Vísir


Vísir - 15.07.1975, Qupperneq 9

Vísir - 15.07.1975, Qupperneq 9
 9 Vísir. Þriöiudagur 15. júli 1975. Geysir hefur lltiö fyrir þvl aö gjósa nú oröiö og lætur sig hafa þaö aö Strokkur skyggi alveg á hann. Þaö Geysir lætur sér nægja aö skvetta einstaka sinnum úr sér, eins og minnkar ekki áhugann hjá feröamönnum aðllta hinn mikla hver augum. Ef klkt er vel á myndina, sést, viö sjáum hér. hvernig hrúöriö hefur molnaö. Ljósm.Bj.Bj. VAÐ ER HÆGT AÐ GERA II VERNDUNAR GEYSI? Hverahrúðurslagið þolir ekki ótroðninginn og verður að ömurlegum kísilmulningi I,,Oh, hann hefur nú fengiö i nasirnar fyrr,” segir Sigurður Greipsson gllmukappi, bóndi, gestgjafi og ekki slzt sá, sem hefur haft umsjón meö Geysi I mannsaldur, og hann mokar 80 kg af sápu I Geysi, sem formað- ur Geysisnefndar, Birgir Thorlacius, hefur komiö meö. Þaö átti aö vita, hvort hans hátign þóknaðist ekki aö koma meö svo sem eitt gos I stað þess aö láta Strokk skyggja algjör- lega á sig. Strokkur lætur sig ekki muna um að sina tign sina , á 15 minútna fresti. „Hvað er verið að gera?” seg- ir einn af túristunum, sem flykkjast nú að. Ö, á að fá hann til að gjósa, hugsið ykkur, hvað ég get sagt kunningjunum þegar ég kem aftur heim til Ame- riku.” En þrátt fyrir allar fyrirbæn- ir, særingar og sápu drynur að- eins tvisvar i Geysi og hann rétt skvettir úr sér. ,,Og annað hefur hann ekki gert siðan hann gaus fyrirsjálfan forsetann, sem var hér á ferð i fyrra,” segir Sigurð- ur Greipsson, ekkert ánægður með þessi málalok. Visismenn eru raunar á ferð um hverasvæðið annarra erinda en aðeins að sjá gos (þótt það væri vissulega nóg tilefni). Þeir, sem lagt hafa leið sina þarna hafa sjálfsagt tekið eftir þvi, að Geysishatturinn eða hóllinn er orðinn verulega skemmdur vegna þess, hversu kisilhrúðurs lögin hafa molnað. Hvarvetna blasa við opin sár á þessari ann- ars fögru og litriku náttúru- smið, sem hægt er að sjá á þeim stað á hólnum, sem vatnið hefur fengið óhindrað að leika um. Á að gera göngustiga? Áhorfendapalla? Birgir segir okkur, að þeir i Geysisnefndinni hafi miklar áhyggjur af skál og hatti Geysis. Margar hugmyndir hafa komið upp til verndunar. T.d. að gera göngustiga með kaðli beggja vegna upp að skál- inni eða jafnvel að girða Geysi alveg af. Kisilmyndunin myndi þegar verða orðin falleg að ári. Það mætti lika koma upp áhorfendapöllum i hliðinni fyrir ofan. Þaðan er ágætasta útsýni yfir Geysi. En margs ber að gæta. Myndu svona stigar ekki stinga i stúf við umhverfið? Yrðu ekki ferðalangar fyrir afar miklum vonbrigðum með að sjá hinn fræga Geysi aðeins úr fjar- lægð? En eitt er vist, að eitthvað þarf að gera, ef ekki á að hljót- ast óbætanlegt tjón af völdum umferðar að skál Geysis. Hitinn undir Heklu á uppruna sinn á tindin- um? Sennilega væri hart að hlita þvi að mega ekki koma alveg að Geysi, sem er frægastur allra goshvera. Eftir honum eru slik- ir hverir kallaðir „geysers” á enskri tungu. Blm. rifjaði upp i snatri hvað hann vissi um Geysi. Það reyndist haldlitil þekking, en með i ferðinni, sem farin var þann eina dag i siðustu viku, sem veðurguðirnir voru bliðir á manninn og sól skein i heiði,vardr. Trausti Einarsson. Hann er sá, sem ritað hefur kynningarbækling um Geysi, sem Geysisnefnd héfur gefið út, og er heill fjársjóður af fróðleik um gos, innri hita jarðar og fleira. Eða vissuð þið um hug- myndir fornþjóðanna um eld- gos? T.d voru þeir undirheima- guðirnir Hefestos og Vulkanus smiðir miklir og kyntu þvi dug- lega i afli sinu. Sú visindalega skýring varlika gefin á eldgosi i fomöld, að með þvi að hiti og kuldi eru miklar andstæður megi búast við því, að mikill kuldi á fjallstindi hafi I for með sér andstæðuna, hitann, undir rótum fjallsins. Sem sagt hitinn undir Heklurótum á þá uppruna sinn I kuldanum á Heklutindi. Það er lika gaman að rifja upp, að við tslendingar eigum þó Geysi i dag, en hann átti Englendingur í nær 40 ár frá ár- inu 1894 til 1935. Það var Sigurð- ur heitinn Jónasson forstjóri, sem hlutaðist til um að hann kæmist aftur i okkar eigu og gaf rikinu kaupverð hans. I leið- inni eignuðumst við landspildu umhverfis hann sem og hverina Strokk, Blesa og Litla-Geysi. Þá segir itarlega frá uppruna hveravatns, hvernig gos verða til o.s.frv. Árið 1907 skyldi konungur sjá gos En vikjum nú að Geysishóln- um sjálfum. Trausti skýrir okkur frá þvi, að það muni hafa verið fyrir konungskomuna 1907, að Geysir var „lagfærður” á vissan hátt, þar eð gosin voru treg, en tryggja skyldi, að konungur sæi Geysisgos. Höggnar voru til hverahrúðurs- hellur um 15 cm þykkar og þeim raðað hlið við hlið og þannig múraðar niður með steinsteypu langs eftir brún Geysissskálarinnar. A þennan hátt tókst að hækka vatnsborð i Geysi. Það var sem sé hugmynd einhvers, að hækkað vatnsborð, það er að segja aukinn vatns- þrýstingur niðri i Geysispípunni myndi örva gos Geysis. Stjórn- völd hljóta að hafa staðið að baki þessari framkvæmd. „Um þennan garð vissi ég ekkert, þegar ég hóf rannsókn á Geysi „1934-35”, heldur Trausti áfram máli sinu. „Það var af þeirri einföldu ástæðu, að hann var hulinn undir um 10 cm þykku allsherjar hverahrúðurs- lagi, sem myndazt hafði siðar, til einföldunar á máli er ágætt að kalla þetta „lag A”. Eftir raufargerð 1935, til lækkunar vatnsborðsins, hófust gos að nýju og voru mjög tið. Gosvirkni var nú með fullum krafti eftir algert hlé frá árinu 1916, eftir þvi sem heimildir telja. Mikil aðsókn veldur skemmd á kisilhrúðr- inu Nú kom i ljós, að lag A þakti allan botn og barm skálarinnar og verulegan hluta af utanverð- um hólnum. Þetta lag sem var gert úr frauðkenndu hvera- hrúðri, var mjög veikt og molnaði niður, þegar á þvi var gengið. Hin mikla aðsókn sem nú varð að Geysi, leiddi fljót- lega til þess, að lag A fór að flagna af i stykkjum. Og það var þá, sem i ljós kom hinn múraði garður undir lagi A. Það var strax augljóst, að lag A hlyti að fara, enda er það löngu horfið. Steinarnir úrgarð- inum höfðu raskazt, áður en lag A óx yfir hann og var nú harla litil prýði að þeim. Múrun garð- steinanna hafði sýnilega ekki haldið þeim lengi föstum, eftir að garðurinn hafði verið gerður. Þessir fornu garðsteinar hlutu einnig að fara. Eftir stóð þá kisilhóllinn frá þeim tima, er gos höfðu verið tið. Hann var gerður úr miklu harðara kisil- hrúðri en lag A. Nákvæmlega sagt, hann var gerður úr fjölda þunnra kisillaga. Þessi þunnu lög voru ekki vel samvaxin, mynduðu ekki samfelld sterka hellu. Efstu lögin molnuðu þvi, þegar á var gengið. Með hinu mikla aðstreymi fólks var eyð- ing hólsins alveg fyrirsjáan- leg.” Sem sagt við stöndum þá frammi fyrir þvi vandamáli i dag: Annaðhvort eyðileggingu Geysishólsins með allri þeirri litadýrð og fegurð, sem þar mætir auganu, eða að gera ein- hverjar ráðstafanir til úrbóta. Hvað á Geysisnefndin að gera? Hafa vörðum Geysi dag og nótt. Myndi vörðuryfirleitt geta bægt fólki frá? Á að setja mannhelda girðingu i kringum Geysi? Eiga að vera útsýnispallar? Gang- stigar? Þessum spurningum er ósvarað i dag, og við yfirgáfum Geysishólinn og litum um leið enn einu sinni á fallega hrúðriö sem aðeins hefur náð að mynd- ast, þar sem vatnið flæðir yfir og ekkert er gengið. En hvað það væri gaman ef hóllinn væri svona aftur. — E VI Trausti Einarsson og Birgir Thorlacius horfa á, þegar Sigurður Greipsson gefur Geysi að smakka á svolitilii sápu. Magnús Blöndal hjálpar til. Hattur Geysis er geröur út fjölmörgum þunnum klsilhrúðurslögum, sem eru afar viðkvæm og molna auðveldlega. Hér eru nokkrir ferðalangar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.