Vísir - 01.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 01.08.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 1. ágúst 1975 3 Á reiðhjólum og einkaþotum koma þeir á Nordjamb Um 17 þúsund skátar frá 98 löndum sækja hið mikla Nordjamb skáta- mót i Lillehammer í Noregi. Þeir koma allt frá islandi „niður" til Ástralíu og Lillehammer hefur aldrei upplifað annað eins. í einkaþotu með lifverði ...aBrir komu I einkaþotum meö föruneyti. Sidi Mohammed, krönprins Marokkó, er heiöursforseti skátahreyfingarinnar í heimalandi sinu.Hann tekur einnig mikinn þátt i almennu skáta- starfi og mætti á Nordjamb. 1 för meö honum voru m.a. nokkrir harðskeyttir lífverðir. Hassan konungi, föður hans hefur hvað eftir annað verið sýnt banatilræði og það er engin áhætta tekin þegar krónprinsinn ferðast. En þótt mörg tungumál séu töluð, eiga allir þátttakendur sameiginlega hugsjónina um vináttu og bræðralag og sam- skiptin ganga þvi hreint ótrú- lega vel fyrir sig. Sinn er siður i landi hverju og þar sem skátar eru ófeimnir hver við annan verður það ómældur fróðleikur um lönd og lýði, sem þeir taka með sér hver til sins heima. Við birtum hér nokkrar svipmyndir frá mótinu og hinum ýmsu þátttakendum, sem búa við misjöfn kjör og margs konar siði. Hver þátttak- andi út af fyrir sig er eins og framandi „smáheimur” fyrir skáta frá öðrum löndum. En saman verða þeir að einum stórum, friðsömum og hjálp- sömum heimi. Skyldi ekki ein- hver geta lært eitthvað af þvi? —ÓT. Hjóluðu 9000 kílómetra Susanta og Shiba komu á reiðhjólum slnum alla leið frá Ind- landi. Þeir lentu auðvitað I ýmsum skemmtilegum ævintýrum en ferðaáætlunin var svo nákvæm að þeir komu til Lillehammer daginn áður en Ragnhildur Helgadóttir flutti setningarræðuna. Norsku skátarnir JóhannesogRoar tóku á móti þeim. Viídngar Danskir skátar ætla sér lfklega I víking. Þeir smlðuðu að minnsta kosti þessa eftirlikingu af vikingaskipi og höfðu með sér. Furugerði 1: Byrjað ó leiguíbúðum aldraðra ó nœstunni Lægsta tilboð i bygg- ingu fyrir aldraða að Furugerði 1 kom frá Guðmundi Þengilssyni byggingameistara, kr. 294.230.358. Þetta sagði Kjartan Trausti Sigurðssonhjá Innkaupastofnun Reykjavikur, en samþykkt var i borgarráði i gær að taka tilboð- inu og verður hafizt handa með bygginguna alveg á næstunni. Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á 303.798.097 krón- ur, svo að tilboðið er lægra eða 96,9% af áætluðu verði. Fimm tilboö bárust og var það hæsta upp á tæpar 360 milljónir króna. Arkitektar hússins eru Guð- mundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Það er 8 hæða og I þvi eru 75 ibúðir, 60 einstaklingsibúðir, 14 hjóna- Ibúðir og húsvarðaribúð. Þær verðá til leigu. A 1. hæð verða 4 einstaklings- Ibúðir, húsvarðaribúðin, setu- stofa og samkomusalur. A 2.-8. hæð verða 8 einstaklings- og 2 hjónaibúðir og I kjallara er þvottahús og aðstaða fyrir fönd- ur og tómstundir. Byggingunni á að vera lokið 1. nóv. 1977. —EVI Hórgreiðslumeistarar komnir í hór saman? Visi barst bréf frá ónafn- greindum hárgreiðslumeistara, sem kvartaði undan þvi, að hann hefði verið strikaður út af féiaga- skrá Hárgreiðslumeistarafélags islands, þar eð hann hefði hætt rckstri hárgreiðslustofu. En á siðasta aðalfundi félagsins var ákveðið, að þeir félagar, sem hætta rekstri hárgreiðslustofu, teljist ekki meðlimir lengur. í viðtali við formann Hár- greiðslumeistarafélagsins, Hönnu Kristinu Guðmundsdóttur, kom fram, að þetta ákvæði væri m.a. sett i lögin til þéss að stemma stigu við þvi, að meist- ari, sem hættir með stofu, vinni við hárgreiðslu heima hjá sér. En slik starfsemi er bönnuð sam- kvæmt lögum félagsins. Hanna sagði, að konur, sem stunda hárgreiðslu i heimahús- um, tækju oft fullt fyrir sina þjón- ustu, en borguðu hvorki aðstöðu- gjöld né söluskatt, eins og þær sem reka hárgreiðslustofur. A vegum félagsins eru haldin námskeið, þar sem kenndar eru allar nýjungar i hárgreiðslu og sitthvað fleira er varðar þessa iðn, og eru það einu námskjjiðin, sem haldin eru hér af þessu tagi. Með þvi að útiloka þær konur, sem ekki reka stofur lengur, væri verið að sporna við þvi að þær gætu haldið sér við I greininni og þannig minnka aðsóknina að heimastofum, sem eru fjölmarg- ar i Reykjavik, að sögn Hönnu Kristínar. Ennfremur sagði Hanna, aö Vinnuveitendasambandið heföi hvatt og stutt hárgreiðslumeist- ara til þessara lagabreytinga, þvi það tiðkaðist hvergi, að fólk, sem hættir sjálfstæðum atvinnu- rekstri, sé áfram innan hags- munasamtaka eins og Vinnuveit- endasambandsins. Visir hafði samband við eina heimavinnandi hárgreiðsludömu. Sagði hún, að hún tæki aldrei eins mikið fyrir sina vinnu eins og hárgreiðslustofurnar, þvi slikt væri hreinn og beinn þjófnaður. Sagði hún fjölgunina i iðngrein- inni vera það mikla, að eðlilegt væri, að þeir félagar, sem reka stofur og þeirra starfsfólk fengi áð njóta þessara námskeiða, þvi vegna fjöldans yrði að takmarka aðgang að þessum námskeiðum. —HE Hanna Kristin, formaður Hár- greiöslumeistarafélagsins. —Ljósm.: Bj.Bj. MINNI FLUG- UMFERÐ YFIR MIÐBÆNUM — en meiri yfir Fossvoginum samkvœmt tillögu um nýja flugbraut á Reykjavíkurflugvelli Tillaga um skipu- lagsbreytingu á flug- vellinum var lögð fram i borgarráði fyrr i vik- unni. Tillaga þessi er frá Flugráði og flug- málastjórn komin og er þar lagt til, að einni flugbrautinni verði breytt. Flugbrautin, sem um er að ræða, er hin svokallaða aust- ur-vestur braut, eða 14/32 eins og sagt er á fagmáli. Að sögn Leifs Magnússonar varaflugmálastjóra er lagt til, að braut þessi verði færð um 10 gráður. Þetta gerir það að verk- um, að hægt er að minnka flug- umferð yfir miðbæinn. Hins vegar verður hún meiri yfir Fossvoginn með þessari breyt- ingu. Hinn endinn liggur að sjó. Gert er ráð fyrir þvi, að flug- brautin verði 1800 metra löng, en unnt er að lengja hana enn meira eða i 2000 metra. —EA Gott sumar en engir stórlaxar — segir Albert í Veidimanninum „Það hefur enginn veiðzt yfir 28 pund, en þetta hefur verið prýði- legt sumar,” sagöi Albert I Veiði- manninum, er tal náöist af hon- um. Hann sagöi, að hlutur tslend- inga i laxveiðum færi stöðugt minnkandi. Útlendingar keyptu upp veiðileyfi i stöðugt fleirl ám og tslendingar hefðu ekki lengur efni á að stunda sllka veiði. Albert hefur sem kunnugt er umboð fyrir sænska fyrirtækið Abu, sem efnir árlega til keppni i öllum þeim löndum, sem það selur vörur sinar til. Menn geta fengið gullmerki, ef þeir veiða á stöng fiska yfir ákveöinni stærð, til dæmis silung eða lax. Siðan eru veitt verölaun þeim. sem veiðir þann stærsta á öllu landinu af ákveöinni tegund. Loks veitir fyrirtækið þeim 12 i ABU- löndunum, sem veitt hafa stærstu fiskana, ferðaverðlaun. Sagði Al- bert, að einn Islendingur hefði fengið þau og þá hefði svo óheppi- lega viljað til, að draumaferðin eins og þær kallast var til íslands. —B.A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.