Vísir - 21.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 21.07.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 21. júll 1975. 3 Skarst á hendi og lézt Dauöaslys varö i Reykjavik I fyrrinótt. 35 ára gamall maöur skarst á hendi og var komiö aö honum látnum. Haföi honum blætt út. Slysiö átti sér stað i vesturborg- inni. Maöurinn var einn á heimili sinu. Talið er, að hann hafi fallið niður stiga i stigagangi. Hann mun hafa borið hendina fyrir sig, en rekið hana þá i gegnum rúðu, sem þar var fyrir. Af eigin rammleik hefur hann komizt inn i herbergi sitt aftur. Kom bróðir hans að honum látn- um á öðrum timanum aðfaranótt sunnudags. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. — EA. Höfukúpu- brotnaði á Hótel Sögu Maður höfuðkúpubrotnaði á Hótel Sögu um helgina. Hann viröist hafa veriö staddur á barn- um á hótelinu skömmu eftir hádegið í gær. Þurfti hann aö fara á salerni, en datt þá meö þeim afleiöingum aö hann höfuðkúpu- brotnaði. Maöurinn lá á gjörgæzludeild siöast er vitaö var. — EA. Harður árekst- ur á Vestur- landsvegi Harður árekstur varö viö svo- kallaða Úlfarsá viö Vesturlands- veg á laugardaginn. Auk öku- mannanna voru fimm farþegar i bilnum, en meiðsli þeirra uröu mun minni en búast mátti við. Hér var um fólksbila að ræða. Annar þeirra ók eftir Vestur- landsveginum en hinn kom inn á veginn meö þessum afleiðingum. Annar billinn fór út af veginum viö áreksturinn. Báöir bilarnir eru taldir gjör- ónýtir, en fólkið var flutt á slysa- deild. Atburöurinn átti sér staö um klukkan hálfþrjú á laugardag. — EA. „Fangar, sem vitað er að sœta pyntingum, ganga tyrir" — segir Eric Baker frá Amnesty International „Upplýsingarnar, sem Amnesty hefur aflað um ástandið á einstökum land- svæðum eru þær öruggustu i heiminum, þaö hafa Sameinuðu þjóöirnar viðurkennt,” sagöi Eric Baker, sem var varafor- maöur framkvæmdaráös Amnesty International um ára- bil. Þar sem hann er eini aöil- inn, sem eftir er af stofnendum, þótti okkur forvitnilegt aö ná tali af honum, en hann sótti hér ráöstefnu Alþjóöa heilbrigðis- stofnunarinnar, WHO. Hann sagði kveikjuna að sam- tökunum, og það sem raunveru- lega hefði vakið fólk til umhugs- unar, vera grein er nefndist „Hinir gleymdu fangar”. Þess- ari grein, ásamt höfundi hennar Peter Bennington og Eric Bak- er, tókst að hleypa samtökunum af stokkunum. Hópur fólks var sendur til ein- stakra landa, sem sýndu áhuga á að stofna vinnuhópa. En meginstarfsemi hópanna er fólgin i bréfaskriftum til yfir valda I landi fanganna. 1 London er siðan aðalskrif- stofan: þaðan er stjórnað rann- sóknarleiðöngrum um allan heim. Eric sagði, að i hvert skipti sem ógnaröld brytist út i ein- stökum löndum, væri sent fólk frá rannsóknardeildinni til að kanna ástandið. Samtökin hafa náð mestri út- breiðslu i þeim hluta heimsins, sem búið er við hvað mest réttaröryggi. 1 dag eru Amnestyfélögin í yfir 30 lönd- um. Þessi félög standa öll saman að rekstri skrifstofunnar I London. Samtökin geta hins vegar ekki þegið peninga frá neinum rikisstjórnum eða póli- tiskum flokkum. Er Eric var spurður að þvi, hvernig samtökin veldu fanga sina, sagði hann, að ekki væri hægtað gefa einfalda reglu fyrir þvi. Framboð væri mun meira en eftirspurn. Reynt væri að fylgja þeirri grundvallarreglu, að fangar, sem sættu pynting- um, fengju forgang. Aðrir fang- ar, sem samtökin hefðu spurnir af, yrðu að biða nokkurn tima. A meðan væri fylgzt með þvi hvort haldin væru réttarhöld I máli þeirra. Þegar liðnir væru um 6 mánuðir væri þeim siöan út- hlutað til vinnuhópanna. En hvað tekur langan tima að fá þá leysta úr haldi? „Það má ekki örvænta þótt svar berist ekki svo mánuðum skiptir,” svaraði Bretinn. Eric sagði, að stöðugt væri reynt aðfara inn á nýjar brautir til að fá rikisstjórnir til að virða mannréttindi. Þannig væru til dæmis haldin námskeið fyrir lögreglustjóra og væntanlega einnigfyrir fangelsisstjóra til aö fræða þá um samtökin og fang- ana sem barizt er fyrir. Þetta væri alls ekki gert i þvi skyni að auglýsa samtökin, þau væru reyndar orðin of þekkt i sumum þeim löndum, sem lita þau hornauga. Baráttan fy'rir afnámi pynt- inga hefur veriö sett mjög á oddinn og jafnvel vikið frá grundvallaratriðum i þvi skyni. Þannig taka samtökin nú að sér fanga, þótt þeir hafi beitt of- beldi, ef vitað er að' þeir sæta pyntingum. Hvað getur nú riki, eins og Is- land, með aðeins 150 félaga gert? Eric sagði, að við hefðum ótal möguleika umfram aðrar þjóðir. Fámennið gerði það aö verkum, að við ættum að eiga greiðan aðgang að þingmönnum þjóðarinnar. Island ætti sæti á mörgum þingum, sem hefðu úr- slitaáhrif i ýmsum málum. Það mætti næstum segja, að við gæt- um komið „orðsendingum” til Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna i gegnum fulltrúa okk- ar þar. _ba Eric Baker SSSSA Bilarnir tveir á Vesturlandsvegi. Þeir eru báðir taldir ónýtir. Ljósm. BA. Eins konar baðstofa í miðri borginni — nýr staður opnaður „Hús fólksins", þar sem fólk getur gert það, sem því dettur í hug „Þessi staöur á að vera eins konar baðstofa I miðri borginni, þar sem allar tegundir fólks, ungir sem gamlir, geta komið saman og fengið tækifæri til að tjá sig á ýmsan hátt, t.d. I hljóð- færaleik, myndlist, leiklist, renna sér á rennibraut, umræð- um og öllu þvi, sem fólki annars dettur I hug að gera,” sagði einn áhugamaður um stofnun staðarins „Hús fólksins”, sem er i gamla Hótel Vfkur húsinu. Þessi áhugamaður vildi ekki láta nafns sins getið. „Hér fer ekki fram nein möt- un, heldur verður fólk sjálft að finna hvað það vill gera, öðru visi „funkerar” þessi staður ekki. Vonandi lifgar þetta upp á sköpunarmátt fólks,” sagöi áhugamaðurinn. „Það er eins og fólk sé stund- um hrætt við að gefa öðrum, en það er ekkert hættulegt, vegna þess að þú ert það sem þú gerir — og sjálf verður þú lika reynslunni rikari. Við ætlum að hafa skemmti- kvöld, þar sem verður til dæmis ljóðaupplestur, umræður, kvik- myndasýning, leikrit, tónlist og fleira. Einnig seljum við hér ljóða- bækur og myndlistarverk og ágætt væri að fá einhverjar af- urðir sem þessar til þess að selja eða þá eitthvað annað. Hópar, sem vantar húsnæði undir eitthvað sérstakt, geta fengið afnot af þessum húsa- kynnum. Veitingar verða ekki seldar hérna, en ef fólk vill laga sér sjálft kaffi eða te, þá er það vel- komið. Þessi staður á að falla að þjóðfélaginu, en ekki vera eitt- hvert framandi fyrirbrigði fyrir þröngan hóp fólks. Ef fólk er ekki ánægt með staðinn, getur að komið meö breytingartil- lögu. Það hefur verið draumur svo margra að koma á fót svona stað, nú er að sjá, hvort fólk get- ur „melt” þennan draum og gert hann að veruleika,” sagði áhugamanneskjan um stofnun staðarins „Hús fólksins”. — HE. Þaðer mjög frumlegt I „Húsifólksins”. Skritnar myndir uppi um alla veggi og húsgögnin gömul og slit- ín. I oöru herberginu trónarrennibrautá miðju gólfi. Ljósm. Jim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.