Vísir - 01.07.1975, Síða 2

Vísir - 01.07.1975, Síða 2
2 Vlsir. Þriðjudagur 1. júll 1975. vímsm-' Mundir þú sakna biaðanna, ef kæmi til blaðamannaverkfalls? Herbert Baldvinsson, aðstoðar- maður á verkstæði: — Nei, ég lít svo sjaldan i blöðin hvort sem er. Gisii Frimannsson, verkamaður: —Nei, þetta er „svoddan” tugga í þeim. Bragi Pálmason, bifreiðasmiður: —Mér væri alveg sama. Ég er hvort sem er ekki áskrifandi að nokkru blaði. Karl Finnbogason, matreiðsiu- maður: —Já. Blöðin eru fastir lið- ir hjá manni, maður er svo háður vananum, að erfitt yrði að missa þau. Heiður Gestsdóttir, teiknikenn- ari: —Nei, sizt af öllu Visis Sigurður Grimsson, kennari: —Nei, ég held ekki. Maður ætti að sleppa þviaðlesa blöðin og i stað- inn að lesa bækur. ÓSAMMÁLA FRÉTTAMATI RÍKISÚTVARPS T.H. skrifar: „Mikið finnst mér fréttaflutn- ingurhérlendis blandaður af lit- ilfjörlegu efni. Útvarp og sjón- varp er þar lélegast, finnst mér, en blöðin eru eilitið skárri. Vikum saman hafa hlustendur mátt heyra einhverja þvælu i útvarpiumútgáfu einhvers dag- blaðs suður i Evrópu, ellegar stöðugar upptuggur um afrek irskra glæpamanna, (reyndar árum saman). Fréttir sem þessar eiga að minu mati litið erindi hingað til lands, og mættu að skaðlausu detta i ruslakörfu fréttastofanna. Eða eru virki- lega engin takmörk fyrir þvi hversu ómerkilegum fréttum er troðið upp i eyrun á fólki. Aftur á móti hefi ég grun um að ýmsar fréttir komi inn á fjar- rita fréttastofanna, sem fólk hefði áhuga á að heyra. Fréttir, sem hinsvegar er fleygt i rusla körfuna af hinum vinstrisinnuðu fréttamönnum. Ekkert hefi ég til dæmis heyrt eða séð hérlend- is af þvi máli, er New York-borg sagði upp á einu bretti 38 þús- und óþörfum lögreglu- og slökkviliðsmönnum og öðru óþörfu bæjar-skrifstofuliði. En ég held, að fréttir af sliku mættu gjaman berast til eyrna okkar efnahags-syndum spilltu stjórn- málamanna.” Örlátari í Kópavogi?!! Móðir skáta hringdi: „Óttalega eru borgaryfirvöld aum i samanburöi við Kópa- vogskaupstað. Nei, þetta er ekki misritun. Þaö sem ég hef sett á vogarskálarnar er aöstoð þess- ara tveggja aðila við skátana, sem fara héðan til að taka þátt I Jamboree-alþjóðlega skátamót- inu, sem haldið verður i Noregi i næsta mánuði. Þaö er mjög stór hópur, sem fer héðan til Noregs, og hafa þeir skátar unnið af miklum krafti að ýmiss konar fjáröflun vegna ferðarinnar. Svo skeði það, að feröakostnaðurinn hækkaði allverulega, eða nóg til þess, að ýmsir þurftu að af- panta. Skátarnir i Kópavogi sóttu þá um styrk til bæjar- stjómar og fengu 78 þúsund krónur. Skátarnir i Reykjavik gerðu slikt hið sama, en fengu neitun. Þykir mér það óviturlegt að neita skátunum um aðstoð, þeg- ar málefnið er svo gott. Al- þjóðamótaf þessu tagi eru mjög þroskandi fyrir þátttakendurna, og væri óskandi, að þátttakend- um héðan fjölgi fremur en fækki”. LESENDUR HAFA Ósátfur við innsiglingu Hólmgeir Pálmason skrifar: „Lesandi góður. Það er stund- um talað um hætturnar á sjón- um. Þær eru vissulegar margar og ekki gott að varast þær allar. Þvi tel ég næsta saknæmt, ef þær skapast fyrir trassaskap manna. Og þannig er alla vega ástatt með innsiglinguna að Höfnum við Kirkjuvog, á Reykjanesi. Að næturlagi er ekki mögu- leiki að sigla þar inn, þvi ekki loga ljós á neinu innsiglingar- merki, ef hægt er að tala um þau sem slik. í björtu komast kunn- ugir leiðar sinnar, en sértu ó- kunnugur, ertu heppinn, ef þú kemst alla leið án óhappa — nema ef væri á háflóði, þvi grynningar eru á bæði borð. En ætlirðu samt sem áður að sigla þarna inn, skaltu byrja á að finna ákveðinn staur á bryggjunni, sem er mitt á meðal ljósastauranna. (Það logar aldrei ljós á þeim heldur). Þessi ákveðni staur skilur sig aðeins frá umhverfi sinu vegna þess, að hann er kolryðgaður. Hann á svo að bera við merki, sem er ó- máluð spira með nokkurs konar biðskyldumerki á endanum. Ef þú hefur séð vegaskilti eft- ir skotárás með haglabyssu, þá veiztu hvernig þetta merki litur út. Nú, eftir þessum merkjum áttu að sigla langleiðina inn voginn. En hversu langt? Það er ekki einu sinni fúaprik til að hjápa þér I þvl efni. Þú bara á- ætlar, hvenær á að sveigja á bakborða — og siðan heldur þú þér dauðahaldi. Ef ekkert skeður næstu and- artök, ert þú ekki bráðfeigur og heldur þvi áfram þar til þú kem- ur inn á næstu merki, sem eru I nærliggjandi skeri. Þá merkir maður tvö lítil prik. Og til að gera þér ferðina ekki allt of létta og til að auka aðeins á tauga- spennuna, sem var alveg að komast I hámark, þá eru þessi prik höfð nákvæmlega eins að hæð og öðru útliti. Þannig, að ef þú álpast út af stefnunni er ekk- ert vist, á hvort borðið það var. Jæja, þú ert að nálgast bryggjuna ogheldurkannski, að þú sért sloppinn. Nei, það væri alltof gott fyrir þig. trt frá bryggjunni er grynn- ing, um 20 til 30 metrar. Þú sleppur sennilega yfir hana á flóði, en ekki á fjöru. Þá siglir þú bara yfir þessa grynningu! Ég sagði bara, ef þú ferð of langt lendir þú á skeri. Engin merkistika. Það væri ekki i samræmi við annað. Hafir þú komizt klakklaust framhjá þessu öllu, þá ertu kominn inn á höfn. Sjálfsagt heldur þú, að nú séu þinar raunir á enda. Þar skjátlast þér hrapallega. Bindir þú bátinn, ofar með bryggju en um miðju sezt hann á klöpp, þegar fjarar. Og sé ekki gott 1 sjóinn er hætta á alvarleg- um skemmdum. Eftir þvi sem ég hef heyrt, lagði hið opinbera fram 10 milljónir króna fyrir nokkuð löngu til dýpkunar á höfninni. En það má sennilega ekki eyða þeim. Nú spyr ég: Vill ekki einhver, sem metur sjómenn einhvers stjaka nokkuð harkalega við þeim, sem hafa með þessi mál að gera?”. Er að reioia þaðút Sveinbjörn sendir lesendadáik- unum eftirfarandi loforð: „Eftir nokkra daga mun ég senda blaðinu til birtingar út- reikninga á þvi, hve eignast má mikið fé með þvl að hætta að reykja. Er dæmið miðað við, að reykt sé úr einum sigarettu- pakka á dag (pakkinn kostar 190 krónur) og peningarnir séu þess i stað lagðir vikulega i banka eða sparisjóði á beztu vöxtum. Eða þá að keypt séu fyrir þá verðtryggð spariskirteini rikis- sjóðs — Seðlabankinn annast verkið. Það mun sannast, að þetta er öruggasti ellillfeyririnn. Sér- staklega fyrir iþróttamennina, sem manna bezt eiga að vita, hvers virði góð heilsa, likams- þrek og peningar eru hverjum manni. Munið — eftir nokkra daga birtast hér á siðunni stórar, öruggar tölur, sem varða alla landsmenn, börn sem gamal- menni, en iþróttamennina alveg sérstaklega.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.