Vísir - 01.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 01.08.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 1. ágúst 1975 7 / Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir Sú aðalregla gildir, að þeir, sem slasast al- varlega skulu vera kyrrir á slysstað, þar til unnt reynist að flytja þá á brott i sjúkrabil. Hins vegar kann sú staða að koma upp, að óvanir verði að flytja Flutningur án hjálpargagna Helztu skyssur, sem menn gera, er að þeir lyfta byrði með bognu baki og beinum fótum og snúa sér með byrðina með þvi að vinda upp á hrygginn, án þess að færa fæturna um leið. Ef hjálparmaður er einn, get- ur hann borið sjúkling i fanginu. Þá krýpur hann niður á annað hnéð og tekur með annarri hendi um læri sjúklings en með hinni yfir bak hans. Þegar hjálparmaður stendur upp, á hann að beygja sig örlitið aftur á 'bak, þvi að þannig verður hann ekki eins þreyttur. Hjálparmaður getur einnig borið sjúkling á langabaki. Þá getur hjálparmaður flutt sjúk- ling með þvi að vera sjálfur eins konar hækja. Hann stendur þá við heilu hlið sjúklingsins, legg- ur annan handlegg hans um háls sér, tekur um úlnlið sjúklings með annarri hendi en leggur hina um mitti sjúklings. Flutningur með úlnliðstaki Hann verður aðeins notaður, Úlnliðatak SLYS BER AÐ HONDUM — Flytja þarf sjúkling ón hjólpargagna sjúklinga, áður en at- hugun eða skyndihjálp verður komið við. Var- kárni er þá mikilvæg- ari við flutninginn en hraði. Neyðarflutningur Hann er nauðsynlegur þegar sjúklingur er i hættu eða ástand hans hlýtur að versna, ef hann verður kyrr á slysstaðnum. Þá er hann nauðsynlegur, ef sjúk- lingur veldur miklum trafala i umferö og honum getur ekki orðið meint af flutningi. Þörf er á neyðarflutningi, ef sjúklingur er svo ilia haldinn, að skjótur flutningur á sjúkrahús er nauðsyrdegur og annað öku- tæki er fyrir hendi, sem getur flutt sjúklinginn þangað, fyrr en sjúkrabillinn getur gert það. I fjórða lagi er hann nauðsynleg- ur ef læknir kemst ekki strax á staðinn. Aðgerðir fyrir flutning Veita skal þá skyndihjálp, sem bjargað getur lifi sjúklings. Þá skal hylja sár með dauð- hreinsuðum umbúðum og losa um þröngan klæðnað. þar sem unnt er -að standa upp- réttur á slysstaðnum. Hjálpar- maöur krýpur þá að baki sjúk- lingsins, lyftir honum upp i sitj- andi stellingar og hefur hand- leggi hans beygða með hendur á bringunni. Hann beygir sig niður, smeygir höndunum aftan frá undir handarkrika sjúk- lingsins og gripur um úlnliði hans. Hjálparmaður gengur slðan aftur á bak og verður að gæta þess að halda sjúklingnum svo hátt að við bringu sina, að höfuð sjúklings, ef hann er meðvitundarlaus, hvili á öxl. Skriðið með sjúkling Gert þar sem ekki er unnt að standa uppréttur. Sjúklingur er lagður á bakið og úlnliðir hans bundnir saman. Mikilvægt, að þeir séu lagðir i kross. Fyrst er bundið þvert um báða úlnliði, siðan er bindið lagt I kross og bundið aftur hornrétt á fyrri vafning. Hjálparmaður stingur siðan höfðinu á milli samanbundinna handleggja hans og skriður af stað með sjúklinginn i togi. Ekki má nota þessa aðferð, ef grunur er um áverka á hrygg. Hjálparmenn eru tveir Þá er hægt að flytja sjúkling með þvi að taka i föt hans. Annar hjálparmaðurinn tekur sér stöðu við höfuð sjúkl. krýpur og smeygir höndunum inn undir bak hans og tekur i fót hans undir herðablöðum hans. Höfuð sjúklings hvilir á handleggjum hjálparmanns. Hinn hjálparmaðurinn tekur sér stöðu við hlið sjúklingsins, krýpur og tekur með annarri Sjúklingur borinn (sjá skýringar í meginmáli) hendi i buxnastreng hans eða belti, og með hinni i buxna- skálmarnar. Siðan lyfta þeir sjúklingnum varlega upp og bera hann af stað i þá átt, sem likaminn visar. Sjúklingur borinn i beygju Sjúklingur má hvorki vera skaddaður á brjóstkassa né :handleggjum til að þetta sé unnt. Hinn sterkari krýpur aft- anviðsjúklinginn og reisirhann upp á sitjandi stellingar. Hann smeygir siðan höndunum i handarkrika sjúklingsins og gripur um úlnliði hans. Hinn tekur sér stöðu milli fóta sjúk- lings og tekur undir hnésbætur hans. Sjúklingur borinn á gullstól og tveggja handa stól , Sjúklingur verður að hafa meðvitund. Er hjálparmenn hafa myndað „gullstól”, standa þeir nokkuð gleiðir, beygja sig niður að baki sjúklings, sem sezt á hendur þeirra og heldur hendinni um háls hvors þeirra. Tveggja handa stóll er gerður þannig, að hjálparmenn krjúpa við hlið sjúklingsins. Sá, sem er hægra megin við sjúklinginn krýpur á hægra hné, en sá, sem er vinstra megin krýpur á vinstra hné. Þegar þeir hafa reist efri hluta sjúklings upp, styðja þeir við bak hans hvor með sinu hné. Siðan leggur hvor hjálparmaður annan handlegg sinn um bak sjúklings og tekur um upphandlegg hins. Lausu hendinni smeygja þeir undir sitjanda sjúklings og taka þar hvor um úlnlið hins. Hjálpar- menn skulu beygja handleggi sína, til þess að sjúklingurinn renni siður niður. taka í föt hans

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.