Vísir


Vísir - 01.07.1975, Qupperneq 1

Vísir - 01.07.1975, Qupperneq 1
VÍSIR 65. árg. — Þriðjudagur 1. júll 1975 — 145.tbl. Júnf sá kaldasti á öldinni sömdu í nótt — baksíða MIÐALDA- REFSING FERÐAMANNA — baksíða ALLT I EINU BYRJAÐIHANN AÐ SKJÓTA - Bls. 5 ósamt júní- mánuðunum 1921 og 1922 15% minni heyfengur nú en í góðu árferði Úrkomusamt í júlí? Nýliðinn júnimánuður slær það met, ásamt júnimánuðum áranna 1921 og 1922, að vera sá kaldasti á öldinni. Með- alhiti þessara mánaða reyndist sá sami, 7,9 stig. Þessar upplýsingar fengum við á Veðurstofunni i morgun. Arið 1973 var júnlmánuður nokkuð kaldur, eða 8,1 stig. Hlýjasti júni aldarinnar var hins vegar árið 1941, en þá var meðalhhitinn 11,5 stig. 1 fyrra var meðalhitinn 9,2 stig. 1 meðalárferði er hitinn i júni 9,5 stig. Þótt mönnum hafi fundizt úr- koma næstum hvern einasta dag þennan kalda mánuð, reyndist hún ekki stórvægileg. Man annars nokkur eftirsól i þessum mánuði? Liklega ekki. En sólskinsstundir urðu nú samt 154 samtals. Sex fyrstu daga mánaðarins skein sólin nefnilega mikið. Það má geta þess, að i meðalárferði eru sólarstundir um 189. Árið 1970 voru sólarstundir i júnimánuði talsvert færri en nú, eða 120. Veðurfræðingar treysta sér ekki til þess að spá fyrir um veð- urlag i júli. Páll Bergþórsson kvaðst þó nýlega hafa lesið ame- riska spá. Þar er búizt við hita I meðallagi og reiknað er með að verði frekar úrkomusamt. Páll hefur hins vegar spáð fyrir um heyfenginn i sumar miðað við veðurfar. Sagði hann, að búast mætti við að drægi töluvert úr lik- um fyrir góðum heyfeng. Er þar þá kannski sérstgklega um að kenna köldu voru. Páll sagðist búast við 15% minni heyfeng nú en orðið hefði I góðu árferði, eða um 3 1/2 milljón rúmmetra af töðu i stað 4 milljón rúmmetra. —EA „Svona verður það, góöi, ég er meistarinn mikli” er eins og Muhammad Ali, tii hægri, segi viö Joe Bugner i keppni þeirra um heimsmeistaratitilinn i þungavigt i hnefaieikum I Kuala Lumpur i nótt. Já, Ali byrjaöi meö krafti gegn Evrópumeist- aranum — dreif hann út i kaðl- ana strax i fyrstu lotu, en þá var myndin tekin. Vinstri, hægri, vinstri, hægri — og brezki risinn átti i vök aö verjast. Ali vann einn sinn auðveld- asta sigur i 50. leik sinum sem atvinnumaður — vann Bugner á stigum i 15 lotum. Vann tiu þeirra — fjórar jafnar — og Evrópumeistarinn vann aðeins eina. En aldrei lá hann þó. Leikurinn hófst kl. 9.30 að staðartima — 3.30 að íslenzkum tima — i steikjandi hita. Næst- um fjörutiu gráður á Celcius — hreint gufubað — og það var Ali I hag. Hann réð gangi leiksins frá byrjun — lék sér að mótherj- anum stóra. Bugner var tals- vert þyngri en Ali — stærri og niu árum yngri — en allt kom fyrir ekki gegn listamanni hnefaleikahringsins — Mu- hammad Ali. Þetta var ójafn leikur — já, þriðja vörn Alis á titli sinum frá þvi hann vann hann aftur i september sl. var auðveld. örvunarskeyti Elisa- betár Bretadrottningar til Bugners fyrir leikinn, þar sem hún sagöist mundu fylgjast með keppninni af mikilli athygli, virtist engin áhrif hafa á brezk- ungverska risann. Hann mætti ofjarli sinum — draumur Breta um fyrsta heimsmeistarann i þungavigt f 70 ár varð að engu i hitasvækjunni i Kuala Lump- ur. Nánar á iþróttasiðu blaðs- ins. —hsim. Eru lögbanns- lögin úrelt? - hvert var hneykslið í þœttinum um Sverri? „Fyrir mitt leyti gat ég ekki betur heyrt en Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur mælti með virðingu um Arna Pálsson prófessor. Þar af leiðandi gct ég ekki séð neina ástæöu fyrir að banna þátt- inn,” sagði Emil Björnsson, yfirmaður frétta-og fræðslu- deildar Sjónvarpsins. 1 sjónvarpinu i gærkvöldi var það tekið fram að „gefnu tilefni” að þátturinn um Sverri Kristjánsson, sagn- fræðing hefði verið sýndur óstyttur, en almenningur hafði beðið spenntur eftir þvi tviræða atriði, sem leiddi til lögbanns á þáttinn. „Spurningin er, hvort ekki væri rétt að breyta lögbanns- lögunum, svo ekki sé hægt að ofnota lögbannsvopnið.” ,,Það hlýtur að vera erfitt fyrir fjölmiðla að starfa, ef hægt er að gripa svona inn i vægðarlaust. Til dæmis var mjög erfitt fyrir Sjónvarpið að þurfa að geyma þáttinn með Sverri Kristjánssyni i nærri tvö ár,” sagði Emil að lokum. —HE Sigalda: Enn ósamið Enn er ósamið i kjaradeilu starfsmanna viö Sigöldu og Energoprojekt. Samninga- fundurinn, sem hófst hjá sáttasemjara kiukkan tvö I gærdag, stóð fram undir morgun. Blaöinu tókst ekki aö afla sér uppiýsinga um árangur fundarins né heldur þaö, hvort nýr fundur hafi veriö boöaöur. —ÞJM

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.