Vísir - 21.07.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1975, Blaðsíða 2
2 rismsnt-- Finnst þér aö islendingar eigi aö semja um timabundiö veiði- leyfi fyrir aðrar þjóöir innan 200 milnanna. y Gisli J. Sigurðsson rafvirki : — Viö eigum að fara samningaleið- ina, þar eð við eigum engan her- skipaflota til að verja landhelg- ina. Sigmar Björnsson : — Ég er á móti að við semjum um tima- bundið veiðileyfi fyrir aðrar þjóð- ir. Arndis Björnsdóttir, afgreiðslu- stúika : — Við eigum að færa landhelgina út og hafa þetta svæði alveg út af fyrir okkur. Bjarni Garöarsson, vinnur-hjá Landssima islands á lsafiröi : — Við eigurn að nýta miðin sjálf, þar eð við lifum nær eingöngu af fisk- veiðum. I.eifur Slmonarson, jarðfræðing- ur: — Það væri ef til vill hyggileg- ast að semja fyrst, i stað þess að eiga á hættu að missa allt. út úr höndunum á okkur. Þvi hvernig eigum við að verja landhelgina? Visir. Mánudagur 21. júli 1975. Austurstrœti dauft „Strík" „ Við búum við SáíWti "1 landi átthagafjötra eignirnar 'yfirfœrðar Leó M. Jónsson skrifar: „Hafi einhver gleymt þvi', að rúmt ár er liðið frá siðustu borgarstjórnarkosningum, þá er göngutúr eftir Austurstræti að kvöldi liklegur til þess að hressa upp á minnið. Nú, sumarið 1975, virðist sú : sorglega staðreynd augljós, að göngugatan Austurstræti var kosningabomba. Kosninga- bomba eins og grænr. byltingin, en þá átti að mála malbikið !! grænt. Þvi miður virðist illur grunur og tortryggni ýmissa húseigenda við Austurstræti vera á rökum reist, en þeir töldu að flumbra ætti upp göngugötu eftir erlendri tizku til þess að vinna nokkur atkvæði rétt fyrir kosningar. Allt virðist nú benda til að svo hafi verið. i Austurstræti með allri sinni Igömlu rómantik er nú einhver ömurlegasti staðurinn i allri miðborginni. Það er ekki skemmtilegt að ganga eftir Austurstræti lengur, maður má teljast heppinn ef maður slepp- ur heilskinnaður frá betlandi og framúrskarandi frökkum róna- lýð, sem brátt fær á sig nafnið Áusturstrætissynir. Umhverfið er vægast sagt ömurlegt, ræfils- leg grasrót kalin og troðin og hausinn af einu höfuðskáldi þjóðarinnar á hárri stöng + nokkrar yfirfullar ruslatunnur. Hvar eru trén, sem hér áttu að blómstra, hvar er sú starf- semi.sem átti að lifga upp á strætið? Sjálfur trúi ég þvi ekki, að borgarstjórn hafi gefizt upp á i þvi að gera göngugötuna að lif- andi kjarna gamla miðbæjar- ins. Það þarf svo litið til að hleypa lifi i götuna aftur og gera hana að þvi sem upphaflega var að stefnt. Það er staðreynd, að veðurfar hefur verið með ólik- indum leiðinlegt i vor, og kann það að valda hér einhverju, en nú er það af, eða það skulum við vona. Ég skora þvi á borgarstjórn að láta nú ekki deigan siga, en setja strax kraft i að fegra og lifga Austurstræti svo það fái staðizt undir nafni sem göngu- gata eða Strik. Setjið niður tré, komið með fleiri höggmyndir. Setjið almenna löggæzlu i það horf, að venjulegum borgurum sé óhætt i Austurstræti, jafnvel eftir kl. 8 á kvöldin. Og hvers vegna ekki að skella upp senu á Lækjartorgi og lofa popphljómsveitum okkar að gera það sem þær lystir. Það hlýtur að vera hægt að hjálpa þeim til þess að ná til sinna að- dáenda, án þess að senda þær til Englands. Ég vona, að lögreglan verði höfð með i ráðum, svo ekki sé verið að búa til vandamál að á- stæðulausu. Það er ekkert vit i þvi að amast við þvi, þótt ein- hver setjist niður með gltar og syngi, þótt hann eða hún sitji flötum beinum. Sé lögreglan að amast við sliku i Austurstræti, þá er hún að búa til vandamál i stað þess að leysa þau. Ég vona að nú verði gerð gangskör að þvi að gera Austurstræti að þvi, sem við kjósendur trúðum að úr ætti að verða.” IBCTrTtamitgWMHBBW dvelja lengur I sólarlandi þótt þeir geti sparað við sig dvalar- kostnaðinn, en það mun hægt með sparsemi og reglusemi. Hvað finnst yður um þetta, lesandi góður? Ég kalla þetta átthagafjötra, auk þess sem þetta er óþolandi afskiptasemi „rikisvaldsins” af högum manna. Nú undanfarið hafa staðið yfir allskonar deilur og skrif um gjaldeyrismál ferðamanna, og finnst mönnum að vonum illt að láta hið opinbera skammta sér tveggja vikna dvöl i sólarlandi á vegum ferðaskrifstofu. Margir Islendingar, sem eru haldnir ýmsum sjúkdómum, sérstaklega húðsjúkdómum, hafa fengið bót meina sinna, sumir að nokkru, aðrir alveg, með þvi að dvelja um tima i sólarlandi. Nú voru góð ráð dýr, og I snatri var farið að veita undanþágur frá þessu vitlausa tveggja vikna ákvæði, og fá menn nú gjaldeyri til lengri dvalar, ef menn sýna læknis- vottorð. Hvilik endemis vit- leysa! 1 Morgunblaðinu er birt viðtal við forstöðumann gjaldeyris- deildar bankanna, og finnst honum: grunsamlega mörg læknisvottorð vegna sólarferða, — með beiðni um lengri ferðir en almennt eru leyfðar. Ég skora á lesendur þessarar greinar að leggja þetta vel á minnið: — með beiðni um lengri ferðir en almennt eru leyfðar — Hér erum við komnir að kjarna málsins, ófrelsinu, átt- hagafjötrunum, sem við gjarn- í gjaldeyrí an köllum svo, sé um „járn- tjaldslönd að ræða. Hvers vegna finnst forstöðumanninum „grunsamlega” mörg læknis- vottorð vegna sólarferða? Við hvað miðar hann þessa skoðun sina? I tslandi á sér nú stað alger ofstjórn hins opinbera á öllum sköpuðum hlutum. Fólk stendur varnarlaust gegn þessum ófögnuði og er jafnvel farið að trúa þvi að öllu verði að stjórna af hinu opinbera, einnig þvi, hvort landsmenn megi ferðast til útlanda og hve lengi þeir megi vera i burtu. Þessi ofstjórn er farin að slæva frelsishugmyndir fólksins i landinu, og þvi finnst sumu sem þetta eigi að vera svona. Þetta er hættulegur mis- skilningur, sem auðvitað á eng- an rétt á sér. Við tslendingar höfum bráð- um búið við ýmist alger eða nærri alger innflutnings og gjaldeyrishöft i svo til hálfa öld. Gera menn sér almennilega grein fyrir þessari stað'reynd? Ungt fólk, sem elst upp við þetta skipulag (eða skipulagsleysi), er farið að halda, að það sé sjálfsagt að hið opinbera segi þegnunum hvað þeir mega og hvað ekki. Með sliku áframhaldi er nú ekki langt i einræðið. Mér er sagt að sá erlendi gjaldeyrir, sem Islendingar eyða i utanlandsferðir, sé aðeins 1% af gjaldeyristekjum þjóðar- innar á ári og aðeins litið brot af þvi, sem við fáum af erlendum ferðamönnum, er koma til landsins. Þvi þá að vera að skera þennan ferðagjaldeyri við neglur sér, þvi ekki að láta fólk fá það, sem það biður um, sem aftur á móti myndi alveg stöðva allt svartamarkaðsbrask, sem nokkrir menn á Islandi hafa i frammi? Fyrir nokkru var (birt) viðtal við mann sem af heimilisástæð- um varð að flytja til annars lands. Hann leitaði eftir yfir- færslu á eignum sinum til gjald- eyrisyfirvaldanna, en fékk þau svör, að einungis 50 þúsund kr. væri hægt að fá fluttar á ári frá Islandi. Það hefði þvi tekið þennan mann 106 ár, að mig minnir, að fá pcningaeign sina flutta frá ts- landi á löglegan hátt! Jón Sólnes alþm. og banka- stjóri ritaði athyglisverða grein i Morgunblaðið um gjaldeyris- mál okkar. Þess væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar sæju sér fært að létta af þjóðinni þessu gjaldeyriseftirliti, eins og t.d. Danir, en þeir hafa séð sér fært að „yfirfæra” ellilifeyri manna, sem vilja eyða ellinni i sól og sumri, sumpart af heilsu- farslegum ástæðum, og spara þar með ógrynni fjár sem annars færi t.d. til meðala- kaupa. Mér datt þetta (svona) i hug. 8/7 75.7877—8083 Mikið er talað og skrifað um alls konar ófrelsi, sem er rikj- andi i hinum svokölluðu járntjaldslöndum, um átthaga- fjötra, ritskoðanir, njósnir um menn og fangelsanir. Við tslendingar erum þátttak- endur i samtökum Sameinuðu þjóðanna og höfum undirritað stofnskrá samtakanna, og þar á meðal reglur samtakanna um mannréttindi. Á Islandi rikir enn skoðana- frelsi, og mönnum er ennsvona nokkuð óhætt að láta I ljós skoðanir sinar, en það er annað ófrelsi, sem er farið að gera vart við sig hér, og það eru „átt- hagafjötranir”, þvi við Is- lendingar erum ekki frjálsir ferða okkar, þ.e.a.s. tslendingar geta ekki ferðazt til annarra landa, nema með ýmsum tak- mörkunum. Ferðir til sólarlanda eru nú f bundnar við tvær vikur (á vegum ferðaskrifstofu) og i mönnum er ekki leyfilegt að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.