Vísir - 25.06.1975, Side 2

Vísir - 25.06.1975, Side 2
2 Visir. Miovikudagur 25. júni 1975. ThHSSFIB: Hve oft á ári gefurðu frúnni blóm? Jowau Uzelac Júgóslavi. verkfræöingur Sigöldu: — Á afm ælisdaginn, konudaginn, á jólunum og öðrum helztu dögum ársins. Annars gef ég henni eins oft ilmvatn eða konfekt. Leslie Ward, Bandarlkjamaður kominn á eftirlaun: — Þegar við eigum brúðkaupsafmæli, á af- mælisdaginn hennar og á jólun- um. Jóhannes Þorgeir: — A sumar- daginn fyrsta, á konudaginn og afmælinu og kannski tvisvar að auki við viðeigandi tækifæri. Magnús Tulinius, skrifstofumaö- ur: - — Eigum við ekki að segja hvenærég gef kvenþjóðinni blóm. Við ýmisleg hátiðleg tækifæri, á konudaginn, afmælum og þegar mig langar til og það á vel við. Eirikur Guönason viöskiptafræö- ingur: — Við erum nú nýbúin að reikna þetta út. Það er svona 1/2 sinnum á ári. Ég hef verið giftur u.þ.b. 8 ár og gefið frúnni blóm i fjögur skipti. Sigurður Markússon fagottleikari I Sinfóniunni: — Alltaf þegar hún er góð við mig. Jú, það getur verið anzi oft á ári. Þó geta sjómenn rétt eins miðað sig við erlenda starfsbrœður örn Guömundsson stýrimaður skrifar blaðinu langt bréf þar sem segir m.a.: „Þeir sem stóðu að hinum stórkostlegu kjarasamningum flugmanna er það hollt, að hug- leiða það, að það eru fleiri starfsstéttir I þessu landi, sem bera ábyrgð á mannslifum og dýrum farkostum, en flugmenn einir. Þar á ég m.a. við skip- stjóra, stýrimenn og vélstjóra o.fl.. Ég fæ ekki betur séð en að flugmenn hafi með röksemdum sinum, sem leiddu til sigurs þeirra f kjarabaráttu þeirra, rutt leið aþ þvi marki, að við mörlandar getum miðað laun okkar við það sem bezt gerizt meöal rikustu og voldugustu þjóöa heims. Þá hlýtur að vera rökrétt að állta, að nú sé opin leið fyrir yfirmenn á íslenzka verzlunarflotanum, sem og fiskiskiptaflotanum, að fá nú loksins mannsæmandi laun fyrir hin þýðingarmiklu störf sln. Málið virðist einfalt: Aðeins að bera sig saman við starfs- bræður erlendis og þurfum við þá ekki einu sinni til Ameriku heldur nægir að líta til hinna Norðurlandanna (SAS-land- anna). Þar hafa yfirmenn skipa um það bil þrisvar sinnum hærri laun en starfsbræður þeirra á Islenzkum skipum. Nú er að sjá hver dugur er i Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands, sem nú á leik- inn.” VIÐ HVAÐ MIÐA ÞEIR LAUN SÍN? AR hringdi: „Það væri fróðlegt að fá svar við þvl, hvernig samninganefnd sú, sem samdi við flugmenn fyrir hönd Flugleiða var skipuð, og hver laun þeir samninga- menn hafa. Mér er nefnilega ekki alveggrunlaustum.að þeir miði sjálfir laun sin við það, sem flugmenn fá, og hafi þar af leiðandi ekki verið eins harðir fyrir hönd Flugleiða en ella. Ég er ekki einn um það að hafa hug á að vita nöfn og stöður samningamannanna og hvernig þeirra launum er háttað.” Fer í bíó LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Þannig haföi fólkiö i Ibúöinni á móti rifiö sundur myndirnar, sem viö höföum sett upp. Og þannig notar þaö hvert tækifæri til aö gera okkur gramt I geöi,” segir frúiö I Breiöholtinu. — Ljósm.: Mj.Bj. LJÓT SAGA ÚR FJÖLBÝLISHÚSI Frú ein I Breiöholti hringdi: „Maöur lærir seint að skilja mannskepnuna, skilja það, hvaða hvatir stjórna þvi, að fólk skuli geta fengið sig til aö eyði- leggja og skemma verk annarra og það sem verra er ganga I skrokk á börnum. Ég hef búið I fjölbýlishúsi I Breiðholti I ein sjö ár og gat ver- ið ánægð með sambýlisfólk mitt lengi framan af. En svo skeði það, að I Ibúðina á móti mér á ganginum flutti snargeggjuö kona fyrir tveim árum. Þetta er kona, sem hefur það eitt fyrir stafni að þvi er virðist, að ganga á milli nágranna- kvenna og lepja hjá þeim kaffi og slúðra. Ég hafði strax illan bifur á þessari konu og hef aldrei viljað hleypa henni inn á gafl til mln. Vildi hafa sem minnst af henni að segja. Þessi sambýliskona min móögaöist og hefur lagt mig — já, og reyndar alla fjöl- skylduna — I einelti. Hún ber hinar hroðalegustu slúöursögur um okkur út um allt og börnin okkar, sem eru ung, hafa ekki minnsta frið fyrir henni og syni hennar. Hún hefur jafnvel sigaö stórum og sterk- um frænda sínum á börnin okk- ar. TIu ára gamall sonur minn hefur oftar en einu sinni verið laminn svoleiðis sundur og sam- an af þessu fólki, að það hefur stórséö á honum. Eitt sinn þurftum við meira aö segja aö fara meö hann á slysavarðstof- una eftir að sonur konunnar á móti hafði gert honum skil. Sjálf lætur konan sig ekki muna um aðíhisþyrma börnum minum. Núna nýlega gaf hún sym minum spark á milli fót- anna, það vel útilátið, að hann náði varla andanum af kvölum. Af skemmdarverkum þessa sambýlisfólks okkar er það nýj- [ ast, aö þaö reif niöur af veggj- | um þrjár innrammaöar myndir, ! seméghafði sett upp til að llfga [ upp á stigaganginn. Það var klukkan sjö að morgni siðasta , föstudags, aö ég vaknaði og fór ' fram i eldhús ákveðinna erinda. | Þá heyri ég eitthvert þrusk ; frammi á gangi. Siðan heyröi ég ' brothljóð og loks það, að dyrun- um að Ibúðinni á móti er lokað. (Það eru aðeins tvær íbúðir á [ þessari hæð). Ég leit þá fram og sá myndirnar þrjár liggja á t gólfinu og rammana rifna utan ! af þeim. Við svona lagað má maöur ■ búa. Það virðist vera ákaflega 1 erfitt að koma lögum yfir svona [ fólk. Þegar maður kvartar er litið á mann sem einhverja nöldurskjóðu og hitt sambýlis- ? fólkið vill ekki blanda sér I mál- I ið til að kalla ekki yfir sig sömu ógæfu. Fjölskyldan stendur j berskjölduð gegn þessu pakki.” ] um helgar Þ. Þorsteinsson hringdi: „Ég vil gera athugasemd við þá tilhögun Visis, að birta kvik- myndagagnrýnina I miðri viku, þar sem ég tel réttara að hún birtist i laugardagsblaðinu. A laugardögum er Visir heldur stærri en venjulega og þá jafnan með eitthvað fyrir áhugamenn I skák, bridge, krossgátur, popp og annað þvi um líkt. Nú, og þá er að nefna, slðast en ekki slzt, nokkuö itar- legar umsagnir um dagskrár- efni útvarps og sjónvarps. Hvers vegna eru þá ekki einnig birtar umsagnir um það helzta i kvikmyndahúsunum? Það er liðin tið, að fólk flykkist I bíó á fimmtudögum — sjón- varpslausu dögunum. Fólk er farið að nota helgarnar til bió- ferða á ný. Þá er mjög hand- hægt að geta fundið I helgar- blöðunum stuttar umsagnir um þaö sem er að sjá I bióunum. (Þið megiö skila því til þeirra á Mogganum, að það sé óheppi- legt að birta kvikmyndaum- sagnir i sunnudagsblaðinu. Það er einum degi of seint). Núkannað vera, að þeir sem annast kvikmyndagagnrýni dagblaðanna vilji hafa það sér til málsbóta, að kvikmyndahús- in hefji oftast sýningu á nýjum kvikmyndum um helgar og þvi passi það þeim gagnrýnendun- um betur að vera með umsagnir slnar fyrst eftir helgi. En þá vil ég segja þetta: Einkunnagjöf ykkar er góð og hefur reynzt sanngjörn og áreiöanleg. Þið getið nú gert það fyrir mig að endurbirta hana I laugardagsblaðinu þó að sjálf kvikmyndagagnrýnin birt- ist fyrr I vikunni.” HRINGIÐ í SÍMA 8 66 11 MILLI KL. 15-16 e

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.