Vísir - 25.06.1975, Qupperneq 9
Vísir. Miðvikudagur 25. juni 1975.
visir. íviioviKuuagur juni
j.
Umsión: Hallur Símonarson
Tom Lund ekki
rmeð á móti
íslendingum!
Nú er útséö um að tslendingar fá ekki að
sjá bezta knattspyrnumann Noregs — Tom
Lund — i landsleikjunum i undankeppni
ólympíuieikanna.
Hann meiddist illa á ökla I leik fyrir
nokkru, og nú hafa læknar úrskurðaö, að
hann geti ekki leikið knattspyrnu aftur fyrr
en f fyrsta lagi i byrjun spetember.
Þetta er mikið áfall fyrir norska landsliðið,
þar sem hann hefur verið aðaldriffjöðrin, og
óttast Norðmenn nú, að þeir lcndi I vandræð-
uin i leikjunum við tsland sem verða I næsta
mánuði.
Tom Lund hefur fengið fjölda tilboða frá
þekktum atvinnumannaliðum vfða um
Evrópu.en hafnaðþeim öllum, þar sem hann
segistekkihafa áhuga á að gera þetta áhuga-
mál sitt að atvinnugrein sinni. — klp —
•
Komast þeir
í b-riðil?
Evrópunieistarainót karla i golfi hefst i
dag á hinum heimsfræga velli Killarny — á
trlandi. Hefst mótið með forkeppni, þar sem
allir keppcndur leika 18 holur, og verður
síðan raöað i riöla eftir árangri fimm beztu
manna af sex frá hverju landi.
íslendingar eru með I þcssari keppni i ár,
og koma þeir trúlega til með að heyja harða
baráttu um að komast i b-riðil, en alls verða
riðlarnir þrir (a-b-c) eins og i siðasta móti I
Portúgal.
Það verður áreiðanlega erfitt að komast
þangaö cnda mörg lið með injög góöa
kylfi'nga, scm þarna keppa. En við getum
vonandi sagt frá, hvernig islcnzka liðinu
vegnaði, i blaðinu á morgun.
•
KR vann einnig
fyrsta flokkinn
KH, sem varð Reykjavikurmcistari I
meistaraflokki i knattspyrnu i ár, varö einnig
Rcykjavikurmeistari I 1. flokki.
Síðasti leikur inótsins fór fram fyrir
skömmu og var hann á milli Vals og KR og
fór fram á Valsvellinuin. KR-ingarnir sigr-
uðu I þeim leik 1:0, og það nægði þeim til
sigurs I mótinu.
Björn Pétursson — handknattleiksmaður
úr Gróttu — skoraöi þetta eina mark KR I
leiknum. ^lp
•
Replogle Cup:
Þeir komust
í 1. umferð!
1 siðustu viku fór fram á tveim völlum
samtimis — Nesvellinum og Ilvaleyrar-
vcllinum — undankeppni um svonefndan
Roploglc-bikar. Komust lOmenn frá hvorum
velli áfram i keppninni og leika þeir holu-
keppni — einn á móti einum — á Nesvellin-
um.
Fyrsta umferöin er þegar hafin, en henni
skal vcra lokið fyrir miðnætti 2. júli n.k. Þeir
sem mætast I fyrstu umferðinni eru þessir:
Sigurður Thorarensen GK/Sigurður Alberts-
son GS. Sigurjón Gislason GK/Pétur Björns-
son NK. Magnús Halldórsson HK/Carlton J
Keyscr NK. Hálfdán Þ. Karlsson GK/Jón Þór
Ólafsson GR. Sveinhjörn Björnsson
GK/Kjartan L. Pálsson NK. Magnús Birgis-
son GK/Gunnlaugur Ragnarsson GR. Júlíus
R. Júlíusson GK/Óli B. Jónsson NK. Elias
Helgason GK/Hilmar Steingrimsson NK.
Loftur ólafsson NK/Eiríkur Smith GK. Pétur
Antonsson GS/Guðmundur Itingsteð GK. Ei-
rikur Jónsson GR/Magnús Hjörleifsson GK.
Jóhann Reynisson NK/Gunnar Finnbjörns-
son GK. Ilannes Þorsteinsson NK/örn
Isebarn GK. Jóhann Bencdiktsson GS/Karl
Hólm GK. Tómas llolton NK/Ægir Armanns-
son GK. Gunnar Kvaran NK/Knútur
Bjömsson GK.
ÞJALFA ALDREI
SLANDI FRAMAR"
segir Hooley í viðtali við Vísir áður en hann hélt aftur til Englands,
þar sem hann œtlar að taka að sér hálf-atvinnumannalið
Jóseph Hooley, kom og „kvaddi” grasvöllinn I Keflavik I gærkveldi.
Gekk góða stund um blautt grasið, hugsandi á svip og leyföi okkur
góðfúslega að smella af sér einni mynd — enda nýklipptur.
,,Ég hef ekki rofið neina samn-
inga. ÍBK stóð hins vegar ekki við
gefin loforð gagnvart mér. Þess
vegna sagði ég þjálfarastarfinu
lausu, með umsömdum fyrirvara
— en ósk um að losna strax, og við
þeirri ósk varð IBK”, sagði
Joseph Hooley, þegar við hittum
hann að máli, þar sem hann
stikaði um grasvöllinn i Keflavik
seint í gærkveldi og skimaði yfir
svæðið, óráðnum svip.
„Viðskilnaðurinn er ekki góður,
við ÍBK. Ég hef ekki fengið þær
greiðslur, sem mér ber. Það sætti
ég mig ekki við, en ég skal ná
mlnum launum, hvort sem það
tekur eitt eða tiu ár. Lögfræðing-
ur hefur fengið málið til með-
ferðar og ég ætla að fá enska
knattspyrnusambandið i lið með
mér,” sagði Hooley og strauk
grásprengt, nýklippt hárið.
Þrátt fyrir umbrotin seinustu
daga, var Hooley skrafdrjúgur og
við notuðum tækifærið til að
leggja fyrir hann nokkrar spurn-
ingar.
,,Jú, íslendingar eiga mögu-
leika á móti Norðmönnum, lands-
liðið er mjög sterkt, það sýnir
frammistaðan i undanförnum
leikjum, en IBK liðið vinnur ekki
l.-deildina héðan af. Til þess hafa
þeir tapað of mörgum stigum, —
liðið er ekki það sterkt núna, að
það geti unnið það upp.”
„Hvort islenzk knattspyrna er
betri I dag en hún var á milli 1950-
60, get ég ekki dæmt um með
raunhæfum samanburði, — en
knattspyrnunni i heiminum hefur
farið fram siðan 1960, og þvi
skyldi Island ekki hafa fylgt þar
með? Keflavikurliðið 1973 er
áreiðanlega eitt — ef ekki það
sterkasta, sem Island hefur eign-
azt, — dæmi ég það eftir frammi-
stöðu þeirra við erlend lið.”
En hvað veldur þá minnkandi
áhuga fyrir knattspyrnuiþrótt-
inni, bæði hér og erlendis, spurð-
um við Hooley.
„Knattspyrnuiþróttin hefur
þróazt, eins og flest annað.
Þjálfunin er fullkomnari og vis-
indalegri. Leikkerfin eru flest
miðuð við varnarleik og kapp-
Eintracht Frankfurt aftur
bikarmeistari í Þýzkalandi
Eintracht Frankfurt
sigraði Duisburg i úr-
slitaleiknum i vestur-
þýzku bikarkeppninni á
laugardaginn með einu
marki gegn engu.
Staðan i hálfleik var 0-0.
Þetta er annað árið i röð, sem
Eintracht Frankfurt sigrar i
bikarkeppninni i Vestur-Þýzka-
landi. Markið kom á 57. minútu
leiksins og var það Koerbel, sem
skoraði það.
Með þessum sigri kemst
Eintracht i Evrópukeppni bikar-
meistara, sem hefst i september,
n.k. en liðið hafði áður tryggt sér
sæti I UEFA keppninni. Duisburg
GROTTA OG IR UT
ÚR BIKARKEPPNINNI
— Töpuðu fyrir Fylki og Selfossi í gœrkvöldi — Níu
bikarleikir verða í kvöld í landsfjórðungunum öllum
Bikarkeppni KSÍ hófst I gær-
kvöldi með tveim leikjum I und-
ankeppninni, en þar keppa liðin
úr 2. og 3. deild. Komast átta
þeirra I aðalkeppnina ásamt 1.
deildarliðunum, en hún hefst I lok
næsta mánaðar.
Leikirnir I gærkvöldi voru á
milli Selfoss og ÍR á Selfossi og
Fylkis og Gróttu á Arbæjarvelli.
Selfyssingarnir sigruðu 1R 3:0 og
voru öll þeirra mörk skoruð i fyrri
hálfleik — Tryggvi Gunnarsson
tvö og Stefán Larsen eitt.
Ekkert mark var skorað i fyrri
hálfleik i leik Fylkis og Gróttu, en
i þeim siðari voru skoruð 5 mörk,
þar af gerðu Árbæingarnir 4.
Ómar Egiisson skoraði fyrsta
markið, en Jón Albert jafnaði fyr-
ir Gróttu. Baldur Rafnsson kom
Fylki aftur yfir en Hörður
Antonsson innsiglaði sigurinn
með tveim siðustu mörkunum.
í kvöld verða niu leikir I bikar-
keppninni viðs vegar um landið —
þar af einn stór I Kópavogi — þar
með 2. deildarliðin Breiðablik og
Armann mætast. Hinir leikirnir
eru: Afturelding—Þróttur á
Varmárvelli, Völsungur—Leiftur,
á Húsavik, UMSS—Reynir
Arskógsströnd á Sauðárkróki,
Þór—KS, á Akureyri, Val-
ur—KSH, á Reyðarfirði.
Austri—Huginn, á Eskifirði,
Þróttur N—Höttur á Neskaupstað
og IBÍ—Vikingur Ólafsvik, á
Isafirði. Auk þess verða sjö leikir
I bikarkeppni 1. og 2. flokks leikn-
ir I kvöld.
—klp—
Hvaðeigum
við að gera?
lí
fær nú það sæti fyrir að vera i
öðru sæti i' bikarkeppninni.
SW Innsbruck sigraði með yfir-
burðum i 1. deildarkeppninni i
Austurriki, sem lauk um helgina.
Þá fór fram 36. og siðasta umferð
keppninnar þar i landi, en i 1.
deildinni i Austurriki eru 10 lið
sem leika fjórfalda umferð.
Innsbruck sigraði Linzer ASK
I siðasta leiknum 3:2 og hlaut 51
stig — eða 9 stigum meira en
næsta félag, sem var Voest Linz.
Hajduk Split varð Júgóslaviu-
meistari 1975 i knattspyrnu, er
liðiö sigraði Olimpija 5:1 i siðustu
umferðinni. Hlaut liðið 46 stig. i 1.
deildarkeppninni — 3 stigum
meir en næsta lið, sem var
Vojvodina Novi Sad, sem gerði
jafntefli við OFK Belgrad 2:2 i
siðastá leiknum.
Grikklandsmeistari i knatt-
spyrnu 1975 varð Olympiakos
Piraeus. Um helgina tryggði liðið
sér einnig sigur i bikarkeppninni
með þvi að sigra Panathinaikos
1:0 i úrslitaleik grisku bikar-
keppninnar.
t Búlgariu lauk deildar-
keppninni i siðustu viku. Þar
sigraði lið hersins —CSKA — eftir
að hafa gert jafntefli við Slavia i
siðustu umferðinni 1:1.
Meistararnir frá i fyrra — Levski
Spartak — sigraði háskólaliðið
Akademik Sofia i síðasta leiknum
2:0, en það nægði ekki — CSKA
hlaut 39 stig i keppninni en Levski
38 stig. -klp-
Hvernig væri að ^
hringja I vin okkar
Dumont I Paris.
leikirnir eru orðnir stöðubarátta,
likt og á skákborðinu. Vel hugsað
leikbragð — leikflétta — getur
ráðið úrslitum um, hver fer með
sigur af hólmi I knattspyrnunni,
eins og skákinni. Knattspyrna er
þvi að verða meira fyrir þá, sem
Igrunda leikinn frá þvi sjónar-
horni heldur en hina, sem sækjast
eftir þvi, að eitthvað sé ávallt að
gerast uppi við mörkin og vekur
spenning.”
„Ég fer beint inn i ensku knatt-
spyrnuna, þegar heim kemur,”
sagði Hooley. „Enskt hálfat-
vinnumannalið hefur boðið mér
starf, en fleiri geta komið til
greina, þannig að ég fer ekki i
byggingariðnaðinn aftur, sem ég
starfaði i áður en ég kom hingað
öðru sinni.”
Fullt hús
hjá
Rússum!
Sovétrikin sigruðu i alþjóða
keppninni i sundknattleik, sem
lauk i Budva i Júgóslaviu á
sunnudaginn, en þar kepptu sex
af beztu sundknattleiksþjóðum
heims.
Sovétmenn töpuðu ekki einum
einasta leik I mótinu — sigruðu
Ungverja I siðasta leiknum 5:4.
Júgóslavar tóku silfrið með þvi að
sigra Kúbu 7:6 og Bandarlkin
tóku bronsið með jafntefli við
ítaliu 4:4 i siðustu umferðinni.
Lokastaðan i mótinu, sem er
siðasta stórmótið fyrir HM-
keppnina, sem fer fram i næsta
mánuði, varð þessi:
Sovétrikin 5 5
Júgóslavia 5 3
Bandafikin 5 2
Kúba 5 2
ítalia 5 1
Ungverjal. 5 1
0 0 35:26 10
0 2 38:33 6
1 2 28:27 5
0 3 29:27 4
1 3 27:27 3
0 4 24:31 2
-klp-
Hola í
Höggi á
Selfossi
Það vita kannski ekki margir
um það, að á Selfossi er litill og
skemmtilegur golfvöllur, sem er
mjög vel sóttur, enda áhugi fyrir
golfi alltaf að aukast þar eins og á
öðrum stöðum, þar sem golf er
iðkað.
Nýlega var I fyrsta sinn farin
„hola i höggi” á Selfossvellinum.
Það gerði Sveinn J. Sveinsson
frá Selfossi, og var það á 3.
braut.sem er 167 metra löng og er
með lengri par þrjú holum hér á
landi. —klp—
Rétt i þvi að hann sleppti orðinu
bar að einn af frammámönnum
IBK. Hooley kallaði til hans og
spurði, hvort leikmennirnir væru
allir ennþá I vallarhúsinu. „Þeir
eru að ljúka fundi,” svaraði
frammámaðurinn, og áður en
Hooley hélt af stað til að kveðja
þá, spurðum við hann, hvort eitt-
hvert Islenzkt félag hefði falað
hann eftir uppsögnina hjá IBK.
„Ég þjálfa aldrei islenzk lið
framar,” svaraði hann stuttur i
spuna og gekk hröðum skrefum á
brott.
_
;'“i q :
1 fl §
T' 'jjíSwH
l
Hér sjáum við hluta af hinu harðsnúna sundliði UMFN, sem áreiðanlega á eftir að gera garðinn frægan.
Talið frá vinstri: Guðrún ólafsdóttir, systir Friðriks og honum oft til aðstoðar við þjálfunina, Sonja
Hreiðarsdóttir, Þórunn Friðriksdóttir, Eirikur Sigurðsson, Sveinbjörn Gizurarson, Guðfinna Jónsdóttir,
Björk Olsen, Ingibjörg Jónsdóttir og Friðrik Ólafsson, þjálfari.
„Ánœgjan að sjó starfið bera
órangur eru mér nœgileg laun"
— Rœtt við Friðrik Ólafsson, sundþjálfara í Njarðvíkum, sem hefur náð
mjög athyglisverðum árangri með ungt sundfólk í Njarðvíkum
„Ánægjan yfir þvi að sjá starf
mitt bera árangur, i bættum af-
rekum, eru mér nægileg laun
fyrir starf mitt i þágu sunddeildar
UMFN,” sagði Friörik Ólafsson,
þjálfari unglinganna I Njarð-
vikunum, sem vakið hafa þjóðar-
athygli fyrir afrek sin I sund-
íþróttinni að undanförnu, — sér-
staklega þó Sonja Hreiöarsdóttir,
fyrir nærri 20 ný unglingamet.
Fjárhagur margra Iþrótta-
félaga stæði áreiðanlega betur I
dag, ef allir störfuðu með sama
hugarfari og Friðrik. TIu klukku-
stundir á viku hverri, ýmist
stendur hann eða gengur með-
fram barminum á litlu sundlaug-
inni i íþróttahúsinu I Njarðvik, að '
loknum vinnudegi I erfiðu starfi,
múrverki, og leiðbeinir sund-
iðkendum UMFN. Auk þess fer
iðulega mikill timi I sundmótin,
Sonja Hreiðarsdóttir, UMFN, —
efnilega sundstúlkan, sem sett
hefur 20 unglingamet og er nú
komin ilandsliðshópinn, aðeins 13
ára gömul.
sem UMFN-unglingarnir taka
þátt i á hinum ýmsu stöðum.
Sundiþróttin á Islandi væri
mörgum ungum og efnilegum
unglingum fátækari, ef forráða-
menn UMFN, sérstaklega þáver-
andi formaður, Guðmundur
Snorrason, hefðu ekki knúið
byggingayfirvöld Iþróttahússins
til að leyfa gerð sundlaugar i
grúnni hússins, sem fylla átti upp
með möl og grjóti.
„Tilviljunin ein réð þvi, að ég
varð sundþjálfari I Njarðvikun-
um. Ég er uppalinn I höfuðborg-
inni, en kvongaðist stúlku héðan
og fluttist þvi hingað árið 1969.
íþróttahúsið var þá I byggingu og
ég vann þar við mina grein, múr-
verkið, en starfaði siðan I eitt ár
sem sundlaugarvörður, eftir opn-
un þess árið 1970. Áhugi minn
fyrir sundiþróttinni kviknaði þá
að nýju, en ég hafði æft og keppt I
þeirri grein hjá Armanni I fimm
ár, undir leiðsögn góðra þjálfara
og með þá reynslu að veganesti
ákvað ég að taka þátt I stofnun
sunddeildar hjá UMFN I júni það
ár.”
„Árangurinn hefur farið fram
úr björtustu vonum,” sagði Frið-
rik, þegar við spurðum, hvort
hann væri ánægður með þann
árangur, sem náðst hefði á þess-
um fáu árum frá þvi að deildin
var stofnuð. „Krakkarnir, sem
við byrjuðum með, höföu aðeins
lært skólasund, en áhuginn varð
strax mjög mikill, svo að við hóf-
um skipulega þjálfun strax um
haustið 1970. Áhuginn var mikill
fyrstu tvö árin hjá þeim ungling-
um, sem byrjuðu, og við náðum
fljótlega I verðlaunasæti á ung-
lingamótum.”
„Sundið krefst, eins og aðrar
iþróttir, mikils sjálfsaga. Við æf-
um fimm sinnum i viku frá hálf-
sjö á kvöldin til átta og krakkarn-
ir verða þvi að neita sér um
margt, sem aðrir veita sér, en til
að gera æfingar eftirsóttari, held
ég nákvæma skrá fyrir mætingar
og veittur er bikar fyrir mestu
ástundun, — á tveggja mánaða
fresti. Sá, sem sigrar fimm sinn-
um alls, vinnur bikarinn til eign-
ar.”
„Auðvitað eigum við I harðri
samkeppni við aðrar iþróttir, sér-
staklega knattleikina, og við höf-
um misst marga af þeim, sem
byrjuðu að æfa fyrst hjá okkur, I
þær greinar, en sá kjarni, sem er
efnilegastur hjá okkur i dag, hóf
æfingar fyrir þremur árum og
hefur fyllt skarð þeirra sem hættu
og vel það, eins og t.d. Sonja
Hreiðarsdóttir, (Bjarnasonar,
bróður Ásmundar hlaupara frá
Húsavik) og Karvel bróðir henn-
ar, Eiríkur Sigurðsson og fleiri,
sem stunda sundiþróttina af mik-
illi kostgæfni og eru I stöðugri
framför.”
„Sundlaugin er ekki stór, að-
eins 12 1/2x8 metrar,” sagði Frið-
ri, þegar við inntum eftir þvi,
hvernig honum þætti aðstaðan,
„ekkert rúm fyrir áhorfendur.
Tekjumöguleikar af mótum hér
eru þvi ekki fyrir hendi, en það
kostar talsvert fé, að senda sund-
fólkið á yfir 20 mót árlega. UMFN
er ekki fjársterkt, en við öflum
okkur peninga með hlutaveltum,
styrktarfélögum, bæði i Ytri- og
Innri-Njarðvikum, sem ávallt
taka okkur vel. Fyrsta árið þáði
ég laun fyrir starf mitt, en þau
skiptu ekki máli fyrir mig, þegar
sýnt var, aö deildin hafði ekki efni
á að greiða þjálfara.”
„Það kom aldrei til greina, að
ég hætti,” sagði Friðrik, „þótt
peningar væru ekki fyrir hendi —
og á meðan starfið er á uppleið, —
hef ég nægileg laun fyrir mitt
þjálfarastarf.”
emm
Sundþjálfari Njarðvikinga, Friðrik Ólafsson, telur þaö ekki eftir sér
aö standa við laugarbarminn 10 tlma á viku, án endurgjalds. Hann hef-
ur á fáum árum náð frábærum árangri með ungt sundfólk I Njarð-
víkunum.