Vísir - 14.07.1975, Page 6

Vísir - 14.07.1975, Page 6
6 Vísir. Mánudagur 14. júli 1975. vísir (Jtgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgrei&sla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Sími 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Vandræðareglur Flugvallarskatturinn, tveggja vikna takmörk- unin á ferðum til sólarlanda og aukin skömmtun ferðagjaldeyris bera vott um mikið en ekki gott hugmyndaflug i islenzkri skattheimtu og gjald- eyrisvernd. Af þessum sparnaðar- og hagnaðarráðstöf- unum er nú fengin nokkurra mánaða reynsla. Sú reynsla er slæm og ætti að gefa yfirvöldum tilefni til að endurskoða hugmyndaflug sitt og draga ráðstafanir sinar til baka. Tveggja vikna takmörkunin eykur kostnað manna við suðurferðir. í stað þess að fara annað hvert ár i f jögurra vikna ferðir, fara menn nú ár- lega i þær tveggja vikna ferðir, sem leyfðar eru. Kostnaðaraukinn felst aðallega i tvöföldum flut- ingskostnaði, en einnig i óhagstæðari dvalarkjör- um. Takmörkunin hefur ekki heldur reynzt fyllilega framkvæmanleg. Veittar hafa verið undanþágur til sjúklinga með læknisvottorð og jafnvel til lög- fræðinga, sem hafa hótað málsókn út af reglu- gerð, sem þeir telja ólöglega. Gjaldeyrisyfirvöld eru komin i vandræði út af hinum ótrúlega mikla fjölda „sjúklinga”, sem þarf samkvæmt læknisráði á meira en tveggja vikna sólböðum og hvild að halda. Og fari einhver lögfræðingur að selja almenningi þjónustu sina i samanburði á reglugerð og lögum um þetta efni, eiga gjaldeyrisyfirvöld á hættu, að þetta leiðin- lega tveggja vikna kerfi fari endanlega úr skorð- um. Gjaldeyrislega er litill sem enginn árangur af þessu kerfi. Ferðagjaldeyrir er sáralitið brot af gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar og þar að auki bæta margir sér upp takmörkunina með tiðari ferðum en áður. Sama röksemd gildir gagnvart hinni auknu skömmtun á ferðagjaldeyri. En sú skömmtun stuðlar lika að spillingu i meðferð gjaldeyris. Engin leið er fyrir gjaldeyrisyfirvöld að gera skarpan greinarmun á viðskiptaferðum og skemmtiferðum. Og reynslan sýnir lika, að gjaldeyrisyfirvöld geta ekki hindrað, að svarti markaðurinn taki við hluta gjaldeyrisafgreiðsl- unnar úr höndum bankanna. Svartur markaður með gjaldeyri hefur blómstrað að nýju eftir næstum fimmtán ára hlé. Hvarvetna er verið að kaupa og selja gjaldeyri á yfirverði. Þessi gjaldeyrir skilar sér ekki til bankanna. Hin aukna skömmtun ferðagjaldeyris dregur þannig úr gjaldeyrisskilum i svo miklum mæli, að hreinn gjaldeyrissparnaður verður eng- inn. Flugvallarskatturinn hefur einnig misheppn- azt. Hann hefur vakið töluverða gremju erlendra ferðamanna i garð íslands, enda eru þeir ekki vanir svona miklu hugmyndaflugi i skattheimtu. Hið broslega i þvi máli er, að rikið gefur er- lendum ferðamönnum meiri meðgjöf en það fær til baka i flugvallarskattinum. Þeir verða bar^ ekki varir við meðgjöfina, sem felst i þvi, að þeir neyta hér niðurgreiddra landbúnaðarafurða. Þeir fá hluta matvæla sinna fyrir hálft kostnað- arverð i verzlunum og veitingahúsum. Hinn helminginn borga islenzkir skattgreiðendur. Allar þessar þrjár reglur hafa verið til vanda- ræða, eins og efasemdamenn bentu raunar á þeg- ar i upphafi. Stjórnvöld ættu nú að sjá að sér og afnema þær i ljósi reynslunnar. —JK írsk mafía tekur sér Al Capone til fyrir- myndar ■ Umsjón: GP írsk mafia glæpa- manna og fjárkúgara rakar saman fé í skjóli óeirðanna á Norður-ír- landi. Hún er sprottin upp úr þeim jarðvegi, sem byssubófar og hryðjuverkamenn öfga- samtaka mótmælenda og skæruliðar irska lýð- veldishersins hafa sáð i. Fjárkúgunarstarfsemi þeirra blómstrar í Bel- fast og öðrum borgum Norður-írlands. Menn minnast af frásögnum, hvernig bófar á verstu glæpaár- um borga eins og Chicago á tim- um A1 Capone, ráku „viðskipti”, sem þeir kölluðu „tryggingar- sölu”. Með henni kúguðu þeir út úr kaupsýslumönnum, verzlunar- eigendum og þá einkanlega knæpueigendum fé. Þessi viðskipti fóru fram með þeim hætti að einn góðan veður- dag kom maður að máli við knæpueiganda og spurði, hvort hann vildi ekki láta tryggja knæp- una og innbúið. Knæpúeigandinn, sem kannaðist ef til vill við sölu- manninn af illu orðspori, var svo fifldjarfur að segjast vera með allt tryggt, enda tók hann andköf, þegar hann heyröi hvert iðgjaldið var af tryggingunni, sem boðin var. — Nei, takk! Enþeir, sem voru svo einfaldir að afþakka þessi viðskipti, urðu ævinlega fyrir einhverjum skakkaföllum. Sprengja sprakk i knæpunni og olli stórkostlegum „TIZKANER ORÐIN TÍZKA ÞEGAR STÓLKAN Á GÖT- UNNI ER FARIN AÐ FYLGJA HENNI" Tízkufrömuðurinn Chanel Parisarmóðurinn er alltaf samur viö sig. Hann lætur þaö litiö á sig fá þótt spurningar eins og „Eru þeir ekki alveg hættir aö hafa áhrif i Paris?” beri á góma. Tizku- kóngarnir vita, aö þó aö þaö sé ekki nema rétt af forvitni sem fólk litur á sýningar þeirra, eiga þeir ennþá alla möguleika. Þeir vita, eins og viö öll hin, aö eitt hvaö þarf maöurinn til aö skýla nekt sinni. Þvi ekki aö gera þaö á skemmtilegan hátt? Parisartizkan býöur þeim, sem hafa gaman af að skipta um föt og kæra sig kollótta um álit annarra, alltaf nóg. í ár má segja að fram- boðiö sé sérstaklega aölaðandi. Stillinn 1975 er sérstaklega ein- faldur og laus við allt prjál. Ónauðsynlegir hnappar, litabönd og viðhengi eru úr sögunni. Aðal kosturinn við fötin er hvað þau eru yfirleitt létt og úr efnum, sem gott er að vera i. óhætt er að fullyrða að i ár springi út til fullnustu viði móðurinn, sem beðið hefur verið eftir i langan tima. Hver veit nema i framtiðinni veröi þessi tizka látinn einkenna áratuginn og kölluðu „Tizka sjö unda áratugsins” þar sem þetta er slik nýjung. Viðu fötin Hægt og sigandi hafa viðu fötin rutt sér til rúms. Meira að segja þeir menn i tizkuheiminum, sem hvað tregastir hafa verið til að fylgja þróuninni eftir hafa loks látið undan og hafiö kynningu á sinni útfærslu. Undanfarin ár hafa tizkukóngar eins og Karl Lagerfeld, Yves Saint-Laurent og Kenzo sýnt föt með hinu viða sniði. Og orð Channel, tizkukóngsins fræga, hafa rétt einu sinni sannazt „Tizka er ekki tizka fyrr en stúlkan á götum úti er farin að fylgja henni”. Nýjungin Aðalbreytingin frá fyrri tima er sú, að fötin eru við og rúm á alla, hvernig sem þeir eru byggðir. Annað atriði ekki siður merkilegt er, að kjóllinn hefur snúið aftur til engu minni vinsælda en fyrir 1970. Siðbuxur En hvaða áhrif hefur það á vin- sældir siðbuxnanna? „Tolla þær stúlkur ekki lengur i tizkunni sem klæðast siðbuxum?” Sem stendur eru eilitið deildar meiningar um það. Þó hefur Yves Saint-Laurent látið hafa það eftir sér, að hann muni alltaf koma fram með nýjungar i buxnatizk- unni jafnframt kynningum á nýj- um kjólum og pilsum. Þess er þvi að vænta að hinir „minni” i tizku- heiminum fylgi þessari stefnu Laurent eftir. Enda verður þvi seint mótmælt, að buxurnar eru þægilegustu flikur, sem hægt er að hugsa sér. 'y k’ 1. Dömulega bóndastúlkan Hún skrýðist einföldum en mjög snotrum bómullarkjól. Litla

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.