Vísir - 15.07.1975, Side 2

Vísir - 15.07.1975, Side 2
2 Tisnsm-- Hefurðu verið á landsmóti ung- mennafélaganna? Elfasbet Hilmarsdóttir, flug- freyja: — Ég fór á landsmótið, sem hald- ið var á Laugarvatni. Það var mest vegna hins dásamlega veð- urs,sem mér er enn minnisstætt. Jón Ragnar Thorarensen, fyrrv. forst jóri: — Néi, þar hef ég aldrei verið. Áhuginn fyrir iþróttum er ekki nægilega mikill. Á yngri árum var ég sjálfur glimumaður og tók þátt i hlaupum. Stefán Gislason, nemi: — Nei, ég hef aldrei verið á lands- móti. Kannski er það fjarlægðin. Ef það væri haldið i næsta ná- grenni Reykjavikur myndi ég fara. Ilafdis Kristjánsdóttir, frystihús- pia úr Sandgerði: — Já, ég var að koma ofan af Skaga. Þangað fór ég til að skemmta mér og böllin brugðust svo sannarlega ekki. Gisli óskarsson, kennari: — Nei, á landsmót hef ég aldrei komið, enda litill iþróttamaður. 1 þetta sinn var ég austur á fjörð- um, svo ég hefði ekki komizt. Sjálfur kys ég heldur að reika um einn i náttúrunni. Jón Albertsson, sjómaður: - Nei, ég hef aldrei farið á slik mót. Ég er ekki mjög áhugasam- ur um frjálsar iþróttir, en hef gaman af fótbolta. Ef slikt mót væri haldið stutt frá Reykjavik, myndi ég fara og fylgjast með keppni. Visir. Þriðjudagur 15. júli 1975. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Valgarð Thoroddsen, rafmagnsveitustjóri ríkisins: Kostnaðarþœttir við Bessastaðaór- og Lagarfljótsvirkjanir IFjórir fréttaritarar frá Egils- stöðum hafa birt sameiginlega fréttatilkynningar um ofanrit- að, sérstaklega varðandi vinnu- iitima og matarkostnað. Að þessu tilefni þætti mér ^ivænt um, að neðangreindar nánari upplýsingar kæmu fram: : 1. Vinnutimi við aðstöðusköpun rannsókna Bessastaðaár- virkjunar. Venjulegur vinnutimi er 8 klst. D + 2 klst. Y+4 klst. N. i Þegar verið var að koma upp a iveruhúsnæði uppi á heiði i um 500 m hæð, var heiðin mjög blaut og öll aðstaða hin erfiðasta. Það tók starfs- menn stundum allt að 7-8 klst. að komast á vinnustað- inn uppi á heiði, en að jafnaði munu hafa farið 6 klst. á dag i ferðalög. Vinnudagurinn nýttist þvi' mjög illa. Ákvæði eru i kjarasamning- um um, að ef vinnutimi fari fram yfir kl. 12 á miðnætti, skuli allur næsti vinnudagur greiðast með næturvinnu- álagi. Vegna hinnar erfiðu aðstöðu um flutninga að og frá vinnu- stað uppi á heiði, var ákveð- ið, að starfsmenn dveldu eins lengi uppi á heiði og unnt væri. Þetta var erfitt fyrir menn, þvi uppi á heiðinni þennan fyrsta tima var húsnæði til skjóls og svefns mjög lélegt og hreinlætisaðstaða engin. Þess vegna varð að sam- komulagi, að menn, sem að þessu unnu, fengju greitt 16 klst. dagvinnukaup, 4 klst. yfirvinnukaup og 8 klst. dag- vinnukaup, meðan á þessari erfiðu aðstæðu stæði, en það reyndist um 14 dagar, enda ynnu þeir svo lengi á sólar- hring sem unnt væri. Reynsl- an varð sú, að þeir sváfu þarna oft aðeins 3-5 klst. á sólarhring. 2. Mötuneyti (aðallcga Lagar- foss) Á timabilinu 01. 06. 74 til 01. 05. 75 var kostnaður 7,3 millj. kr., þ.e. til efnis i mat. Fæðisdagar á þessu timabili munu hafa verið 9858. Þetta þýðir að efni til matarins mun vera um 740,- kr. á mann á dag. ; Rétt er þóað reikna dæmið til fulls, þvi það er fleira en efnið i matinn, sem hér ætti að taka með. Suma útgjaldaliði má taka beint úr reikningum Raf- magnsveitnanna, en aðrir eru áætlaðir. Heildarfæðiskostnaður við Lagarfossvirkjun reiknast þá þessi: millj. kr. Efniimat 7,3 Laun 3,0 Launatengdur kostn. um 30% 0,9 Húsnæði: Stofnkostn. skála alls um 15 millj. kr., þar af vegna mötu- neytis 1/3 hluti, eða 5 millj. kr. Vextir og fyrning skála um 16% 0,8 Fyrning af endur- nýjun áhalda um 0,2 Alls: 12,2 Fæðisdagar ársins voru 9858 og verður þá fæðiskostnaður reiknaður i heild 12.200.000,-: 9858= 1.238,- kr. á mann á dag. Þessa tölur segja þó litíð nema annað sé tekið til samanburðar um fæðiskostn- að vinnuflokka úti á landi, fjarri heimilum. Rafmagnsveiturnar hafa vinnuflokka við margskonar störf viðs vegar um landið. 1 mörgum tilvikum hafa þeir eigin vinnubúðir, og þá jafn- framt fæðisaðstöðu. 1 öðrum tilvikum, þegar um mjög fáa menn er að ræða, verður að kaupa þeim fæði á veitinga- stöðum og enn er það að Raf- magnsveiturnar hafa verk- taka, sem tekið hafa að sér verk að undangengnum út- boðum, og þessir verktákar taka þá starfsmenn Raf- magnsveitnanna i fæði, eftir- litsmenn og menn sem vinna að setningu vélbúnaðar við virkjanir o.fl. Rétt er að geta þess, að áður- greindur fæðiskostnaður við Lagarfoss er fyrir morgun- verð, hádegismat, eftirmið- dagskaffi, kvöldmat og kvöldkaffi. 1 fyrra tilvikinu, varðandi veitingahúsin, mun fæðis- kostnaður vera um 2.000,- til 2.500,- kr. á mann á dag. Hjá stórum verktaka, sem starfar fyrir Rafmagnsveit- urnar eru reiknaðar 1.600 kr. á mann á dag. Eins og áður er greint frá telst þessi kostnaður við Lag- arfoss hafa verið 1.238,- kr. á mann á dag. OOÓRW'! wss“;5S.’S « > »'k •’Tj .Mk.r > lol» * “ trj-ijsTJgsta. ssa „Notkun taugalyfja gœti verið meiri í vesturbœnum en í Breiðholti,/... Engar samanburðartölur til Viðræður hafa farið fram milli stjórnar Framfarafélags Breiðholts III og félagsráðgjafa þeirra, sem tóku saman skýrslu um félagslega þjónustu i Breið- holti III. Framangreindir aðilar urðu ásáttir um eftirfarandi yf- irlýsingu: Við hörmum neikvæð skrif nokkurra blaða um skýrslu þessa, sem eingöngu var vinnu- plagg fyrir norrænt námskeið félagsráðgjafa um fyrirbyggj- andi starf. Það skal tekið fram, aðFramfarafélag Breiðholts III var ekki aðili að gerð skýrslunn- ar. Ekki átti félagið heldur kost á því að senda fulltrúa á nám- skeiðið. Eftir lestur skýrslunnar kemur f ljós, að ekki er um neinn samanburð á Breiðholti III og öðrum borgarhverfum að ræða. Skýrslan bendir aðeins á þau félagslegu vandamál, sem upp kunna að koma i hverfum, sem byggjast ört, þegar nauð- synlega félagslega þjónustu skortir. Varðandi það atriði, sem hvað mest hefur verið skrifað um i nokkrum blöðum, um ofnotkun áfengis og tauga- lyfja i Breiðholti III, skal eftir- farandi tekið fram : Engar tölur eru til umþennan þátt skýrslunn- ar, hvorki varðandi Breiðholt né önnur hverfi borgarinnar, eins og greinilega kemur fram i skýrslunni. Gæti notkun tauga- lyfja því verið meiri I vestur- bænum heldur en i Breiðholti og áfengisneyzla gæti verið al- mennari i Fossvogshverfi en i Breiðholti. Tölur um þau atriði verður ekki hægt að birta, fyrr en rannsókn hefur farið fram i hinum ýmsu borgarhverfum. Það hefur verið mjög áber- andi hjá fjölmiðlum að skýra frá, svo dæmi séu nefnd: „Þjófnaði i BREIÐHOLTI”, „Rán i BREIÐHOLTI”, „Skemmdarverk I BREIÐ- HOLTI”. En ef slikir atburðir eiga sér stað i öðrum borgar- hverfum, er aðeins sagt: „Þjófnaður i Reykjavilc” og svo framvegis. Virðast fjölmiðlar keppa að þvi að gera Breiðholts- hverfi að einhverjum sérstökum bæ, sem ekki tilheyrir Reykja- vikurborg, og minnir helzt á bæ i Villta vestrinu um siðustu aldamót. F.h. félagsráðgjafa Sævar Guðbergsson (sign) Sigurður Bjarnason (sign) F.h. stjórnar Framfarafélags Breiðholts III Sigriður Björnsd. (sign) Sigriður Sigurbjörnsdóttir (sign) „Smósmugulegar hártoganir.." um ummœli prófessors Lorenz um uppeldisgildi heimilishundsins Jakob Jónasson, læknir skrifar: „Einn af embættismönnum borgarinnar, Kristján Krist- jánsson, sem handgenginn er borgarlæknisembættinu, fann s.l. föstudag hvöt hjá sér til að hártoga ummæli prófessors Konrad Lorenz um uppeldisgildi heimilishunda fyrir börn, er ég birti hér á siðunni 8. þ.m. úr bréfi hans til min árið 1971. Pró- fessor Konrad Lorenz er austur- riskur, en ekki þýzkur, eins og Kristján fullyrðir, þótt móður- mál hans sé þýzka, eins og ann- arra Austurikismanna. Á frum- málinu hljóða orð hans um þetta atriði þannig: „Nach meiner tiefsten Uberzeugung sind ein- ige grosse Hunde im Haus eines der wichtigsten Erziehungs- mittel fúr Kinder” (leturbr. min). Baldur Ingólfsson, menntaskólakennari, þýddi þessa setningu á eftirfarandi hátt: „Það er rótgróin sannfær- ing min, að nokkrir stórir hund- ar séu á hverju heimili eittbezta uppeldistækið fyrir börn” (let- urbr. min). Ég bar þýðinguna ekki saman við frumtextann, áður en ég sendi greinina, en I simtali við Baldur Ingólfsson, eftir birting- una á bréfi Kristjáns, fékk ég staðfest, að við vélritun á hand- ritinu hefði orðið EITT fallið niður fyrir handvömm, eins og allir þýzkukunnandi menn geta sannprófað. Merking setningar- innar breytist þá að sjálfsögðu i fáránlega alhæfingu, þar sem prófessor Konrad Lorenz setur aftur á móti fram þá sannfær- ingu sina, að hundar séu eitt af mörgum uppeldistækjum fyrir börn, og er sú merking, raunar áréttuð i þeim setningum, sem á eftir fara I bréfinu. Þegar ég rak augun i þessi mistök við lestur greinar minn- ar, gekk ég að þvi vísu, að sér- hver glöggur lesandi mundi augljóslega sjá, að hér hlyti aö vera um villu að ræða og leggja ekki slika fjarstæðu, sem Kristján gerir I munn svo mikilsvirtum visindamanni og nóbelsverðlaunahafa. Smá- smygli Kristjáns virðist hins vegar hafa borið skynsemi hans ofurliði og reynir hann augsýni- lega að gripa hvert hálmstrá til að ófrægja prófessor Konrad Lorenz og gera hann að óábyrg- um manni, sem ekki sé hægt að taka alvarlega. Fylgifiskar borgarlæknis láta sér sýnilega ekki lengur nægja að velta sér I hundaskitnum, heldur sletta þeir nú auri I allar áttir, jafnvel á mikilmenni læknastéttarinn- ar.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.