Vísir - 19.07.1975, Side 2

Vísir - 19.07.1975, Side 2
2 risnism: Hvaö finnst þér um 12% vöruá- lagninguna? Lina Gunnarsdóttir húsfrú: Gf rikisstjórnin hefur séð sig knúða til að hækka hinar ýmsu vörur um 12%, þá finnst mér það sjálfsagt. Ég fylgi kjörorðinu allt fyrir föðurlandið. Einstaklingurinn verður að sætta sig við þessi málalok og önnur. Guölaugur Jónsson gjaldkeri Vinnuveitendasambandinu: Ég llt á þessa hækkun sem óhjá- kvæmilegan hlut. Það verður ekki eytt meiru en aflað er. Finnbjörn Jóhannsson kennari: Ég er fylgjandi þessari hækkun að nokkru leyti, það á að hækka munaðarvörur en ekki almennar neyzluvörur. Hjörtur Aðaisteinsson húsa- smiðancmi: Illa, mér finnst kom- ið nóg af hækkunum I bráð. Bryndis Þorgeirsdóttir, vinnur á veitingastofunni Fjarkanum: Ég ‘hef ekki hugmynd um þessa hækkun, ég virðist alls ekki fylgj- ast með. Jón Cortes tónlistarkennari: Mér finnst verst þegar nauðsynjavör- ur og byggingavörur hækka, en það mætti hækka bilana enn meira fyrir mér. LESENDUR HAFA 0 Um tölvumál Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar: Vlsir. Laugardagur 19. júlí 1975. ## Stjórn SKÝRR hefur ekkert að fela" Hinn 14. júlí sl. birtist i dag- blaðinu VIsi grein eftir Ellas Davlðsson, forstöðumann tölvu- deildar Borgarspitalans, sem bar fyrirsögnina „Uggvænleg þróun I íslenzkum tölvumál- um”. Þó að umræður um jafn-fag- legan og vandasaman hlut og val tölvu eigi fremur heima að minu mati I hópi sérfróðra aðila en I dagblaði, verður ekki hjá þvi komist að svara þeim ásök- unum, sem fram koma I ofan- greindi grein á hendur stjórn SKÝRR. Sem starfsmanni Reykjavik- urborgar verður heldur ekki komist hjá að benda Eliasi á, að borgarráð Reykjavikur er eðli- legur vettvangur fyrir ábend- ingar sem þær, er fram koma i grein hans, en ekki hefur orðiö vart við, hvorki hjá SKÝRR eða i borgarráði, neinar tillögur eöa ábendingar frá honum varöandi tölvumál. Sú gagnrýni, sem fram kemur á hendur stjórn SKÝRR i grein Eliasar, er fyrst og fremst sú, að stjórnin skyldi hafa valiö þann kost að stækka núverandi vélakost SKÝRR i stað þess að stuðla að þvi að tekin væri upp vinnsla i smátölvum I meira mæli en nú er gert og fyrir að skipta við fyrrverandi vinnu- veitanda Eliasar, IBM. Það hvort „centralisera” eða „decentralisera” eigi tölvu- vinnslu hefur oft komið til um- ræðu hér á landi og erlendis. Kostir við hina fyrrtöldu aðferð hafa veriö taldir þeir að með einni stórri tölvu fengist öflugt tæki á einum stað, þar sem hægt væri að nýta fullkomnustu tæki og tölvumál, upplýsingum væri hægt að safna á einn stað til nota fyrir marga aðila, betri nýting fengist á húsnæöi og mannafla, betra væri að koma á stöðluðum vinnslukerfum o.fl. Kostir við „decentraliser- ingu” hafa aftur á móti einkum verið taldir þeir að viðkomandi umráðaaðili tölvubúnaðar ræður sjálfur yfir tækjabúnaöi sinum og getur farið eigin leiðir i þróun tölvuúrvinnslu. Opinberir aðilar hjá ná-® grannaþjóöum okkar á norður- löndum og I Englandi hafa valið þann kostinn að „centralisera” tölvuvinnslu sina. Sama þróun er viðast hvar annars staðar og má þar nefna Þýskaland, Hol- land, Bandarlkin o.fl. Allir þess- ir aðilar eru ekki á þeirri skoðun Eliasar að „centralisering” sé sóun á almannafé, jafnvel þó að þeir noti IBM vélar. Á þessa skoðun hafa ekki heldur aörir aðilar hér innanlands fallist svo sem bankarnir, sem sameinast hafa nú um eina tölvumiðstöð, Reiknistofnun bankanna, og Samband isl. samvinnufélaga, sem byggt hafa upp sterka tölvumiðstöð fyrir fyrirtæki sin. Er Eliasi alvara i þvi að t.d. væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir hið opinbera, að hver ein- asta stofnun rikis og borgar hefði eigin tölvu til útreiknings launa? Þá ályktun má draga af grein hans, þrátt fyrir það, að hann bendir réttilega á, að for- vinna verkefna fyrir tölvu- vinnslu er mjög seinlegt og vandasamt verk, sem þarf sér- fróða menn til að vinna. Þegar stjórn SKÝRR tók þá ákvörðun að stækka tölvukost sinn var ljóst, að miöað við þær kröfur, sem gerðar hafa verið til fyrirtækisins og stóraukna notk- un tölva hjá opinberum aðilum væri fyrirséð að fyrirtækið gæti ekki annað þeim verkefnum, sem þvi var ætlað að leysa eftir næstu áramót, nema vélakostur þess væri bættur. Gegn hækkun vélaleigu um rúmlega tvær milljónir pr. mánuð verður unnt aö stórauka vélakost SKÝRR. Hefur það i för með sér rúmlega 12% hækkun rekstrarkostnaðar fyrirtækisins, en stóreykur af- köst þess og jafnframt hag- kvæmni og öryggi. Tel ég aö sú ákvörðun muni vera fjárhags- lega mun hagkvæmari en sú, sem Elías stingur upp á, sem er, aö I þess stað verði fengnar 5—6 smátölvur. VirðistElias gleyma þvi, að slikar tölvur þurfa hús- næði og hefðu I för með sér verulega fjölgun opinberra starfsmanna, sem mörgum finnst orðið nóg um nú þegar. Ég tel þó að smátölvur geti átt rétt á sér i opinberum rekstri, en tryggja verður að þær séu nægilega nýttar og að ekki sé samskonar vinna unnin annars staðar. Með tengingu smátalva við stórar tölvur er unnt að ná fram kostum „centraliseringar” og „decent- raliseringar”. Má vænta þess að sú verði þróunin. Hefur stjórn SKÝRR m.a. með þeim ráðstöf- unum, sem hún hefur gert I vélabúnaði, haft i huga að geta gert slikt mögulegt. Væri þann- ig unnt að gera öðrum lands- hlutum mögulegt að fá vinnslu hjá SKÝRR i gegnum fjarskipti án þess að fengnar séu fleiri slikar stórar tölvur. En áður en slikt verður að veruleika þarf öfluga tölvumiðstöð á islenskan mælikvarða, og að þvi hefur verið unnið á undanförnum ár- um. Þegar þvi marki er náð, má hugsa sér að gera athuganir á t.d. hvað það mundi spara landsmönnum, ef komið væri á einu innheimtukerfi á opinber- um gjöldum landsmanna, sem næði til landsins alls, t.d. vegna staðgreiðslu skatta. Ég tel mig hér hafa sýnt fram á, að ,hafi stjórn SKÝRR valdið „uggvænlegri þróun i Is- lenskum tölvumálum”, með þvi að afla sér tölvu, sem er meðal- stór á alþjóðamælikvaröa, og leitast með þvi við að byggja upp tölvumiðstöð, sem riýtt geti betur fjármagn og vinnuafl okk- ar litlu þjóðar, hefur þróunin einnig veriö uggvænleg i öörum þeim löndum^ *m lengst eru komin I tiJfVmiofkun. •* Þegar SKÝRR þarf að taka ákvörðun um val á tölvu veröur aö taka tillit til heildarinnar og með framtiðarþróunina i huga, og er þvi ekki nægilegt aö ein- blina á einstaka deildir, eins og tölvudeild Borgarspitalans, sem Elias virðist óánægöur meö, þó að þar hafi verið tekinn annar af tveim valkostum i vinnsluað- ferðum, sem hann sjálfur kom fram með, þegar hann var starfsmaður IBM. Það atriði greinar Eliasar, þar sem hann virðist vilja klekkja á fyrrverandi vinnu- veitanda sinum, tel ég mig ekki varða, en fyrir okkur, sem höf- um skipt við IBM, er það engin nýlunda, að IBM hafi ýmsa galla, en við höfum metið kosti fyrirtækisins meira. Að lokum vil ég taka fram að stjórn SKÝRR hefur ekkert að fela. Gerðar hafa veÆ úttektir á fyrirtækinu, fyrst 1973 af er- lendum sérfræðingum og aftur 1974 af hagsýslustofnun Reykja- vikurborgar og hefur stjórn SKÝRR ávallt fagnað málefna- legum umræðum um rekstur fyrirtækisins. Helgi V. Jónsson, formaður stjórnar SKÝRR. „STOR HLUTI LANDSMANNA EKUR EKKI Á BUNDNU SLITLAGI ## Vegagerð rikisins svarar Þor- steini Baldurssyni: Vegna greinar Þorsteins Baldurssonar með yfirskriftinni „kappakstur að ölfursárbrú”, sem birtist i Visi 16. júli sl„ ósk- ast eftirfarandi tekið fram : 1. Að höfðu samráði við sveit- arstjóra Selfosshrepps og lög- regluna I Arnessýslu var ákveðið að loka ölfursárbrú vegna viðgerðar aðfaranótt laugardagsins 12. júli, enda væru þá minni likur á að tefja ferðir vinnandi fólks og þótti frekar á skemmtiferðamenn leggjandi að lengja leið sina. Auk þess má geta, að nefnd viðgerð var unnin af vinnuflokki og með tækjum frá Reykja- vikurborg I beinu framhaldi af viðgerð á Suöurlandsvegi I Kömbum og fékkst þannig unnið á sem kostnaðarminnstan hátt. 2. Þorsteinn Baldursson setur fram þá hógværu spurningu, hvort „ekki hefði mátt vatns- bera og hefla veginn, úr þvi farið var að senda þessa nær 100 bilstjóra út á malarvegi”. Ég vil leyfa mér að benda Þorsteini, og öðrum þeim, er kunna að hafa svipuð viðhorf,á, að stór hluti landsmanna nýtur ekki þeirra góðu kjara að aka að staðaldri á bundnu slitlagi. ís- lenzkir malarvegir eru yfir 10.000 km aðlengd, og þvi miður er ekki unnt að veita þá þjónustu „að vatnsbera og hefla vegi”, hvenær sem vegfarend- um sýnist þörf á. 3.1 hádegisfréttum útvarps og i frétt á baksiðu Visis föstudag- inn 11. júli var sagt frá væntan- legri lokun ölfusárbrúar. Lokun var auglýst tvivegis i til- , kynningalestri útvarps á hádegi ' sama dag og enn i tilkynningum ■ fyrir kvöldfréttir um kl. 18.30. Gunnar Gunnarsson, lögfrft Ekki ollt í Erlend! Vegna skrifa iþróttafréttarit- ara Visis um Erlend Valdimars- son þann 4. júli s.l. vill stjórn FRl taka fram eftirfarandi: Fé það, sem varið er til utan- ferða iþróttafólks vegna þátttöku I alþjóðamótum, er nauðsynleg- ur þáttur i þjálfun og bættum af- rekum iþróttafólksins. Erlendur Valdimarsson hefur verið ein af styrkustu stoðum islenzka lands- liðsins á undanförnum árum. Á s.l. ári var ráðstafað u.þ.b. 1,5 milljón króna til utanferða frjálsiþróttafólks, sem var óvenjumikið. Upphæðin skiptist á um 50 þátttakendur. Samkvæmt þessum tölum teljum við veru- lega orðum aukið, að „eytt” hafi verið milljónum vegna Erlends Valdimarssonar s.l. áratug. Með þökk fyrir birtinguna. Stjórn FRf

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.