus & Mars”. Ameríka: 1. ( 3) When will I be loved. Linda Ronstadt. 2. (11) Love will keep us together. Captain & Tennille. 3. ( 4) Love wont let me wait. Major Harris. 4. ( 7) Wildfire. Michael Murphey. 5. ( 1) Thank god I’m a country boy. John Denver. 6. (10) I’m not lisa. Jessie Colter. 7. ( 2) Sister Golden háð*. America. 8. ( 8) Listen to what the man said. Wings. 9. (19) The Hustle. Van McCoy. 10. (15) Take me in your arms, (rock me). Dobbie Brothers. Þessi listi lýsir sér bezt sjálfur, en athyglisvert er, hve lögum nr. 9-10 og 2 gengur vel upp listann. Michael Murphey er þekktari hér fyrir lagiö sitt. Medicine Man, sem er öllu fjörugra en Wild- fire, en bæöi lögin eru af sama albúminu. Nú, og hann Paul McCartney þarf vart aö kvarta, Wings eru hátt skrifuö á báöum listum. Og svona upp á grin má nefna, aö vinsælasta lagiö I Belgiu er „Fox on the run”, meö SWEET. 1 Hollandi er „Girls” meö MOMENTS AND WHATNAUTS?? I fyrsta sæti, en þaö lag var kynnt hér á landi fyrir skömmu. Og rúsinan i pylsuendanum, vinsælasta lagiö i HONG KONG „Only Yesterday” meö CARPENTERS. vera systir Hallbjargar Bjarna- dóttur, sem tróð upp hér á landi á strlösárunum sem reviusöng- kona m.m. Þó að hún Steinunn sé kannski ekki á sokkabandsárunum leng- ur, þá syngur hún þetta bara þokkalega. Bakraddirnar koma einnig ansi vel út. 3. „Tætum og tryllum”. Þarna þykist ég kannast við rödd „besta vinar mins”, Björgvins Halldórssonar. Þetta er hressilegt rokk-lag, og Björgvin syngur aö vanda „i finu formi”. A milli söngkafla Björgvins koma hressilegir „klapp-kafl- ar”, sem ég þykist vita, að hafi skapað stemningu á diskóteki einu hér i bæ, og gefur það vis- bendingu um frekari vinsældir lagsins siðar. 4. „She broke my heart”. Þarna er „Long” John Baldry einn á ferð með góðri aðstoð Kobba við pianóið. Texti lagsins kemur hálf- einkennilega fyrir eyru til að byrja með sökum einfaldleika sins, en hann venst furðu fljótt, þar eð lagið gripur. Þetta er rólegt lag, söngur Baldrys er góður, og saxófónn- inn i laginu kemur þrælvel út. - ................. —1 ' ■■■ » 5. „Giv mig et billede”. Þetta lag lýsir fullkomlega ekta islensku sveitaballi, billinn ekur i hlað, allir þjóta inn á ballið, hljómsveitin spilar gamlan slagara, glös og flöskur glymja, stúlkur verða þess áskynja að blandan hefur verið of sterk, smá-ælur má greina, og siðan er tryllt af stað á ný. Lagið er hið gamalkunna „Letter” og frasinn „give me a ticket for an airplane” fær heit- ið „giv mig et billede for en flyvemaskine”. Fyndinn kafli, ekki of langur og ekki of stuttur. 6. „t bláum skugga”. Þarna sýna Stuðmenn fram á þrælgóða röddun, i lagi sem tileinkað er grastegupd þeirri, sem yfirleitt ekki er notuö til beitar? Þetta er með betri lögum plöt- unnar.þó að erfitt sé að gera upp á milli þeirra. Og þá snúum við plötunni við. 7. „Fljúgðu”. Hressilegur rokkari, þar sem Chris á góðan sólókafla á gitarn um, og i lok lagsins má heyra góðan bassaleik Tómasar Tómassonar, en hann er eins og Kobbi búsettur i London og hefur bassaleik að atvinnu. Tómas var áður félagi Kobba i Rifsberja. Eftir að hafa heyrt I Tómasi á plötu þessari má full- yrða að betri bassaleikari is- lenskur finnist vart hér á landi. 8. „Söngur dýranna i Týról”. Persónulega finnst mér þetta besta lag plötunnar. Imyndunarafl i hámarki, rödd- un þrælgóð og hljóðfæraleikur til fyrirmyndar. Þetta lag nær tökum á hverj- um sem er og þvi pottþétt til mikilla vinsælda. 9. „Á Spáni”. Einnig þetta lag er liklegt til vinsælda, bæði er það fyndið, og frasinn „shortu og fáðu kond- ara” sem gengur i gegnum lag- ið, nær tökum á mannskapnurn. Eflaust er það Kobbi, sem sýnir listir sinar á pianóinu. PETUR VILDI" Mál málanna i poppheiminum hérlendis að undanförnu hefur tvimælalaust verið úrsögn Pét- urs (eða kannski réttara sagt „spark”) úr Pelican. Margur hefur sagt „nú er Peiican búin að vera”, og sumir kannski „það var mikið”. Ekki skal lagður dómur á meðlimi Peli- can, en það er vitað mál, að Pét- ur var aðaldriffjöður hljóm- sveitarinnar á sinum tima, og á ég þar við framkvæmdahliðina fyrir tið Ómars Valdimarsson- ar, hins frækna framkvæmda- stjóra. ómar stendur örugglega fyrir slnu, svo spurningin er tónlistarleg breyting Pelican við komu Herberts. Til að fá svar við þessari spurningu brá ég mér i Klúbbinn hérna á mánudaginn, en þar lék Pelican á efstu hæð. Eftir tveggja kiukkustunda hlustun komst ég að eftirfarandi niðurstöðu. Pelican er að gera nákvæm- lega það, sem Pétur vildi að hún geröi, þ.e. spilaði hressilegri dansmúsik. Þetta gerði hljóm- sveitin lika allhressilega og náði þannig betur til þess aldurshóps, er stundar staö þennan, en áður. Lögin voru flest af þeirri tegund tónlistar, sem kallast „country-rokk”, og áberandi lög frá hljómsveitum eins og t.d. Steely Dan. Herbert „filar” sig greinilega i þessari grúppu, enda hafa þeir flestir leikið saman áður, sbr. Astarkveðju. Þeir félagarnir náðu ágætis sambandi við fólk- ið, þ.e. þá, sem sættu sig við styrkleikann, en hann var oft fyrir ofan hámarkið. Þetta fann ég nú ekki fyrr en ég hafði sleppt pennanum og reyndi að segja nokkur orö við kunningja mina. Um nýliðann Herbert er það helzt aö segja, aö söngvari er hann góður og gefur Pétri ekkert eftir hvað liflega sviðsframkomu snertir (það lif- leg var hún, að hann afrekaði það a.m.k. einu sinni að slita mikrófóninn úr sambandi vegna ákafra búkhreyfinga). Um aöra meðlimi er litlu aö bæta við fyrri ummæli, það er vitað mál, að þeir eru allir með færustu hljóðfæraleikurum landsins, hver á sinu sviði. Nú er aðeins ein stór spurning eftir. Hvað verður um Ameriku- draum Péiican??? ÖRP. 10. „Gefðu okkur grið”. Þetta lag er i beinu framhaldi af „A Spáni” þvi að það fjallar um eymingja túrista, sem lenda i klónum á Francó og hans privatlöggum. Lagið einkennist aðallega af góðum pianóleik, en er kannski i þyngra lagi, miðað við önnur lög plötunnar. Þarna má svo aftur heyra gitarsóló frá Chris, þó i styttra lagi. 11. „Andafundurinn mikli”. Þetta lag á ekkert erindi á þessa plötu. Þab samlagast ómögu- lega öðrum lögum albúmsins og er eflaust ekkert annað en persónulegt „flipp” eins með- meðlima Stuðmanna, sem betra væri geymt annars staðar. 12. „Sumar á Sýrlandi”. Bráðfallegt lag, dreymandi, og fjarlægt. Eins og með nokkur önnurlög albúmsins er þetta lag mjög fallega raddað, og má þannig setja lög eins og þetta, „Söng dýranna” og „I bláum skugga”, sér á pall. „Sumar á Sýrlandi” er þó hið rólegasta af þessum þremur og litill skyld- leiki með þvi og lögum eins og „Á stoppistöðinni” t.d. Eftir þetta lag kemur löng þögn, og margur álitur eflaust, að platan sé búin, en svo er ekki. Nú vaknar pilturinn af draumi sinum, og dagur ris á ný. Siðasta lagið er tileinkað deg- inum, sem nú er fjær, og degin- um, sem nú litur okkur nær. Þetta lag er ólikt öðrum lög- um plötunnar, enda eingöngu raddað (ein rödd) með smá pinaóleik, en gott er það. Ekki ætla ég að hafa fleiri orð um þessa plötu að þessu sinni, enda nærri ómögulegt að lýsa tónlist nákvæmlega með orðum. Ég get bara mælt með þessari plötu. Örp. Það mœta alllr á Hótel Sögu (Súlnasal) annað kvöld. HVERS VEGNA? 1. Kynntur verður fulltrúi íslands á Miss Young International fegurðarsamkeppninni í ár. 2. Gestir kjósa fulltrúa íslands á Miss Scandinavia fegurðarsamkeppnina. 3. KARON (samt. sýningafólks) sýna sumartízkuna '75 frá verzl. Evu. 4. INGIMAR EYDAL kemur frá Akureyri og leikur fyrir dansi. 5. Hið frábœra tríó SPILVERK ÞJOÐANNA kemur fram. ÞESS VEGNA! Húsið opnað kl. 20 og dansinn dunar til kl. 01,00. IKIúbbur 32.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.