Vísir - 15.07.1975, Side 7

Vísir - 15.07.1975, Side 7
HVAÐ VARD UM HRYLLINGINN? HAFNARBtó: „Williard” Aðalhlutv.: Bruce Davison Leikstj.: Daniel Mann. Hin heimsfræga mynd „Earthquake” (Jarðskjálfti) er einna frægust fyrir það, að áhrif myndar eru undirstrikuð með miklum skjálfta, sem er fram- kallaður með hljóðbylgjum þannig, að áhorfendurnir gripa um stólarmana skelfingu lostn- ir. Á svipaðan hátt mætti bjarga við myndinni „Willard”, sem Hafnarbió sýnir um þessar mundir. Það þyrfti að sleppa lausri rottu i sýningarsalnum, til að áhorfendurnir upplifðu raunverulega þann hrylling, sem sagt er frá i auglýsingum kvikmyndahússins. Ég vil leyfa mér að leiðrétta auglýsingu Hafnarbiós. Hún mætti vera á þessa leið: „Taugaveikluðu fólki er óhætt að fara einsamalt að sjá þessa mynd”. Það er vissulega aðdáunar- vert, að hægt skuli vera að gera kvikmynd, þar sem mikill rottu- skari breiðir sig yfir sýningar- tjaldið, án þess að óhugnað setji að áhorfendum eitt einasta sinn. Umsjón: Jón Björgvinsson Þórarinn Jón Magnússon Jafnvel ekki einu sinni, þegar rotturnar ráðast i hundraða tali á karlmann og byrja að éta hann! Daniel Mann er ágætur leik- stjóri og hann á mikið hrós skil- ið fyrir þessa mynd. Hún er i alla staði hin vandaðasta. Hon- um bara mistekst að skapa þann hrylling, sem framleið- endur hafa greinilega ætlazt til af honum. Mynd, sem fengi á- horfendur til að æpa og veina. Willard er ungur piltur, sem býr i stóru húsi ásamt móður sinni, sem er sjúklingur. Hann þrælar á skrifstofu fyrirtækis, sem faðir hans hafði stofnað, en hann er nú látinn og fyrirtækið komið i eigu óþokka, sem Will- ard hatar stórkostlega. Willard er einmana og það er allt gert til að vinna honum samúð áhorfandans. Vinnuveit- andanum, móðurinni og ætt- ingjum pilts er stillt fram sem leiðindapakki. Stundum er jafn- vel lögð of mikil rækt við það, eins og t.d. með afmælisveizl- unni, þar sem fólkið er gert að algerum trúðum. 1 einmanaleika sinum fer Willard að gæla við rottur, sem hann finnur i garðinum við hús- ið. Hann fer að fóðra þær, búa þeim samastað og kenna þeim að hlýða einföldum skipunum. Loks er hann kominn með þær i kjallara hússins og þar fjölgar þessum rottum óðfluga. Eink- um eru það tvær rottur, sem hænast að Willard. önnur er hvit og fær nafnið Socrates, hin er svört og fær nafnið Ben. Grófgerðar andstœður Laugarásbió: „Breezy” „Breezy ” Leikstjóri: Clint Eastwood Leikendur: William Holden og Kay Lenz, Leikstjórinn Clint Eastwood og leikarinn William Holden við upptöku myndarinnar „Breezy” I Holiywood. Myndin um stúlkuna Breezy er hvort tveggja i senn einföld að efni til og atvinnumannalega unnin tæknilega séð. Kvik- myndahandritið er byggt upp á einni meginhugmynd eins og raunar flest slik handrit en fátt er spunnið i kringum það. Hugmynd höfundarins er að sýna fram á, að ástin ein skipti máli, en ekki þær kringum- stæður, sem hún vaknar við. Höfundurinn undirstrikar þessa hugmynd sina gróflega með þvi að etja saman fólki, sem ytri að- stæður benda til að eigi ná- kvæmlega ekkert sameiginlegt. Hann er hrukkóttur kaup- sýslumaður kominn yfir fimmtugt, sem ekur um á Lin- coln bil og býr i glerhöll. Hún er 18 ára föruhippi, sem elskar bæði menn, skepnur og fegurð hafsins. Hippar hafa yfirleitt átt mjög upp á pallborðið hjá kvik- myndahöfundum vestanhafs. Þegar þeir etja saman kyn- slóðunum tveim i myndum sin- um er það yfirleitt hugmynda- fræðikerfi eldri kynslóðarinnar, sem hrynur til grunna, en ekki heimspeki hippanna. Þannig fara leikar lika hér. Stúlkan tel- ur, að ástin ein gildi en ekki aldursmunurinn og kaupsýslu- maðurinn aldraði fellst loks á þessa skoðun, sem er gagnstæð hans eigin. Þessi sláandi andstæða skemmir þó meira fyrir boðskapnum en bætir. Ahorf- andinn skynjar fremur barna- skap en ástir i leik stúlkunnar og samband skötuhjúanna á þeim forsendum, sem kvik- myndin gerir ráð fyrir verður óraunsætt. Boðskapurinn hefði fengið betri byr hefði persónu- sköpunin ekki verið jafn gróf- gerð. Þessi mynd er þriðja mynd leikstjórans Clint Eastwood og jafnframt sú fyrsta, sem hann leikur ekki jafnframt aðalhlut- verkið i. Hann gerir sér það að vfsu að leik að sjást i fjarska i einu atriði myndarinnar eins og nokkrir aðrir leikstjórar hafa gert að vana sinum. Það er i atriðinu þegar elskendurnir i myndinni eru á göngu með hund sinn á trébryggju, að Clint East- wood bregður fyrir i bakgrunni. Eða kannski var hann bara að álpast röngum megin við myndavélina. Eins notar hann tækifærið til að auglýsa siðustu mynd sina „High Plains Drifter” annars staðar i myndinni. Við munum kannski, að i þeirri mynd ein- mitt jarðaði hann Sierra Leone með þvi að grafa nafn hans á einn krossinn i kirkjugarðinum. 1 þessari mynd sinni reynir Eastwood að varpa frá sér þeim áhrifum, sem hann hafði orðið fyrir af leikstjórn Leone. —JB KVIKMYNDA- HÚSIN í DAG: **** AUSTURBÆJARBIÓ: „Fuglahræðan'” ** TÓNABIÓ: „Allt um kynlifið” *** GAMLA BÍÓ: „Reiði guðs” ** HAFNARBÍÓ: „Willard” ** LAUGARASBIÓ: „Breezy”. óhugnaður? Nei, miklu fremur hugijúf dýralifsmynd. Allur fyrri hluti myndarinnar fer i að fylgjast með fóstrustörf- um Willard og fyrir hlé hefur tekizt að koma þvi svo fyrir, að áhorfendum er farið að geðjast bærilega vel að þessum rottum. En það er vist áreiðanlega ekki það, sem til var ætlazt. Þegar svo Willard beitir þess- um her sinum i viðureigninni við vinnuveitanda sinn eru á- hrifin litið meiri en þó hann hefði notað byssu eða eitthvert álika ófrumlegt vopn. Það mun hafa verið sá hirin sami, sem þjálfaði rotturnar fyrir þessa kvikmynd og þjálf- aði alla fuglana fyrir hryllings- mynd Hitchcocks „The Birds”. Og fyrst þá mynd ber á góma er óhættað gera samanburð: „The Birds” var hryllingsmynd, þar sem dýrin voru gerð að ógn- vekjandi óvini. „Willard” er aftur á móti óvenjuleg mynd um óvenjuleg gæludýr, en er langt frá þvi að vera hrollvekjandi. Nærmyndir af rottunum eru vel teknar og „leikhæfileikar” rottunnar Ben njóta sin til fulls. Já, vel á minnzt. Þessi Ben lifði myndina af og er aðalsöguhetj- an i mynd, sem gerð var i fram- haldi af þessari og ber sú mynd einfaldlega nafnið „Ben”. —ÞJM Sá tryggir sinn hag, sem kaupir SKODA í dag! SBCODA 'oo/iio verö frá kr. 655.000.- Verð tíl öryrkja 480.000.- Skoda 100/110 eru meðal alhagkvæmustu bifreiða í rekstri. í nýafstaðinni sparaksturskeppni hafnaði Skoda 110L í öðru sæti í sínum flokki 1100—1300 cc. með aðeins 4,6 lítra meðalbensíneyðslu d 100 km. Um varahlutaþjónustu okkar nægir að segja hana „frábæra". Hún rís vel undir því. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBODIÐ Á ISLAND/ H/E Auðbrekku 44-46, Kópavogi - Sími 42600 I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.