Vísir - 15.07.1975, Síða 3

Vísir - 15.07.1975, Síða 3
3 Vlsir. Þriðjudagur 15. júli 1975. Smíðaði skótu og sigldi til íslands Þjóðverjinn Heinz Sacher smlðaði sér skútu og sigldi á henni til ts- lands. Ljósm. Jón B. — Það tók mig rúmlega 10 daga að sigia hingað til Aust- ijaröanna frá borginni Rends- burg sem iiggur við Kllarskurð- inn austan við KIl I Norð- ur-Þýzkalandi, segir Þjóðverj- inn Heinz Sacher, sem kom fyrir nokkru inn til Seyðisfjarðar á seglskútu, sem hann hafði smið- að sjálfur. — Ég vinn i bátasmlðastöð I Þýzkalandi, þannig að heima- tökin voru hæg. í stað þess að smlða skútur fyrir aöra, smlð- aöi ég eina fyrir sjálfan mig, segir Heinz Sacher. — Ég var að ljúka smlðinni fyrir stuttu og mig langað að fara og reyna gripinn. Ég ákvað að sigla til Helgolandseyja á Norðursjónum, þaðan yfir til Orkneyja, þá til Færeyja og loks til Islands. Heinz Sacher vildi reyna skút- una slna á úthafssiglingum, þar sem allra veðra var von og valdi þvl Island. Ekki varð þó mikið úr óveðrinu. Aðeins nóttina fyrir komuna til Austfjarða gaf dállt- ið á bátinn. — Þar sem ég er einn á bátn- um verð ég að taka minn svefn út I eintómum smádúrum. Ekki er óhætt að skilja bátinn eftir stjórnlausan nema nokkra tlma I einu. Ég hef útbúnað, sem heldur bátnum stöðugt I sömu stefnu miðað við vindátt, en vindar geta breytt skyndilega um stefnu og þar með báturinn lika, sagöi Heinz Sacher. En varð hann þá ekki hvlld- inni feginn, þegar hann loks komst til Austfjarðanna. — Það var nú öðru nær. Ég kom inn til Seyðisfjarðar klukk- an ellefu um kvöld og tollþjónn- inn á staðnum kom um borð. Konan hans er þýzkumælandi, enda ættuð frá Austurrlki. Hann bauð mér þvl heim til sin og þar sátum við fram eftir allri nóttu og spjölluðum, segir Heinz Sacher. Þýzki siglingamaðurinn sagðist þvl miður ekki hafa tækifæri til að hafa langa við- dvöl á Islandi að þessu sinni. Vinnan biði I Þýzkalandi. — Þegar nægir peningar hafa safnazt, heldur maður svo aftur af stað. Kannski verð ég kominn I kringum hnöttinn fyrr en var- ir. Það er ekki langt slðan 65 ára gamall maður sigldi kringum hnöttinn einmitt á sams konar bát og mlnum, segir Þjóðverj- inn. En skyldi ekki vera einmana- legt að sigla um heimshöfin, einn á litlum báti? — Nú, það er ekki mjög auö- velt a finna sér félaga, sem hef- ur áhuga á að eyöa ævi sinni um borö I litlum báti. Viö getum sagt, að ég sé að leita mér að konu, sem vill halda I langferðir á seglbát. Gallinn er bara sá, að konur eru ekki ýkja hrifnar af sliku. Helgarferð um sundin, þar sem hægt er að sleikja sól- skinið á þilfarinu og drekka kaffi er allt I lagi, en aö sigla I kringum hnöttinn, það er annaö mál, sagði Heinz Sacher að lok- um. AOSÓKN í HELGARFCRÐIR FíR íFTIR VFÐURFARI VIKUNNAR í REYKJAVÍK — Það fer mikið eftir veðrinu i Reykjavik i vikunni, hvort fólk fer út úr bænum um helg- ar, sagði Tómas Einarsson, hjá Ferða- félagiíslands, við Visi i gær. — Ef veðrið er gott hér, t.d. á fimmtu- dag og föstudag, vilja allh’ komast út úr bæn- um, en minna, ef hér er þungskýjað. Þórsmörk og Landmanna- laugar eru eftir sem áður með vinsælustu stöðunum, sem Ferðafélagið býður upp á. í fyrra fóru um 18 þúsund manns um Landmannalaugar og 17 þúsund um Þórsmörk. Mörkin hefur þó llklega vinninginn með dvalargesti. Auk þessara tveggja staða er Ferðafélagið með fastar ferðir á Kjöl, sem hefur verið sæmilega mætt I. Þá er einnig farið i aukaferðir svo sem á Tindafjallajökul og Heklu og hafa þær gengið nokk- uð sæmilega. Þær ferðir eru meira fyrir útilegufólk, þvi þar er aðeins gist i tjöldum. Ferðafélagið hefur einnig gengizt fyrir gönguferðum í ná- grenni Reykjavikur og hefur þátttaka verið sæmileg, þegar vel hefur viðrað. A miðviku- daginn er fyrirhugað að ganga á Mosfell og á sunnudag upp i Hengilsfjöll. —ó T Þó kannt ekki að dagsetja bréf Kanntu aðdagsetja bréf? Það er mjög til efs. Eða hvað lestu til dæmis út úr þessari dagsetn- ingu 1975-04-11? Þetta er dag- setning samkvæmt islenzkum staðli, sem gefinn hefur verið út og ætlazt er til að verði notaður i framtiðinni. Dagsetningin þýðir 11. april 1975, árið kemur fyrst, siðan mánuðurinn og að lokum dagurinn. Þetta er nákvæmlega öfug röð við það, sem flestir íslendingar hafa talið rétta til þessa. En hvernig stendur á þvi að skrifa á dagsetninguna aftur á bak? Þvi svarar Sverrir Júllus- son, fulltrúi, sem setið hefur i nefnd, sem tekið hefur saman skrifstofustaðal. — Þegar jafn mikilvægt atriði og dagsetningar eru ritað- ar eingöngu með tölustöfum er mikilvægt, að það sé gert með samræmdum alþjóðlegum. hætti. Þetta gildir einkum nú, þegar ferið er að senda ýmis viðskiptaeyöublöð og skjöl milli landa á fjarritunarbúnaði til dæmis, sagði Sverrir. — Alþjóðlega stöðlunarsam- bandið I Genf mælir með þvi, að dagsetningarnar séu ritaðar með fallandi hætti, það er að segja að fremst sé stærsta ein- ingin, siðan minni og að lokum sú minnsta, eins og gert er I annarri uppröðun. — Þessi ritunarmáti dag- setninga er nú orðin almennur I Sviþjóð og mjög algengur á hin- um Norðurlöndunum. Við rek- um ekki mikinn áróður fyrir notkun þessa staðals hér. Mönn- um er frjálst að nota staðalinn og það hagræði sem samfara honum er. Það var ekki knýj- andi nauösyn að setja umgetinn staðal fyrir tsland, en við vild- um þó fara að tilmælum Alþjóðasamtakanna um þetta vegna framtiðarþróunar hér- lendis, sagði Sverrir Júllusson að lokum. — JB FÍB hvetur til hreinlœtis: GEFUR RUSLAPOKA TIL AÐ HAFA í BÍLUNUM Vegaþjónusta FtB mun i sumar eins og undanfarin sum- ur aðstoða ferðafólk á vegum úti um helgar. Eru bifreiðir stað- settar á öllum aðalleiðum landsins. FtB vill benda ökumönnum á að hafa meðferðis helztu vara- hluti I bifreiðir sinar eins og kerti, platinur, kveikjuþétti, kveikjulok, kveikjuhamar og viftureim, svo eitthvað sé nefnt. Næstu 2-3 helgar mun FIB I samvinnu við Náttúruverndar- ráð og Landvernd dreifa plast- pokum ásamt tilheyrandi fest- ingum til akandi ferðamanna. Er ætlazt til að ferðamenn safni rusli I poka þessa og losi sig síðan við þá I sorptunnur I stað þess að henda rusli út úr bif- reiðum. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að dregið verður úr kvittun- um þeim, sem vegaþjónustubif- reiði.rnar gefa um miðjan ágúst og munu vinningshafarnir fá af- hent öryggistæki I bifreið sina. En öryggistækin eru slökkvi- tæki, sjúkrakassi, höfuðpúðar og fleira. —HE Sveinn Oddgeirsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, heldur hér á kassa með ruslapokunum góðu. Þeim fylgir grind með segul- festingu, sem hægt er að setja beint á járn I bilnum. Sé járnið ekki fyrir hendi, fylgja llka járnplötur, sem lima má á ann- an flöt og leggja svo segulstálið að. Ljósm. Bj. Bj.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.