Vísir - 17.07.1975, Síða 5

Vísir - 17.07.1975, Síða 5
Vísir. Kimmtudagur 17. júli 1975. 5 iUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjótl: Guðmundur PéturSSOn Herinn og kommúnistar einir eftir í stjórninni Allra flokka stjórn Portúgals, sem mynduö var eftir byltinguna, hefur nú splundrazt gersamlega, þar sem alþýðudemókrat- ar hafa nú fylgt fordæmi sósíalista og sagt sig úr stjórninni. Þar meö situr stjórn- málahreyfing hersins uppi án stuðnings tveggja stærstu stjórnmálaf lokka landsins, þegar steðjar að landinu stjórnmálakreppa og ef nahagsörðugleikar. Klofningurinn er sprottinn upp úr ágreiningi milli flokkanna beggja annars vegar og her- stjórnarinnar hins vegar, sem hefur á prjónunum ráðagerðir um stofnun lýðveldis, er stjórnað verði af hernum. En eftir sitja i stjórninni með herforingjunum kommúnistar og bandamenn þeirra. Forystumenn hersins verða nú að gera upp við sig, hvort þessi stjórn geti setið áfram, þótt hún njóti aðeins stuðnings litils minni- hluta þjóðarinar, eða hvort þeir verði að mynda nýja stjórn hersins, sem styðjist við sérfræð- inga. Auk úrsagnar alþýðudemó- krata úr stjórninni bar tvennt annað til tiðinda i gær, sem gekk Vasco Goncalves hershöfðingja og forsætisráðherra i móti: — Joao Pereira, iðnaðarmálaráð- herra (vinstrisinni), sagði af sér ,,vegna máttleysis hersins”, eins og hann sjálfur sagði. — Vinstri- sinna hermenn i brynvögnum létu berast með i mótmælagöngu kommúnista fyrir utan þinghúsið, en þeir kröfðust þess, að þingið yrði leyst upp. Hið siðarnefnda kemur eins og staðfesting á grun alþýðudemó- krata um, að herstjórnin hyggist hunza lýðræðið. Demókratar höfðu einmitt gert þá höfuðkröfu fyrir áframhaldandi stjórnar- samstarfi, að þingið yrði látið starfa áfram að uppkasti að stjórnarskrá, áður en almennar þingkosningar yrðu látnar fara fram. Blaðamenn við sósíalistablaðið „Republica” héldu i gær blaðamanna- fund, þar sem þeir sögðust hefja útgáfu nýs blaðs og eru staðráðnir i þvi að láta ekki prentara kommúnista hefta það, að flokkur þeirra hafi eigið málgagn. Frá mótmælunum við þinghúsið í Lissabon I gær, þar sem brynvagnar voru meö I för. Með vissu er vitað um 219 manns, sem látið hafa lifið á Indlandi í vatna- gangi, sem fylgt hefur monsún-rigningunum. Horfir nú til neyðará- stands í öllum Kashmir- dalnum vegna rigning- anna. Um tvær milljónir manna hafa orðið fyrir tjóni af völdum rigninganna i norðurhéraðinu Uttar Pradesh. Og i Assam-hér- aðinu hefur Brahmaputra flætt um 60 kilómetra út yfir bakka sina — báðum megin. 1 Rúmeniu hafa nú verið num- in úr gildi svonefnd neyðará- standslög, sem sett voru vegna flóðanna i Dóná. En varúðar- ráðstafanir eru enn viðhafðar, þvi að hættan þykir ekki liðin hjá enn. Þar hefur þetta skelfingará- stand varað i tvær vikur, en tjón af völdum flóðanna mun vera ofboðslegt, þótt rúmensk yfir- völd hafi ekki látið frá sér fara neinar áætlanir um, hvað það muni mikið. — Hjálparsveitir hafa unnið nætur sem nýta daga við að bjarga þvi, sem bjarga mátti. Búizt er við þvi, að vatnsborð Dónár verði i hámarki á laugar- dag. lögreglu birgðir sjálfvirkra skotvopna, skotfæra og sprengiefnis. Um leið fundust nafnalistar yfir þá. sem IRA vill feiga, og var þar að finna nöfn margra dómara og háttsettra embættismanna. GIFURLEGT TJON I RÚMENÍU VEGNA FLÓÐA Monsúnrigningar á N-lndlandi og Brahmaputra flœðir yfir bakkana Hœttulegasti maður Evrópu til moldar borinn í gœr Fyrrverandi SS-menn og nýnazistar voru meðal þeirra 500 syrgjenda, sem hópuðust í kirkjugarðinn í Vínarborg til þess að votta Otto Skorzeny offursta hinztu virðingu, en hann lézt í Madrid 5. júlí. Skorzeny var eitt sinn nefndur „hættulegasti maður Evrópu” vegna afreka sinna i siðari heimsstyrjöldinni. Frægastur var hann fyrir aö bjarga Benito Mossolini úr fjallafangelsi. Hann lézt af völdum krabba- meins i útlegð á Spáni, 67 ára að aldri. — Aska hans var jarðsett i fjölskyldugrafreit ættar hans i Vinarborg. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru minningarathöfnina i gær, mátti sjá marga fyrrverandi fé- laga hans úr stormsveitum nazista, ýmsa skólafélaga, sem enn báru örin i andliti sér frá skylmingareinvigum stúdentsár- anna o.fl. -— Þarna var einnig flugofurstinn, Hans Rudel, sá flugmaður nazista, sem flest hlaut heiðursmerkin i striðinu, en hann kvaddi hinn látna með þess- um orðum: ,,Þú gerðir meira en skyldu þina — þú skapaðir sög- una.” Aðrir, sem létu þarna orð falla i minningu þess látna, lofuðu hreysti hans sem hermanns og fóru beizkum orðum um „ofsókn- irnar” gegn striðshetjunni fyrr- verandi, sem leiddu til þess að hann varð að dvelja i útlegð á Spáni. Skorzeny, „oberststurmbann - fuhrer” i SS, var sýknaður af á- kærum i striðsglæparéttarhöld- um eftir strið. Hann flúði land 1948, þegar sérleg réttarhöld yfir nazistum skyldu hefjast. Hann leitaði hælis á Spáni, þar sem hann dvaldi til dauðadags. Kœrðir fyrir morð- tilraunir á Þrír menn, þar á meðal einn af athafnasömustu hryðjuverkamönnum írska lýðveldishersins, voru kærðir í gær fyrir tilraun til að myrða þrjá brezka lögreglumenn. Mennirnir voru hand- teknir eftir áhlaup lögregl- unnar á eitt vopnabúr IRA, sem fannst í Liverpool. Einn þessara manna, hryðju- verkamaðurinn, Sean Kinsella, slapp úr fangelsinu i Portlaoise i trska lýðveldinu ásamt 18 öðrum, þegar þeir sprengdu sér leið út i ágúst i fyrra. Kinsella (28ára) afplánaði þar lifstiðardóm fyrir morðið á irska þingmanninum, Billy Fox. Brendan Dowd Kinsella og Stephen Nordone náðust með honum i vopnabúrinu i Liverpool. t átökunum við það tækifæri særðust þrir lögregluþjónar og liggur einn þeirra enn á sjúkra- húsi. — En lögreglan fann miklar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.