Vísir - 15.07.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 15.07.1975, Blaðsíða 11
10 Vísir. Þriðjudagur 15. júli 1975. Unglingalandsliðið í golfi yngt upp! Unglingalandsliðið i golfi —21 árs og yngri — sem tekur þátt I Evrópu- meistaramótinu í Sviss i næstu viku, hefur veriö valið. í hópnum, sem skip- aður er sex piltum, eru þrir, sem aldrei hafa verið i unglingalandsliði áður, en tveir úr hópnum voru með i fyrsta sinn i fyrra og einn er nú i þriðja sinn i unglingalandsliði islands i golfi. Piltarnir sem skipa liöið i ár eru: Loftur Ólafsson GN Sigurður Thorarensen GK Kagnar ólafsson GK Geir Svansson GK Jóhann R. Kjærbo GS Hálfdán Þ. Karlsson GK. Þeir Geir, Jóhann og Háifdán cru nýliðar, en elztur i hópnum er fyrir- liðinn, Loftur ólafsson, en hann var I liðinu I fyrra ásamt Sigurði og Ragn- ari. Björgvin Þorsteinsson, íslands- meistarinn frá Akureyri, var þá einnig með, en hann er nu kominn yfir aldurstakmark keppenda. Þá voru þeir einnig I liðinu Jóhann Óli Guð- mundsson og Atli Arason, en þeir voru nú ekki valdir — þrátt fyrir að þeir hefðu aldur — og kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir, sem fylgjast með okkar betri golfmönnum. Er þarna sýnilega aðeins verið að yngja upp unglingalandsliðið!! — en hvort það er til þess betra eða verra á að koma i Ijós þegar á hólminn er komiö I næstu viku. —klp— ÍR sigraði í stigakeppninni — enda aðeins Ileldur var dauft yfir slðari degi meistaramóts Reykjavikur I frjáls- Iþróttum, sem fram fór á Laugardals- vellinum á föstudaginn og segja má, að mótið hafi algjörlega fallið I skugg- ann af Landsmóti UMFl, sem þá var hal'ið á Akranesi. Eini ljósi punkturinn i mótinu var 100 m hlaup Armenningsins unga, Sigurðar Sigurðssonar, sem hljóp á 10,7 sek, og setti nýtt drengjamet i hlaupinu. Sigurður, sem er aðeins 17 ára hefur tekið miklum framförum i sumar og má mikiís vænta af þessum unga manni I framtfðinni, haldi hann áfram á þessari braut. t 1500 m hlaupinu háðu þeir Ágúst Asgeirsson ÍR og Gunnar Páll Jóa- kimsson 1R harða keppni, en daginn áður hafði Gunnar nærri verið búinn að sigra Agúst I 800 m hlaupinu. Agúst mátti hafa sig allan við — fékk timann 4:04.6, en timi Gunnars var 4:04.8 min. Úrslit i öðrum greinum á mótinu urðu þessi: 400 m hlaup Bjarni Stefánsson KR 50.0, 110 m gr. Stefán en Skautafélagið rak lestina með einn keppanda Hallgrimsson KR, 14,9 sek, þristökk Friðrik Þór Óskarsson IR 14.37 m, stöng Valbjörn Þorláksson KR 4.0 m kringluk. Erlendur Valdimarsson SR 54.14 m, boðhlaup sveit ÍR á 3:51.0 min. tR hlaut flest stigin i karlagreinum, 28392 og i öðru sæti kom KR með 11185 stig. Sama lægðin var yfir kvenfólkinu og litið um góð afrek, en úrslitin i kvenna- greinunum urðu þessi: 4x400 m boðhl. sveit Armanns 4:49.4 min, kringluk. Sigriður Eiriksd. 1R 26.02, lOOm hlaup Erna Guðmundsdóttir KR 12.6 sek, langstökk Lára Sveinsdóttir A 5.04 m og I 400 m hlaupi sigraði Ingunn Einarsdóttir tR á 61.2 sek. Armann hlaut flest stigin i kvenna- greinunum 14843 og I öðru sæti kom ÍR með 12218 stig. t stigakeppninni sigraði IR, hlaut 40610stig, Armann hlaut 23713stig, KR hlaut 16868 stig og Skautafélag Reykjavikur rak lestina með 1814 stig, enda átti félagið aöeins einn keppanda á mótinu!.... Norðmenn hafa valið sitt lið Norðmenn hafa nú tilkynnt þá 11 leikmenn, sem hefja leikinn gegn ts- landi i Bergen á fimmtudagskvöldiö, þegar seinni landsleikur i undan- keppni Ólympiuleikanna I knattspyrnu verður leikinn. Aðeins ein breyting verður á liöinu frá siðasta leik, en það er, að Sigbjörn Slining Viking, var bætt i liðið. Slining er orðlagður fyrir að gefa aldrei eftir og er greinilegt, að Norðmenn búast við hinu versta og vilja vera við öllu búnir. Landsiið Noregs verður þannig skip- aö: Erik Johannessen, Sigbjörn Slin- ing, Svein Gröndalen, Thor Egil Johanesen, Helge Karlsen, Svein Kvia, Frode Larsen, Svein Mathisen, Trond Petersen, Helge Skuseth og Stein Thunberg. Drengjamet Sigurðar var eini Ijósi punkturinn Þessi skemmtilega mynd sem tekin var á landsmóti UMFt á Akranesi um helgina er af Elinborgu Gunnarsdóttur HSK, sem varð stigahæst I sundi. Elinborg keppti I þrem sundgreinum 100 m og 200 m bringusundi og 200 m fjórsundi. Elinborg vann einnig bezta afrck konu I sundinu 1200 m bringusundi, syngi á 3:02.9 min. Hún átti þvi stærsta þáttinn i að HSK hlaut flest stigin 1 stigakeppninni i sundi. Karl náði ekki prófi hjá Knapp Sigurður Dagsson er einnig meiddur og Elmar Geirsson fékk ekki frí úr vinnu, og því verða þessir þrír ekki með í landsleiknum við Noreg á fimmtudagskvöldið Þrir menn sem voru i landsliðs- hópnum á móti Noregi á dögunum verða ekki með I siðari leiknum við Noreg á fimmtudagskvöldið i Bergen. Það eru þeir Sigurður Dagsson, Karl Hermannsson og Elmar Geirsson. Elmar fékk sig ekki lausan úr vinnu i Þýzkalandi, og einnig mun hann hafa haft takmarkaðan á- huga á að leika eftir aö hafa þurft að hita varamannabekkinn nær allan leikinn á móti Norðmönnum á dögunum. Sigurður Dagssori er enn meiddur á fingri eftir að hafa bjargað siðasta skoti Norðmanna á markið i leiknum á Laugardals- vellinum með honum, og Karl Hermannsson var settur út eftir að Tony Knapp hafði kannaö meiðsli hans I gærkvöldi. Þá kallaði hann fyrir Karl og Gisla Torfason og lét þá gera ýmsar æfingar til að sjá hvernig meiðsli þeirra hæfust við. Gísli stóðst prófið, en Karl ekki, og missti hann þar með af ferðinni, sem hófst i morgun, en þá lagði liðið af stað til Noregs. Einhverjir fleiri munu hafa átt við smávægileg meiðsli að striða — þar á meðal þeir Árni Sveins- son, Arni Stefánsson og Teitur Þórðarson, en þeir sluppu allir i gegn. Þeir sem koma inn I hópinn fyrir Elmar, Karl og Sigurð eru: örn óskarsson IBV, Grétar Magnússon IBK og Þorsteinn Ólafsson IBK. En 16 manna hóp- urinn sem fór utan I morgun er annars skipaður þessum mönn- um: Arni Stefánsson Fram Þorsteinn ólafsson tBK Gisli Torfason IBK Marteinn Geirsson Fram Jón Pétursson Fram Jóhannes Eðvaldsson Holbæk Björn Lárusson ÍA Guðgeir Leifsson Viking Olafur Júliusson IBK Hörður Hilmarsson Val Grétar Magnússon tBK Jón Alfreðsson tA Árni Sveinsson tA örn Óskarsson IBV Teitur Þórðarson tA Matthias Hallgrímsson tA. Tony Knapp þjálfari liðsins sagði, er við töluðum við hann I gærkvöldi, að hann gæfi liðiö, sem ætti að leika, ekki upp fyrr en rétt fyrir leikinn á fimmtudaginn. ,,Ég hef það hérna uppi” sagði hann um leið og hann benti á höf- uð sitt — en það fær enginn að vita það fyrr en rétt áður en við förum inn á. Það er slæmt að missa þessa þrjá menn úr hópnum — allt eru þetta góðir leikmenn og félagar, en ég vildi ekki taka þá áhættu að hafa þá meidda með i förinni og Elmar fengum við þvi miður ekki lausan úr vinnu”. —klp— Visir. Þriðjudagur 15. júli 1975. 11 flestir dœmdu með í slagnum Liðið sem niður enn Fram sigraði FH í 1. deildinni í gœrkvöldi og er í efsta sœti ásamt Akranesi með 12 stig — 4 stigum á undan nœstu liðum Þegar fyrstu umferð 1. deiidar- keppninnar í knattspyrnu lauk og FH hafði sigraðFram, voru flest- ir knattspyrnuunnendur á þvi, að Fram yrði i fallbaráttunni i ár. Árið áður hafði liðið verið i fall- hættu fram á siöustu stund — og þá með toppliö — en nú voru flest- ar stjörnurnar horfnar til ann- arra félaga og Fram orðið að „dubba upp” gamla knattspyrnu- menn til að fylla i skarðið. En Fram hefur komið á óvart. Mótlætið og hrakspár hafa orðið til þess að þjappa liðinu saman og nú er svo komið, að enginn talar lengur um Fram sem fallkandi- dat heldur sem liðið, sem berst um meistaratitilinn. Liðið er komið með 12 stig úr 8 leikjum — jafnmörg og Akranes —- og tvö þau siðustu bættust i safnið I gærkvöldi. Þá sigraði Fram FH með tveim mörkum SJAÐAN Ursliti áttundu umferð 11. deild urðu þessi: gegn engu á Laugardalsvellinum og trjónar nú i öðru sæti á töflunni með aðeins óhagstæðari marka- tölu en Skagamenn. Mörgum hefur þótt mikil „heppnisþefur” af sumum sigr- um Fram i sumar — eins og þeim þótti liðið oft óheppið i deildinni i fyrra. En þannig er það oft með lið, sem vegnar vel og sigrar i mörgum leikjum með litlum mun. Hver man ekki eftir „KR- heppninni”, sem allir töluðu um hér á árunum, þegar KR var og héteitthvað iknattspyrnunni. Um hana er ekki lengur talað, og það vafasama sæmdarheiti flutt yfir á önnur félög. Sigur Fram i leiknum i gær- kvöldi var enginn heppnissigur — og heldur hefði ekkert verið hægt að segja, þótt leiknum hefði lokið með jafntefli eða sigri FH. Fram hafði einfaldlega enga afgerandi yfirburði i leiknum fyrr en staöan var orðin 2:0, en þá tók liðið öll völd og gat hæglega bætt við fleiri mörkum. FH-ingarnir áttu ekki minna i leiknum i fyrri hálfleik og náðu oft upp sæmilegum leikköflum. En þegar kom að markinu varð litiö úr leiknum — þar tóku þeir Marteinn Geirss., Jón Pétursson og Arni Stefánsson við og sendu boltann, og alla FH-ingana, til baka. Þar er múrinn, sem liðun- um hinum gengur illa að brjóta, og á honum stendur eða fellur Framliðið. Annars var kraftur i báðum lið- um og mikill hraði i leiknum — en tækifærin fá. Það var ekki fyrr en á 10. minútu siðari hálfleiks, sem eitthvað stórt gerðist við mörkin — og þá var það við mark FH. Eggert Steingrimsson tók aukaspyrnu á miðjum vallar- helming FH og sendi inn I teiginn. En þar stóð ölií'H vörnin eins og trédrumbar, þegar Marteinn og Jón P. hlupu fram, og Marteinn gat einn og óhindraður skallað i netið. Hann var aftur á ferðinni þrem minútum siðar — en þá við hitt markið — og bjargaði á linu, eftir að Arni Stefánsson hafði farið i „ævintýraferö” úr markinu og misst af boltanum. Við þetta mótlæti dofnaði yfir Hafnfirðingunum, og úr þeim fór allur vindur, þegar Fram skoraði annað markiö á 25. minútu. Þá skautRúnar Gislason þrumuskoti á mark FH úr opnu færi, en ómar Karlsson markvörður FH hafði hendur á boltanum og sýndi við það mikil tilþrif. En skot Rúnars var fast og hann missti boltann frá sér rétt yfir marklinuna. Um það hvort boltinn hefði far- ið yfir llnuna var nokkuð deilt á eftir —en bæði leikmenn Fram og FH, semnæstir stóöu, svo og linu- vörðurinn þeim megin á vellin- um, sögðu okkur, að hann hefði allur farið yfir, er viö spurðum þá eftir leikinn. Sem fyrr var „trióið” Mar- teinn, Jón P. og Árni beztir af Frömurunum. Einnig áttu þeir á- gætan leik Erlendur Magnússon, Gunnar Guömundsson og Eggert Steingrimsson. Að visu var Jón P. stundum heldur of grófur og sömuleiðis Agúst Guðmundsson. Hjá FH báru þeir af Pálmi Sveinbjörnss., Janus Guðlaugss., Ólafur Danivalsson, en annars var FH-liðið nokkuð jafnt og leik- ur oft skemmtilega saman. Dóm- ari var Guðmundur Pétursson og hafði hann nóg að gera, bæði við að gefa áminningar — fyrir að yfirgefa völlinn án hans leyfis — og að dæma á gróf brot, en samt sleppti hann mörgum. —klp— Eitt mark hjá KR... Matthias Hallgrimsson, fremst á myndinni, skorar eina mark Skagamanna I 1:0 sigri þeirra á móti KR i 1. deildinni á sunnu- dagskvöldið. Skotið var á mark- ið úr löngu færi og ætlaði Magn- ús markvörður KRrliggjandi og horfir á eftir boltanum — aö taka það, en Matthias kom á milli og sendi boltann I netið. Yfir 2000 áhorfendur sáu þennan leik, en fæstir höfðu skemmtun af honum. Ljósmynd: Bjarnleif- ur. Valur — ÍBK 1-2 Vikingur —ÍBV 6-1 KR — í A 0-1 Fram — FH 2-0 Staðan í 1. deild er IIÚ þessi Akranes 8 5 2 1 16:7 12 Fram 8 6 0 2 10:3 12 Vikingur 8 3 2 3 9:6 8 Keflavik 8 3 2 3 7:7 8 Valur 8 2 3 3 9:9 7 KR 8 2 2 4 4:6 6 FH 8 2 2 4 6:16 6 ÍBV 8 1 3 3 8:15 5 Markahæstu menn eru: Matthias Hallgrimsson ÍA 6 Guðmundur Þorbjörnsson Val 6 Örn Óskarsson tBV 5 Sigurður Dagsson — siðasta skot Norðmanna I fyrri leiknum gerði það að verkum, að hann missir af þeim síðari. 1 i . v \>v X\: X f $ \\ & xqSk j Stefán Guðjohnsen skrifar frá Brighton: emmurnar gerðu muninn Leikur okkar gegn titilhöfunum var harður bardagi, en tvær slemmur reyndust gera allan muninn, þcgar upp var staðið. Fyrri hálfleikur var tiltölulega rólegur. Þegar hann var hálfnað- ur, var staðan jöfn, 5-5. En þá fóru Hallur Simonarson og Þórir Sigurðssou i game á hættu, sem vannst, meðan Frakkar spiluðu tvo. Tveim spilum siðar vann ég fjóra spaða doblaða, þegar Stoppa varð á i messunni. Sá vinningur fór þó aftur út i næsta spili, þegar ég tók ranga ákvörð- un á háu sagnþrepi. — Eftir hálf- leikinn var staðan 32-18 fyrir okk- ur. t siðari hálfleik voru spilin hin erfiðustu viðureignar, en þessar tvær slemmur rak á fjörurnar. G10 AK943 KG8 A107 AK542 G87 864 AD Þórir og Hallur sögðu þannig: Vestur Austur 1 T 2 L 2 T 2 S 2 G 4 G 5 T 6 T Eftir hjartaútspil var Þórir fljótur að hesthúsa tólf slagi með þvi að taka tvo hæstu i tigli, en þá kom drottningin rúllandi. Tók hann siöan siöasta tromp og gaf einn á spaða. Lebel og Mari höfðu stanzað i 3 gröndum á móti okkur Símoni, svo að spilið gaf okkur tiu stig. En þá kom stóra slemman nokkrum spilum siðar: Stefán Simon A10954 KG A K1074 — AG98 KDG8764 A103 Stoppa liafði stanzað i sex lauf- um, en hjá okkur Simoni spann maskina „Bláa laufsins” lopann alla leið upp i 7 lauf, sem unnust auðveldlega. Lokatölurnar urðu svo þær, að við unnum siðari hálfleik lika, 50- 41, sem þýddi 15-5 vinningsstig. Þannig erum við alls komnir með 55 vinningssiig. Stefán.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.