Tíminn - 10.09.1966, Qupperneq 3

Tíminn - 10.09.1966, Qupperneq 3
Sráhári hefur verið anzi dug- legurlegur að skrifa mér og komið víða við. Hér er bréf, sem hann nefnir Á Grettisslóðum Norður í Miðfirði er nýbyggt, myndarlegt félagsheimili, sem fleiri en einn hreppur stendur að. Þar var áður gamalt, ófullnægj- andi samkomuhús, sem hét því undarlega na * Ásbyrgi. Ekki er viiað, hvað hefur þótt sameiginlegt með þessu Miðfjarð- ar-Ásbyrgi og hinu eiginlega Ás- byrgi í Þingeyjarsýslu, sem þekkt er um land allt — og víðar. Hvort þetta nýja samkomuhús þeirra MiðfirSinga verður látið taka við gömlai nafngiftinni, er mér ekki kunnugt um, en ótrúlegt mætti virðast, að svo yrði. Sum nöfn hafa þá sérstöðu, að óheimilt ætti að vera að nota þau sesn nýnefni annars staðar, og það |tíí fremur, ef ekkert er sameigin legt með nafnberunum. Og einmitt þannig er viðhorfið til þess nafns sem hér er rætt um. Þingeyingar ættu að hafa einka rétt á sínu Ásbyrgisnafni því ann ars staðar getur það ekki átt heima. Nafnið á Ásbyrgi er svo táknrænt um þetta merkilega og sérstæða náttúrufyrirbrigði, að öll misnotkun á því ætti að vera úri- lokiuð. Og fleira kemur !iér til. Miðfirðingar eru áreiðanlega þess umkomnir að velja félagsheimi'i sínu viðeigandi nafn og þurfa ekki að sækja það til annarra, því ein mitt hér ætti þeim að vera hæg heimatökin. Þarna á næstu grösum er Bjarg- sá sögufrægi staður — sem ekki verður nefndar án þess að minnast Ásdísar, Grettis eða Ásmundar. Þarna á hinum fornu slóðum Grettis, er auðvitað sjálfgefið að tengja félagsheimilið nafn’ hans, — sögufrægasta mannsins. sem þar hefur gengið um garða. Ýmis heiti geta komið þar til álita: Grettisbúð — Grettisbær, - Grettisheimur — Grettislundur — Grettisver, — svo talin séu fá af mörgum sem til greina gætu kom ið. Og allt eru þetta nöfn, sem Mið firðingar og Grettir gætu verið fullsæmdir af. Púkar og Mývatnssveit Um leið og ég þakka Landíara af heilum hug fyrir birtingu smá- greina eftir mig, bendi ég lesand- anum á, að prentvillupúkinn ,sá ærslabelgur, var að leika sér í síð ustu grein minni í bálkini-.m. Fyrst er, að fyrirsögnin er; Víöir og viðrar (sem er það sama), en á að vera: Viðir og víðrar. Þ.e. í fyrsta orði er sett komma yfir staf, þar sem á að vera punktur. Og: lengi að eyðast, á að standa á einum stað, þar sem bókstafurinn þorn er settur óréttilega framan við orðið að. Þá stendur faurkar,, þar sem á að vera fauskar. Er prentvillupúkinn hinn mesti faurk ur að fara svona með fauskana. Annars finn ég hvergi í orðabók- um orðið faurkur. Ef til vill er nú tækifæri til að viðurkenna orð ið sem fullgilt í máli þjóðarinnar. Og gefa prentvillupúkanum það nafn. Enn stendur í grein minni: lágskó fyrir lágskóg. Og er á þess um orðum verulegur meininga- munur. Vona ég, að oukinn fari ekki að rugla þessar leiðréttingar mínar. því að seinni villur eru jafnan verri þeim fyrri Annars er það aðalerinaið núna að tala um Mývatnssveit, i tilefni af Kísils, þann 3. sept. Ég er ekki að mótmæla jafnvikilhæfum manni og frænda mínum núver- HEYBRUNAR ERU ALLTlÐIR OG ÞYKIR OKKUR ÞVl ÁSTÆ.ÐA TIL AÐ VEKJA ATHYGLI Á MJÖG HAGKVÆMUM HEY- TRYGGINGUM, SEM VIÐ HÖFUM ÚTBÚIÐ. TRYGGINGAR ÞESSAR NÁ M. A. TIL SJÁLFÍKVEIKJU. HAFIÐ SAMBAND VIÐ NÆSTA KAUPFÉLAG EÐA UMBOÐSMANN OG GANGIÐ FRÁ FULLNÆGJANDI BRUNATRYGGINGU Á HEYBIRGÐUM YÐAR. SAMVINNUTRYGGINGAR andi forsætisráðh., af neinni hót- fyndni. Rn sammála er ég honum ^e-kki um Mývatnssveit. Víst er þar hætta á umróti og röskun á eðlis- lögum náttúrunnar, Þetta er eins og í sögunni Grænn varstu dalur, meinlaus kynslóð byrjar, ætlar ekkert illt, en þær seinni skeyta engu, skilningur annars, hugarfar breytt. Þingeyingur. sem auk held ur er Mývetningur. hefr san að mæla. Það er ekkert grín með það nema úr afkrókum óæðri huga. Eg er einn af þeim Þingeyingum, þótt ég sé ekki auk heldur Mývetningur sem er ákaflega sárt um Mývatns- sveit. Veit bara hvergi dásamlegri stað. Hana á að vernda. Hvorki meira né minna en þjóðgarður, án þess að mannlífið sé fært það- an, er rétta lausnin. Sagan er ströng. Ef þessari sveit verður rask að fyrirsjárlaust, mun dór.vur fram tíðarinnar hitta illa þá menn, er að slíku standa. Og þá verður annar orðstír þeirra sömu manna. þótt betri væri, einnig að dimmum skugga. Hver kýs það? Sigurður Draumland. Og þá er hér að lokum bréf um útvarpið frá Jónasi Jónssyni í Brekknakoti, sem að vísu hefur beðið allt of lengi birtingar — því það bókstaflega týndíst í lengri tíma. „Sjálfumglaðir" útvarpsmenn Þeir ræddust við í útvarpsþætti Baldur Pálmason, Guðmund- ur Jónsson, og Jónas Jónass- son, listamenn, hver á sinu sviði, enda „sjálfumglaðir" á stundum! Þar mátti heyra, að skammabréf frá útvarpshlustendum væru fátíð orðin og töldu þessir staðfuglar, útvarpsins ástæðuna þá, að hlust endur væru nú ánægðari með dag skrána en fyrr. Vel er, ef svo væri en mér flaug i hug, að ástæðan væri e.t.v. frekar sú, að hlustend- ur hafi reynt og heyrt, að athuga semdir og skammir koma að litlu haldi, útvarpsráð og þjónar þess vilji ákveða og ráða sjálfir. „En svo má brýna deigt járn að bíti“, og nú í kvöld fenglm við það, sem dugði, það sem ég a.m.k. neita að taka þegjandi og þakkandi. Okkur var flutt leik- ritið Fondo og Lis. Þar virtist safnað saman fávitum og brjálóð um og tilþrifin eftir því eindæma glópska, dýrsleg grimmd, sárasta örvænting, grátbænir óp og dauða stunur við langdregið morð. Ég veit þess mörg dæmi, að fólk ým ist flúði frá útvarpinu eða lokaði — sem vel var, því að það getur enginn andlega heilbrigð mann- vera hlustað — nema sér til sár ustu kvalar eða sálartjóns — þeg ar saklausar konur og varnarlaus ar eru pindar til dauða, — heyrt bænir þeirra, gagnvart miskunnar lausri grimmd, örvæntingaróp og kvalastunur — við hæga at- burðarás og frábæra túlkun — unz yfir lýkur. En þetta er ekkert einsdæmi i ríkisútvarpinu íslenzka. Ég minn- ist á stundinni tveggja sams konar þátta, annar úr Oliver Twist. Ég las frásögnina, er Bill drepur Nancy og það er alveg frá leitt að því þyrftu að fylgja þvílík ósköp af angist, ópum og tíma, sem útvarpið á sínum tíma vildi vera láta. Sá, sem færir í leik- form, leikstjóri, eða sá, sem leik ur lagar svona atriði í hendi sér eða gerir úr það, sem hann telur heppilegt og eðlilegt. Til hvers ætl ast leikstjóri slíkra þátta af hlust endum? Það væri fróðlegt að vita. Snilld leikenda má kynna með ýmsu öðru móti til að skemmta eða hrífa. En sálsjúkir, fífl og „sa distar“ geta sér við þessu líka út varpsþætti unað og sennilega af þeim lært — og má þá segja, að „skel hæfi tranti"! En ég bið ykk Framhald á bls. 13. 3 Á VÍÐAVANGI Ný stjórnarstefna. í forustu grein Dags siðastl miðvikudag er rætt um kjör dæmisþing Framsóknarmattna i Norffurlandskjördæmi eystra Þar segir m. a-: „Á Kjördæmisþingi Fram- sóknarmanna á Laugum i Reykjadal dagana 2. og 3. sept. síðastliðinn var eftirfarandi dæmisþing framsóknarmanna i samhljóða: „Kjördjemisþing Framsóknai ntanna í Norðurlandskjördæmi eystra haldið dagana 2.—3 sept, 1966, Ieggur ríka áherzlu á það sem þjóðarnauðsyn, að tekin verði upp ný stjórnar stefna í landsmálum. Upplausnarstefna nuverandi ríkisstjómar leiðir af sér taum lausa verðbólgu, sem eyðileggur efnahagslíf þjóðarinnar. Brask og spákaupmenska færast í auk ana dag frá degi, en heilbrigSri ráðdeild og siðferði í viðskipt um hrakar að sama skapi. Af vinnuvegirnir eiga f vök að verjast og vinnumarkaðurinn er í óreiðu og óvissu. Stiómina skortir bæði mátt og vilja til þess að vinna gegn vaxandi mis vægi milli landshluta á öllum sviðum, og háskaleg óvarkárni og ósjálfstæði einkennir fram komu hennar gagnvart erlenriu valdi, enda er traust hennar mjög þverrandi hjá þjóðinni. Kjördæmisþingið telur það þjóðfélagslega skyldu Fram- sóknarflokksins að einbcita sér gegn óheillastefnu núverandi kjósendum í Norðurlandskjör- dæmi eystra til þess að gei>a það, sem í þeirra valdi stendur til að auka fylgi flokksins við næstu Alþingiskosningar, sem eigi verða síðar en á næsta vori svo að aðstaða hans eflist þá til að koma á stefnubreytingu og nýrri ríkisstjórn, er mynduð sé með víðtæku samstarfi“. Hersetumálið. Þá segir Dagur: „Ennfremur samþykkti þing- ið eftirfarandi ályktun: „Þar sem þingið telur, að koma verði í veg fyrir, að seta erlends herliðs í Iandinu verði varanleg telur það nú tímabært að taka upp viðræður við Bandaríkjastjórn um að hafinn verði undirbúningur að því að varnarliðið verði flutt héðan. En á meðan herinn er í landinu verði stranglega framfylgt samningunum um hersetuna. Ennfremur telur þingið að takmarka beri skilyrðislaust Keflavíkursjónvarpið við her- stöðina eina.“ Kjördæmisþingið að Laugum var í senn frjálslegt þing með snörpum umræðum um lands- og héraðsmál cg um leið markaS þeim alvöruþunga, sem skugg ar af mjög misheppnaðri stjórn arstefnu um margra ára skeið, setja á allar slíkar samkomur ábyrgra og alvarlegra hugsandi manna. Á þinginu var ekki á- greiningur um markmið. Og í þeirri kosningabaráttu, sem framundan er, n.unu Framsókn armenn ganga einhuga tU starfa”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.