Vísir


Vísir - 26.07.1975, Qupperneq 5

Vísir - 26.07.1975, Qupperneq 5
5 Vtsir. Laugardagur 26. júll 1975. „Change í dag”.r>Talið frá vinstri Magnús Sigmundsson, SigurOur Karlsson, Jóhann Helgason. Sitjandi Björgvin Halldórsson og Tómas Tómasson. CHANGE: „RUBY BABY", ,, IF I". Þetta er fyrsta platan sem Change gefur út með lögum sem ekki eru eftir þá sjálfa. Lögin „Ruby Baby” og „If I” eru eftir tvo náunga sem eru á sérstök- um samningi hjá Chappell-út- gáfufyrirtækinu ,sem laga- og textasmiðir. Einnig er þetta fyrsta platan sem EMI annast dreifingu á fyrir þá félaga. Þessi plata lofar góðu. „Ruby Baby’Lsyngur Björg- vin aðallega, en inn á milli heyr- ast mjög vel raddaðir kaflar frá öðrum meðlimum Change. Rispandi gitar (sennilega frá Bigga) kemur skemmtilega út i laginu, sömuleiðis liflegur trommuleikur Sigga. Þetta lag minnir mig pinku- pons á stil hljómsveitarinnar Pilot, og getur það ekki verið annað en góð meðmæli. Þeir félagarnir hafa mjög góð tök á þessu lagi, þannig að það fellur ekki á hilluna sem „sykursætt” sem höfundar þess eflaust hafa ætlast til. „IF I” syngur aftur á móti Jói, og þó að lagið sé ritað sem B-hlið, þá er það engu siðra. Það er öllu jafnara en Ruby Baby, rólegra og öllu rytmiskara. Aftur eru það bakraddirnar, sem slá i gegn, enda um fjöl- breytilegar raddir að ræða i Change. Þetta er góður forsmekkur að þvi, sem koma skal, nú bið ég bara eftir albúminu. Örp. „UPPTEKIN LÍTIL FLUGA" Góðri piötu er oft erfitt að fylgja eftir með betri, og svo er það með nýju Pelican piötuna. „UPPTEKNIR” sló i gegn vegna þess að hún var fersk á islenskan mælikvarða, fyrir utan það að Pelican voru þá á toppnum. Ég er alls ekki að segja það, að „LITIL FLUGA” sé léleg, þvert á móti hún er góð á okkar mælikvarða, þó svo að lengra væri leitað. Það er aðeins eitt, sem fer illa með „Litla Flugu”, hún er allt of keimlik „Uppteknir” svo og sóló-plötu ómar% bskarssonar. A köflum, og þá aðallega i lög- um ómars, má heyra góðkunn- uga frasa, sem sannast að segja, eru þreytandi til lengdar. Það er eins og ómar þurfi að skipta um umhverfi smástund, slappa pinulitið af, og þá kemur eitthvað ferskt frá honum aftur, það vona ég a.m.k. Þetta á ekki aðeins við Ómar, heldur lika við Björgvin þó að i minna mæli sé, t.d. i laginu „Warm august night”. „Litil Fluga” er jöfn plata, róleg, of róleg að minum dómi, það vantar smá.fútt i hana á köflum. Þetta gerir það að verkum, að lög verða þreytandi, til vitnis um það get ég^nefnt nokkur heimili, sem hafa eignast „Litla Flugu”. Þar er platan sett á fóninn, eða réttara sagt „Litla Flugan hans Sigfúsar” og svo er vart spilað meir en kannski lögin sitt hvorum megin. Það er synd, þegar svo færir hljóðfæraleikar- ar falla i svo erunna gryfju. Pétur Kristjánsson kemur mér einna mest á óvart á þess- ari plötu, hann syngur i flestöll- um tilvikum mjög vel. Þá helst i laginu „Working to find a para- dise”, (sniðugur að'velja þetta nafn á nýju grúppuna slna hann Pési). Annars má vel skilja það núna, hvers vegna Pétri var sagt upp, þeir þurfa bersýnilega á fjölbreytilegri söngvara að halda, ef árangur þar ytra á að nást. 1 áframhaldi af þvi, finnst mér þeir félagarnir Jonni og Ómar leggja meiri áherslu á bakraddir sinar, sem er gott. Það, sem aðallega virðist há Pelican um þessar mundir, er vöntun á röddum, og ég leyfi mér að efa það, að Herbert Guð- mundsson bæti mikið úr þeirri vöntun með tilkomu sinni i grúppuna. Herbert er góður söngvari, en Pelican þarf á tveimur að halda sbr. Change m.m. Á „Litil Fluga” er eitt lag eftir Jón Ólafsson „I Feel a change”,gottlag það frá Jonna, og önnur eru eftir þá Bjögga og Ómar, nema titillagið hans' Fúsa. Hið siðastnefnda er áheyrilegasta lag plötunnar að minum dómi, önnur góð finnast mér „Working to find” „I feel a change” „Silly Piccadilly’.’ og „Warm august night”. Þrátt fyrir neikvæð skrif um þessa plötu Pelican, vona ég, að þeir félagar hugsi sitt ráð og komi með eitthvað öllu hressi- legra næst, ekki bara endur- tekningu af fyrra efni. örp. i s^íidi Norrænt kennaranám- skeiö í Reykjavík 1 dag, laugardag, hefst norrænt kennaranámskeið i Reykjavik. Það er haldið á vegum Norræna kennarasambandsins, sem var stofnað árið 1969. Það er haldið i aðildarlöndum til skiptis, en er nú fyrst á Islandi. Þátttakendur verða 160, þar af 20 frá íslandi. Aðalefni námskeiðsins er Skólinn i norrænu nienningarsamfélagi. 8 erindi verða flutt og unnið i hóp- um. Auk þess verður farið i ferða- lög um Suðurland. Námskeiðið er haldið á Hótel Loftleiðum. Orkuráð Nýtt orkuráð hefur nú tekið til starfa, og hefur Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, alþingismaður, verið skipaður formaður þess. Kosið var i Orkuráð á alþingi 20. mai siðastliðinn, og eru i þvi auk Þorvaldar Garðars: Ingólfur Jónsson, alþingismaður, Magnús Kjartansson, alþingismaður, Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri, og Daniel Agústinusson, aðalbókari. Nú varð einhver milljóneri . Dregið hefur verið i annað sinn i happdrættisláni rikissjóðs 1974, Skuldabréf D, sem gefið var út til vega- og brúagerðar á Skeiðarár- sandi. Þessi númer fengu einnar milljón króna vinning: 5070, 29984, 93793, 96965, 110322. Hálfa milljón fengu þessi: 48678, 94612, 99163 og 107898. Fjöldi númera fékk svo hundrað þúsund og tiu þúsund króna vinninga. — Enn eru allmargir .vinningar ósóttir frá fyrsta útdrætti, þar af einn milljónavinningur, sem er á núm- erinu 59625. — Þessi númer eru öll birt án ábyrgðar. Syngurí gróðurhúsi Spánski gitarleikarinn og söngv- arinn Ramon skemmtir um þessar mundir gestum i Eden i Hveragerði, við góðar undirtekt- ir. Hann er ættaður frá Valencia á Spáni og hefur viða komið fram sem skemmtikraftur, meðal ann- ars á næturklúbbum i London og sjónvarpi þar, og þá ekki siður i skemmtistaðnum Titos á Mæjorka, sem þó nokkuð margir íslendingar þekkja. Loftslagið i Eden hlýtur að minna Ramon á suðlægarislóðir, sem hann þekkir frá blautu barnsbeini, og hann ætlar að halda áfram að skemmta i gróðurhúsinu fram yfir mánaðamót. Þetta er Benz-wagen — Ég kalla hann Benz-wagen, segir Magnús Sigurjónsson á Akureyri úm .fólksvagninn sinn, sem búið er að smiða stórt Mercedes-Benz vélarlok á með vatnskassahlif og öllu tilheyr- andi. — Mér fannst farangursrýmið frammi i bilnum einfaldlega of litið. Ég ákvað þvi að hækka það upp og stækka, segir Magnús. Magnús vinnur hjá bilaspraut- un Tóbiasar á Akureyri, og þar skammt frá rak hann augun i gamla vélarhlif aí Mercedes- Benz. A öðrum staö gróí hann upp beyglað kistulok af fólksvagni. — Minn bill er af gerðinni 1302 frá árinu 1971 og ég timdi ómögu- lega að vera að skemma það kistulok, sem var á honum fyrir. Ég bjó hins vegar til nýtt kistulok úr hlifunum tveim, sem ég fann og setti það siöan á bilinn. Á fimm minútum get ég aftur á móti búið til fullkominn fólksvagn á ný, með þvi að skipta um kistulok, segir Magnús Sigurjónsson. Þegar sér framan á bilinn hans Magnúsar, sýnist hann fyrst vera gamall Benzbill, svo vel er til smiðarinnar vandað. — Það er raunar furðu- legt, hvað þetta hefur bless- azt vel. Ég hafði bara skrúfstykk- ið heima i bilskúr og vann þar við að setja kistulokið saman i vetur, segir Magnús. — Jú, billinn hefur vakið vissa athygli. Einkum eru það útlend- ingarnir, sem eru hrifnir af þessu uppátæki, segir Magnús að lok- um. —JB KORonnj 1000 Danir í íslenzk föt Sportver hf. hefur sent þúsund sett af karlmannafötum til Dan- merkur, og er þetta i fyrsta sinn, sem karlmannaföt eru seld þang- að. Þau eru að mestu úr ullarefn- um og i rúmlega meðalverðflokki dönskum. Það er danska fyrir- tækið G. Falbe Hansen, sem er dreifingaraðilinn i Danmörku, en hefur raunar dreifingarkerfi um alla Skandinaviu. Þetta er tilraun af hálfu Sportvers, en ef vel geng- ur, má búast við auknum við- skiptum á þessu sviði. Á mynd- inni eru Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, og Guðgeir Þórarinsson, sölustjóri, með fötunum sinum velmerktum fyrir brottför. Húsiðá Grenisöldu Hér kemur mynd af húsinu fræga á Grenisöldu, sem nokkurt mál reis út af á dögunum. Visir hefur verið beðinn að geta, þess, af gefnu tilefni, að þau málefni Rafmagnsveitu rikisins á Aust- fjörðum, sem fjallað var um i fjölmiðlum á dögunum, séu al- gerlega óháð Austfjarðaveitu og rekstri hennar. Sverrir og Árni Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur, hefur gefið út bækiing, þar sem hann gerir grein fyrir moldviðri þvi, sem reis út af frá- sögn hans um Arna Pálsson, prófessor, i rikisfjölmiðlunum. Bæklingurinn heitir: Arni Páls- son prófessor og ég eða Glæpur- inn sem ekki fannst. I bæklingi þessum rekur Sverrirgang dóms- málanna, sem af málinu spunn- ust, svo og útvarpsviðtalið og minningargrein, sem hann reit um prófessor Arna látinn. Þannig leggur Sverrir i dóm lesenda, hvernig hann hafi fjallað um minningu Arna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.