Vísir - 19.07.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 19.07.1975, Blaðsíða 17
 Visir. Laugardagur 19. júli 1975. | í DAG | í KVÖLD | í DAG | Utvarpið kl. 14.00 á sunnudag DAGSKRÁRSTJÓRI í EINA KLUKKUSTUND w w „Sem dagskrárstjóri í eina klukkustund ætla ég að reyna að gera sem flestum til hæfis og hef því mjög blandað efni í þættinum", sagði örn Þráinsson, sem reyndar er nýútskrifaður stúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlið. „Ég flyt alls konar tónlist, frá háklassik til poppsins og allt þar á milli. Sem dæmi um klassisk tónlistarverk má nefna ariur úr Carmen og fúgu eftir Bach. — Hins vegar spila ég frábæra upptöku meö „Spiíverki þjóö- anna”, sem var gerö i Englandi nýlega. Þar spilar Spilverkiö lögin „Allra handa” og „Panola”. Skólakór Hamra- hliðarskólans flytur nokkra negrasálma. Þetta er segul- bandsupptaka, sem gerð var fyrir einu ári.” Þegar Visir spuröi Orn hvernig honum heföi fundizt að gegna svo ábyrgðarmiklu hlut- verki sem aö vera dagskrár- stjóri, þó ekki væri nema eina klukkustund, sagöi hann, aö hann hefði haft einn og hálfan mánuð til að undirbúa sig og velja efnið. „Annars fannst mér ljómandi gaman og fróölegt að vinna að þessum þætti, þ.e. komast að þvi hvernig svona þættir eru unnir”, sagði örn. ’ NYSTUDENT SPREYTIR SIG —HE örn Þráinsson kvaðst ekki spila mikið á pianó, en hann gæti svo sem setiö á pianóbekknum meðan verið væri að mynda hann. Utvarp kl. 20.00 á sunnudag ISLENDINGAR Á INDLANDI Þátturinn „tslendingar á Ind- landi” lýsir einkennum lands og þjóðar I augum þriggja sem þar hafa dvalið i lengri eða skemmri tima. Einkum er dvaliö við það sem er mark- verðast i þessu landi og þjóð- félagsástandið þar. Rætt er við Elsu Guðmunds- dóttur sem sér landið nær ein- göngu frá sjónarhóli ferða- mannsins. Elfa Sigvaldadóttir, sem var gift i Indlandi og bjó þar i fimm og hálft ár, lýsir þvi hvernig var að aðlagast þjóð, sem er svo ólik okkar að flestu leyti. Elfa tilheyrði reyndar yfirstéttinni, svo það verða siðir og venjur þeirrar stéttar, sem einkum verður lýst. Sigvaldi Hjálmarsson faðir Elfu hefur ferðazt töluvert um Indland. Hann lýsir Indlandi einkum sem fræðimaður, segir frá trúarbrögðum Indverja og menningu sem honum finnst mjög sérstæð. Þá er lesið upp úr bók Sigurðar A. Magnússonar, sem fjallar um það þegar Sigurður fór i Sfka-musteri, hann segir frá trúarbrögðum Sika og helgiathöfnum þeirra. Einnig er lesinn kafli upp úr ferðabók eftir Sigvalda, þar sem hann lýsir lestarferð um Indland, en slikar ferðir ein- kennast m.a. af þvi að i þeim er yfirleitt mjög margt fólk og margt sem fyrir augun ber. — Dagur Þorleifsson flytur einnig sögulegt yfirlit yfir Indland. Guðrún ögmundsdóttir og Dagur Þorleifsson, sem tóku saman þennan þátt, hafa bæði dvalizt i Indlandi og eru þvi kunnug staðháttum. —HE — Guðrún Ögmundsdóttir og Dagur Þorleifsson tóku saman þáttinn 17 ^•☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★-fc «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «■ X- «■ X- «- X- «■ X- «- X- «- X- «- X- «■ X- I X- «■ X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «■ X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «■ X- «- X- «■ X- «■ X- «- m m Nt Jí\ ■0Í m Spáin gildir fyrir sunnudaginn 20. júlí. Hrúturinn,21. marz—20. april. 1 dag er upplagt aö fara i ferðalag og lyfta andanum eilitið með þvi að stunda guðrækilegar iðkanir. Ný sambönd og kenningar gefa mikla möguleika á þvi að láta gott af sér leiða. Nautiö,21. april—21. maf. Þú gerist hástemmd- (ur) viö það aö fylgjast með helgisiðum. Taktu þátt I þvi með öðrum að láta i ljós trúartilfinn- ingar. Siöan skaltu fara á staöina. Tvlburarnir, 22. mai—21. júni. Félagi þinn getur hjálpað þér mikiö og gefið þér innri hvatningu á trúarlegan hátt, fyrri hluta dagsins. Þú ættir endilega að taka þátt I fyrirhuguðu fyrirtæki um kvöldið. Gefðu einhverjum gjöf. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Skoðaðu blöð og timarit til að finna atvinnumöguleika eða ein- hverja breytingu sem verða kynni á þínum hög- um. Vinur þinn er sérstaklega þýður i kvöld. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Hinar háleitu vonir þfnar haldast i gegnum daginn. Birtu bregður á huga þinn málsnilld mjög þekkts prédikara eða kennimanns. Vertu sjálf(ur) skapandi. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Horfur eru góðar, sérstaklegafyrri hluta dagsins. Ráðfærðu þig við fjölskylduna hvað snertir mjög dýran hlut eöa spurningu um siöferði. Ástin lyftir andanum. Vogin, 24. sept,—23. okt. Nú væri upplagt (eöa hefði verið I gærkveldi) að reka lokahnútinn á eða komast að einhverri niðurstöðu. Aörir, sér- staklega þeir sem standa hjarta þfnu næst, hugsa einungis um velferð þina. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Hugsaðu um jákvæöu hliöarnar. Þú getur treyst á samvizku þina. 1 kvöld færðu annaöhvort heimsókn eða þú ferö I heimsókn til náinna ættingja eða vina. Bogmaðurinn, 23. okt.—21. des. Þú nærð f eitt- hvað I dag. Leggðu samt sem áöur leigupening- ana til hliðar. Settu bömunum fastar reglur og farðu með þau í kirkju. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Þú gætir glatt þá, sem dveljast á sjúkrahúsi eða elliheimili, en ef þaö hentar þér ekki þá skaltu heimsækja helgi- stað. Þú gætir reynt aö koma á sambandi. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Hamingjuboðar halda áfram að birtast út morgundaginn. I dag ættirðu endilega aö fara i heimsókn til vinar eða á einhvers konar sýningu. Reikaðu um á meðal fólks — vertu ekki ein(n). Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Ytri áhrif gera það að verkum að þú hefur áhuga á að kynnast trúarlegum siðum. Nú viltu helzt fylgja föstum venjum og hugurinn leitar ekkert út fyrir ramm- ann. Farðueitthvað I heimsókn með vini þínum i kvöld. > -ts -k -k -ts -k -» -k 0¥ J¥ -k -K ■k -» ■k -tt ¥ ¥ -k -d -it -it ¥ -it + -t! ★ -it + -» ★ -it -k -ti -k -it + -it * -k ■it -k -it + -it -k -it + -ít -k -it -it -tt * -it ¥ ¥ ¥ -ít ¥ -it ¥ . -tt ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ — Ég hef orðiö að sætta mig við að þú hafir þurft að fá lán- að kaffi og sykur, en núna....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.