Tíminn - 10.09.1966, Síða 7

Tíminn - 10.09.1966, Síða 7
LAUGARDAGUR 10. septemher 1'966 TÍMINN NY BOK BREYTILEG An llllll Harold McMillan, fyrrver- andi forsætisráðherra Bret- lands, mótaðist á þeim tímum, sem hann og margir samtíma- menn hans minnast með trega bíöndnum söknuði. Sjaldan hafa jafn örar breytingar orðið í heiminum og frá því um alda mótin síðustu og alit til þess, að hann segir af sér sem for- sætisráðherra í október 1963. Hann tók að rita þessa ævi- sögu sína í ágúst 1964, þegar Mlf öld var liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar. Fyr.sta bindið kom út fimmta þessa mánaðar, og heitir á ensku „Winds og Change 1914—1939“ Það verða þáttaskil í lífi höf undar og í heiminum með þeim atburðum, sem nú urðu. Heimsstyrjöldin breytti ,öllu. Áratugirnir fyrir fyrra stríðið einkenndust af efnah&galegu andlegu öryggi, einkum hvað snerti þá stétt, sem Mac Millan tilheyrði. Pundið var pund og krónan var króna. Gott var gott og vont var vont. Brezka heimsveldið virtist standa föstum fótum og menn trúðu á stöðuga og jákvæða framþróun. Trovor Roper segir í ritdómi í Sunday Times: „Eng inn kafli bókarinnar hafði slík áhrif á mig sem kaflinn um Bókin er gefin út af MacMill- an forlaginu, sem er í eign fjöl skyldu hans. MacMillan er fæddur í Lon don 10. febrúar 1894. Hann byrjar bókina á lýsingu barn- æsku sinnar, en hann ólst upp í Cadogan Plaee í London, þar sem foreldrar hans bjuggu um fimmtíu ára skeið. Föðurfólk hans var af skozkum uppruna, og faðir hans og afi ráku báð- ir bókaútgáfufyrirtækið Mac Millan & Co, sem er í hópi stærstu slíkra fyrirtækja í Eng landi. Móðir MacMillans var bandarísk að ætt. Tvítug að aldri missti hún fyrri mann sinn eftir aðeins sex mánaða sambúð. Vinum og kunningj- um til mikillar furðu, þar sem slíkt afhæfi var óvenjulegt á þessum árum, tók hún sér ferð á hendur til Pérísarborgar og lagði þar stund á höggmynda- list. Höfundur kveðst fáfróður um fyrstu kynni foreldra sinna, því að á þeim tímum hafi for eldrar ekki skriftað um slíkt fyrir börnum sínum. Hann lýs ir föður sínum sem þegjanda legum og vinnusömum manni, sem forðaðist að þvinga fjöl- skyldu sína á einn eða pnnan hátt. Það var oft erfitt að sjá, hvenær honum mislíkaði, enda mjög fjarri honum að nota stór yrði og skammir. Starf hans, sem bókaútgefandi var um- fengsmikig og tímafrekt, enda óx fyrirtækiið mjög á meðan hans naut við. Á starfsárum Itans voru stofnuð útibú bæði í i&ttftandi, Ástralíu og Banda riigunum. Mac Millan var sett © náms í Eton og síðar í Gttfbrd. Hann minnist þeirra tScgría ára, sem hann var í Ox áÍKÖyen að þeim loknum brauzt og hann var kallaður stríðið. Höfundur særðist illa í stríðinu og fyrir mörgum, sem lifðu það af, mótaði það allt líf hans upp frá því. Skotgrafalífið var mjög frá- brugðið lífi hans og venjum fram að þessu. Hann segir í bréfi til móður sinnar: „Það furðulegasta við orrustuvöll- inn er auðnin og tómleikinn, sem einkennir hann. Það sem mest ber á, eru sundurskotin tré, leðja og sandpokar. Öðru hverju, heyrir maður hvininn í fallbyssukúlunum. Enginn maður er sjáanlegum, en dauð inn er alls staðar á næsta leiti. Úti við sjóndeildarhring in-n má ef til vill sjá þorps- eða bæjarrústir. Þótt umhverfið sé ömurlegt og hermennirnir, þreyttir á stríðinu, þá virðast allir reiðubúnir að berjast í næstu fimmtíu ár, ef það yrði nauðsynlegt. Skornmu eftir, að höfundur ritar þetta bréf, særðist hann haettuíega, og varð viðskila við herdeild sína. Hann segir, að hann hafi legið í sprengjugíg, illa særður, með an orrustan geisaði, og til þess að drepa tímann, las hann í Promeþeus eftir Æskylos á grísku. Hann segir hafa legið þárna í sprengjgígnum í tólf tíma samfleytt, þangað til orrustunni var lokið og leitar flokkur fann hann. Eftir styrjöldina gerðist hann starfsmaður fjölskyldu- fyrirtækisins, og hefur alla tíð síðan verið við það meira og minna riðinn. Sem slíkur hafði hann samskipti við ýmsa merka höfunda á þessum árum, sem sem Thomas Hardy, Rudyard Kipling, Hugh Walpole og ýmsa aðra. Afskipti hans af stjórnmálum hefjast 1923. Hann var kosinn á þing 1924 fyrir íhaldsflokkinn. Hann seg ir, að áhugi sinn hafi aðallega snúizt um innanlandsmál, og í afstöðu sinni til þeirra mála hafi hann oftast verið á önd- verðum meiði við flokk sinn, og því lítt hafður á oddinum. Það var ekki fyrr en 1940, þeg ar Churchill myndaði ráðu- neyti sitt, að hann kom fram í sviðsljósið sem stjórnmála- maður. Hann segir frá því, að eitt sinn á stríðsráunum hafi hann verið á fundi með Church ill síðla kvölds og verið orðinn þreyttuf á masi Churchills um Hitler. Og hann heldur áfram: „Ég býst við, að ég hafi sýnt áhugaleysi og hafi langað í rúm ið, því að skyndilega sneri Churchill sér að mér og sagði: „Hvað er að þér? Ertu hlynnt- ur Hitler? „Nei, það er ég ekki, forsætisráðherra, svar- aði ég, „en þó eigum við hon um báðir mikið að þakka, því að hann gerði yður að forsætis isráðherra og mig að vararáð- herra. Enginn nema Hitler hefði getað gert slíkt. Ég hélt fyrst, að hann myndir springa af heift, en eftir and- artak breiddist hið gamal- MaeMOlan í Laos 1915. kunna bros um andlit hans, og hann sagði: „Það er líklega eitt hvað til í þessu. MaeMillan segir, að þetta, fyrsta bindi ævisögunnar spanni fyrri heimsstyrjöldina og upp haf hinnar síðari. „Þrátt fyrir alla erfiðleika, efuðumst við aldrei um, að þékkingin, góð- vildin og áhuginn, mundi leiða okkur til réttrar lausnar á vandamálunum. Það var aðeins á síðustu árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina, að okkur virt ist sem okkur bæri óðfluga að skelfingu upplausnarinnar, og við gætum ekkert aðhafzt til að varna því, líkt og í grísk- um harmleik. Allan þann tíma sem ég sat á þingi, frá því 1924 fram til 1940, var þáttur minn í mótun sögunnar, mjög veiga- MacMiIlan fjölskyldan í jólaboði, lítill. Skoðanir mínar stönguð- ust algerlega á við skoðanir flokks míns bæði í innanríkis- og utanríkismálum, þótt ég væri alinn upp í andrúmslofti brezka heimsveldisins, þar sem sú skoðun var ríkjandi, að á meðan brezki flotinn réði höf- unum, mundi ekki koma til neinna stórátaka, þóttist ég sjá, að þannig gæti ekki orðið ástatt til langfrania. Mér var ljóst, að nítjáandualdarþjóðfé- lagsform hæfði ekki tækniþjóð- félagi tuttugustu aldarinnar. Harold MacMillan er lýst sem manni með margslungna, skapgerð. íhaldsmenn hafa kall að hann sósíalista og vinstri menn hafa kallað hann aftur haldsmann og höfðingjasinna. Sumir segja, að hann sé kald lyndur og þurr, aðrir, að hann sé skarpur og mannúðlegur. Sumir halda því fram, að hann sé mikill leikari á stjórnmála sviðinu og eigi til mikla bragð vísi, ef því er að skipta. Með þessar bók .sinni virðist hann Ijúka upp sjálfum sér. Eins og hann segir sjálfur: „Það er ekki ætlun mín með þessari bók að skrifa varnarrit. Ég segi þessa sögu í þeirri von, að hún geti vakið áhuga samtíðar manna minna og einnig þeirra, sem yngri eru. Ég er nógu gam all til að muna tímana fyrir þau ósköp, sem heimstyrjald- irnar tvær ullu. í þessari ævi sögu koma margir við sögu, sem mikil áhrif hafa haft á heimsmálin undanfarna áratugi Nevil Chamberlaine, Sir Sam- uel Hoare, Sir John Simon, Anthony Eden, Churchill o. fl. fl. Skemnitilegasti hluti bók- arinnar, eru kaflarnir um undanfara heimstyrjaldar- innar síðari, höfundur birtir Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.