Vísir - 18.07.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 18. júli 1975.
3
FJÓSIN Á
BLIKA-
STÖÐUNI
VERÐA AÐ
HÆNSNA-
HUSUM
„Það hefur verið stórkostlegur
skortur á hænuungum. Ég stefni
að þvl að fá 1000 unga á viku yfir 7
til 8 mánuði, með öðrum orðum
um 30 þús. unga á ári,” segir
Skarphéðinn össurarson, sem
hefur leigt tvö f jós á Blikastöðum
undir hænsnabú.
Skarphéðinn segist fara hægt i
sakimar að koma sér fyrir, þetta
séu forláta fjós byggð af miklum
stórhug fyrir um 100 nautgripi.
Mikilla breytinga er þörf til að
koma hænsnunum fyrir.
Það er hinn svokallaði létti
stofn, hvitir Italir, sem Skarphéð-
inn er að koma upp, og er ein-
göngu ætlað að verpa. „Ég sel
unga til eggjaframleiðenda og hef
rétt nóg fyrir mig af eggjum til
útungunar.” Fyrrverandi mjólk-
urhús verður nú að útungunar-
klefa.
Þegar fram i sækir, ætlar
Skarphéðinn að setja búrasam-
stæðu fyrir 3 þús. hænur i annað
fjósið. Reiknað er með að þriggja
hæða búrum. 20 hænur komast
fyrir á hvem fermetra.
Svona fyrirtæki er fjárfrekt.
Útungunarvél i dag kostar um 1
1/2 milljón og búr fyrir 1 þús.
hænur kostar um 1 milljón kr. Að-
eins tvo menn þarf til að sjá um
daglegan rekstur, enda reiknað
með sem fullkomnastri tækni, en
Skarphéðinn býst ekki við, að
hænsnabúið verði komið i fullan
gang fyrr én eftir svo sem tvö ár.
—EVI—
HEILBRIGÐISRÁÐSTEFNA WHO í REYKJAVÍK
Endurskoðun á hefðbund-
— spjallað við
nokkra
þótttakendur
ráðstefnunnar
Dr. Gien Thomas aOaifulltrúi
Framkvæmdastofnunar WHO i
Kaupmannahöfn.
Fyrirbyggjandi
aðgerðir
Frú Dorothy Hall, sem einnig
er fulltrúi hjá framkvæmda-
stofnun WHO i Kaupmanna-
höfn, sagði, að mikið væri rætt
um fyrirbyggjandi aðgerðir til
að sporna við veikindum eða
slysum. Hvað fólk á að aðhafast
eða varast til þess að verða ekki
yeikt eða fyrir slysi.
„Hingað til hafa læknirinn og
hjúkrunarfólk aðeins beðið eftir
þvi, að þeim væru færðir sjúk-
lingarnir til meðhöndlunar, þá
fyrst er hafizt handa við að
bjarga þvi, sem bjargað verö-
ur,” sagði frú Hall.
Prófessor Mark Sanecki.
Frú Dorothy Hall fulltrúi fram-
kvæmdastofnunar WHO i Kaup-
mannahöfn.
„Hvernig prófanirnar verða
til að mæla hæfileika fólks i
sambandi við þessi störf, hefur
ekki verið rætt til fullnustu enn-
þá,” sagði prófessor Sanecki.
HE
inni verkaskiptingu
„Það, sem mér finnst vera at-
hyglisverðast við það, sem hef-
ur hingað til komið fram á heil-
brigðisráðstefnunni, er endur-
skoðun á hinni hefðbundnu
verkaskiptingu milli lækna,
hjúkrunarkvenna og félagsráð-
gjafa á frumstigi heilbrigðis-
þjónustu,” sagði dr. Glen
Thomas, sem er aðaifulltrúi
framkvæmdastofnunar WHO I
Kaupmannahöfn.
„Mikið er rætt um, að þessir
aðilar vinni meira saman en
hingað til hefur tiðkazt. Til
dæmis, ef maður kemur til
læknis i heilsugæzlustöð og seg-
istvera með bakverk, þá er ekki
sjálfgefið, að svo sé, það gæti
allt eins verið einmanaleiki,
sem gengur að manninum. Þá
er hægt að senda manninn beint
til félagsráðgjafa. Þannig geta
þessir aðilar unnið miklu betur
saman að raunverulegum bata
og velllðan fólks.
Einnig hefur verið um það
rætt, að það sé ekki eingöngu
læknirinn, sem á að segja til
um, hvað sé að sjúklingnum eða
hvaða læknismeðferð sé bezt
fyrirhann. Heldur hafi sjúkling-
urinn með sinu hyggjuviti eins
mikla möguleika á að tjá sig um
þessi mál og læknirinn.
Hvernig á að velja fólk
til þessara starfa?
„Það, sem mér finnst vera
mikilvægt er, hvemig er hægt
aö velja fólk i þessa vinnuhiópa
á frumstigi heilbrigðisþjónusl-
unnar. Það verður að vera
mögulegt að mæla, hvort þetta
fólk erhæfteða óhæft til þessara
starfa, til þess að góður árangur
geti náðst,” sagði prófessor
Sanecki frá Póllandi.
Á tunglinu
eða íslandi!
— landslagið er
svipað, segja
franskir
göngugarpar
Þau áttu varla nógu sterk orð
til að lýsa litadýrðinni hér, sem
væri þó lang sérkennilegust á
nóttunni.
Ekki voru bakpokarnir neitt
sérlega árennilegir að bera yfir
fjöll og fimindi. Voru á að gizka
25 kg að þyngd, en ferðinni var
heitið inn i Landmannalaugar
ogsvosuðurum hálendið niður i
Þórsmörk. Þaðan átti svo að
fara suður með landinu, en
þræða þá þjóðveginn og taka
upp þann ferðamáta að fara á
puttanum.
Þaö væri synd að segja að eini
karlmaðurinn i hópnum,
Bernard Cornet, bæri sig ekki
vei. Hann var ákaflega ánægður
að hafa þrjár stúlkur svona út af
fyrir sig, en sagði, að þær dekr-
uðu svo sem ekkert við sig. Nei,
þarna rikti algjört jafnrétti, en
hann gekk samt i fararbroddi og
var sá, sem handfjallaði átta-
vitann af mesti snilldinni.
Þau bjuggust við að verða
eina 6 daga á göngunni og ætl-
uðu að gista ýmist i sæluhúsum
eða I tjaldi. Nei, Frakkarnir ótt-
uðust ekki þoku eða vont veður.
Þegar þau kæmu svo úr ferðinni
væri ætlunin að fara i búð og
kaupa sér svo sem eina flösku.
Þau ráku upp stór augu, þegar
við sögðum, að vín væri aðeins
selt I nokkrum sérverzlunum i
borginni.
„Hu, la, la, kostar gott koniak
nærri 5 þús. krónur!”. Þau ætl-
uöu að kaupa sér eitthvað ódýr-
ara. —EVI—
„Landslagið hér er eins og við
imyndum okkur, að að sé á
tunglinu", sagði Jacqueiine
Guyonvarh, sem Visir hitti við
Loðmundarvatn rétt hjá Land-
mannahelli á laugardaginn
var.
Jacqueline var raunar ekki i
neinum veiðihugleiðingum eins
og við, heldur var hún ásamt
þrem öðrum frönskum háskóla-
stúdentum að fara fótgangandi
yfir hálendið. Þau höfðu gist i
sæluhúsinu við Landmannahelli
um nóttina eftir að hafa gengið
þangað frá Búrfelli.
Frakkarnir fjórir, Bernard Cornet, Denise Laudren, Jacqueiine
Guyonvarh og Yveline Glaud eru vel búin, þegar þau leggja land
undir fót yfir hálendið.
Matti vart tœpara standa — eldur komst í vegg timbursölu
Eldur komst i timbursölu
Völundar i Skeifunni i gær, og
mátti litlu muna að illa færi.
Kveikt hafði verið i einangr-
unarplasti og ýmsu öðru drasli
rétt við vegg timbursölunnar, og
var talið að þar hefðu krakkar
verið að leik. Eldurinn komst i
vegginn, en slökkviliðið kom
strax á vettvang og var eldurinn
slökktur áður en mikið tjón hlauzt
af. —EA
Oþekktur skaðvaldur herjar ó
beitilönd Mývetninga
Mývetningar hafa orðið fyrir
umtaisverðu tjóni af völdum ó-
þekkts skaðvalds á beitilöndum
sinum. Einna heizt er haldið, að
gróðureyðing þessi sé af vöidum
sveppa eða fiðrilda, en mikil
mergö'fiðrildapúpna hefur fund-
izt á heiöarlöndum Mývetninga.
Svæði þetta er nær 60 ferkm að
stærð og má búast við að bændur
lendi i vandræðum með beitiland
fyrir fé.
Sérfræðingar eru nú að kanna,
hvað veldur dauða gróð-
ursins og i framhaldi af þvi
verður allt kapp lagt á að gera
ráðstafanir til að verjast skað-
valdinum.
—EVI—
Hundahald er bannað í höfuð-
borginni..-
ef einhver skyldi ekki vita það
„Ég vil ekki segja neitt á þessu
stigi málsins,” sagði Sigurjón
Sigurðsson, lögreglustjóri i
Reykjavfk um auglýsinguna frá
embættinu um bann við hunda-
haidi I borginni.
Sigurjón sagði aðeins, að verið
væri að vekja athygli á þvi, að
samkvæmt dómi hæstaréttar
hefði borgarstjórn leyfi til að fara
eftir þeim reglugerðum, sem
settar hafa verið um hundahald.
—EVI—
EVROPUMOTIÐ
í BRIDGE
ALLT f JÁRNUM
Á MÓTI HOLLANDI
1 gegnum árin hafa islenzk
landslið I bridge haft fremur
siaka útkomu á móti Júgóslöv-
um, og þvi fór nú verr, aö ekki
lagaðist það hjá okkur I gær. —
Við töpuðum með minus tveim.
Fyrri hálfleikur fór I tölum
13-31 fyrir þá, en seinni hálfleik-
ur 0-59, sem þýddi sem sé 20
minus 2.
Jón Baldursson og Jakob
Möller spiluðu allan leikinn, en
Hallur Sifnonarson og Þórir
Sigurösson skiptust á við Simon
Simonarson og Stefán Guöjohn-
sen, sinn hálfleikinn hvorir.
Jafnari var hins vegar leikur-
inn við Holland. þar sem allt
stóð i járnum. Fyrri hálfleikur
fór 25-27, en seinni hálfleik töp-
uðum við 32-46 og urðum að
sætta okkur við 6 vinningsstig á
móti 14, sem Holland fékk.
Stefán