Vísir - 17.07.1975, Page 2

Vísir - 17.07.1975, Page 2
2 TÍSBSPYR: Hver verða viðbrögðin erlendis við útfærslunni? Sveinb jörn Magnússon, af- greiðslumaður: Ég geri ráð fyrir að Bretar og Austur-, ekki siður en Vestur-Þjóðverjar, muni hegða sér þannig að strið verði óumflýjanlegt. Við megum samt ekki láta óttann við það kúga okk- ur til samninga. Sigurður Guðmundsson, sjómað- ur: Það verða allir óðir úti, sem einhverra hagsmuna hafa að gæta. Ég reikna þó ekki með þorskastriði. Ef við neyðumst til samninga megum við alls ekki hleypa þeim inn fyrir 50 milurn- ar. Páll Guðmundsson, skipstjóri: Ég er hræddur um, að að minnsta kosti Bretar muni ekki sam- þykkja útfærsluna mótmæla- laust, enda þótt ég voni að ekki komi til annars þorskastríðs. Bágt eiga þeir þó með að segja nokkuð, þar sem rætt er um út- færslu í Bretlandi. Hallgrimur Pétursson: Bretarnir halda örugglega áfram að sækja á okkar mið. Það eina, sem við getum gert, er að efla gæzluna. Dagrún Kristjánsdóttir, hús- mæðrakennari: Hætta er á að Bretarnir haldi áfram að sækja á miðin og séu þvi ekki ýkja hrifnir af útfærslunni. Vænlegast er sennilega að reyna að fara samn- ingaleiðina að þeim, en semja við þá sem sá sterki. Sven Brander, danskur feröa- maður: Flestar þjóðir munu styðja ykkur, en ég er hræddur um að Bretarnir muni enn reyna að þvinga með vopnavaldi. Þið vinnið hins vegar móralskt séð. Vísir. Fimmtudagur 17. júli 1975. u LESENDUR HAFA ORÐIÐ LEYNIÞRÁÐUR MILLI MANNS, HESTS OG HUNDS" heimilisdýrið? Tryggur gamli skrifar: „Undarlegt þykir mér það innlegg Sambands islenzkra dýraverndarfélaga i hundamál- inu.að „milli manns og hests og hunds hangi leyniþráður.” Ég vissi ekki betur en hundamálið væri einskorðað við hundahald i þéttbýli, en nú læðist að mér sá skelfilegi grunur, að hesturinn verði næsta mál á dagskrá. Ég get alveg áætt mig við að hundar séu i stöku húsi i þétt- býli, sé þeirra þokkalega gætt og vel með þá farið. Ég hef sjálfur reynslu af þvi, að hundar sem alast upp i þéttbýli, sakna engan veginn viðáttunnar sem þeir kynntust aldrei, né heldur sjá þeir eftir rollunum. Þeir hafa þessa árans þéttbýlisketti i staðinn.og ég segi bara eins og er: Mér liður alltaf vel þegar ég sé hund hlaupa ærlega i kött. Kötturinn er nefnilega.... nei, sleppum þvi, nóg að halda sig við hunda og hesta. Ég vona af alefli, að næsta baráttumál andhundbanninga verði ekki að leyfa hross i bif- skúmum eða holinu. Það er yfr- ið nóg að hafa þetta allt i kring- um þéttbýlið og geta ekki einu sinni ekið friðsamlega um ná- grennið i góða veðrinu fyrir hrossafólki, sem hefur ekki skil- ið að skemmtilegra er að hross- ast út um mela og móa heldur en halda sig við bilagöturnar, sjálfum sér og hrossunum og öðrum vegfarendum til ama og hættu. Fyrir nú utan það, að sumir ættu að fara i felur með hvemig þeir sitja blessuð hross- in og meðhöndla þau. Ég hefði haldið, að i þétt- býlinu væri nóg — og raunar æskilegt — að hafa leyniþráð milli manns og hunds, þótt hest- urinn lægi rnilli hluta. Ég tek heilshugar undir með konunni minni, sem sagði einn morgun- inn þegar við vöknuðum og fundum börnin okkar, köttinn og hundinn i rúminu auk okkar: „Guði sé lof að við eigum ekki hest”.” HUNDAEIGENDUR ERU BARA„ELSKU ÉG" Hundarnir urðu hásir Ég held að það æðisgengnasta ofstæki, sem til er i heiminum, séað finna höfði þeirra persóna sem hafa hunda og gera sam- borgurum sinum lifið leitt, þá kvartað er undan tillitsleysi þeirra. Á tímabili voru ekki færri en 6 stórir úlfhundar gjammandi nótt og nýtan dag fyrir utan hjá mér i S.-Afriku, og varð mér sjaldan nýtileg nótt þrátt fyrir langan og strangan vinnudag. Það var gjammað og gelt. Fyrst byrjaði hundurinn á horninu, siðan hinum megin við götuna, og þegar hundanir i hverfinu voru orðnir hásir, heyrðist gjammið dvina út lengst I suðri, I öðrum hverfum, slðan var gjammað upp á nýtt. Dagblöðin i S.-Afriku hafa löng- um skrifað um hundavanda- málið, en engin lausn hefur fundizt til þessa. Að vekja upp Vegna minnar alkunnu hug- vitssemi hefi ég fundið upp á- gætis aðferð til að ná mér niðri á hundafólkinu sem raskar svefn- friði mínum. Ég fer á fætur um miðja nótt, þegar gauragangur- inn er sem mestur, fer i silki- slopp og skó og tek sterkan staf og gaskönnu og hringi bjöllunni á hundaheimilinu eða dunka duglega i dyr og glugga. Ef hundafólkið eyðileggur fyrir mér nóttina, fær það engan svefnfrið heldur. Sumir verða sér úti um simanúmer hunda- fólksins og hringja þegar hund- arnir hafa hátt og setja tólið á, þegar þeir hafa vakið ófriðar- seggina. Aðrir fara á fætur á nóttunni og henda pulsum með rottueitri I flækingshunda sem ekki eru hafðir inni eða gelta á nóttunni, eða fjarlægja þá og af- lifa. Þannig er hundaplágan þar sem hún geristverst i útlöndum. Þjóðnlðingurinn Á íslandi er það aðalverkefni löggunnar að fjarlægja fylli- byttur en erlendis að vesenast i hundarifrildi. Væri það ekki litil upplyfting fyrir lögregluliðið i Reykjavik og þorpum úti um land að bæta þessum ófögnuði á óskalista borgaranna, eða „þorparanna”. Um nokkurt skeið hefur Reykjavik verið heiminum til fyrirmyndar með að banna box sem iþrótt hundahald i slnu lögsagnarum- dæmi. Heimurinn er undrandi og orðlaus yfir þessari menn- ingu sem er óviðráðanleg er- lendis: ótöluleg slys, manndráp, limlestingar, götubardagar milli fjölskyldna og illindi i hverfinu vegna hávaðasamra hunda. Út yfir tekur, þegar for- svarsmenn hundamanna á Is- landi básúna yfirgang sinn og virðingarleysi sitt fyrir lögum og rétti með þvi að stelast til að hafa hunda, þar sem þeir eru bannaðir á íslandi: þvi ,,á ís- landi leyfist allt”.Ef kvartað er undan yfirganginum eru skeyti send um allan heim og borgar- stjórinn i Reykjavik gerður að miðpunkti haturs og kúgunar á mannréttindum og nfðingsskap á liundum og gæludýrum i heild. Hundamenn á Islandi hóta að kæra ofstæki sitt og litilsvirð- ingu gegn samborgaranum til „mannréttindanefnda” erlend- is. London Hundar eru skitugir og gera allt skitugt, mesta ófriðarefni manna á meðal i heiminum. Þetta munu tslendingar finna ef Þeir eru margir heldur skritnir i útliti hundarnir, og ótal eru teg- undirnar eins og skoðanir manna eru ólikar um hvers vegna á að eiga hund eða eiga hann ekki. Meðal annarra orða, þessiá myndinni er fjárhundur, ættaður frá Ungverjalandi. Skyldi hann nokkuð geta séð? þeir passa sig ekki, en þá er það oröið of seint. í London er dæmi- gerð hundaplága, þeir skita um 66 tonnum daglega á götur, garða og hvar sem drepið er niður fæti. Þeir míga sömuleiðis um 500 tonnum af hlandi utan i nýþvegna bila eða tré, grind- verk, húsveggi og annað sem fólki er annt um. Lundúnabúar eyða um 50 þúsund milljón krónum árlegaihundamat til að fæða 6 milljón hunda. Auk þess drepa hundar fjölda ungbarna árlega, meiða, limlesta og skemma föt og verðmæti sem engar tölur geta áætlað. Hunda- dek.ur veldur hjónaskilnuðum og hvers konar leiðindum á heimili og óvináttu og haturs milli nágranna, vegna hávaða og tillitsleysis hundafólksins. Ormaveiki og aðrir hundasjúk- dómar grassera, hversu ströng viðurlög sem sett eru, lög og lagaviðaukar samdir. Elsku ég Hundaeigendur eru bara „elsku ég,” þeim finnst hundur- inn vera eins konar endurlifun sinna beztu ára, þegar börnin voru að alast upp, hundar verða aldrei að mönnum, þeir verða ætið ósjálfbjarga, sóðalegir og hávaðasamir eins og ungbörnin. Ég hefi það fyrir satt að tiunda hvert barn í Bandarikjunum sé sýkt af hundasjúkdómum, orm- um og öðrum hliðarpestum. Sullaveikin á íslandi er fjarlæg hilling sem getur orðið að veru- leika á ný, þvi leit er að ólög- hlýðnari samkundu en á tslandi. „Bannsettur borgarstjórinn” sem gerður er að heimsgrýlu, sem traðkar á persónufrelsinu, i augum hundamanna á íslandi. Ekkert hálmstrá er einskis virði hjá þeim ef ófrægja þarf Islend- inga á erlendum vettvangi. Það er ekki verið að hugsa um það, hversu hundaeigendur misbjóða réttlætiskennd fjöldans með ó- löglegu atferli sinu, „að brjóta lögin á eins áberandi hátt og unnt er,” og sleppa með það. A islandi leyfist allt,sagði Gotti Bernhöft, þegar hann lét ljós- mynda sig og hund i' bandi fyrir framan aðalstöðvar leynilög- reglunnar við Frikirkjuveginn fyrir nokkrum árum. Þannig er mórallinn á tslandi: Að brjóta allt sem er bannað, að brenna allt sem er byggt. öllum stendur á sama, og ekkert er tryggt. (Bara heimta styrki og loka augunum) Viggó Oddsson, Jóhannesarborg. ,Erfitt að beygja sig undir eldgömul lög' Hundavinur hringdi. „Ég leyfi mér að fræða Jón Bjömsson um það að hann veit ekkert um meðferð hunda og tlka. Margur hundaeigandi leit- ar til héraðsdýralæknisins, Brynjólfs Sandholts, og lætur gefa tikum hormónalyf, sem kemur I veg fyrir að þær verði hvolpafullar. (Kostnað borgar hundaeigandi sjálfur). Erlendis er algengt að tikur séu geltar. Þvi miður hefur dýralæknirinn ekki aðstöðu til þess háttar að- gerða hér. Ef hundaeigandi get- ur aðeins gefið 2 hvolpa (dýra vini,sem hefur góða aðstöðu) er dýralæknirinn beðinn að svæfa hina, sem hún hefur átt, strax við fæðingu. (kostnað borgar hundaeigandi sjálfur). Þessi ósiður að gefa „Pétri og Páli” hvolp er að mestu leyti hættur. Hundar eru lika dýrir, þótt þeir séu ekki eins dýrir og hestar. Svo er nú erfitt fyrir upplýst fólk að beygja sig undir hunda- bannslögin sem voru sett árið 1924, þegar Reykjavik var enn sveitaþorp og tslendingar höfðu varla nóg að éta sjálfir hvað þá að fæða hund.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.