Vísir - 01.08.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 01.08.1975, Blaðsíða 16
vísir Föstudagur 1. ágúst 1975 Sala erlendra blaða hefur minnkað um y fjórðung! Jafnvel Andrés Önd er nú endursendur Sala erlendra blaöa hér á landi hefur minnkað um tæplega 25 prósent, þaö sem af er þessu ári. Þaö er vegna mikiilar veröhækk- unar, bæöi vegna aukins fram- leiðslukostnaðar í útgáfulöndun- um og þó einkum vegna lækkandi gengis krónunnar. Frá þessu er skyrt i nýjasta hefti timaritsins Frjáls verzlun. Þar er jafnframt sagt, að svo sé samdrátturinn mikill, að jafnvel þurfi nú að endursenda Andrés önd & Co, sem er þó i sérflokki meðal þeirra blaða, sem viö kaupum erlendis frá. Um 3/4 hlutar þeirra erlendu blaða, sem við kaupum, eru frá Danmörku og á eftir Andrési önd eru dönsku heimilisblöðin. „Hend- es verden” er nú efst á listanum þar, er komið upp fyrir „Familie Journalen”. Lárus Blöndal, bóksali, tjáöi Visi, að sala dönsku blaðanna hefði nokkuö minnkað, eins og jafnan væri um vöru, þegar verð- ið hækkaði. Hins vegar væri varla hægt að segja, að þessi blöð væru dýr, miðað við margt annaö. Fjölskyldublöðin, eins og Familie Journal, Hjemmet og Femina, kostuðu 160krónurog flyttu mikið og gott efni fyrir þann pening. —ÓT 246 árekstrar á Akureyri það sem af er árinu Þrir árckstrar urðu á Akureyri i gærdag. Allt voru þetta smá- vægilegir árekstrar og sem betur fer urðu engin slys á mönnum. Alls háfa 246 árckstrar orðið á Akureyri það sem af er árinu. Arekstrarnir, sem áttu sér stað i gær, urðu á mótum Þórunnar- strætis og Hamarsstigs, þvi næst við Iljalteyrargötu og Laufás- götu. Þar lentu saman vinnuvél og fólksbill. Loks varð árekstur við Þórunnarstræti og Glerár- götu. Allt voru þetta fóiksbilar að undanskilinni vinnuvélinni. Bilarnir skemmdust lítið. -EA 10 DANSLEIKIR í NÁGRENNI HÚSAVÍKUR „Það verður sennilega nóg að gera hjá skósölum eftir helgina,” varð lögregiumanni á Húsavik aö oröi, þegar viö höfðum samband þangað I morgun. 1 nágrenni Húsavikur verða nefnilega hvorki meira né minna en 10 dansleikir um helgina. Hafa sumir haft það á orði, að þeir séu hræddir um að ekki fáist þangað nóg fólk. En ef aö likum lætur ætti þaö ekki að vanta um verzlunarmannahelgi. Þrjú böll veröa samtals viö Mý- vatn, þrjú verða á Laugum og loks verða fjögur I Skúlagarði. Dansinn hefst strax i kvöld og dunar svo fram á aðfaranótt mánudags. -EA Skapið í sólarleysinu? Það var svona rétt með herkjum, að við Visismenn þorðum að svifa á nokkra vegfar- endur i miðbænum og spyrja um skapið á þessum siðustu og verstu votviðratimum. En það var ekki um annað að ræða og þarna kom i flasið á okkur einn nokkuð útitekinn. Hvernig erskapið i þessu veðri? „Þaðer þó að minnsta kosti á- gætur markaður fyrir lopapeys- ur,” sagði sá og kvaðst heita Gunnlaugur Jóhannesson og vera skrifstofustjóri hjá Ala- fossi. Annars hafði hann verið svo heppinn að komastf heila 5 daga i sól, á Norðurlandi auðvitað, annars myndi hann sennilega Gunnlaugur Jóhannesson er svo heppinn að hafa komizt 5 daga i sól. Hvar? Auðvitað fyrir norð- an. vera bæði andlega og likamlega niðurbrotinn maður. „Hver ein- asti, sem maður hittir, er fúll og leiöinlegur,” sagði hann og spáði 1 1/2 sólardegi sunnan- lands i ágústmánuði. Jú, sum- arið hafði borið upp á 2 miðviku- daga og einn sunnudag. 1/2 fimmtudagur flaut vist með. - Næst tókum við tali Guðfinnu Sigurðardóttur húsmóður (ekki baraLHún vará göngutúr i rok- inu á göngugötunni með börnin sin 3 og 5 ára og einn, ekki ársgamlan, sem lét sér fátt um rok og rigningu finnast og svaf vært i kerrunni sinni. „Það verður bara að hafa það, þótt veðrið sé svona.” Pollabuxurnar koma að góðum notum og krakkarnir ekkert svo fúl, ef þau geta sullað svolitið. Hún hefur ekkert komizt út úr bænum i sumar og ekki stóð það heldur til að fara neitt. Það yrði bara að vona að úr rættist með veörið. Helgi Hóseasson prentari var alveg sáttur við lifið og tilver- una. Sagðist meira að segja hafa komizt i 2 daga i sól i Skaftafellssýslu (hann var 4 i allt, hina 2 rigndi auðvitað). En hann hafði veitt lax, svo að allt var þetta I stakasta lagi. —EVI Helgi Hóseasson prentari er al- veg sáttur við lifið og tilveruna, hvernig sem veðriö er. — Það er bara mesta furða hversu gott það er Sá litli hennar Guðfinnu Sigurðardóttur lét sér fátt um finnast veður og vinda og svaf vært. Þjófar og skemmdarverkamenn grassera í bótum við Granda „Við borgum hér há hafnar- gjöld, en fáum ekki nokkra vernd i staðinn,” sagði Sigurður Haraldsson, eigandi og út- gerðarmaður Ingibjargar KE 114, sem liggur við Grandagarð og hefur tvivegis fengið slæma útrcið um nætur af farandlýö. Ekki veröur Ingibjörgu siglt eftir þessum kompás að sinni. Fyrir rúmri viku var brotizt inn i lúkarinn. Þar hafa gestirn- ir setzt að sumbli og skildu eftir sig tvær tómar brennivinsflösk- ur. Þegar þær voru tómar, hafa þeir farið á stúfana til að reyna að finna meðalakassa skipsins eða annað álika bitastætt. Ekki tókst þeim að brjóta sér leið inn i brúna, en brutust þá i gegnum þil úr lest inn i vélarrúm og komust þaðan upp I brúna. Ekki fundu þeir neitt, sem þeim kom að haldi, og hefur likað það illa. 1 hefndarskyni brutu þeir og brömluðu stjórn- tæki skipsins, meðal annars oliugjöfina og kompásinn. Siðan stálu þeir ýmsum verkfærum og áhöldum, meðal annars neyðar- talstöð bátsins. Að þvi búnu hafa þeir haldið i lúkarinn aftur, safnað saman dagblöðum og kveikt i. Lúkarinn brann allur innan, en hann var geröur upp fyrir fjórum mánuðum og gerður mjög finn. Sú endurbót kostaði á sinum tima fast að þrem milljónum króna. „Rannsóknarlögreglumaður kom hingað um nóttina með slökkviliðinu,” sagði Sigurður. „Sésthafði til drukkinna manna hér fyrr um nóttina, en ekki náðust þeir.” I fyrrinótt var aftur brotizt inn I skipiö, nú i brúna, og meira skemmt. Einnig þá var áhöld- um stolið. Sigurði og mönnum af öðrum bátum við Grandagarð barsamanum, aðótrúlega mik- ið væri um þjófnaöi úr bátum á þessum slóöum, einkum yrðu verkfæri svo sem topplyklasett fyrir baröinu á þjófum. „Ég fékk rannsóknarlög- regluna hingað ofan eftir aftur til þess að rannsaka málið,” sagði Sigurður. „Meðal annars er hér spýta með fingraförum, sem raunar reyndust of gömul, til þess að hægt væri að nýta þau. En mér var sagt, að lög- reglan gæti ekki gert neitt til að vernda okkur. Ef afbrota- mennirnir fyndust, væri aðeins hægt að taka af þeim skýrslu og láta þá skrifa undir, siðan yröi að sleppa þeim. Siðan myndu þeir ganga lausir og biöa dóms i tvö ár, og ef þeir áfrýjuöu aö gengnum dómi, myndu liða önn- ur tvö ár, án þess að nokkuð gerðist. Það hefur verið talaö um að loka höfninni um nætur, en aldrei hefur neitt orðið úr þvi. A meðan megum við borga fyrir að hafa bátana hér, án þess að hafa nokkra vernd. Við erum nú Þannig var huröin upp i brúna leikinn: Spjaldinu spyrnt úr og allt brotið og bramlaö. að koma lúkarnum i lag — en ætli það veröi ekki kveikt I hon- um aftur, áður en við höfum lokið þvi?” —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.