Vísir


Vísir - 19.07.1975, Qupperneq 8

Vísir - 19.07.1975, Qupperneq 8
8 Visir. Laugardagur 19. júli 1975. TONHORNIÐ Umsjón: Örn Pefersen /# Hver vaskaði í vikunni barst mér í hendur tréttabréf frá Paul Robinson og Chappell-útgáfufyrirtæk- inu, en þessir aðilar ann- ast flest framkvæmdaat- riði hljómsveitarinnar CHANGE. 1 augum tslendinga er svona fréttabréf mistúlkaö. Sumir lesa úr þvi heimsfrægð og stolt islensku þjóðarinnar, aðrir fyll- ast smáborgaraskap og gela skit i það. Látum þaö liggja á milli hluta, CHANGE er hrósað i bak og fyrir, og viðkomandi aðilar i Bretlandi hafa greini- lega mikinn áhuga á framtið hljómsveitarinnar. Ég skrapp aftur á móti i Tónabæ hérna á laugardaginn i fyrri viku til að hlusta á Change. Ég stóð einsog steingervingur andspænis sviðinu i tæplega tvær klukkustundir og hafði gaman af. Change er hesta hljómsveit okkar i dag, með allri virðingu fyriröðrum hljómsveitum. Tón- list hennar er pottþétt, allir ein- staklingar innan grúppunnar njóta sin, tónlistarsköpun þeirra er fjölbreytt og andinn innan grúppunnar mjög þægilegur. Það var gaman að fylgjast með svipbrigðum og innlifun Sigga við trommuleikinn. Biggi gerði vart við sig með rispandi og hálf funky gitarleik sinum. Tommi var liflegur á bassanum og örugglega okkar besti bassa- leikari i dag, Bjöggi ýmist radd- aði eða söng einn, og sýndi frá- bæran hörpuleik, og siðast en ekki sist voru þeir félagarnir Maggi og Jói, sem áttu öl! lög- in, og mátti ott greina hvor hefði samið hvað. Hin nýju lög þeirra eru þrumugóð og eiga ugglaust eft- ir að koma flestum aðdáendum þeirra á óvart. Já, fjölbrevtnin er i hávegum 'höfð i herbúðum Change. og trompin eru mörg i höndum grúppunnar. Þeir Maggi og Jói hafa mynd- að þessa grúppu á réttan hátt og aðeins valið það besta til liðs við sig. Að visu spáðu þvi margir aö Siggi tylldi ekki lengi i grúpp- unni sökum ' kröftugs trommtt- sláttar sins, sem ekki var talinn samlagast ljúfum iögum þeirra Magga og Jóa, en reynslan hef- ur sannað annað. Að visu fékk hann vart notið sin á fyrsta Change-albúminu, en i dag sprettur hann upp eins og nýútsprunginn túlipani og spilar eins og Palli P. við stjórn sinfóniunnar. Vart þarf að fjöl- yrða um Bigga, og Björgvin hef- f ur vaxið með hverjum degi eftir að hann gekk i Change. Gitar- leikur hans nú er meira sann- færandi en á timum Hljóma, og geta hans við munnhörpuleikinn hefur vaxið ótrúlega. Tómas nýtur sin vel i Change, og sumir bassa-frasar hans eru ekki á hvers manns færi. Þetta eru min orð um Change, en þar eð tveir liðsmenn hafa bæst i hópinn frá þvi siðast var ritað um Change hér á siðunni, fannst mér ástæða til að ræða stuttlega við þá Tommá og Björgvin. Ég vissi aö Tommi var heima, þvi þá um kvöldið Iáttu þeir félagar að halda norður á iand, þar sem þeir ef- laust dveljast nú i góðu yfiriæti. Ég var búinn að hringja bjöll- unni sjötiu og átta Sinnum þegar Tommi loksins lét sjá sig i dyra- gættinni. T. ,,Nei, biessaður, komdu inn- fyrir.” Einhver var að dútla við pianó staðarins, þegar ég gekk i stofu. reyndist það vera Bjöggi, sem greinilega er ýmislegt til lista lagt. Það virðist vera orðinn fastur liður i þessum viðtölum minum, að mér sé boðið kaffi (nú eða þá að ég sé neyddur til þess að splæsa) og ekki brást það nú. T. ,,Má ekki bjóða þér kaffi?” 0. „Endilega, en hvað voruð þið að spila hérna áðan?” T. „Viltu heyra?” 0. „Endilega, en reddaðu kaff- inu fyrst.” Ég fékk kaffið mitt, bragðgott kaffi það? Þeir félagarnir tvimenntu við gripinn, og fannst mér verkið prýðisgott, nema það minnti mig pinulitið á Gamla Nóa. 0. „Bjöggi, hvað orsakaði það að þú gekkst i Change?” B. „Tja, þetta eru allt góðir vin- ir minir, og ég bara einhvern veginn rann inn i grúppuna.” Tómas hellir upp á könnuna. 0. „Varstu ekki að starfa i London á þvi timabili?” B. „Jú, þetta byrjaði þegar ég var að vinna við plötuna hans Ömars Öskars. og Lónli Blú Bois." ö. „Ertu i Lónli Blú Bois?” (spyr ég og glotti). B. (iilær) ,,Nei. við skulum segja að ég hafi aðstoðað við gerð pló'tunnar.” ö. ,,Á sinum tima svaraðir þú skrifum minum i Visi um hljóm- sveitina Lónli Blú Bois, fannst þér þau óréttlát?” B. „Nei, ekki beint, en ég var á öndverðum meiöi varðandi skrif þin um Stones og James Taylor.” ö. „Er þá nokkur grundvöilur fyrir hljómplötukritlk á íslandi, ef menn mega ekki skrifa sina skoðun?” B. „Jú vissulega, þú veist það bara að það er til fólk sem étur allt bókstaflega upp úr blöðun- um, þannig að þetta er mikil á- byrgð sem hvilir á herðum eins manns. Það æ.ttu aö vera fleiri menn umað dæma eina plötu...” (Þetta er mikið rétt hjá Bjögga, og til að leiörétta inegi mikinn misskilning fólks á með- upp?" Björgvin f simanum. al, viljum við taka það fram, að þrátt fyrir skiptar skoðanir á ýmsum málum erum við góðir vinir, hvurt þið trúið því eður ei.) ö. „Svo söngst þú eitthvað hjá Stuðmönnum?” B. „Já, ég söng þarna i tveimur lögum, „Tætum og tryllum” og „Fljúgðu”, og spilaði á hörpu i laginu sem Steinunn B. söng, „Strax i dag”.” Þá er Tommi búinn að laga meira af þessu bragðgóða kaffi. Ö. „Hvurslags kaffi er þetta, Tommi, fjári gott hm.” T. „Já, kaffið, það hafa margir fallið á þvi i London.” Ö. „Nú?” T. „Sko, sjáðu til (segir Tommi um leið og hann dregur upp levniupDskriftina, alislenskt BITTER BRENNIVtN) þú set- ur bara svolitið af þessu úti.” ö. „Ja. fari það i heitasta,” (segi ég um leið og ég öðlast meiri trú á islenskri fram- leiðslu). ö. „Hvenær komst þú fvrst i samband við Change?” T. (hallar sér makindaleg aftur i mjúkum sofanum) „Ég fór fyrst til London árið ’73, eða, jú. árið 73, ásaml þeirn Kobba og Þórði.” 0. „Þið voruð allir i Rifsberja, var ekki meiningin að ölþhtjóm- sveitin færi utan?” T. „Jú. en Gylfi ætlaði að klara stúdentinn, svo nann komst ekki.” Ö. „Til hvurs fóruð þið?” T. „Við höfðum engin föst plón'. en meiningin var bara að kom- ast i spiliriið i London, kynnast nýju fólki og læra eitthvað nýtt, ekki bara að hlaupa um Picca- dilly.” ö. „Hvers vegna leystist Rifs- berja upp?”. T. „Það voru ýmsar ástæður, en áður en við ákváðum að hætta, stóð til að Bjöggi gengi i lið með okkur.” ö. „Hvers vegna varð ekki úr þvi, Bjöggi?” B. „Það var bara ýmislegt ann- að sem glapti fyrir, auk þess sem þetta var allt eitthvað laust i reipunum.” ö. „Nú, áfram með smjörið, Tommi. hvaö var gert i London til að byrja með?” T. „Nú, það er i raun ósköp litiö um það að segja, ég vann alls kyns session-vinnu fyrir ýmsa aðila, sem ég lærði ýmislegt gott af.” Og hér eru þeir báðir við pianóið. Siminn hringir og Björgvin stekkur til. T. „Sem bassaleikari er gott að vinna svona session-vinnu, maður spilar með trommuleik- urum, sem spila hver sinn stil, og þvi reynir maður alltaf eitt- nvað nýtt og lærdómsfullt.” ö. „En nú spilaðir þú á gitar hér áður fyrr?” T. „Já, blessaður. ég byrjaði ellefu ára i skólahljómsveit hérna uppi Vogaskóla. Svo þeg- ar ég var fjórtán ára vantaði bassaleikara i grúppu, svo þar síóéglilogspilaði fyrstá bassa. Viltu meira kaffi? Ég þigg siðustu dropana, svo Tommi sýnir myndarskap og hellirá könnuna á meðan Bjöggi flytur heljarræðu i simtólið. Hugguleg ibúð, hugsa ég, svona ætla ég ab fá mér þegar ég verð stór. Þá er Bjöggi búinn að segja endanlega skilið við simtólið, og Tommi kemur með nýlagað kaffi. ö. „Tommi, varstu ekki i Mods á sinum tima?” T. „Jú, vist var ég það, spilaði með Geira i Pelican o.fl.” Ö. „Hvað svo?” T. „Svo gekk ég næst i Rifs- berja... nei, ég spilaði smá- session i millitiðinni með Einari Vilberg o.fl.” ö. „Svo gekkstu i Change á þessu ári?” __ T. „Já, ég fór aftur utan i byrjun febrúar og spilaði smásession fyrir hann Áma, það var fyrir Stuðmenn, og svo eitthvert smotteri á Hrif-plötunni. En ég gekk ekki i Change fyrr en þeir hö’fðu kynnst honum Emil, eða um miöjan júni.” B. „Já. Emil Zoghby, finn maður það.” ,,JuDAS LAUS, JODAS DREPINN". Tónhornib sendir sinar inni- legustu samúðaróskir til hljóm- sveitarinnar Júdasar vegna hins ógeðslega „morðs” lög- regluyfirvalda I Sandgerði á hinum trygga hundi þeirra Júdasi. Það er Tónhorninu með öllu óskiljanlegt hve miskunnar- laust manndýrið getur verið gagnvart þessum tryggasta vini okkar, en til allrar hamingju eru þess kyns persónuleikar i minnihluta i okkar þjóðfélagi. Nóg um það „i bili”. Júdas hefur nú sagt skilið við umboðsskrifstofuna DEMANT h/f og hyggst starfa áfram á frjálsum grundvelli. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að Demant geti ráðið Júdas, en einkaréttur hans ku allavega T. „Já, þetta er ein af þessum týpum, sem er eiginlega allt of góður karakter og við eigum honum margt að þakka.” Ö. „Búið þið þá allir saman núna?” T. „Nei, ekki alveg, en við búum i tveim samliggjandi húsum.” B. „Ofsa fint maður, Tommi eldar matinn, þrælgóður brall- ari.” ö. „Nú já, og hver vaskar upp?” T. „Það fer nú minna fyrir þvi.” B. „En maturinn er góður, þess vegna réðum við Tomma,” seg- ir Bjöggi um leið og hann hlær. ö. „En nú ert þú lika i hljóm- sveitinni hans Kobba, White- backman Trio, veldur það ekki erfiðleikum?” T. „Nei, ég er ekki i „Hvitár- bakka trióinu”, hann heitir John Gibbon, bassaleikarinn þar.” ö. „Nú?” B. „En við vorum með á litlu plötunni, strákarnir, allavega Biggi, Gunni Þ. og ég, við sung- um undirraddir.” ö. „Það hafa heyrst raddir um það, að þið hygðust gefa út lag Gvlfa Ægissonar, t SÓL OG SÚMARYL?” B. „Já, við tókum smáprufu af laginu, en það er eins og með mörg önnur lög. þau liggja á lager og verða ekki gefin út nema fyrir iiggi samkomulag á milli okkar og þeirra I EMl.” Ó.-,.Þeir hafa mikla trú á ykkur, þarna hjá EMI?” T. „Já, blessaður, gera allt fyrir okkur, þeir sendu okkur nýlega i hljóðfæraverslun eina í London og sögðu okkur að taka það út sem okkur vantaði, bara skrifa það hjá EMI.” B. „Þessir karlar vita nokk hvað þeir eru að gera, t.d. Ro- land Rennie hjá Chappell, það var hann sem upphaflega kom Beatles á samning hjá EMI.” ö. „Hvað finnst ykkur svo um heimamarkaðinn?” B. „Meinarðu poppið hérna heima?” ö. „Já.” B. „Þetta er ókei, ég fór upp á völl um daginn og lék mér að- eins með Brimklónni, þeir eru þrælgóðir.” ö. „Hvað með breytingarnar hjá Pelican t.d.” T. „Ef þeir hafa filað þessa breytingu, þá hlýtur hún að vera góð, þvi annars hefðu þeir vart gert hana.” Ö. „Jæja, piltar, nei. ómögu- lega, ekki meira kaffi i bili, þið eruð að fara úr bænum í kvöld, svo ég er ekkert að trufia ykkur lengur.” T. „Trufla, hvaða vitleysa, slappaður af mar.” 0. „Jæja. ókei, en ég nenni ekki að skrifa méira.” —örp. vera úr sögunni. Þeir félagarnir munu nú skipta meö sér verkum, sem teljast má til nýjunga i poppinp hérlendis. Magnús Kjartansson mun annast allar ráðningar, Finnbogi Kjartansson mun sjá um auglýsingar, Vignir Bergmann sér um bókhald. Hrólfur Gunnarsson mun ann- ast útgáfu og dreifingu á vænt- anlegri breiðskifu hijómsveitar- innar og Kiddi, sjálfur rótarinn. verður farar- og rótstjóri á öll- um ferðalögum hljómsveitar- innar. Þeir félagar ætla að gefa sér góban tima i upptökuna á vænt- anlegri lp-plötu sinni, en upp- taka hennar mun fara fram i Hljóðriti h/f i HaínarfirðL 7. september heldur svo hljóm- sveitin utan og kemur til með að skemmta gestum Hótel Club 33 á Mallorca i hálfan mánuð. Vignir Bergmann, Finnbogi Kjartansson og Hrólfur Gunnarsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.