Vísir - 15.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 15.07.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg.— Þriöjudagur 15.júH 1975 — 157. tbl. Landhelgin: Tilkynnt um útfœrsluna í dag Gert er ráð fyrir, að I dag verði tilkynnt, hvenær fiskveiði- lögsaga tslands verði færð út i 200 sjómilur. Það mun ætlunin að komast hjá þvi eins og frek- ast verður unnt, að erlend riki fái undanþágur til veiða innan nýju landhelginnar. Hins vegar er ljóst, að ræða verður málið við ýmsar þjóðir, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta á þessu svæði, og Bretar hafa þegar íarið fram á viðræð- ur. Fundur Landhelgisnefndar hófst kl. 10.30 i morgun og i framhaldi af honum átti að verða ríkisstjórnarfundur. Eftir þann fund ætti ákvörðun um Ut- færsludaginn að liggja fyrir, að sögn Einars Ágústssonar, utan- rikisráðherra. —Ó.T. m ■M| Hvað getum við gert til að vernda Geysi? - bls. 9. Bridge í Brighton — íþróttir í opnu Smiðaði sér skútu og sigldi r til Islands — bls. 3 Byggja stœrsta dansgólf ú landinu — baksíða Hafnar- fjarðar- vegur lokaður í nótt Hafnarfjarðarvegur verður lokaður frá klukkan hálfeitt I nótt til klukkan sex I fyrramálið. Þá verður unnið við að leggja hitaveitupipur I gegnum veginn viö Arnar- neslæk. Á meðan fer umferð um Fifuhvammsveginn, sandgryfjurnar og yfir á Vifilsstaðaveg I Garða- hreppi. —JB Býst við að hœkkunin sé lögieg — segir Björn Jónsson um mjólkurvörurnar Hækkun á mjólkuraf- urðum, sem boðuð hefur verið, mun vera lögleg og ekki brot á samning- um, þvi að i samkomu- laginu, sem gert var 13. júní siðastliðinn, var þvi aðeins lofað, að hækkun sú, sem koma átti til framkvæmda 1. júni, kæmi ekki út i verðlagið og kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en 1: september. Hins vegar var engu lofað um, hvað kynni að gerast eftir 1. júni, og samkvæmt lögum geta fram- leiðendur gert kröfu um hækkun, þegar verðlagsbreyting verður vegna hækkaðs vinnslu- og dreif- ingarkostnaðar. SU breyting varð við launa- hækkanirnar 13. jUni siðastliðinn. Verðlagsgrundvöllur landbUnað- arins er jafnan endurskoðaður reglulega 1. september, 1. desem- ber, 1. marz og 1. júni ár hvert. Auk þess má sem fyrr segir gera breytingar, þegar almennar efnahagsbreytingar verða. — Ég býst við, að þótt þetta beri einkennilega að, standist þetta samkvæmt lagabókstöfum, sagði Björn Jónsson, forseti Al- þýðusambands Islands I morgun. — Þetta kom okkur á óvart, við höfðum reiknað með óbreyttu verðlagi á landbUnaðarafurðum til 1. september. Mjólk mun hækka um 1 kr. litrinn, smjör um 15 kr. kilóið, ostur um 6—8 krónur kilóið og skyr um 2 kr. kilóið. —ó.T. Ljót umgengni í skógarlundi: TRÉN SÖGUÐ OG ömurleg umgengni er I garði þeim við Bústaðaveg, sem borg- in tók við af Hákoni Guðmunds- sj ni, fyrrum borgardómara. Skógargróðurinn þar hefur ver- it ilia leikinn, sagaður niður og brotinn. — t húsnæði innan garðsins hýsir borgin nú fólk, sem er á hennar vegum. A þremur stöðum i garðinum er búið að saga niður falleg og stæðileg grenitré, þannig að sums staðar vantaði alveg efri hluta þeirra. Fjölmargar reyni- Þannig er umhorfs f lundinum græna viö Bústaðaveg: Trén hreinlega söguð og sum brotin. Ljósm.Bj. Bj. BROTIN hrislur höfðu hlotið sömu örlög. Sums staðar hafði ekki verið haft fyrir þvi að saga hrislurnar i sundur heldur höfðu þær verið brotnar niður á groddalegan hátt. Búið var að safna hinum föllnu trjám i þrjár hrúgur. Að sögn fólks i nágrenninu höfðu krakkarnir notað trén til að mynda eins konar virki. Umgengnin i garðinum að öðru leyti var ekki i sem beztu lagi. Viða var bUið að rista gróf- lega i trjábörk trjánna, svo myndaðist opið sár. Einnig var alls konar drasl á við og dreif um garðinn. Blaðamaður Visis hafði sam- band við fyrri eiganda hUssins og garðsins i kring, sem var Há- kon Guðmundsson fyrrverandi borgardómari. Sagði Hákon, að hann hefði keypt hUsið og garðinn af séra Sigurði Einarssyni I Holti árið 1940. Þá hefðu þau hjónin byrjað að rækta þessi tré, sem þar standa, og væru þvi trén um 35 ára gömul. Árið 1971 seldi Hákon Reykjavíkurborg hUsið og landið. Sagði Hákon, að við kaupin hefði verið talað um að borgin héldi garðinum við. Há- kon hefur nU dregið sig Ut Ur skarkala bæjarlifsins og stund- ar bUskap rétt fyrir utan Sel- foss. Sagði Hákon að sér fyndist þessi atburður hörmulegur til afspurnar og borginni til skammar. —HE Rannsókn Bessastaðaórvirkjunar hraðað .... LÖGÐU f SÉRSTAKAN KOSTNAÐ TIL AÐ NÝTA SUMARTÍMANN Kilóvattstund ó Austurlandi með dísilkeyrslu kr. 10, vatnsvirkjun kr. 2.50 Samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnsveitum rikisins kost- ar kilówattstund á Austurlandi með disilkeyrslu nú 10 krónur, en frá vatnsvirkjun 2.50 kr. Þessi gifurlegi verðmismunur hefur orðið til þess, að ákveðið hefur veriö að hraða rannsókn- um á Bessastaðaárvirkjun eins og frekast má verða. Vegna þessara framkvæmda hefur iðnaðarráðuneytið tekið lán að upphæð kr. 150 milljónir. Til þess að nýta stuttan tima á há- lendinu hefur þurft að leggja i allkostnaðarsamar aðgerðir til að koma bækistöð upp á Fljóts- dalsheiði, áður en rannsókna- og mælingamenn komu þangað. Vegna erfiðleika við að kom- ast á rannsóknarstað var valinn sá kostur að láta iðnaðarmenn, sem unnu að uppsetningu skál- ans, vinna 18 tima á sólarhring. Var I þessu sambandi gerður sérstakur kjarasamningur við mennina, sem fól i sér að greiða 'þeim 14 tima viðbót við unna tima. Með þessu var komizt hjá að greiða þeim næturvinnu all- an timann vegna langs vinnu- dags. Má segja, að aðstaðan sé enn ekki komin i viðunanlegt horf, jafnvel þótt menn séu þeg- ar farnir að hafast þar við. Við rannsóknir og mælingar vinna nU 15 manns, auk 5 manns, sem starfa við jarðbor- anir. Rannsóknir á heiðinni eru aðallega fólgnar i jarðvegs- könnunum og bergmálsmæling- um á botni væntanlegs miðlun- arlóns. Einnig er verið að mæla Ut fyrir stiflugörðum. Þær jarð- boranir, sem fara fram, eru til að kanna jarðlög i fyrirhuguð- um göngum frá Grimsárlóni að virkjunarstað, en fallhæð þarna verður 580 m. Niðurstöður þær, sem nU liggja fyrir um virkjun- ina, benda til, að hUn sé mjög hagkvæm, en endanleg ákvörð- un um virkjunina verður ekki tekin fyrr en i haust. — Sjá bréf frá rafmagnsveitu- stjóra á bls. 2. BA/EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.