Vísir - 21.07.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 21.07.1975, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Mánudagur 21. júll 1975. Skotskór Eyjamanna urðu eftir heima! STAÐAN Úrslit leikjanna I 1. deild um helgina: FH—IBV 0-0 Vlkingur—Akranes 2-2 Staöan I 1. deild er nú þessi: w — Attu leikinn og tœkifœrin á móti FH-ingum en tókst aldrei að koma knettinum í netið Vestmannaeyingar virðast al- veg heillum horfnir I 1. deildinni. Á laugardaginn léku þeir við FH á mölinni I Kaplakrika og tókst ekki aö næla sér I nema annað stigið, þrátt fyrir mun meiri sókn og fleiri tækifæri leikinn út heldur en FH-ingar, sem voru nteð dauf- ara móti. Eyjamenn cru þvl I „kjallara" 1. deildar ásamt KR-ingum, scm geta þó bætt stööu slna, þar sem þeir eru með einum leik færra cn ÍBV, en bæði liðin hafa hlotið sex stig. FH-ing- ar eru svo einu þrepi ofar, meö sjö stig. Úrhellisrigning var, meðan FH og IBV áttust við, og við slikar að- stæður er kannski ekki hægt að krefjast þess, að leikið sé af ein- hverri snilld, enda reyndist svo, að langspyrnur voru alls ráðandi allan fyrri hálfleikinn. En Eyja- menn tóku sig á i þeim seinni og reyndu stuttan samleik. Stóðu sóknarlotur þeirra oft langtimum saman, án þess að þeim tækist að skora, enda hópuðust FH-ingar i vörn, svo ekki var auðvelt að finna knettinum leið i markið. Eyjamenn höfðu vindinn i bakið Ifyrri hálfleik, en FH-ingar fengu ekki að njóta þess sama I seinni t í™** wmm máM fi* r Ww&œm m —s sm Sm *m m* m m - - ;* S, „Ég hef hann þennan, frændi”.mætti ætla aö Birgir Gunnarsson markvöröur Vlkinga frá Ólafsvlk sé aö segja við frænda sinn Jóhannes ólafsson I leiknum viö Ármann á laugardaginn. Jóhannes skoraöi eina mark leiksins. sem lank meö sieri Ármanns 1:0.. Ljósmynd Bj. Bj. FRÆNDUR GETA VERIÐ FRÆNDUM VERSTIR.... Einhvers staöar stcndur, að frændur séu frændum verstir, a.m.k. hefur það oft verið sagt bæði I gamni og alvöru. Undir þetta — og þá aö sjálfsögöu I gamni — getur markvörður Ólafsvikur Vikinganna, Birgir Gunnarsson, tekiö eftir leikinn viö Armann i 2. deild á Melavell- inum á laugardaginn. Hann þurfti aðeins einu sinni i öllum leiknum að sækja boltann i markið hjá sér og sá, sem skoraði markið, var frændi hans Jó- hannes Ólafsson. Birgir og Jóhannes eru syst- kinabörn, en leika sinn með hvoru liðinu i 2. deild — Jóhannes með Ármanni og Birgir með Vikingun- um frá Ólafsvik. Þetta mark sem „frændi gerði hjá frænda”, kom á 15. minútu leiksins. Jón Hermannsson tók þá hornspyrnu og sendi vel fyrir, þar sem Jóhannes var vel staðsettur og skallaði I markið. Eftir þetta mark dofnaði yfir Ármenningunum, og Vikingarnir náðu betri tökum á leiknum — án þess þó að geta skorað. 1 siðari hálfleik var aðeins meira fjör i Ármenningunum, en samt náðu Jæja, en hvernig veit ég að þú sleppir Nitu? v^.__íNiiu: þeir aldrei að bæta við marki — en komust samt oft nálægt — áttu m.a. skot i þverslá. Annars var litið um knatt- spyrnu i siðari hálfleiknum. Völl- urinn var þá orðinn eitt drullu- svað og litið varið i að leika á hon- um. — klp — fÉkki áhyggjur.' Henni verður hálfleik, þvi að þá snarlygndi. Þótt Eyjamenn hefðu máttar- völdin með sér, voru það samt FH-ingar, sem áttu fyrsta hættu- lega færið i leiknum. Janus Guð- laugsson fékk knöttinn beint á kollinn snemma i fyrri hálfleik, en skallaði „hárflnt” framhjá af stuttu færi. Þar með fór eina virkilega tækifæri FH-inga i leiknum i súginn. Eftir það voru þau Eyjamanna. Hið fyrsta, þegar hinn efnilegi Sigurlás Þorleifsson slapp inn fyrir FH-vörnina og lyfti knettin-* um yfir Ómar Karlsson, mark- vörð FH — og markið lika!! Sennilega hefði verið árangurs- rikara fyrir Sigurlás að reyna að leika á Ómar, sem kom æðandi út úr markinu i örvæntingu sinni. Undir lok fyrri hálfleiks átti Orn Óskarsson, gullið tækifæri á að ná forystunni fyrir ÍBV, þegar hann slapp inn fyrir FH-vörnina á svipaðan hátt og Sigurlás, og nú ætlaði örn að leika á Ómar, sem á einhvern hátt gat heft för Arnar, svo að tækifærið gekk honum úr greipum. Margir voru þeirrar skoðunar, að þarna hefði Eysteinn Guðmundsson dómari sleppt augljósu vitaspyrnubroti, hvort sem það er nú rétt eða rangt ályktað. Tómasi Pálssyni brást illa bogalistin, þegar hann hugðist senda knöttinn úr aukaspyrnu á vitateig, til samherja, en of laust, svo að FH-ingum tókst að bægja hættunni frá, eins og reyndar ávallt i leiknum. Varla er þvi annað hægt að segja en FH-vörn- in hafi staðið sig vel, með þvi að verjast ágengum Eyjamönnum, Akranes 9 5 3 1 18:9 13 Fram 8 6 0 2 10:3 12 Vlkingur 9 3 3 3 11:7 9 Keflavik 8 3 2 3 7:7 8 Valur 8 2 3 3 9:9 7 FH 9 2 3 4 6:16 7 KR 8 2 2 4 4:6 6 ÍBV 9 1 4 3 8:15 6 Markhæstu menn: Guömundur Þorbjörnss. Val 6 Matthias Hallgrimss. 1A 6 örn Óskarsson ÍBV 5 Næstu leikir: 1 kvöld á Laugar- dalsvellinum Valur—KR og annað kvöld á sama staö leika Fram og Keflavlk. til leiksloka án þess að fá á sig mark. Reyndar kom heppnin þeim til hjálpar, þegar Sigurlás átti hörkuskot á samskeytin. Friðfinnur Finnbogason var mjög traustur i vörn IBV, þótt hægfara sé. ólafur Sigurvinsson átti þokkalegan leik, en þó vantar nokkuð á, að hann hafi náð sinni fyrri getu eftir meiðslin, sem hánnhefurátt við að striða. Snorri Rútsson átti stærstan þáttinn i, að Eyjamenn náðu undirtökunum á miðjunni, enda duglegur og ó- sérhlifinn. örn og Sigurlás voru aðal driffjaðrir framlinunnar, þótt óheppnin elti þá i markfær- unum. FH-ingar gefa sig aldrei fyrr en i fulla hnefana og það, sem þá skortir I reynslu á við hin liðin, vinna þeir upp með dugnaði, sem gæti dugað þeim til að halda sæti sinu i deildinni. Takist það, er ekki óliklegt, að þeir verði meðal þeirra, sem kljást á „loftinu” i deildinni, en ekki i „kjallaran- um”. Janus átti að vanda mjög góðan leik, ásamt Þóri Jónssyni, sem dofnaði þó yfir, þegar á leið. Ólafur Danivalsson var mikið með knöttinn, — en hann mætti temja sér að senda hann af og til á samherja. — emm. Leikur hinna glöluðu tœkifœra — er Þróttur sigraði Reyni, Árskógsströnd 4:2 Þróttur bætti tveim stigum við safnið sitt I 2. deild á laugardag- inn, er liöiö sigraði Reyni frá Ár- skógsströnd á Þróttarvellinum meö 4 mörkum gegn 2. Var það heldur litill sigur miðað við tækifærin, sem Þróttararnir fengu i öllum leikn- um. Þau voru óteljandi og mörg þeirra slik, að undrun sætti, hvernig hægt var að komast hjá þvi að skora. Eftir 25 min. leik var staðan orðin 2:0 fyrir Þrótt. Sverrir Brynjólfssoin skoraði fyrra mark ið, en Þorvaldur I. Þorvaldsson það siðara. Norðanmenn hleyptu fjöri i leik- inn með þvi að skora mark fyrir hálfleik — Gylfi Baldvinsson — og þá ekki siður þegar sami maður jafnaði — 2:2— rétt eftir að siðari hálfleikur hófst. En þá vöknuðu Þróttararnir upp við vondan draum og bættu við marki — Sverrir Brynjólfsson afgreiddi skot frá Þorvaldi I. Þor- valdssyni i netið og rétt fyrir leikslok innsigluðu þeir sigurinn með marki úr vitaspyrnu, sem Daði Harðarson tók. _klp— STAÐAN Úrslit leikjanna i 9. umferð I 2. deild uröu þessi: Armann—Vikingur Ó 1-0 Selfoss—Völsungur 4-1 Þróttur—Reynir Á 4-2 Staðan er nú þessi: Þróttur 9 7 1 1 20:8 15 Breiðablik 8 7 0 1 32:6 14 Armann 9 5 2 2 15:8 12 Selfoss 8 4 2 2 18:11 10 Haukar 8 3 1 4 13:14 7 Reynir Á 9 3 0 6 11:23 6 Völsungur 9 1 2 6 6:20 4 Víkingur ó 8 0 0 8 4:29 0 Næstu leikir: i kvöld leika I Kópavogi, Breiðablik—Haukar og á miövikudag I Ólafsvik, Vikingur Ó.—Selfoss. Markahæstu menn eru: Hinrik Þórhallsson, Br.bl. 10 Sumarl. Guðbjartss. Self. 9 Ólafur Friðriksson Br.bl. 6 Þorvaldur Þorvaldss. Þrótti 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.