Tíminn - 01.09.1966, Qupperneq 2

Tíminn - 01.09.1966, Qupperneq 2
FIMMTUDAGUR 1. september 1966 2 tIminn IÐNSYNSNGIN 1 anddyri sýningarhallarinnar er deild I — Málmiðnaður og flutningatæki fjölbreytta framleiSslu. Myndin sýnir stúkuna h|á Blikksmiðjunni Sörla. og sýna þar alls 19 fyrirtæki (Ljósmynd. Tíminn Bj.Bj.) VIÐSKIPTINIFULLUM GANGIÁIÐNSÝNINGUNNI SJReykjavík, miðvikudag. Kaupmenn og kaupfélags- stjórar utan af landi, m.a. frá Vestmannaeyjum, Akranesi, Akureyri, Borgarnesi og Siglu rirði komu í viðskiptaerindum á iðnsýninguna í dag og var vitað um talsvert mikil verzl- unarviðskipti. Annars voru fyrstu viðskiptin gerð um leið og sýningin var opnuð er boðs gestur pantaði varning hjá fyr fyrirtækinu Kísill. í dag kom allmargt manna til að skoða sýninguna, m.a. þýzki ráð herrann Höcherl, sem var í fylgd með Gylfa Þ. Gíslasyni, ráðherra. í kvöld var búizt við mikilli að- sókn, þar sem vitað var, að hin ó- vænta marsvínaganga „stal sen- unni“ frá Iðnsýningunni i gær- kvöldi, og fjöldi fólks, sem var á leið í sýningahöllina komst aldrei á áfangastað. Yfirleitt er mikil ánægja ríkj- andi meðal fólks með sýninguna. Það hefur verið reiknað út, að það tekur um 4 klukkustundir að skoða sýninguna, ef stanzað er 2 mínútur fyrir framan hvem bás. Það er því ærin ástæða til að benda fólki á að gefa sér nægan tíma til að skoða sýninguna. SVIFFLUGFFLAGIÐ FEKK 30 TOG ÍAFMÆUSGJÖF listflugvél í eigu Félags atvinnuflugmanna á að draga svifflugurnar áJ-Reykjavík, miðvikudaS. Nýlega hélt Svifflugfélag fs (ands hátíðlegt 30 ára afmæli lélagsins með kaffisamsæti í Silf rtunglinu. Allmargt gesta var þar imankomið til að fagna þessum imamótum. Agnar Kofoed Hansen flutti fé 'agsmönnum kveðju af segul - andsspólu, en hann gat ekki ver :ð viðstaddur hófið, þar sem hann r erlendis í opinberum erinda erðum. Agnar minntist á stofn í■■Ind félagsins, sem haldinn ar í gömlu Bárunni, og sagði, ..ð félagið væri samofið heildar- mynd íslenzkra flugmála. Þá kvað Agnar það löngu viðurkennt, að svifflug væri ómetanlegur skóli fyrir verðandi flug- menn og svifflugið frábær íþrótt og heillandi. Hann hvatti að lokum svifflugmenn að láta öryggið sitja í fyrirrúmi, eins og þeir hefðu ætíð gert, enda mikil gifta fýlgt félaginu árum saman. Baldvin Jónsson, lögfræðing- ur, flutti kveðjur frá Flugmála félagi fslands. Hann ræddi m.a. um, að til mála kæmi að skylda atvinnuflugmenn til að taka emn ig svifflugpróf, a.m.k. væri það viðurkennt, að þeir, sem hefðu tekið svifflugpróf, hefðu meiri þekkingu á skýjafari og vind um en aðrir, og gæti slík þekk ing oft komið sér vel í starfi atvinnuflugmanna. Bárður Daníelson flutti' féiag- inu kveðjur fyrir hönd Félags atvinnuflugmanna. Hann sagði. að félag sitt myndi senn fá flugvéi, sem notuð yrði til listflugs, og, hefði verið samþykkt í félaginu að gefa Svifflugfélagi íslands 30 tog í afmælisgjöf, og myndi Svifflugfélagið ráða því, avort Framhald á bls. 15 Sjónvarpsmálið í Eyjum: Munnlegur málflutningur í lögbannsmálinu á föstudag EJ—Reykjavík, miðvikudag. f dag var sjónvarpsmálinu í Eyj- um frestað enn, að þessu sinni til föstudags, að því er Jón Óskarsson fulltrúl bæjarfógeta Vestmanna- eyja, tjáði blaðinu í dag. Jón sagði, að báðum málunum hefði verið frestað. Lögbannsmálið var tckið fyrir í dag, oig lagði Bragi Björnsson, lögfræðingur, fulltrúi sjónvarpsáhugamanna fram greinargerð í málinu. Var á kveðið, að munnlegur málflutning ur yrði. fluttur í málinu á föstu daginn. Hitt málið — krafa Landsímans um, að sjónvarpsendurvarpsstöðin verði fjarlægð af lóð þeirri, sem Landsíminn hefur á leigu í Eyj um, var einnig frestað til föstu- dags til þess að hægt verði að afla frekari gagna í málinu. 82 ÁRA KONA VARÐ FYRIR BIFREIÐ OG STÚRSLASAÐIST HZ-Reykjavík, miðvikudag. Laust fyrir klukkan sex í kvöld vað alvarlegt umferðarslys á Hringbrautinni á móts við hús nr. 35. Gömul kona, 82 ára, varð fyrir bifreið, sem var á leið vest ur Hringbraut og skall við höggið í götuna. Lenti hún síð an undir bifreiðinni, sem að lík- indum fór með annað framhjólið yfir fætur konunnar. Nokkrir nær staddir menn hlupu til og lyftu bifreiðinni ofan af konunni. Sjúkrabifreið flutti hina stór- slösuðu konu á Slysavarðstof- una og við rannsókn kom í ljós, að hún hafði hlotið áverka á höfði, viðbeinsbrotnað, rifbrotn að og hlotið aðra áverka, en samt ekki fótbrotnað. Hún var flutt í Landakotsspítalann í kvöld, þar sem hún liggur þungt haldin. Mynd þessi var tekin er vestur- þýzki landbúnaðarmálaráðherr- ann, Hermann Höcherl, kom til Keflavíkurflugvallar og er hann á miðri myndinni að þakka einni af aðalflugfreyj um Loftleiða, Erlu Olöfu 01- afsdóttur, fyrir góða flugferð. Efst í stiganum er Magnús V. Magnússon, sendiherra íslands í V Þýzkalandi. HÖCHERL TIL EYJA í DAG EJ-Reykjavík, miðvikudag. Landbúnaðarráðherra Vestur- Þýzkalands, Hermann Höcherl, sem kom hingað til lands seint í gærkvöldi, átti í dag fundi með ýmsum ráðherrum, og skoð aði m.a. Iðnsýninguna 1966- Ráðherrann kom til Keflavík- ur kl. 23.15 í gærkvöldi, og tók Ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra á móti honum. í morgun átti Höcherl fund með Ingólfi Jónssyni. Emil Jónssyni og Gylfa Þ Gísla syni. Hádeigsverð snæddi hann hjá forseta íslands, Ásgeiri Asgeirssyni. Fór ráðherrann með við- skiptamálaráðherra í ferð á nokkra staði í borginni. og heimsótti m. a. Iðnsýninguna. Á morgun er áætlað, að ráð herrann fari til Vestmannaeyja og skoði þar fiskiðjuver, en síðdegis þann dag mun hann skoða Áburðarverksm. í Gufunesi. Á föstudag fer hann til Þingvalla, Sogsins og Mjólkurbús Flóamanna. Þann dag verður haldinn blaðamanna fundur með ráðherranum, en hann heldur utan daginn eftir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.