Tíminn - 10.09.1966, Qupperneq 9

Tíminn - 10.09.1966, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 10. september 1966 TlMiWW ? spyrja þessir stuðningsmenn CIA, hvernig ráðuneytið muni geta staðið af sér hið óhjá- kvæmilega — að einhver ólög- leg og leynileg aðgerð í öðru landi verði afhjúpuð — þegar það á að vera hið hreinlynda andlit hinna eiginlegu diplómat isku sambanda Bandaríkjanna við umheiminn? Önnur tillaga, ekki eins stór tæk og hin fyrri, en ef til vill æskilegri, er, að nokkrum þing mönnum, sem hafa sérstaka þekkingu á utanríkismálum verði bætt í nefndir þær, sem nú hafa eftirlit með CIA. Til- lagan um, að utanríkismála- nefnd öldungadeildarinnar, ætti að bætast í hóp þeirra fjög urra nefnda, sem nú sjá um eftirlitið, er í þessum dúr, og hefur m.a. hlotið stuðning Me Carthys, öldungadeildarþing- manns. Menn eins og J.ó. Fullbright formaður utanríkismálanefnd arinnar, Mike Mansfield, leið- togi demókrata í öldunga- deildinni, og George D. Aiken, einn af fulltrúum repúblikana í öldungadeildinni gætu veru lega styrkt eftirlitsnefndirn- ar í starfi þeirra. Flestir þeirra, sem NYT hef- ur haft viðtal við í sambandi við athugun þessa, eru þeirrar skoðunar, að CIA eigi ekki að hafa nein áhrif á hverjir verða valdir í eftirlitsnefndirnar. Þótt afsökun þess, að CIA ræður verulegu um, hverjir séu í nefndunum, sé sú, að ganga verði frá því á öruggan máta, að einungis veljist „ör- uggir" og „ábyrgðarfullir menn í nefndirnar, er árangur inn venjulega sá, að CIA kem- ur beztu stuðningsmönnum sín um í umræddar nefndir, og þeim mönnum, sem bezt geta varið leyniþjónustuna gegn hörðustu gagnrýnendum í þing inu, eins og t. d. Mc Carthy og Mike Mansfield. Forstjórinn þýðingarmestur. En meginniðurstaða rannsókn ar New York Times á CIA er sú, að það er forstjóri leyniþjónustunnar, sem er, eða á að vera aðal- maðurinn á bak við hið raunverulega eftirlit með CI A, hvernir svo sem það eftir lit verður sett upp. Því að ef forstjórinn krefst þess, og legg ur sig allan fram um að sjá um, að leyniþjónustan þjóni hinum pólitísku yfirmönnum landstjórnarinnar, þá er það einungis alger tilviljun, eða mistök, sem geta orðið þess valdandi, að CIA sleppi und an pólitískri stjórn ráða- manna. Margar aðrar niðurstöður er einnig hægt að draga af athug un þessari: Hvað svo sem segja má um fortíðina, er í dag mjög fátt, sem bendir til þess, að CIA búi til eigin utanríkisstefnu, eða vinni ógagn stefnu stjórn landsins, eða vinni á annan hátt á eigin vegum. Þegar aðgerðir CIA taka aðra stefnu, en til var ætlazt í upphafi, og ganga lengra en stefna stjórnarinnar, fylgja þær oft ákveðnu formi, sem vel er þekkt í öðrum deildum stjórnarinnar. Diplómatar segja erlendum ríkistjórnum oft meira, en þeir hafa leyfi til, og ganga á annan hátt lengra en þeir hafa fyrirmæli um. Að- stoð við erlend ríki getur, þótt opinber sé, bundið USA við að gerðir, og menn, á þann hátt, sem ráðamenn í Washington dreymdi ekki um í upphafi. Hernaðaraðgerðir geta breiðzt út, og þegar mistök verða, þá er hermálaráðuneytið oft tregara til að leggja staðreynd irnar á borðið heldur en CIA. En samt sem áður, meðan CIA starfar sem gagnasafnari stjórnarinnar og framkvæmandi ólöglegra leynilegra aðgerða — á n,..ðan CIA leggur bæði til, að einhver aðgerð verði framkvæmd, og safnar upplýs ingunum til þess að réttlæta þær aðgerðir, er sú hætta fyrir hendi, að leyniþjónustan gangi sinn eigin veg og stjórn lands ins missi tök sín á aðgerðum hennar. Þessa hættu verður að taka alvarlega bæði innan stjórnar og utan. Svínaflóa- ævintýrið er sígild áminn- ing þeirrar staðreyndar. Það verkefni, að takast á við þessa hættu, er einkum í verkahring forsetans, æðstu ráðgjafa hans og forstjóra CIA. Eftirlitsnefnd á vegum þings- ins getur aðeins gegnt þessu hlutverki lítillega, og þá aðeins með aukinni hættu á að leyni legar upplýsingar „leki“ út og að pólitískt álag á CIA innan lands aukist. Ásakanihnar á hendur CIA bæði innanlands og erlendis eru svo víðtækar, og á ýmsan hátt orðum auknar, að fram kvæmdaafl leyniþjónustunn- ar getur hafa beðið alvarlegan hnekki. Sérstaklega gæti orðið erfitt að ná í og halda, dugandi starfsfólki, sem CIA verður að treysta á, bæði í daglegu starfi og eins til þess að sjá um, að starfsemin haldist innan hins ákveðna ramma. Þýðingarmiklar spurningar Þess vegna verða menn, bæði í núverandi stjórn og sérhverri stjórn landsins, að spyrja og svara — heiðarlega a.m. k. þessum spurningum: Er sérhver aðgerð, sem til- laga hefur komið fram um, lík leg til þess að styðja, í dag sem og í framtíðinni, löglega hagsmuni og óskir Bandaríkj- anna í heiminum — eða er um rædd aðgerð aðeins þægileg og tækifærissinnuð leið, og ef til vill ákveðin án tillits til víð- tækari áhrifa hennar eða raun, verulegrar nauðsynjar? I stuttu máli, treystir stjórn stoltrar og heiðarlegrar þjóðar of mikið á leynilega aðgerðir „skítverk, harkalegra og ólög legra í „skuggasundum" heims ins? Er hægt að ná því stigi að mæta valdi með valdi undirróðri með undirróðri, glæpi með glæpi, verður svo almennt og viðurkennt, að heið ur og stolt skipti ekki lengur neinu máli milli hörkulegra og ósættanlegra óvina? Þesuar spurningar verða að skipta íbúa Bandaríkjanna miklu máli. Þær hljóta að skipta þingið miklu máli. En, vegna allra aðstæðna, getur hvorki þjóðin né þingið á auðveldan máta kynnt sér svörin, og því síður séð svo um, að þau séu alltaf rétt. Verkefni forse.ans Það er aðeins hægt að gera innan framkvæmdavaldsins. Það verkefni, að stjórna CIA, er eingöngu í höndum for- seta Bandaríkjanna, forstjóra leyniþjónustunnar og þeirra ráðgjafa, sem forsetinn skipar til þess að hafa eftirlit með starfsemi hennar. Og ef þessir menn staðhæfa, að þeir stjórni leyniþjónustunni, þá verða þeir að taka við ásökunum, þegar sú stjórn, rennur út í sandinn. Framhald á bls. 13 Dr. R. Beck staddur hér í lok langrar ferðar um Norðurlönd Dr. Riohard Beck, prófessor í Grand Forks, er staddur hér á landi þessa dagana, ásamt konu sinni, en þau halda vestur uim haf og heim 12. sept. Rich ard Bedk er enn kvikur og hraustur og ótrauður til ferða laga ,og um íslenzk mál og norræn hugsar hann flestum stundum. Hann leit sem snöggv ast inn í ritstjrnarskrifstofu Tímans á dögunum til þess að heílsa upp á kunningjana, og við spurðum hann lítið eitt um ferðalög sumarsins. — Eg var einar sex vikur að minnsta kosti á ferðalagi um Norðurlönd ásamt konu minni sagði dr. Bedk. Eg var t. d- viku í Finnlandi, en þar hafði ég ekiki komið áður, og hef því enn aukið við kynnin af Norður löndum. Eg sat bindindisimanna þing í Ábo og þar voru líka fulltrúar frá íslandi. Síðan vor um við um sinn í Noregi og ferðuðumst víða, og ég sat árs fund Nordmannsforbundet, en það er alþjóðlegur félagsskapur Norðmanna utan heimalands. Eg var fulltrúi félagsdeildarinn ar í Grand Forks. Dagana 12. — 16. ágúst sat ég svo alþjóð legt þing háskólakennara i Norðurlandamálum og bók- dr. Richard Beck menntum í Uppsölum í Svíþjóð og voru þar fulltrúar 17 eða 18 landa, jafnt frá löndum austur- sem vestur-Evrópu. Eg fluttí þar ávarp. Þetta var merkilegt þing, og voru uin ræðuefni mörg, en hæst bar samband bókmennta og lista. í Danmörku áttum við góða dvöl og nutum vel umihy.ggju og vinsemdar Gunnars Thorodd sen, sendiherra, en hann fór meðal annars með okkur í hú§ Jóns Sigurðssonar, og er sú heimsókn meðal þess minnis- stæðasta úr ferðinni. Það var áhrifamikil stund að skoða þau húsakynní. íbúð Jóns var á þriðju hæð hússins, og stigar brattir og þröngir, en þegar við vorum að ganga niður, minnti Gunnar mig á það, að Jón hefði ætíð haft þá venju að fylgja gestum sínum til útidyra. Fannst mér það koma vel heim við allt hans starf og líf, og en neitt dæmi þess. að hann sparaði ekki sporin sín fyrir fslendinga maður sá. Og hér heima höfum við átt ágæta daga og notið vinsemd ar og gestrisni að venju, 02 höfum margt að þakka, svo og sendiráðum íslands á Norðui löndum, sem greiddu götu okk ar á margan hátt Við förum heim til Grand Forks með góð ar miningar úr þessari för. Slík ar farir til fslands og annarra Norðurlanda eru mér sem end umýjun lífsþróttar. og því er ég oft á ferð, meðan þróttur endist, sagði dr Beck. Þau hjón halda vestur á sunnudagskvöld, og fylgja þeírn góðar óskir og þakikir fyrir komuna sem jafnan fyrr. iZn A.K. Guðbrandur Magnússon: Frásögn af ársfundi Skógræktarf él. islands Laugardaginn 20. 8. kl. 9,30 hófst fundur á ný. Formaður Hakon Guðmundsson kynnti fyrir fundinum ungan vís- indamann, Jónas Jónsson frá Yzta felli, er síðan hóf mál sitt með þessum orðum: „Maður verður að rækta garð- inn sinn“, sagði Voltaire. „Allt líf- á jörðu byggist á hinni grænu plöntu. Þess vegna þarf að rækta nóg til þess að fæða alla munn- ana.“ Þetta kom í hugann, þegar ég átti að ávarpa skógræktarfólkið í landinu og ræða um gras og gróð- urrækt.. Fóðurleifar sem komu með búfénu, er fyrsti gróður- flutningur til landsins. Á þessari öld er þýfið sigrað og mýrar ræstar. Síðan kom ræktun af svo nefndu grasfræi. Ef það brot, sem ræktað hefur verið, af því sem rækta má. Bíður okkar nú stór felldari ræktun, en til þessa hef- ur þekkzt! Til eru betri graslönd en ís- land. En hin mörg, sem eru miklu verr sett og verr fallin til gras- ræktar. Hé eru 40 grastegundir. Möguleikar miklir að auka og bæta Flóruna. Hefur nú verið reynt svo mikið að erlendum stofn um, að við teljum okkur vita, hvað okkur hentar bezt. Ráðlagð ar voru mismunandi fræblöndur í landshlutana. Vallarfoxgrasið er hér orðið 30 ára og tekið að telja það með ís- lenzkum jurtum. Háliðagras hefur ekki eins góða eiginleika, er einnig orðin inn- lend planta og nú tekin til kyn bóta. Þriðja grasið, vallarsveif- grasið ætti að vera stofn í rækt- un beitilanda. Túnvingull, kominn frá Danmörku. Língresi 0. fl. alg. í nýrækt og úthögum. Snarrótarpuntur harðgerðast ur, en getur þó orðið fyrir áföll- um, er talinn til illgresis, gæti orðið björgunargras, varaskeifa, vegna vankanta sinna. Nefndi grastegundir, sem aðal- lega eru notaðar sem grænfóður. Nú er tekið að beita meir og meir 2. HLUTI á ræktað land. Að þessu er hagur. En beitirækt er mjög vandasöm, enda nýtilkomin. Ræddi um sláttu grös, og taldi beitargrös eiga hæg- ara með endurvöxt, fjölga sér með vaxtarsprotum, en ekki fræi. Hægt að rækta land samhliða beit. En ofbeit leiðir til veiklunar og síðar til jarðvegseyðingar, og þá helzt á rýrum jarðvegi. Þarna gæti áburðargjöf hjálpað og bjarg að. Kalið hefur valdið vonbrigðum, en þar koma til margar og mis- munandi aðstæður. Lega lands er hér mikið atriði. Flatt land verst sett! Hægt er að bjarga með kostn aðarsamri jarðvinnslu. Of mikil gjöf köfnunarefnis getur valdið veiklun. Útvega þyrfti harðgerð- ari tegundir. Gömlu túnin voru á beztu lendum. Hér er um mikils vert rannsóknarefni að ræða, en miðað við fjárframlög verður þetta allt seinunnið. Ódýrara er að láta rækta gras- fræ erlendis, þurfum að senda stofna okkar í fóstur til tilrauna- stofnana erlendis. Hef talað um eina tegund rækt unar. Ekki má skilja það svo, að ég telji ekki þörf fleiri tegunda, sem „rækta þarf. Okkur ber skylda til að klæða landið og græða, skylda gagnvart sjálfum okkur og afkomendunum! Lófatak! Hákon Guðmundsson: Við óskum samvinnu við allt ræktunarfólk og í öllum grein- um, um allt land! Okkur veitir ekki af að koma saman árlega til að hlusta á slika fræðslu og þessara ungu manna sem nú hafa flutt okkur fróðleik ■og þekkingu. Við þurfum að vera víðsýnir og leita samstöðu við ræktunarfólk í sérhverri grein. Sigurður Blöndal þakkaði einn- ig ræðumanni erindið. Spurði um mismunandi hæfni grastegunda til slægna og beitar. Einnig um snar- rótina, sem er vágestur. Er hægt að útrýma henni? Ræktunartækni. í kal reyndist sáning betur í annað og þriðja sinn. Nefndi íslenzka túnvingul- inn, sem norskur fræðimað- ur kvaðst aldrei hafa séð slíkan. Hákon Bjarnason þakkaði Jón asi erindið. Spurði að því hvers vegna hér væri ekki byrjað á gras fræræktarstöð. Enda þótt fram haldsræktun grasfræs færi fram ytra, yrðum við þó að hafa sæmi- lega stóra stöð hér og sagði, að hér væri verðugt verkefni fyrir Búnaðarfélagið. Benti síðan á, að enda þótt framhaldsræktun fræs erlendis hljómaði vel í eyrum, gætu einnig verið vandkvæði á, ,sem við vissum ekki um. Benti í því sambandi á Gutning ýmissa íslenzkra og grænlenzkra plantna til Danmerkur, sem hefðu alger- Framhald á bls. 18.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.