Vísir - 15.07.1975, Síða 8

Vísir - 15.07.1975, Síða 8
8 Vlsir. Þriðjudagur 15. júii 1975. \ Feit og falleg, stóð stórum stöfum í einu erlendu tízkublaði, þegar við flettum því. Ekki er vístaðallir séu sammála. Hvað um það, tízkan í ár er ágæt fyrir þær, sem bera utan á sér aukakíló. Loksins kom eitthvað i tizk- unni, sem ekki aðeins horgrind- ur geta leyft sér að ganga i. Nú á allt að vera hólkvitt, og ekkert má falla að eða gefa til kynna, hvernig linurnar eru. Siddin er svo samkvæmt þvi, en hér á meðfylgjandi myndum sjáum við dæmi um það, að feit-, ar geta leyft sér að fylgjast með tizkunni, ef þær kæra sig um. A annarri myndinnu eru kjól- ar, sem vera má i peysu eða blússu innan undir. Á hinni myndinni sjáum við svo hvitt pils með bláröndóttri peysu við. Hatturinn er hvitur. Umsjón: Edda Andrésdóttir Namm, þær eru girnilegar þessar. Ef einhver skyldi hafa tima eða kraft til þess að prófa eitthvað nýtt i bakstrinum, þá komum við með uppskriftina. Kiikurnar heita „hjörtu kóngs- ins”! t 20 stykki þarf: 200 g smjörliki eða smjör 1 1/2 dl strásykur 300 g (ca. 5 1/2 dl) hveiti. 1 litið egg Vanillukrem: 2 dl rjómi HÁRIÐ í SUMAR Það er nokkuð mikið að gera hjá fagfólki í hárgreiðslu þessa dag- ana. Um leið og sumarið kemur er eins og það hlaupi einhver fiðringur í fólk. Það verður að breyta og bæta, og hárið er þá eitt af því, sem er efst á lista. Hér sjáum við nokkur sem vinsælar eru hjá fag- fólkinu i sumar. Kannski finnur einhver hárgreiðslu hér við sitt hæfi: A mynd númer eitt er mjög stutt hár. Það er klippt að mestu i beinni linu allan hringinn og svo er að sjálf- sögðu toppur. Hárið er lika mjög stutt á myndum númer tvö og þrjú. Hárgreiðsla númer þrjú hefur reyndar verið nokkuð vinsæl hér i sumar. Enda óneitanlega þægilegt. A mynd númer fjögur er svo sitt hár. Þarna er lifgað upp á hárið með blóma- skrauti og einni fléttu. Fremstu hárin eru fléttuð, en hitt fær að liggja laust. Svo er það permanettið. Mynd númer fimm sýnir okkur slika lokka. Ann- ars er permanettið jafn vinsælt, hvort sem hárið er stutt eða sitt. Nammi! — Girnilegar þessar 1 1/2 msk. kartöflumjöl 1 msk. strásykur 2 eggjarauður 1 tsk smjörliki eða smjör 1 msk. vanillusykur Hrærið smjörið eða smjörlikið saman við sykurinn. Setjið eggið og hveitið saman við. Búið til déig ogleyfið deiginu að standa á svöl- um stað i klukkutima eða lengur. Vanillukrem: Rjómanum, kartöflumjöljnu, sykrinum og eggjarauðunum hrært saman i kastarholu með. þykkum botni. Sjóðið kremið á meðan þið þeytið kröftuglega, en látið suðuna ekki koma upp. Kremið á að vera þykkt. Bætið smjöri eða smjörliki út i og hrærið siðan, þar til krem- ið er orðið kalt. Bragðbætið' með vanillusykri. Siðan er að koma deiginu fyrir i formum. Þaö þurfa ekki endilega að vera hjartalöguð form. Setjið dálitið af kreminu á hverja köku, og bakið i 200 gr. heitum ofni i um 15minútur. Þegar þær eru oðrnar kaldar, eru þær teknar úr form- unum og flórsykri stráð yfir þær. Hvernig lízt ykkur á? Það er örugglega þægilegt að ganga svona til fara, en enn höfum við ekki rekizt á neinn i svona kyrtli úti á götu. Það hefur lika kannski ekki verið nógu heitt til þess. Þessi kemur reyndar beint frá Marokkó. Efnið er gróf bómull og hettan er til þess ætluð að skýla höfðinu á móti sólinni. Við þurfum vist ekki á sliku að halda, sem sjáum varla sólina allt sumarið. En búningurinn er skemmtileg- ur og svona kyrtil má sauma úr alls kyns efni, jafnt þykku sem þunnu. Stúlkan á mynd- inni er i létum sandölum með strátösku og lifgar upp á hvitan búninginn með blárri slæðu um hálsinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.