Vísir - 18.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 18.07.1975, Blaðsíða 1
65. árg.—Föstudagur 18. jiíll 1975 —160. tbl. „Slœmt að gœzlan skuli ekki þekkja efnið í veiðar' fœrunum" — baksíða Allt í jórnum móti Hollandi ______________________— bls. 3 Aukavinno síðustu fjögurra óra greidd um nœstu mánaðamót _ baksíia Bergensferðin varð „blaut" í lokin FIMM FUNDU EKKI AFTUR VEGINN ÚT Á FLUGVÖLL! „Ég held, að það sé litið annað drykkjarhæft i vélinni en blá- vatn,” sagði ein af flugfreyjum Air Vikings flugvéiarinnar, sem flutti ,,klappliðið”á landsleikinn i Bergen, við komuna til Kefla- vikurflugvallar s.l. nótt. „Þetta er búið að vera einn sprettur hjá okkur með bjór og vin báðar leiðir. Þetta var engu likara en verið væri að flytja hóp af mönnum, sem hefðu dvalið vatnslausir i eyðimörk i fleiri vikur, en ekki hóp af knattspyrnuunnendum.” Það var mikið fjör i mann- skapnum, þegar lagt var af stað til Bergen — en við komuna þangað var kominn anzi góður „halli” á suma — þó ekki meira en svo, að allir komust á leikinn og gátu hrópað „Áfram ísland” og bar ekki meira á ölvun fs- lendinganna en Norðmannanna á leiknum sjálfum. Þeir slepptu þvi a.m.k. að hlaupa inn á völlinn eins og tveir norskir áhorfendur gerðu, en þeir fengu óbliðar móttökur hjá lögregluhundunum, sem sigað var á þá, og siðan fria ferð i „Svöru Mariu” á lögreglustöð- ina. Eftir leikinn voru menn sárir yfir tapinu og þá rokið i að skola niður tollinum til að fá radd- böndin aftur i lag. Nokkrir gerðu það svo hressilega, að þeir fundu aldrei aftur leiðina út á flugvöll, og vantaði þvi fimm menn i hópinn, þegar heim var haldið klukkan eitt um nóttina. Ekki er annað hægt að segja en ferðin hafi verið orðin heldur „blaut”, þegaryfir lauk, og eins og oft vill verða i stórum hópi, voru það örfáir menn, sem skáru sig úr, og skemmdu fyrir heildinni. _kin_ Kínverjar kaupa ál fyrír 1100 milljónir Kínverskt skip vœntanlegt til að sœkja það íslenzka álflélagið hefur gert samning við Kinverska alþýðulýð- veldið um sölu á álhleif- um fyrir um ellefu hundruð milljónir is- lenzkra króna. Kin- verskt flutningaskip, „Hanchuan”, er væntanlegt til Straums- vikur siðar i þessum mánuði og mun það taka farminn og flytja beint til Kina. Ragnar Halldórsson, hjá ís- lenzka Alfélaginu, sagði Visi, að þeir hefðu áður átt samskipti við Kinverja og vonuðust eftir, að þau yrðu áframhaldandi, þótt ekki væri búizt við frekari sölu á þessu ári. Það eru 10 þúsund lestir af ál- hleifum sem Kinverjar kaupa og mun Hanchuan flytja þann farm út i einu lagi. Ragnar sagði, að þetta væri ágæt sala, og væru þeir að vonum ánægðir með hana. Aðrar sölur væru þvi miður ákaflega hægar um þessar mundir. Sendiráð alþýðulýðveldisins i Reykjavik hafði milligöngu i þessu máli og kom Álfélaginu i samband við viðkomandi inn- flutningsaðila i Kina. —ó.T. BARIZT HART I BERGEN — sjá nánar á bls. 7, 8 og 9 Hér er ekkert gefið eftir og Jó- rétt á eftir tókst Jóhannesi að hannes Eðvaldsson hefur stokk- skora —annað mark Isiendinga ið upp. Norska markmanninuni og siðasta mark leiksins. tókst að verja I þetta sinn, en Ljósm. Bj. Bj. Nú rignir fyrir norðan FÁ SVO ÁRUM SKIPTIR LAUNIN SÍN YFIRFÆRÐ — eftir að lífsviðurvœri hefur verið dregið frá Útlendingar búsettir á íslandi Það er litil von fyrir lands- menn að fá briinan lit á kropp- inn i dag, nema þá helzt i Vestur-Skaftafellssýslu. Aldrei þessu vant er haugarigning norðanlands allt vestur á Vestfirði. Þó var mesta rigningin á Höfn i Hornafirði, og mældist hún 46 mm i nótt. A Austfjörðum er suðaustan kalsi með rigningu. Hér sunnaniands og vestan verður skýjað i dag og skúrir á stöku stað. Seinni partinn I dag ætti að létta til á Suðausturlandi og á Norðuriandi i nótt. Veðurstofan þorði engu að spá um sól fyrir okkur Reyk- vikinga núna um helgina. —EVI— „Aðalskilyrði þess, að við yfirfærum peninga fyrir útlend- inga, er hér starfa, er, að þcir hafi atvinnuley fi”, sagði Gunnar Gunnarsson hjá Gjald- eyrisdeild bankanna. Gunnar sagði, að tilsiðustu áramóta hefði eftirlitið verið fremur slakt. Menn hefðu nokk- urn veginn getað fengið yfir- færðar allar sinar tekjur. Við það að kreppti að, var farið að ganga betur eftir vottorðum og þess háttar. Þannig er i dag leit- að upplýsinga frá vinnuveit- anda um tekjur viðkomandi. Er gert hefur verið upp við skattinn og mönnum hafa verið reiknaðir peningar til lifsviðurværis, fá þeir afganginn yfirfærðan. Margir útlendingar koma hingað til starfa með það i huga að dveljast tímabundið. Það er ákaflega eðlilegt, að þessir aðil- ar fái sin laun yfirfærð. Enda munu margir þeirra, til dæmis Júgóslavarnir, komnir beinlinis i þénustuleit. Málið verður hins vegar flóknara, þegar útlendingar dveljast hér áratugum saman og vilja ekki gerast Islenzkir rikisborgarar. Þeir fá laun sin yfirfærð svo framarlega sem þeir framvisa atvinnuleyfi. „Þegar erlendu rikisborgararn- ir, sem búið hafa hér lengi, fara til útlanda sem ferðamenn, er yfirleitt litið á þá af gjaldeyris- yfirvöldum eins og Islendinga.” upplýsti Gunnar. Er hann var spurður að þvi, hvort einhver fyrirstaða væri I kerfinu fyrir þvi, að útlendingar, sem væru orðnir hálfgerðir íslendingar eftir áratuga búsetu, fengju yfirfærslu, sagðist hann ekki vita til þess, að svo væri—B.A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.